Þjóðviljinn - 04.11.1978, Side 11

Þjóðviljinn - 04.11.1978, Side 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. nóvember 1978 Laugardagur 4. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Viðtal við Davíð Davíðsson bónda á Sellátrum um verkalýðsbaráttuna á Patreksfirði á kreppuárunum „Satt að segja var ég að drepast úr hungrl með mitt hyski” Hæguren fastur fyrir/ er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar Davið Davíðsson bóndi á Sellátrum í Tálkna- firði tekur til máls. Rökfesta og hugsun einkenna orð hans. Davíðá sér langa sögu að baki í félagsstarfi. Hann var lengi í hreppsnefnd á Patreksfirði og síðar á Tálkna- Engin synd að vinna í 1 eða 2 tíma í viðbót — Ert þú fæddur og uppalinn á Patreksfiröi, Daviö? — Ekki á Patreksfiröi, en i Patreksfirðinum. Ég er fæddur utan hjónabands I Kvígindisdal og fór svo út i Kollsvik til fólksins, sem ég ólst upp hjá, og var þar til lOára aldurs. Svo var ég i Vestur- botni þangaö til ég var 16 ára aö ég fór til fööru mins á Patreks- firöi og var hjá honum i 3 ár. bá fór ég aftur i Rauöasands- hreppinn, i Orlygshöfn og Hænu- vik, og siöan á flæking út i veröldina, til Reykjavikur, Vest- mannaeyja og viöar, eins og ungum mönnum hentaöi i þá tiö og kannski enn. — Hvenær settistu svo aö á Patreksfiröi? — Þaö var haustiö 1925. Ég var þá búinn aö vera svolitiö til sjós og réöi mig frá Reykjavik á fyrsta togara Ólafs Jóhannes- sonar, Leikni, sem kom heim þetta haust. Þetta var einmitt fyrsta áriö sem Vökulögin áttu aö vera i fullu gildi,en þó vafasamt aö segja um gildi þeirra aö svo stöddu. — Var misbrestur þar á? — Já, þaö þótti engin synd aö vinna i 1 eöa 2 tima i viðbót viö þessa 18 tima sem maöur átti aö vinna á sólarhring. Þar féll sáðkorniö fyrst — Nú var a.m.k. tvisvar búiö aö gera misheppnaöar tilraunir til aö stofna verkalýösfélag á Patreksfiröi þegar hér var komiö sögu. Attir þú sjálfur þátt i ioka- tilrauninni sem tókst áriö 1928? — Ég var þá búinn aö vera 3 ár á togaranum, en svo stóö á þetta haust aö ég var i landi, þvi aö þá þóttist ég vera oröinn svo mikill maöur, var farinn aö geta bætt net og fleira, aö ég vildi fá meira kaup. Þá var lágmarks- kaup á togurum 214 krónur á mánuöi,en ég vildi hafa 240 krón- ur eins og netamenn höföu. — Þaö hefur veriö komin ein- hver uppreisn i þig? — Já, þaö gekk ekki saman,og ég gat ekki fengiö plássiö. Jarö- vegur aö stofnun verkaiýös- félagsins mun þvi hafa passað allvel inn I mina hugsun viö þess- ar aöstæður og svo var hitt aö ég haföi veriö nokkrum árum áöur I Vestmannaeyjum og fengiö þar gott uppeldi hjá Þorbirni i Kirju- bæ. Þaö var min fyrsta snerting viö þjóömálahreyfingu af þessu tagi. Hann var jafnaöarmaöur mjög til vinstri. Þar féll sáökorn- iö fyrst svo aö þaö festi rætur. „Svo var stór hópur sem var það hrœddur að hann þorði ekki að koma nálœgt þessu ” Lenti í fyrstu samninga- nefndinni — Hver átti mestan þátt i stofn- un verkalýösfélagsins? — Þaö mun hafa veriö Ragnar Kristjánsson sýsluskrifari sem átti mestan þátt i henni og hann var i útvegun meö aÖ ná Halldóri ólafssyni ritstjóra á Isafiröi til aö hjálpa til viö stofnun félagsins. Hann kom þaöan á vegum Alþýöusambands Vestfjaröa. Ég man aö ég var búinn aö eignast bát, þvi aö mér þótti ekki mjög tryggt aö þurfa að sækja alla at- vinnu undir aöra og flutti Halldór á honum frá Patreksfiröi og norö- ur aö Sveinseyri aö lokinni stofn- uninni. — Var mikill hugur i mönnum? — Þaö var mikill hugur I flest- um, en þó stór hópur sem var hræddur og þoröi ekki aö koma nálægt þessu. Sumir gömlu mennirnir voru búnir aö fá reynsluna af þvi að stofna félög ognokkrirþeirrakannskiátt þátt i aö splundra þeim og séö aö þaö var áfram hægt en viö sáum fyrir þvi meö góöu og gömlu lagi. — Hvernig? — Ég lenti I fyrstu samninga- nefndinni.og áöur en viö fórum á fund ólafs Jóhannessonar kaup- manns varö samkomulag hjá okkur um aö hreyfa ekki viö kaupi. Viö treystum ekki svo á okkar stööu, aö viö gætum fariö út I neina baráttu á fyrsta ári, en tvennu ætluðum viö ófrávikjan- lega aö ná fram: Viö kröföumst þess aö félagar i Verkalýðsfélag- inu gengju fyrir vinnu og kaup yröi borgaö út en ekki reiknings- fært eins og veriö hafði. Þá var eiginlega stór bón aö biöja um 5 krónur i peningum. Þessu náöum viö hvoru tveggja I gegn. 1.20 kr i Reykjavík,8° aurar á Patreksfirði — Voru þá ekki Patreksfirð- ingar orönir töluvert á eftir öör- um? — Jú, viö vorum þaö nú. Mig minnir aö algengt kaup i Reykja- vik þá hafi verið 1,20 kr. á timann en 1 króna og 36 aurar I hafnar- vinnu. Á Patreksfiröi var kaupiö 80 aurar hjá karlmönnum og 50 firði og þar um mörg ár oddviti. Um daginn kom hann til Reykjavíkur, og þá átti blaðamaður Þjóðviljans tal við hann í tilefni af 50 ára afmæli Verkalýðsfélags Patreks- fjarðar sem nýlega er afstaðið, en Davíð var einn af fyrstu leiðtogum þess og formaður á árunum 1934-1939. aurar hjá kvenfólki, og þaö stóö. baö var margt oröiö á eftir hjá okkur t.d. aö kaup væri borgaö i reikning, eins og ég sagöi áöan, og matartiminn var einnig eftir hentugleikum atvinnurekandans. Viö höföum 2 tima i mat á sumrin, þegar veriö var aö þurrka fisk,þvi aö þá passaöi aö íáta fiskinn liggja og þorna á meöan, en i staöinn var unniö klukkutima lengur á kvöldin sem dagvinna. Þaö var dálitil ómenning I þessu af þvi aö þaö var heldur ekki fast. Ef skip kom, sem þurfti aö af- greiöa meö kol og salt og fleira, var ekki nema klukkutimi I mat. Þegar kom aö þvi aö breyta þessu kostaði þaö dálitil átök. Svo lánaöist þetta. Þessu náöum viö fram á fyrsta ári. Ekki alltaf hægtað treysta á fólkið — Var ekki ólafur Jóhannesson tregur til aö tala viö ykkur til aö byrja meö? — Nei, ekki til aö byrja meö. Ég held aö hann hafi treyst á aö þetta færi eins og áöur, þvi aö siö- ar þegar átök uröu um réttindi félagsmanna og útborgun, sem átti aö fresta, hrökk út úr honum blessuöum aö hann heföi ekki bú- ist viö aö svona asnar gætu hlunn- farið sig. — Andstæöurnar viröast hafa veriö meiri á Patreksfiröi en viöa annars staöar. Þaö hefur kannski veriö af þvi aö ólafur var eini at- vinnurekandinn? — Já, ekki var viö aöra aö ræöa þá.en þó fannst mér, sérstaklega eftir aö ég fór aö hafa meiri af- skipti af þessum málum sem for- maður verkalýösfélagsins, aö alltaf væri erfiöara aö fá fólkiö til aö fylgja sér skynsamlega heldur en atvinnurekendur. Mér gekk alltaf betur aö ná fram málum ef ég gat treyst á fólkiö en þaö var bara ekki alltaf hægt. Ýmis atvik komu fyrir sem þaö sýndi sig i. Hann var aðkoma fram af einkaskrifstofu forstjór- ans — Geturöu nefnt einhver slík? — Þaö er nú betra að nefna ekki of mörg nöfn. Einu sinni vorum viö að reyna aö ná fram einhverju litilræöi sem ég man ekki hvaö var. En félagsmenn voru ekki sammála um annaö en aö fara og biöja.en ef þaö næöist ekki aö vera þá ekkert aö eiga viö þaö frekar. Svo stóö á aö veriö var aö pakka inn saltfiski sem átti aö fara fljótlega meö skipi og þá átti aö nota tækifæriö til aö ná þvi fram og boöaö til skyndifundar þvi aö þá var nú ekki vikufyrir- vari fyrir verkföllum. Allmikiö af lausu fólki mættben ekkert af þvi „Svona var erfitt að reikna út fólkið á Patreksfirði” bar var allt kvenfólkið og nokkrir karlmenn. Arni Gunnar Þorsteinsson var þá formaöur félagsins og Ragnar ritari og þeir voru ágætir. Þeir sendu mann niöur eftir til aö tala viö fólkiö og fá þaö heim á fund. Ekki bólaöi neitt á honum aftur svo aö þeim var fariö að leiöast. Ég var þvi sendur niöur eftir til aö vita hvað heföi gerst og reyna að koma þessu fram. Þegar ég var kominn langleiöina hitti ég þar tvo unga stráka sem voru ansi liprir og þægir viö okkur. Þetta voru þeir Kristján Gisla- son, siöar verðlagsstjóri, og Björgvin Sighvatsson siöar skóla- stjóri á Isafiröi, en þeir voru þá farnir aö hugsa á þennan veginn og ólatir aö hlaupa snúninga. Ég spuröi hvort þeir heföu nokkuö séö þennan tiltekna mann. Jú, þeir höföu séö hann fara inn i búö. Ég hætti þvi viö aö fara ofan I hús.en fer þangaö. Þar mætti ég honum þar sem hann er aö koma fram af einkaskrifstofu forstjórans. Ég sá náttúrlega strax hvaö haföi veriö aö gerast, sneri viö og fór út i hús. Þær voru með nálarnar klárar til að stinga En þaö var ansi erfitt aö kom- ast aö fólkinu til aö tala viö þaö. Þær voru eiginlega með nálarnar alveg klárar til aö stinga ef maö- ur kom of nærri. Ég hélt mig þvi i fjarlægö.en sagöi nokkur orö og þar á meðal aö þetta væri allt i lagi. Búiö væri aö ákveöa aö þetta væri alveg frjáls vinna, en þær fengju bara ekkert kaup fyrir hana. Þeim væri alveg velkomiö að vinna. Annars værum viö aö ræöa um þetta uppi I stúkuhúsi. Þær hentu öllu frá sér eins og málin stóöu þarna, og ég haföi verulega ánægju af þvi aö ganga á eftir hópnum svona I hæfilegri fjarlægö þegar hann fór upp göt- una fram hjá búðinni. — Þær hafa verið heldur vlga- legar? — Já, þaö varö náttúrlega aö taka svona smáhliöarspor og saman gekk 1 þessu máli um leiö og allir komust I þaö. Mátti þakka fyrir að kom- ast heill og óskemmdur út — Kanntu fleiri svona sögur? — Ég fór fljótlega á togarann aftur á þvi kaupi sem ég haföi óskaö. Þá var eiginlega ekkert aö gera i landi. Hætt var aö þurrka fiskinn og engin atvinna fyrir kvenfólkiö á sumrin. Þá heyröi ég þaö eftir kunningja minum, sem var nákominn Ólafi Jóhannes- syni, aö þaö stæöi til aö athuga hvort ekki væri hægt aö taka karfalifrina upp á akkorö, en þá vorum viö á karfaveiöum. Þetta hefur liklega verið 1934, fyrsta ár- iö sem ég var formaöur félagsins þó aö ég væri til sjós mikinn hluta ársins. Þegar ég heyröi þetta meö karfalifrina fór ég strax aö undir- búa mig. Af og til þegar viö feng- um eitthvert snap tók ég nokkra karfa og fór meö þá aftur fyrir, tók innan úr þeim og sá hvaö ég var lengi aö fá I merkurkrús. Ég þóttist komastaö þvi aö gott kaup væri aö fá 40—50 aura fyrir litr- ann. Þegar viö komum úr þessum túr tók Garöar Jóhannesson, son- ur Ólafs, mig tali og sagöi mér frá þessari hugmynd og fór aö spyrja mig hvaö fólk mundi fást til aö gera þetta fyrir. Ég taldi aö þaö geröi þaö fyrir svona 45—50 aura og hélt aö það þyrfti nú ekki meira. Svo hann setti kaupið 45 aura fyrir litrann og vildi fá mig til aö flytja skilaboöin en ég sagö- ist ekki gera þaö. Hann skyldi bara skrifa stjórninni. Og ég fór til fundar og hann var vel sóttur, sérstaklega af kven- fólkinu, þvi aö kannski var von um atvinnu. Ég las upp bréfiö og mælti meö aö út I þetta yrðifariö. En ég mátti eiginlega þakka fyrir aö komast heill og óskemmdur út af þvi aö þetta var akkorö. Þær voru búnar aö vaska árum saman i akkoröi og hafa allt aö tvöfalt karlmannskaup fyrir, en vildu samt ekki sjá þaö. Þetta var þvi fellt meö fundarályktun. Svo liöu liklega 3 vikur og ekk- ert var aö gera. Þá kom annað bréf frá Garðari, án þess aö viö ættum nokkur orö saman, og i þvi var tilboöiö komiö niöur I 25 aura fyrir lifrarlitrann. Ég boöaöi til fundar og las bréfiö en mælti hvorki meö eöa á móti, hugsaði mér aö vera alveg hlutlaus úr þvi aö búiö var aö fella hitt fyrir mér. Þetta var samþykkt. Svona var dálitiö erfitt aö reikna fólkiö út á Patreksfiröi. Þetta var þó þaö hagstætt aö þær duglegustu fengu tvöfalt kaup á 25 aurunum, hvaö þá heldur ef hitt heföi gengiö fram. — Var ekki mikið atvinnuleysi á köflum? — Þaö lagaöist dálitiö viö karfavinnsluna en verksmiöjan var einna fyrst reist á Patreks- firöi. Kvenfólkiö fékk þó litla vinnu fyrr en frystihúsiö var byggt 1939. Björgunarsveit og Hattar í misgrípum — Var ekki talsvert félagsllf I verkalýðsfélaginu á atvinnu- leysisárunum? — Jú, þaö var bara mikiö. Haldnir voru reglulegir fundir og alltaf skipuö dagskrárnefnd til aö koma meö einhver mál til um- ræöu. I kringum þetta skapaöist töluverö vinna, og ýmis hagnýt mál komu út úr þvi svo sem stofn- un björgunarsveitarinnar. Leik- list var lika töluvert upp á teningnum. Viö lékum ýmis smástykki svo sem Hatta I mis- gripum og annaö þess háttar sem var létt og meöfærilegt. Borgarastyrjöld á Patreksfirði — Ariö 1931 klofnaöi félagiö næstum. Geturöu sagt mér frá þvi? — Þá var ég ekki heima en kom þegar allt var komiö I bál og brand. Þetta var misklið um þaö hvort taka skyldi 5 aurum minna eöa meira fyrir istöku á vatninu. Viö strönduöum á Leikni austur viö Kúöafljót meöan á þessu stóö og ég kom heim úr þvi strandi 1. desember. Sá hópurinn sem vildi vinna fyrir lægra kaupiö byrjaöi aö taka Isinn.en Benedikt Einars- son á Kambi, sem var fyrir hin- um hópnum, fylkti þá liöi og var þá fariö i hart. Svo varö nú ekki mikiö úr þvi vegna þess aö menn Bensa á Kambi gengu á aöra hliö vagnsins og hvolfdu honum meö isnum á út af sporinu. Þá hopuöu hinir til baka.en deilan hélt á inn- an félagsins. Báöir flokkarnir voru með fundi stööugt I stúkuhúsinu, jafn- vel annaöhvort kvöld, og fyrsta kvöldiö sem ég var heima var Guöbjartur Torfason á fundi með sinum armi og ég fór á hann til aö kynna mér málin, en tók ekki til máls. Næsta kvöld var almennur fundur, og þá sýndust mér hóp- arnir vera álika stórir, en þó held ég Benedikts-hópurinn aöeins minni. Fannst mér þá andrúms- loftiö i efni deilunnar vera þannig aö ég ætti betur heima hjá Bene- dikt. Ekki lánaöist okkur aö ná sam- komulagi en þegar kominn var timi til aö halda aöalfund eftir áramót og til þess aö reyna aö lægja þessar deilur snerum viö Benedikt okkur til Alþýöusam- bands Vestfjarða. Var Hannibal Valdimarsson þá sendur til aö ganga á milli. Kallaöi hann deil- una borgarastyrjöldina á Patreksfirði. Um þaö samdist aö boðaö væri sameinlega til aöalfundar og at- „Þœr hentu öllu frá sér eins og málin stóðu og ég hafði verulega ánœgju af því að ganga á eftir hópnum svona í hœfilegri fjarlœgð þegar hann fór upp götuna fram hjá gluggunum í búðinni” komum okkur yfirleitt saman I félagsmálum og viö Sigurjón Jónsson, sem var haröastur allra komma, vorum alla tiö saman i samninganefnd meöan hann var þarna. Einu sinni geröum viö bandalag okkar á milli i hrepps- nefndarkosningum og þá meinti ég nú aö ná meirihlutanum meö þeirra aöstoö en þaö vantaöi 5 at- kvæöi. Trúlega hefur þaö veriö einhvern tima á árunum 1934- 1936. Ég fór alfarinn I land 1936 og tók þá eiginlega viö öllum þessum félagsmálum, bæöi sjómanna- deild, sem þá var búiö aö stofna, verkalýösfélaginu og Byggingar- félagi verkamanna, sem aldrei komst nú reyndar aö fyrir hreppsnefndinni. Meirihlutinn var ekki þess sinnis aö vilja koma þvi áfram. — Þeir voru nú frægir um allt land næstum þvi, þeir Kambs- bræður fyrir verkalýðsbaráttu sina? — Já, já, þeir voru duglegir og ákaflega stéttvisir menn, en kannski of ákafir stundum. Þaö þurfti stundum meiri hugsun á bak við heldur en þeirra baráttu- gleöi framkallaöi. Alltaf kratar þó. En kratar voru nú ekkert lin- ir þá. Ég verö aö segja aö frá þvi sjónarmiöi hefur oröiö mikil afturför. Mér fannst það ekki passa lengur — Hvers vegna hættirðu sem formaður verkalýðsfélagsins? — Ég var meö heimili og fjöl- skyldu og var satt að segja aö drepast úr hungri með mitt hyski þvi aö ég var eiginlega eingöngu I þessum félagsmálum. Maöur þurfti aö heröa sig upp. Svo tók- um viö okkur til nokkrir I sam- vinnufélagi áriö 1939 aö byggja frystihúsiö á Geirseyri. Ég var i stjórninni og sótti um aö fá aö veröa verkstjóri, sem þá var aö miklu leyti framkvæmdastjóri, en hinir stjórnarmennirnir drógu svarið á langinn. Þetta frétti Garðar Jóhannesson, en þeir voru þá aö byggja frystihús á Vatn- eyri, kallaöi mig á sinn fund og kvæöi hans skæru úr um deiluna. Báðir aðilar gengu aö þvi.aö þeir yröu viöurkenndir sem kosnir yröu. Svo var fundurinn haldinn og ég held aö þaö sé mesta mæt- ing sem oröiö hefur á Patreks- firöi. Ég man, aö i stjórnar- kjörinu var hæst atkvæöatalan hjá mér og nafna minum Davið Friölaugssyni. Ég fékk 93 atkvæöi en hann 92 og meö þeim mismun eöa eitthvaö nálægt honum náö- um viö félaginu. Kratar, kommar og Kambsbræður — Voru ekki deilur milli krata og komma eins og viöar? — Nei, ekki svo miklar. Viö spuröi hvort ég vildi ekki veröa verkstjóri hjá sér. Og ég tók þvi sem ég iöraöist þó nokkrum dög- um seinna. Þá kom Jón Sigurös- son, seinna forseti Sjómanna- sambandsins, og spuröi mig uppi og ég segi honum hvernig komið væri. Nú gæti ég ekki svelt mig lengur. Þá sagöist hann hafa komiö nokkrum dögum of seint þvi aö hann ætlaöi aö hætta sem erindreki hjá ASI og ætlaöi aö benda á mig I sinn staö. Mér fannst þaö hefði átt betur viö mig. Þegar ég byrjaöi sem verkstjóri hætti ég öllum afskiptum af verkalýðsfélaginu. Mér fannst þaö ekki passa lengur aö ég væri formaöur. —GFr Graflklistamennirnir Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Ingunn Eydal, Þórður Hall og Valgerður Bergsdóttir við pressuna. íslensk grafík gef- ur út grafíkmöppu Félagiö íslensk grafik er um þessar mundir aö vinna aö útgáfu ágrafikmöppu I tilefni 10 ára af- mælis félagsins á næsta ári. I möppunni , sem kemur út 20. nóvember n.k. , eru 5 grafik- myndir eftir 5 myndlistarmenn, þau Ingunni Eydal, JónReykdal, Ragnheiði Jónsdóttur, Valgeröi Bergsdóttir og Þórö Hall. Stærö möppunnar er 40x50 cm, upplag aöeins 50 eintök og verö hverrar möppu kr. 60.000.- Þetta er fyrsta grafikmappa sem íslensk grafik gefur út og nýjung f starfsemi fé- lagsins hérlendis til kynningar á Islenskri grafiklist. Fyrirhugaö er aö gefa út fleiri möppur I framtfðinni meö öörum höfundum. Aöeins örfáum möppum er enn óráöstafaö, og þvl möguleiki fyrir t.d. fyrirtadci og einstaklinga sem áhuga hafa á möppunni aö tryggja sér eintak, meö þvi aö senda nafn sitt, heimilisfang og símanúmer til félagsins Islensk grafik, Skipholti 1,105 Reykjavlk, fyrir 16. nóvember. Athugasemd frá Óttarri Möller Vegna fréttar I Þjóöviljanum sl. fimmtudag um þann skipa- fjölda innlendan, sem Eimskip telur sig þurfa að keppa við hefur forstjóri Eimskips, óttarr Möller beðið um að eftirfarandi athuga- semd komi fram. „Siöast liöinn fimmtudag birti Þjóöviljinn frétt, þar sem fullyrt var aö sú staöhæfing min gæti ekki staöist aö auk 24ra skipa Eimskips, væru nú skráö hér á landi 36 skip og spurt um hvaöan mér komi vitneskja um þauskip, sem á vantar til þess aö tala veröi 36. Þar sem ritstjórn og lesendur Þjóöviljans vilja eflaust fremur fá réttar tgiplýsingar en rangar er mér ljúft og skilt aö veita þeim þær. Ef skipaskrá sjómannaalman- aksins 1978 er borin saman viö skipanöfn, sem greind eruá skrá blaöamannsins, þá kemur I ljós, aö þarer ekki aö finna nöfn eftir- talinna skipa: Akraborg, Baldur, Bláfell, Drangur, Fagranes, Héö- inn Valdemarsson, Herjólfur, Kyndill, Litlafell og Stapafell. Af þessu er auösætt aö talan sem eftir mér er höfö, 36 skip er frekaroflág enofhá. Auövitaö er fráleitt aö telja leiguskipiö Hofs- jökul meö skipum Eimskipafé- lagsins þegar reiknaöur er út rúmlestafjöldi skipa Eimskipafé- lagsins og annara Islenskra vöru- flutningaskipa, enda hef ég I viö- ræöum mfnum viö fjölmiðla aldrei rætt um þann samanburö. Ég hef einungis fullyrt aö auk skipa Eimskipafélagsins væru 36 vöruflutningaskip annara eig- aida skráö hér. Vitanlega er þar átt viö flutninga á vörum aö ein- hverju eöa öllu flutningarými skipa. Eins og fyrr segir voru þau skip talin, sem eru á skrá sjó- mannaalmanaksins, en hún er miðuö viö 15. des. 1977. Meö skir- skotun til ofanritaös er ljóst aö staöhæfing min er vel rökstudd, en hún er ein af þeim fjölmörgu staöreyndum sem afsanna þær fáránlegu fullyrðingar aö Eim- skipafélagiö einoki vöruflutninga tslendinga. ÓttarrMöller. Furðuleg ósvífni Það hefur að vlsu komiö oft I ljós, þó kannski aldrei skýrara en I Kastljósi föstudaginn 27. okt. sl. aö Óttarr Möller, forstjóri Eim- skips,vandarekkimeðölin, þegar hann á i oröadeilum. En svo ó- svffinn hélt ég hann ekki vera, að voga sér að telja fyrr nefnd skip keppa við Eimskipafélag tslands. Litum þá á þennan skipaupptaln- ing. Akraborg og Herjólfur, jafnvel Drangur og Fagranes eru fyrst og fremst farþegaskip. Veiteiphver til þess aö Eimskip hafi stundað farþegaflutninga meö skipum innanlands? Geta þessi skip þá talist keppinautar Eimskips? Eimskip hefur aldrei i sögunni átt oliuskip og hvernig I ósköpun- um geta þá oliuskipin Héöinn Valdemarsson, Kyndill, Litlafell og Stapafell, sem flytja oliu inn- analnds veriö keppinautar Eim- skips? Þar aö auki sagöi óttarr aldrei aö hér væru skráö 36 skip sem héldu uppi flutningum innan- lands, hann fullyrti aö Eimskip heföi 36 skip aö keppa viö og þaö er dálitið annað. Eimskip getur ekki keppt við aöra um flutninga, sem þaö á ekki skip til, eins og farþegaflutninga og oliuflutn- inga. Ég man vart eftir aö hafa heyrt eöa séö meiri rökleysu i málflutn- ingi en þá sem óttarr Möller setur hér fram. S.dór Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.