Þjóðviljinn - 04.11.1978, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. nóvember 1978
Kjarvalsstaðaræða Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í borgarstjórn:
Hafði ekki hugmynd um
fundargerðaráhugann
A borgarstjórnarfundi s.l.
fimmtudag vakti Sjöfn Sigur-
björnsdóttir, formaður stjórnar
Kjarvalsstaða máis á þeirri stöðu
sem upp er komin i hiisinu sem
listamenn hafa sett I sýningar-
bann frá og með 1. nóvember.
Sjöfn sagði:
Eins og borgarfulltrúum er
kunnugt um sitjum viö þrjú i
stjórn Kjarvalsstaða.
Hafa allar samþykktir
stjórnarinnar verið geröar sam-
hljóða þar til nú aö Guðrún
Helgadóttir borgarfulltrúi telur
sig allt i einu vera komna i minni-
hluta sem er þó mjög fljótfærnis-
lega ályktaö af henni þar sem
samningum viö listamenn var og
er aDs ekki lokið og samningar
höfðu ekki siglt i strand. Enda
Guðrúnu Helgadóttur fullkunnugt
um þaö eftir margitrekaöar yfir-
lýsingar minar i stjórn Kjarvals-
staða að ég vildi undir engum
kringumstæðum eiga þátt I þvi að
upp úr samningum slitnaöi og
Kjarvalsstaðir bannfærðir af
listamönnum.
Er það þvi fljótfærni Guðrúnar
Helgadótturaökennaaðsvoernú
komið að listamenn hafa sett
Kjarvalsstaði i bann.
Ég vil vekja athygli á þvi að
þaöer ekki á valdi stjórnar Kjar-
valsstaöa að ákveða hvers konar
samningar eru geröir við lista-
menn um Kjarvalsstaöi, heldur
er það á valdi borgarráös og
borgarstjórnar. Þetta ætti Guð-
rún Heigadóttir að vita en henni
láðist aö koma þeirri vitneskju til
vina sinna i FIM og BÍL. Þaö er
að minu mati fávislegt af Guð-
rúnu Helgadóttur að hvetja lista-
menn til þess að lýsa yfir banni á
Kjarvalsstaði, þegar þeir aðilar
sem raunverulega ráöa allri
samningagerð við listamenn hafa
ekki einu sinni fjallaö um málið
þ.e.a.s. borgarráð og borgar-
stjórn. Auk þess vil ég sérstak-
lega vekjaathygli borgarstjórnar
á þvi að stjórn Kjarvalsstaöa
hefir engar tillögur samþykkt til
borgarráðs enda samningar við
listamenn i gangi.
Hitt er svo annaö mál hvort
Guðrúnu Helgadóttur hefur tekist
að rugla listamenn svo i riminu
að þeir geti ekki fallist á starfs-
reglur þessar jafnvel þó svo fari
að borgarstjórn Reykjavikur úr-
skurði að hinir tveir fulltrúar BIL
og FIM skuli hafa atkvæðisrétt 1
stjórn Kjarvalsstaöa eins og segir
I bókun Guðrúnar Helgadóttur
borgarfulltrúa.
Vil églýsa vonbrigðum mfnum
með framkomu Guörúnar
Helgad. borgarfulltrúa i þessu
máii sem einkennst hefir af fumi
og fljótfærni. Reynir nú enn einu
sinni á mahndóm G.H. og á ég þá
við það að hún þori aö viðurkenna
að henni var fullljóst og var búin
að vita lengi að ég myndi aldrei
láta kom til þess að listamenn
lýstu yfir banni á Kjarvalsstaði
vegna þess að samningar næðust
ekki, þó ég viöurkenni fúslega að
min skoöun var og er sú ákjósan-
legasta lausnin sé sú að 2 Usta-
menn sitji í stjórninni með mál-
frelsi og tillögurétti.
En það ætti öllum að vera ljóst
og Guðrúnu Helgadóttur lika aö i
samsteypustjórn og lýöræðislegri
kjörinni nefnd þar sem I sitja full-
trúar 3 flokka verður að semja
um málin. Auk þess og ég endur-
tek það enn einu sinni, samningar
við listamenn stóðu yfir — þeir
voru ekki sigldir í strand — þaö er
fljótfærni Guðrúnar Helgadóttur
að kenna hvernig komiö er.
Ásökunum hennar um ólýöræðis-
leg vinnubrögð vlsa ég til fööur-
húsanna sem rakalausum þvætt-
ingi.
I drögum að starfsreglum fyrir
stjórn Kjarvalsstaða eru 9 grein-
ar. Um 8 fyrstu greinarnar er
fullt samkomulag I stjórn
Kjarvalsstaða. I 9. greininni
kemur fram það atriöi sem
ágreiningi hefur valdið i stjórn
Kjarvalsstaða en þar segir svo
m.a.: A fundi stjórnar skal sitja
fulltrúi sem B.t.L. tilnefnir og
fulltrúi sem F.t.M. tilnefnir og
um þetta atriði er enn fullt sam-
komulag I stjórn Kjarvalsstaða
og siöan segir: og hafa þeir
þ.e.a.s. fulitrúi Bandalags Is-
lenskra iistamanna og fulltrúi i
F.l.M. máifrelsi og tillögurétt.
Vegna þessarar málsgreinar lét
Guðrún Helgadóttir borgarfull-
trúi bóka:
,,Þeir skulu hafa atkvæðisrétt
um þau mái sem snerta iistræna
starfsemi” — en viö Davið Odds-
son létum bóka:
„Frá þvi að slöast voru gerðir
samningar við samtök iista-
manna um stjórn og rekstur
Kjarvalsstaða hafa forsendur al-
farið breyst.
Myndlistarmönnum hefurveriö
greidd út hlutdeild þeirra i bygg-
ingu Kjarvaisstaða og hafa þeir
opnað sinn eigin sýningarsal, þar
sem þeir hafa haldið haustsýn-
ingu sfna sem áður var árviss á
Kjarvaisstöðum. Stjórn Kjar-
valsstaða gerir ráð fyrir að ráða
til starfa sérstakan listráðunaut
sem á að vera i forsvari fyrir
stjórnarinnar hönd um listrænan
rekstur og tryggja að fagleg
þekking sé jafnan til staöar. Jafn-
framt er stefnt aö þvf I þeim til-
lögum sem fyrir Uggja að þrátt
fyrir framangreindar breyttar
forsendur eigi F.l.M. og BÍL að
tflnefna sinn fulltrúann hvor sam-
tök sem sitji I stjórn hússins með
málfrelsi og tillögurétti.” Af
framangreindum ástæðum styðj-
um við þá tiilögu að reglum, sem
fyrir liggja.”
Af þessu er ljóst aö innan
stjómar Kjarvalsstaöa er aðeins
ágreiningur um þaö hvort þeir
tveir fulltrúar listamanna sem
gert er ráð fyrir að sitji I stjórn
Kjarvalsstaða skuli hafa at-
kvæðisrétt um þau mál sem
snerta listræna starfsemi eða
ekki. Eins og ég hef áöur sagt er
þaö borgarstjómar að fella sinn
úrskurð um þetta eina mál sem
ágreiningur hefur orðiö um I nú-
verandi stjórn Kjarvalsstaöa.
Munum við Daviö Oddsson að
sjálfsögðu hlita úrskurði borgar-
stjórnar Reykjavlkur I þessu
máfl.
Ég fuDyröi vegna ásakana Guð-
rúnar Helgadóttur I Þjóðviljanum
að fundargeröir stjórnar Kjar-
valsstaða eru meðal þeirra sem
fyrst berast til borgarráðs. Jafn-
framt lýsi ég þvf yfir að ég haföi
ekki hugmynd um að borgarfull-
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir: Von
um að blómleg Ustastarfsemi
hefjist hið fyrsta á Kjarvalsstöð-
um með farsælli þátttöku Is-
lenskra listamanna.
trúa Guðrúnu Helgadóttur væri
sérstaklega umhugað um að
koma siðustu fundargerð strax i
borgarráð.
Þegar ég talaði við borgar-
stjóra á þriðjudagsmorgun,
nánar tiltekið rétt fyrir ellefu,
vegna beiðni hans um að koma
fundargeröarbókinni i hans
vörslu lét borgarstjóri ekki I ljós
við mig eða gaf til kynna á neinn
hátt, að Guðrún Helgadóttir
borgarfulltrúi eða nokkrir aðrir
borgarfulltrúar stæðu þar á bak-
við.
Um málefni Kjarvalsstaöa eins
og þau standa nú 1 dag vegna
fljótfærni Guðrúnar Helgadóttur
vil ég segja þetta:
Ég óska eftir þvl að samninga-
viðræðum við listamenn verði
haldið áfram eins og ekkert hafi i
skorist, þar til farsæl iausn fæst 1
deilum borgaryfirvalda og Usta-
manna um fyrirkomulag á Kjar-
valsstöðum. Er ég sannfærð um,
aö ef unnið er að þeim málum af
fyllstu einurð og hreinskilni þá
muni nást farsæl lausn á þessari
deilu, sem báðir málsaðilar megi
una velviö og hafiaf fullan sóma.
1 von um að blómleg listastarf-
semihefjisthið fyrsta á Kjarvais-
stöðum með farsælli þátttöku is-
lenskra listamanna læt ég máli
minu lokiö.
Guðrún Helgadóttir: Fundar-
gerðir feiur enginn fyrir mér, né
læt ég skrökva upp i opiö geöiö á
mér, ekki einu sinni i nafni jafn-
réttis og bræðralags.
A eftir Sjöfn Sigurbjörnsdóttur
tók Guðrún Helgadóttir, varafor-
maður stjórnar Kjarvalsstaða til
máls og sagöi:
Astæðan til þess, að málefni
Kjarvalsstaða hafa nú orðið
blaöamál, er ekki fyrst og fremst
sá ágreiningur, sem er um stjórn-
un staðarins, heldur hvernig að
þeim málum hefur verið staöið.
Skal ég vikja að þvi fyrst.
. Allt frá þvl að viö þremenning-
arnir vorum kjörin I stjórn staö-
arins, höfum viö rætt hvernig
hlutdeild listamanna skyldi vera
þar að. Mér hefur fundist það mál
dragast aliverulega á langinn og
þegar komið var aö þvi aö
umsóknarfrestur um stööu list-
ráöunauts var aö renna út, var
brýnt að afgreiöa reglugerð fyrir
húsið til borgarráðs. Afstaöa okk-
ar þriggja var löngu orðin ljós, og
loks bókuð 1 fundargerö frá 27.
okt. s.l.. Þaö var orðinn langur
aðdragandi að endanlegri gerð
reglugeröarinnar og ég haföi m.a.
komið með ýmsar munnlegar til-
lögur til að reyna aö ná sam-
komulagi á milli stjórnarinnar og
listamannanna, en formaöur hef-
Guðrún Helgadóttir í borgarstjórn:
Borgarstjóm þarf álista-
mönnum sánum að halda
ur aldrei vikiö frá þvi sjónarmiöi
sinu, aö þeir skyldu engan
atkvæöisrétt hafa um stjórnhúss-
ins.
Viö veltum þeim möguleika upp
öll i fyrstu, þar sem rekstur húss-
ins hafði veriö afar slæmur á sið-
asta kjörtimabili, þrátt fyrir til-
vist listráðs. Þá voru I raun tvær
stjórnir Ihúsinu, og samkomulag
forstööumanns hússins og fram-
kvæmdastjóra Ustráðs á þann
veg, að I sliku andrúmslofti þrifst
ekkert.allrasistlist. En þaðvarð
strax ljóst, aö listamannasam-
tökin myndu aldrei sætta sig viö
einhliða stjórn stjórnmálamanna
1 húsinu, og þvi lá beint viö að
leita samkomulags viö þá. Hér er
um það fyrst og fremst að ræða,
aö menningarmiðstöö Kjarvals-
staða verði rekin svo til sóma sé,
en ekki að háð sé þar lltilsigld
valdabarátta þröngsýnna borgar-
fulltrúa.
Það var svo sannarlega hægt að
afgreiöa reglugeröina á siðasta
fundi, en formaöur kraföist frest-
unar. Það gat skilistsvo, aö hún
ætlaði jafnvel að hugsa málið
enn, svo að við þvi var orðiö. En
samkvæmt seinni viötölum er
alveg ljóst, að svo er ekki. Til
hvers var þá frestunin? Jú, til
þess að málið kæmi ekki til
afgreiöslu hér á þessum fundi, og
til þess að listráöunautur vissi
ekki nákvæmlega um hvaö hann
væri aö sækja.
Fundargerðin átti þó að liggja
fyrir borgarráöi á þriðjudag, en
þá ber svo viö aö hún kemur ekki
fram. Og aöspuröur tjáir for-
stöðumaöur mér að formaöur
hafi stöðvaö prentun hennar þar
til eftir borgarráðsfund. Borgar-
stjórier beðinnað heimta fundar-
geröina, en honum er þá tjáð —
eða fulltrúahans —aö hún sé ekki
I lagi, þarfnist lagfæringar. Ég
sem ritari get upplýst, aö engin
lagfæring hefur átt sér stað, enda
hafði ég þegar undirritaö hana.
Formaöurerþábeöinnað mæta á
borgarráðsfundi, en siðan koma
skilaboð um aö þvl miöur geti hún
ekki komið. Hvergi var hægt að
ná til hennar. Um þau ósannindi,
sem forstööumaöur viðhafði allan
mánudag og þriöjudag viö mig, er
best að hafa sem fæst orð. Það
þarf langa reynslu I refskap til aö
kunna þær kúnstir.
Alíka ósannindi eru þau, að ég
hafi átt einhvern þátt I ákvörðun
FIM. Ég er ekki I þvi félagi.
Samstarf okkar Sjafnar Sigur-
björnsdótturer byggt á samvinnu
tveggja óllkra — afar ólikra —
stjórnmálaflokka. Allt til þessa
hef ég látiö mér lynda þó að hún
hunsaöi flest það sem ég hef haft
til málanna aö leggja. Fundar-
geröir felur enginn fyrir mér, né
læt ég skrökva upp i opið geðið á
mér, ekki einu sinni i nafni jafn-
réttis og bræðralags. Oröið freisi
stendur einhvers staðar þar ná-
lægt lika. Ég þurfti að skýra fyrir
listamönnum borgarinnar,
almenningi og öðrum borgar-
fulltrúum gang þessa máls.
Þegar fundargerðin gat ekki
oröið þar til upplýsingar, var ein-
ungis málgagn mitt, Þjóöviljinn,
eftir.
Viö sjálfan ágreininginn um
reglugeröinaer ekkertaðathuga.
Or honum sker borgarstjórn aö
sjálfsögöu. Okkur meirihluta-
mönnum er auövitað alveg ljóst,
að okkur hlýtur oftlega aö grána
á. Þó ekki fyrr en á allar sáttatil-
raunir hefur reynt. Ég óttast ekki
úrslit þess máls. Það er sjálfsagt
og eðlilegt, að þeir menn sem
skapa list i þetta hús — Kjarvals-
staði — hafi tvo fulltrúa I stjórn-
inni með atkvæðisrétt um mál,
sem snerta listræna starfsemi
hússins. Um þetta þarf ekkert
striö aö vera. Fyrrverandi meiri-
hluti leysti þetta mál á sínum
tima, og ég trúi ekki ööru en hann
geri það einnig nú. Það er engum
minnsta þægö i að kynda stríðs-
elda um þetta hús. Þar þarf aö
fara að vinna. Alþýðubandalagiö
ætlar ekki I striö viö listafólk
borgarinnar, og ég held aö
Alþýðuflokksfólk vilji þaö ekki
heldur. Ég hygg að þarna sé á
feröinni óvenjuleg óbilgirni, sem
er litt skiljanleg, á aðra hönd, og
striðni Daviös Oddssonar á hina.
Abyrg borgarstjórn á ekki að
taka þátt I slikum leik. Borgar-
stjórn þarf á listamönnum slnum
aö halda til aö geta rekið þetta
hús.
Menningartengsl íslands og
Ráðstjórnarríkjanna:
Samkoma í tilefni
byltingarafmælisins
Félagiö MtR, Menningar-
tengsl íslands og Ráðstjórnar-
rlkjanna minnist afmælis
Öktóberbyltingarinnar i Rúss-
landi og þjóðhátiöardags
Sovétrikjanna með samkomu i
veitingahúsinu Lækjar-
hvammi, Hótel Sögu,.
sunnudaginn 5. nóvember kl. 3
siðdegis. Þar flytja ávörp
Eyjólfur Friögeirsson fiski-
fræðingur og Georgi Farafonov
ambassador Sovétrikjanna á
tslandi og ólöf K. Harðardóttir
óperusöngkona syngur einsöng
við undirleik Jóns Stefánssonar.
Þá verður efnt til skyndihappa-
drættis og eru meðal vinninga
nokkrir eigulegir og sérstæöir
gripir af úkrainsku listmuna-
sýningunni sem opin var að
Kjarvalsstöðum frá miðjurn
september til miös október og
vakti mikla athygli. Kaffi-
veitingar veröa á boðstólum á
samkomunni, en aögangur að
henni er öllum heimiil meðan
húsrúm leyfir.
(Fréttatilkynning frá MIR)