Þjóðviljinn - 07.11.1978, Page 9

Þjóðviljinn - 07.11.1978, Page 9
Þriftjudagur 7. nóvember 1978 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 9 Benedikt Davíðsson, formaður Verka- lýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins: Þegar ræöa skal um Al- þýðubandalagið og verka- lýðshreyfinguna þá vil ég minna á, að það segir ein- hversstaðar í stefnuskrá okkar flokks# að Alþýðu- bandalagiðsé hinn pólitíski armur verkalýðshreyfing- arinnar. Ég held að með starfi okkar flokks síðustu mánuðina hafi þessi setn- ing unnið sér fullan réttr hafi hún ekki gert það áður. Ég held Ifka að nú sé Þorsteinn Þorsteinsson, fundarritari, Benedikt DavIAsson, formaður ráðsins, og Hilmar Ingólfsson I ræðustól á ársfundi Verkalýösmálaráðs Alþýðubandalagsins I Lindarbæ si. laugardag. (Mynd Leifur) Erum tilbúnir til þess að taka við færri krónum í launa- umslagið en ekki minni heildar- kaupmætti Efla þarf pólitískan skilning á kjarabaráttunni byr til þess að gera f leirum þetta kunnugt og skiljan- legt heldur en oft áður, en til þess þarf starf, mark- visst starf. En það má heldur ekki mikið útaf bera hvorki f stefnu okkar né heldur hinu pólitiska fé- lagsstarfi, til þess að and- stæðingum okkar takist að koma höggi á okkur, þegar við stöndum svo að málum sem við nú gerum, þ.e.a.s. höfum áhrif á stjórnar- störfin bæði i rfkisstjórn og i miklu meira mæli en nokkru sinni fyrr í stjórn- um ýmissa stærstu bæjar- félaganna. Okkur hlýtur því nú fremur en oft áður að vera mikil nauðsyn á nánu samstarfi innan f lokksins, samstarfi þeirra manna sem nánast ættu að vinna að hinu sama verk- efni, en á hinum margvfs- legustu stöðum, bæði f stjórnkerfinu, verkalýðs- hreyfingunni og f flokkn- um. Þetta nána samstarf er auðvitað þeim mun nauðsynlegra þar sem við í flestum þessum stjórnun- arstörfum utan flokksins þurfum að hafa samstarf við menn úr öðrum póli- tískum flokkum. Fagleg og pólitísk sókn Siðasti stóri fundur okkar hér I verkamálaráðinu var haldinn 18. feb. s.l. og þá við stjórnarfarslega mjög ólikar aðstæður þeim, sem nú rikja. Sá fundur var kanski upphaf meginhluta þess starfs, sem við I launamannasamtökun- um og hér I flokknum höfum verið að vinna að siðan til varðveislu þess árangurs, sem launamanna- samtökin náöu I siðustu kjara- samningum. í ávarpi þess fundar sagöi m.a. „Verkalýðsmálaráðið heitir á alla alþýöu að fylkja liði nú þegar á næstu dögum og búast til baráttu. Enginn má liggja á liði sinu eða skorast úr leik. Alveg sérstaklega fagnar verkalýðsmálaráð Alþýöubanda- lagsins þvl nána samstarfi, sem tekist hefur með Alþýðusambandi tslands, Bandalagi starfsmanna Markviss barátta olli straumhvörfum sem nú þarf að tryggja til frambúðar rikis og bæja og Farmanna- og fiskimannasambandi tslands. Með sliku samstarfi, með markvissri, einhuga og öflugri baráttu fólksins I verkalýðsfélög- unum, öllum samtökum launa- fólks, er unnt aö verja kjara- samningana en brjóta ólög rikis- stjórnarinnar á bak aftur, að snúa vörn I faglega og pólitfska sókn verkalýðsstéttarinnar. Verkalýösmálaráð Alþýðu- bandalagsins heitir öllum þeim stuðningi sem það megnar að láta I té við þá baráttu alþýöunn- ar, sem framundan er. Þannig hófum við hið sameiginlega strfð okkar I fyrra vetur”. Skipuleg barátta gegn kjarabaráttu Hin harða og ósvifna árás rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar á samningsrétt og á kjör launa- fólks, með setningu „ólaganna” i feb. I fyrra vetur gerði það m.a. að verkum að verkafölk varð við þessum tilmælum að það þjapp- aði sér saman, til varnar um- sömdum kjörum,og fékkst til þess nú I stærri stil en áður að tengja saman hina faglegu og hina póli- tisku baráttu. Það var verið að breyta umsömdum kaupmætti samningsbundinna launa með stjórnvalda-aögeröum meö laga- setningu, verið að skerða kjörin mjög verulega, færa frá launa- mönnum til atvinnurekenda og milliliða. En vegna þess, hvernig tókst undir forustu verkalýös- hreyfingarinnar og Alþýðubanda- lagsins aö vinna skipulega gegn þessari kjararánsstefnu, m.a. á grundvelli þess starfs, sem okkar menn höfðu unniö i verðbólgu- nefndinni svokölluðu, sem við fengum skýrslu frá á siöasta fundi okkar hér, og vegna þess mikla kynningarstarfs sem unnið var um land allt um kjaraskerö- ingarstefnu f.v. rikisstjórnar þá tókst að samfylkja launafólki i baráttunni gegn kjararáninu og fylgja þeirri samfylkingu eftir alveg i gegn um kosningar og nýja rikisstjórnarmyndun. Afdrifarikur árangur Þessi samfylkingarárangur skilaöi sér ekki einungis I afhroði f.v. stjórnarflokka I alþingiskosn- ingunum og niðurbroti kjararáns- stefnunnar, heldur og lika I gifur- legu hruni hægri flokkanna i bæjar- og sveitastjórnarkosning- unum, sem eftirminnilegast og kanski afdrifarikast varð hér i Reykjavik. Sá árangur var lika þýðingarmikill til að tryggja kjörin. Hin fyrstu viðbrögö nýja borgarstjórnarmeirihlutans hér i Reykjavik til leiðréttingar vegna kjararánsins voru vissulega til þess fallin að sýna f .v. rikisstjórn fram á að ekki myndi veröa látið sitja við orðin tóm um leiðrétt- ingu kjaranna og kjararánsstefn- an var i raun hrunin. Skilningur á nauðsyn uppgjörsins En forsendur þess að þetta tókst tel ég hafa veriö þær aö allur al- menningur I launamannasamtök- unum viðurkenndi I raun það starf sem samtökin voru að vinna, geröi sér grein fyrir þvi að við þessar aðstæöur sem voru I fyrra vetur, var ekki liklegt aö tækist að verjast árásum á samningar- réttinn og kjörin til lengdar, eöa að endurheimta það sem þegar hefði verið af okkur klipið, nema þvi aðeins aö þaö tækist að gera það við kjörboröið. Sá áróður rikjandi stéttar hér á landi ára- tugum saman að verkalýðsbar- áttan eigi ekki að vera pólitisk, hefur trúlega sundraö og skaðaö verkalýðsstéttina hér á landi á liðnum áratugum meira heldur en flest annað. Ekki sist fyrir það að þrátt fyrir þennan áróður hef- ur enginn fremur en þessi sama yfirstétt beitt fyrir sinn vagn flokkspólitiskum samherjum sin- um innan verkalýöshreyfingar- innar. Þessi augljósu sannindi vona ég að verði sifelt fleirum ljós og aö fólk breyti i samræmi við þaö, og færi kjarabaráttuna meira yfir á ’ hið pólitiska sviö. Þá fyrst er lik- legt að okkur takist að komast út úr þvldapurlega hlutverki að sitja ár eftir ár viö samningaborð um kaup og kjör og finnast sem okkur verði oftast nokkuð ágengt, en horfa svo upp á það og hlusta aö stór hluti þess verkafólks sem var meö samningum að fá kjör sin bætt, oft meö höröum verkfalls- átökum og miklum fórnum, gengi fram fyrir skjöldu til starfa að málefnum stéttarandstæðingsins, sé jafnvel virkir þátttakendur við hliðina á vinnuveitendasam- bandsins forkólfum i kosn- ingarbaráttu ihaldsins, sem hefur það aö yfirlýstri stefnu sinni nú eins og oftast áður að það þurfi að draga úr kaupmætti almennra vinnulauna. Verða straum- hvörfin varanleg? Vissulega ber aö fagna þeim straumhvörfum sem þarna urðu, og sem betur fer hefur maður ástæðu til að ætla að sú vinstri sveifla sem i kosningunum kom fram, veröi ekki bundin viö þá að- gerð eina, að hrinda samnings- réttar- og kjararáni rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar, heldur sé i samræmi við stefnuskrá okkar AB manna, og stefnuyfirlýsingu A.S.I. frá siðasta þingi þess, bending um vaxandi skilning fólks á þvi hve pólitisk kjarabar- áttan þarf að vera til þess að árangur náist og haldist. En góðir félagar, okkur tókst þessi áfangi. Okkur tókst aö endurheimta kaupmátt sólstöðu- kjarasamningana og hrinda kjararánsstefnu. En hvernig tekst okkur að varðveita þennan árangur og hvernig tekst okkur að varðveita baráttuhæfni okkar áfram? Við myndun þeirra rikis- stjórnar sem nú situr hér að völd- um, sem við alþýðubandalags- menn eigum aðild aö lögðum við einir flokka á það höfuöáherslu að staöið yröi við þann kaupmátt sem sólstöðusamningnum var ætlað að tryggja. Við vissum um, og vitum um, margs konar erfið- leika I hinu spillta efnahagslifi okkar sem enginn vafi er á, hvernig pólitiskir andstæðingar okkar vilja leysa, þ.e. með lækk- un kaupmáttar launatekna. Við höfum oft sagt og segjum enn við n.v. rikisstjórn eins og þær rikis- stjórnir sem viö höfum áöur rætt við: „Við erum tilbúnir til að taka við færri krónum I launaumslagið en ekki minni heildar-kaupmætti launa”. Varðveitum baráttuhæfnina Ég tel að útfrá þessu megin. sjónarmiöi verðum við aö starfa. Ég tel að sá pólitiski árangur sem náðist I þeirri orrahrið sem stóð frá i feb. sl. og nú fram yfir stjórnarmyndun hann sé i veru- legri hættu bæöi að þvi er varðar stöðu okkar i verkalýðshreyfing- unni og á Alþingi ef útfrá þessu megin sjónarmið verði vikiö og með tilliti til þess verðum viö að halda áfram að byggja upp okkar faglega og pólitiska starf I verka- lýöshreyfingunni. Ég tel lika að okkur takist ekki aö varöveita baráttuhæfni okkar hvorki I verkalýðshreyfingunni né heldur I flokknum. nema þvi aðeins að okkur takist að efla hinn pólitiska skilning verkafólks i sambandi við kjarabaráttuna og að okkur takist að efla okkar póli- tisku störf i verkalýðshreyfing- unni. Ihaldið biður færis Við megum alveg bóka það að nú fer ihaldiö alveg hamförum i verkalýðshreyfingunni og lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að gera allar aðgerðir n.v. rikis- stjórnar tortryggilegar I augum verkafólks; þaö mun leitast við að koma sinum flugumönnum að við öll tækifæri i umfjöllun um verkalýðsmál. Þaö gerir sér grein fyrir þvi nú, eins og oft áður, að ef þvi tekst að sundra verkafólki, koma fleyg á milli þess og þess pólitisku fulltrúa, sem eru að vinna að málefnum þess á öðrum vigstöðvum heldur en I félögum sjálfum.þá muni þvi takast aö komast aö á ný með sina kjararánsstefnu. Starf og samstarf Til þess að koma I veg fyrir þetta þá held ég að sé alveg nauð- synlegt fyrir okkur nú, þegar við höfum náö þessum kjaralega áfanga á pólitiska sviðinu, að láta nú ekki deigan siga, heldur halda áfram á sömu braut, efla liðs- starfiö i félögunum og gera með þvi hinn almenna félaga i verka- lýðsfélögunum virkari I hinu fag- lega og pólitiska starfi. Verkafólk kom meö árvekni sinni i veg fyrir aö hægri öflunum I þjóðfé laginu tækist aö festa þá kjara- skerðingu sem framkvæmd var I fyrravetur og vor. Við gerðum þaö meö samstilltum og pólitisk- um aðgeröum i anda stefnuskrár Alþýöubandalagsins og stefnu- yfirlýsinga A.S.I. frá siöasta þingi þess. Verkalýöshreyfingin lagði fram sina efnahagsmála- stefnu — punkta bæði fyrir samn- ingana 1976 og 1977 og bauð þ.v. rikisstjórn uppá samstarf um þá stefnu sem i þeim fólst,en þvi var hafnaöaf rikisstjórninni. Nú situr hinsvegar sú rikisstjórn aö völd- um sem boðið hefur upp á póli- tiskt samstarf og þvi boði hefur verkalýðshreyfingin T heild tekið. Sá vandi er okkur þvi nú á höndum i hreyfingunni að halda þannig á málum að það verði að sem mestu gagni fyrir verkafólk i heild, en til þess þurfum við Al- þýðubandalagsmenn að hafa mjög náið samstarf innbyröis. Það er auðvitað mjög gott fyrir okkur að hafa samráð og sam- Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.