Þjóðviljinn - 11.11.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.11.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. nóvember 1978 Trausti Valsson, arkitekt Sá málaflokkur skipulagsins sem ibúum borgar- innar er hvað nærtækastur er skipulag ibúðahverf- anna. Á siðustu árum hefur gætt verulegrar óánægju með margt er lýtur að nýju hverfunum, en mér þykir sem skort hafi verulega á, að fram kæmu skýrar ábendingar um hvaða atriði það eru i skipu- laginu, sem röng ákvörðun hefur verið tekin um. Slikar ábendingar eru forsenda þess að hægt sé að benda beint á þau atriði i skipulaginu, sem beri að haga öðruvisi. Ég vil i eftirfarandi grein reyna að bæta hér nokkuð úr og gefa yfirlit yfir þau mistök sem gerð hafa verið i Breiðholtinu, flokkuð niður eftir þáttum i ákvörðunartöku. Hér getur aðeins orðið um stutt yfirlit að ræða, en um hvert atrið- anna mætti að sjáfsögðu rita langt mál. Mistök í byggðar- og þróunarmálum 1. Plokkun I tekjuhópa. I Breiðholtinu er i fyrsta skipti að verða til lágtekjufólks- („verka- manna”) hverfi — en á hinn bóg- inn risa upp einbýlishúsasveitar- félög i nágrenni borgarinnar. Þetta kemur að hluta til vegna ákvörðunar um að byggja stóra hluta hverfisins fyrir tekjulága (sbr. Framkv.nefnd byggingar- áætlunar) og að hluta til vegna of smárra ibúða sem tekjulágt fólk mun flytjast i I framtiðinni. 2. Flokkun I hverfi ungra og gamalla. Nýju hverfin eru nær eingöngu byggð af ungu fólki þar sem ibúðarlán eru aðallega veitt til nýs húsnæðis. Þetta leiðir t.d. til þess að skólarnir i gömlu hverfunum nýtast illa en byggja verður stóra skóla i þeim nýju. 3. Ekki næg félagsleg blöndun. Vegna skorts á fjölbreytni I starf- semi i hverfinu og vegna fjar- lægðar frá meginstarfsemi borg- arinnar er tiltölulega litið um fé- lagslega sérhópa s.s. öryrkja, gamalt fólk og námsfólk. 4. Vöntun á þjónustu f hverfinu. Þetta kemur að hluta til vegna þess að hverfið er ungt,en að hluta til vegna þess að Breiöholtiö hefur byggst að 2/3 á útþynningu á gömlu Reykjavik og hluti af þeirri þjónustu sem samsvarar þessum fólksfjölda er staðsettur þar. Með samanburði við Akur- eyri má sjá hversu mikil þjón- usta samsvarar byggðarkjarna af þessari stærö. 5. Rangt lánveitingakerfi. Nú- verandi lánveitingakerfi leiðir m.a. til of mikils fjölda litilla ibúða. Mistök í aðalskipulagi 6. Of hátt nýtingarhlutfall. Miö- að við fjarlægðina frá miðbænun er viða of hátt nýtingarhlutfall i Breiðholtinu. Jákvæðir eru til- raunareitirnir i Seljahverfi með þéttri og lágri byggð. 7. Svo til eingöngu íbúðarbyggð. Þetta er hið svokallaða svefn- hverfaskipulag. Litið lif er i hverfinu og langt þarf að sækja I ýmsa þjónustu og til vinnu. 8. Að ýmsu leyti röng landnýt- ing.Að minu áliti hefði t.d. átt aö nýta hliðarnar betur undir útsýn- isbyggð en þær eru nú að hluta óbyggðar en lág hús i röðum á há- sléttunni. 9. Röng staðsetning miðbæjar,- ins (Mjóddarinnar). Miðbærinn er i útjaðri hverfisins við Reykja- nesbrautina (sjá kort). Göngu- fjarlægð þangað er ekki nema úr litlum hluta hverfisins. Þetta er sem sagt dæmigerður bilamið- bær. Staðsetning miðbæjarins á miðju svæðinu hefði getað hleypt lifi I allt hverfið. 10. Frumrannsóknir voru mjög litlar. Nauðsynlegt er að rann- saka t.d. jarðvegsdýpt, veðurfar og tegundir jarðvegs ef hægt á að vera að laga skipulagið að að- stæðum. og uppbyggingu Breiðholtsins Mistök í deiliskipulagi 11. Of mikið af háum húsum. tbúðir fyrir barnafjölskyldur hærra en á 3ju til 4öu hæð ætti ekki að leyfa, þvi að rannsóknir skipulagi Búast má viö J)vi að litlar fbúðir I Breiðholtinu verði verðlitlar eignir eftir nokkur ár, sem mun gera fólkinu sem þar býr nú, erfiðara að flytja yfir I hentugra húsnæði. Mistök í sýna að útivistartimi barna minnkar gifurlega með hverri hæð. 12. Gönguleiðakerfiö er mjög hlykkjótt. (sjá kort). Gönguleiöir þurfa að vera sem beinastar og sem stystar. 13. Strætisvagnakerfið er mjög óhagkvæmt og langt. Strætis- vagnaleiðir þurfa að vera með fyrstu línum sem lagðar eru i skipulagi svæða. 14. Miðsvæöin eru ekki skipu- lögð með nægilega miklu tilliti til að verða iniðstöð strætisvagna- og gangandi umferðar. Taka skal fram að miðhlutinn I Breiðholti I er vel heppnaður aö þvi leyti að þar er litil bilaumferð. 15. Of mikið af útivistar- og Iþróttasvæðum i miðsvæðunum. Þetta leiðir til lengri gönguvega- lengda i hverfunum, en gott rými fyrir þessi opnu svæði er i útjöðr- um hverfanna. 16. Ýmis þjónusta er ekki stað- sett nægilega miðsvæðis I hverf- unum. Þetta leiðir til þess aö göngufjarlægðir, t.d. til skóla og verslana (sjá kort) eru lengri en þær þyrftu að vera. 17. Of stórir mælikvarðar. Bæði I húsamössum og i mótun skipu- lagsins eru mælikvarðar viða of stórir og ómanneskjulegir. 18. Einhæfni og skortur á mýkt. Með að skipta hverfunum niður i fleiri hönnunareiningar (t.d. likt ogi Hliðunum og i Vesturbænum) hefði einhæfni (mónótónia) orðið minni. 19. Ýmsar kröfur I deiliskipu- lagi óraunhæfar.Krafan um mik- inn þakhalla á blokkum, sem er mjög dýr fyrir Ibúana, náði t.d. enganveginn tilætluðum árangri. Mistök í húsaskipulagi 20. Að mestu sömu einhæfu byggingaformin og hingað til (stigagangar o.s.frv.).A úrbótum örlar þó á tilraunareitunum i Breiðholti II. 21. Lltill möguleiki á að breyta stærð Ibúöa.Ef það skilyrði hefði verið sett við hönnun að hægt væri að breyta stærð ibúða, mundi hið hættulega ástand ekki geta myndast að mikill hluti ibúðanna sé ekki af þeirri stærö sem hægt sé að hugsa sér fyrir venjulegar fjölskyldur. 22. Litiö sem ekkert um sam- tenginu starfssviða I sömu hús- einingu. Varla nokkursstaðar er sú þjónusta sem ibúarnir þurfa aö nota (t.d. barnapössun) I beinum tengslum við ibúðarhúsin. 23. Ekki þannig skipulagt að hægt sé aö ferðast innanhúss. íbúðarhverfi eru viða orðin þann- ig erlendis aðhægt er að fara eftir yfirbyggðum göngum um allt hverfið t.d. til innkaupa. Væri mikil þörf á sliku fyrirkomulagi i okkar slæmu veðráttu. 24. Litlir leik- eða starfsmögu- leikar eru I húsunum. Börn og unglingar sem eru heima stóran hluta úr deginum þurfa að hafa „Gönguleiðakerfiö er mjög hlykkjótt f Breiöholtinu. Gönguleiöir þurfa að vera sem beinastar og sem stystar.” „Ýmis þjónusta er ekki staðsett nægilega miösvæöis i hverfum Breiðholtsins. Þetta leiðir til þess, að göngufjarlægðir t.d. til skóla og verslana eru lengri en þær þyrftu að vera.” Skástrikuðu svæðin eru I meira en 300 metra göngufjarlægð fró verslunttm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.