Þjóðviljinn - 11.11.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.11.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. nóvember 1978 AF STÓLPASPEKI [slenskir bændur hafa í síauknum mæli orðið fyrir ómaklegu aðkasti í f jölmiðlum og .þykir ýmsum mál að linni. Þjóðin á að vera þess minnug að bóndi er bústólpi og bú er landstólpi og að þessir stólpar hafa verið aðalstólparnir i þjóðfélaginu í ellefuhundruð ár eða meira og ekkert mun breyta þessum stólpasannindum um ókomnar aldir. Þessi fleygu orð um bústólpann og land- stólpann eru auðvitað svokallað líkingamál/en sett fram í svo skæru vitsmunaljósi að hvert barn á að geta numið þau með glans. Að vísu verð ég að viðurkenna að ég var ekki með þessa stólpaspeki skáldsins alveg á hreinu þegar ég var krakki, enda löngum tal- inn seinþroska. Það var satt að segja ekki fyrr en eftir fermingu að ég þóttist leiddur í allan sannleikann um það, hvað væri í raun og veru bústólpi. Það var uppúr stríðinu að ég kom í fyrsta skipti norður fyrir Holtavörðuheiði. Og sem ekið var um Húnavatnssýslu veitti ég því at- hygli að á nokkuð mörgum bæjum hafði mikl- um gaurum verið skáskotið undir framhlið bæjanna svo að þeir dyttu ekki framfyrir sig beint á andlitið (eins og krakkarnir segja). Lengi eftir að ég barði þetta fyrirbrigði aug- um var ég staðfastlega þeirrar skoðunar að þessar stoðir við bæjarburstir Húnvetninga væru bústólpar. Þá gatekki farið hjá því að ég færi að hugleiða hve þreytandi og tímafrekt það hlyti að vera fyrir bændur að vera bú- stólpar og raunar ógerningur nema á vöktum. Ég hafði sem sagt þá ekki enn vaknað til symbólskrar meðvitundar. Ég var meirasegja svo einf aldur að mér f annst óþarf i að taka það fram að maður sæi frekar flísina í auga náunga síns en bjálkann í sínu eigin. Mér fannst sem sagt harla lítil von til þess að sá maður sem á annað borð hefði fengið bjálka í hausinn, með þeim afleiðingum að hann sæti fastur í auganU/Væri líklegur til þess að sjá yfirleitt nokkurn skapaðan hlut. Já,þá var ég ungur að árum (eins og skáldið sagði) og til dæmis ekki enn farinn að hafa náin afskipti af kvenfólki, hélt þessvegna að stólpakvenmaður væri kona með lærin í skónum. Þannig einkenndist æska mín af mik- illi fáfræði um hina tviræðu merkingu stólpa í fræðunumog ekki bara bústólpa og landstólpa, heldur allra stólpa milli himins og jarðar. En þetta eru nú allt útúrdúrar. Astæðan til þess að ég geri mér svona tiðrætt um bústólpa er að ég rakst á forsíðugrein í Tímanum á miðvikudaginn var. Þar er frá því greint að enn hafi bændur orðið fyrir alvarlegum bú,- sif jum og var þó ekki á ósköpin bætandi. Hin válegu tiðindi eru birt undir fyrirsögninni: „GIFURLEG UPPSKERA A GARÐÁVÖXT- UM", en síðan segir orðrétt: „Nú iiggur fyrir að uppskera garðávaxta, kartaflna, rófna og gulróta er óvenjumikil I ár. Útlitið er þó verst hvað varðar gulrófnauppskeruna. Þá kemur skarpleg athugasemd síðar í fréttinni (nanar tiltekið í frh. bls. 19) um að þetta ófremdará- stand haf i ekki hvað síst sakpaast vegna þess „hve margir haf i sett niður I vor og eins vegna met-uppskeru." Það má víst með sanni segja að hart sé í heimi um þessar mundir og ástandið á Islandi heldur bágborið,en engir eru þó verr settir en bændur, því sama er hvaða tíðindi þjóðin heyrir frá þeim, öll eru þau ill. Þannig er í rigningarsumri ekki hægt að ná heyjum inn,í þurrkasumrum sprettur ekki, mikil vá er fyrir dyrum í uppskerubrestþ en þyngstar búsifj- arnar í góðæri. Ef forvextir hækka tjá fulltrú- ar bænda á Alþingi þjóðinni að slíkt komi harðast niður á bændum,ef sauðf énaður er rú- inn of snemma setur hroll að rollunum um sauðburðinn, en ef ógert er látið að taka ullina týnast reyfin. Grasið sprettur ekki, nema borið sé á túnin, kýrnar mjólka ekki, nema þeim sé gef inn fóðurbætir,og til að kóróna allt saman tröllríður riða bændastéttinni um þess- ar mundir. Þrátt fyrir allt þetta f ullyrði ég að íslenskir bændur eru mestu búmenn samtímans, því hvað segir ekki hið fornkveðna: „Það er ekki búmaður sem ekki kann að berja sér." Hvað segir raunar ekki í kaflanum „Dægra- dvöl" í bókinni „Þjóðleg iðkan": Dunda við það dægrin löng dándisbændur hýru að kyrja gamlan sultarsöng um sultarkjörin rýru. Flosi Ars Antiqua de Paris Franskir tón- listarmenn í Austurbæjarbíói Tónlistarflokkurinn Ars Antiqua de Paris heldur tón- leika á vegum Tónlistarfélags- ins i Austurbæjarblói kl. 14.30 i dag. Flokkurinn er skipaöur þrem- ur mönnum og er einn þeirra söngvari, en allir taka þátt i kynningu og leik á fjölda strengja- blásturs- og ásláttar- hljóðfæra frá fyrri öldum. Tón- leikíu'nir gefa fóki innsýn i þró- un og sögu hljóðfæraleiks, og reyna listamennirnir jöfnum höndum að fræða og skemmta, en skýringar þeirra eru túlkað- ar á i'slensku jafnööum. Ars Antiqua de Paris hefur haldiö u.þ.b. 1750 tónleika viðs- vegar um heiminn. Hér á landi hafa þeir félagar leikiö á tón- leikum á Akureyri og Akranesi. Þeir hafa einnig heimsótt nokkra skóla. Íslendíngar töpuðu fyrir Kúbu- mönnum 1,5:2,5 Islenska sveitin á ólymplu- mótinu i skák tapaði fyrir Kúbu- mönnum með 1 1/2:2 1/2 I 13. umferð mótsins. Guömundur og Helgi gerðu jafntefli á 1. og 2. boröi, tefldu báöir viö stórmeistara, Margeir geröi jafntefli á 3. boröi en Jón L. tapaöi á 4. boröi. Islenska sveitin er nú 120. sæti meö 27 1/2 vinninga. Eftir mjög góöa byrjun hefur sveitin gefiö eftir I siöustu þremur umferöunum og hrapaö úr 6. niöur i 20.sæti. OLYMPIU- SKÁKMÓTIÐ Frá Helga Olafssyni ♦ ♦♦♦ 949 Æðisgengin spenna í toppbaráttunni Þegar ein umferð er eftir hér á ólympiuskákmótlnu I Buenos Aires, hafa aðeins þrjár sveitir möguleika á sigri. Það er sveit Ungverjalands sem hefur 34 vinninga, Sovétrikin eru með 33 1/2 vinning óg Bandarfkin 33 vinninga. Aðrar þjóðir koma Kortsnoj gengur um með undir- skriftarlista Stórmeistarinn Victor Korts- noj hefur undanfarið gengið um meðal manna á skákmótinu I Buenos Aires með undir- skriftarlista, þar sem menn skora á stjórn Sovétrfkjanna að leyfa eiginkonu Kortsnojs að hverfa úr landi. Flestir skákmenn af vestur- löndum hafa skrifaö undir hjá Kortsnoj, þar á meöal allir lslendingarnir. Victor Kortsnoj ekki til með að blanda sér I þá baráttu. Ekki er nokkur leiö að spá fyrir um úrslitin. Þegar þetta er talaö, er ekki ljóst við hverja þessar toppsveitir keppa 1 sfðustu umferðinni, sem tefld verður f dag, laugardag. Islensku sveitinni hefur ekki gengiö vel f síöustu umferöum og er nú í kringum 20. sæti meö 27 1/2 vinning en þessi staöa getur breyst mjög mikiö, ef sveitinni gengur vel i siöustu umferöinni. Jafnvel er mögu- leiki á aö hún komist upp fyrir 10. sæti. Ekki er heldur vitaö viö hverja íslendingar tefla I slöustu umferö. Helga boðið á mót í Colombíu Guðmundi Sigurjónssyni stór- meistara var boöið á skákmót i Colombfu, nú strax eftir að ólympiu-mótinu lýkur, en hann afþakkaði, og þá var Helga Ólafssyni boðið f staðinn. Helgi sagöi i gær aö hann heföi ekki aöstæöur til aö þiggja þetta boö, en hann og hinir * Islendingarnir koma heim nk. þriöjudag. S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.