Þjóðviljinn - 11.11.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.11.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÖA 13 Sveit Þórarins Bikarmeistari Úrslitaleikurinn í bikarkeppni Bridgesam- bands íslands var háður á Loftleiðum um síðustu helgi. Til úrslita kepptu sveitir Þórarins Sigþórs- sonar og Guðmundar Páls Arnarsonar, báðar úr BR. Er skemmst frá því að segja, að sveit Þór- arins gjörsigraði sveit Guðmundar PálS/ og var engum blöðum um að flétta, hver væri sigur- vegari að lokum. Um miðbik leiksins, er alls 32 spil höfðu verið spiluð, af 64, var sveit Þórarins komin með um 100 stiga forskot, er entist út leikinn, en lokatölur eftir 64 spil voru: v Þórarinn Sigþórss. 179 st. Guðm. P. Arnarson 94 st. 1 sveit Þórarins eru, ásamt honum: Höröur Arnþórsson, Öli Már Guðmundsson og Stefán Guðjohnsen. Leikurinn var sýndur á sýningartöflu, og var nokkuð um áhorfendur. Keppt er um farandbikar, er Magnús Aspe- lund gaf, til keppni. Er þetta i 2. sinn sem bikarkeppni sveita er spiluð. 1 fyrra sigraði sveit Ar- manns J. Lárussonar úr Kópa- vogi, sveit Jóhannesar Sigurðs- sonar, eftir glfurlega jafrian leik. Þvi miður hefur gengi bikar- keppni sambandsins ekki verið nægilegt þessi 2 ár, hverju sem um er að kenna. Ætti þó keppnisformið að vera hvetj- andi fyrir utanbæjarsveitir, heldur en hitt, að þurfa að þveit- ast alltaf út og suöur til keppni. í ár hófu 27 sveitir keppni, sem er ekki nógu gott. Næsta keppni verður að vera stærri I sniðum, ef ekki á aö koma til enn einn dauðadómur, innan bridgehreyfingarinnar. 1 þvi sambandi vil ég nefna hina bikarkeppni sambandsins, tvimenninginn, sem ég tel vera að taka siðustu andvörpin, að öllu óbreyttu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni hinnar nýju stjórnar sambandsins, að dusta til I ryk- ugum skúmaskotum, og sjá hvort ekki megi finna eitthvað til að flagga meö. Ha? Frá bridgesambandi Austurlands... Austurlandsmóti I tvimenning var haldið um slðustu helgi á Reyðarfirði, I Félagslundi. Til keppni voru mætt 28 pör, viös vegar að frá Austfjörðum. Að sunnan kom Guðmundur Kr. Sigurðsson, hinn kunni keppnisstjóri, til aö stjórna móti þessu. Notað var Barometers- form, allir viö alla og 4 spil milli para. Keppni þessi var einnig undankeppni fyrir Islandsmót I tvimenning, en Austfiröir eiga 2 pör, lágmark. Annars varð röð efstu para þessi: 1. Hallgrlmur Hallgrlmsson — Kristján Kristjánsson Fljótsdalshérað 268 st. 2. Karl Sigurösson — Ragnar Björnsson Hornaf jörður 219 st. 3. Asgeir Metúsalemsson — Þorsteinn ólafsson Reyðarfjöröur 154 st. 4. Hafsteinn Larsen — Jóhann Þorsteinsson Reyðarfjörður 127 st. 5-6. Aöalsteinn Jónsson — Sölvi Sigurösson Fljótsdalsh. 126 st. 5-6. Sigfús Gunnlaugsson — Pálmi Kristmannsson Fljótsdalsh. 126 st. Meðalskor var 0. Vert er að vekja athygli á þvi, að árlega er haldin firmakeppni (einmenningur) á vegum BSA, og er hagnaöur af henni notaöur til að greiða niður kostnað kepp- enda. Er þetta lofsvert framtak af hálfu forráöamanna fyrir austan, enda óhægt um vik með fjarlægðir allar og veðurfar á þessum tlma árs. Frétt þessa sendi Hallgrlmur Hallgrimsson, en hann hefur verið liðlegur við þáttinn með fréttir að austan. Kann ég bonum hinar bestu þakkir fyrir. Af Bridgefélagi Fljótsdals- héraðs er þaö að segja, að nú stendur yfir aðaltvimennings- keppni félagsins, með þátttöku alls 24 para. Lokiö er 3 kvöldum af 5. Nánar síðar. bridge Umsjón: Ólafur Lárusson F rá Bridgefélagi kvenna... Eftir 20 umferðir I barometer- keppni félagslns af 31, er staða efstu para þessi: 1. Halla Bergþórsd. — Kristjana Steingrlmsd. 423 st. 2. Asa Jóhannsdóttir — Laufey Arnalds 376 st. 3. Gunnþórunn Erlingsd. — Ingunn Bernburg 350 st. 4. Júliana Isebarn — Margrét Margeirsd, 332 st. 5. Gróa Eiðsdóttir — Valgerður Eirlksdóttir 312 st. 6. Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsd. 311 st. 7. Kristin Þórðardóttir — Guðrlður Guömundsd. 306 st. 8. Aðalheiður Magnúsd. — Kristin Karlsdóttir 267 st. Keppni veröur framhaldið nk. mánudag. Frá Ásunum... Eftir 2 umferðir I Hraðsveita- keppni félagsins, hafa 2 sveitir afgerandi forystu. Staðan er þessi: 1. Sv. GuðbrandsSigurb.1248 st. (Guðbr. — Isak — Jón Páll — Hrólfur) 2. Sv. Sverris Armannss. 1223 st. (Sverrir — Jón B — Armann — Haukur) 3. Sv.Einars Jónss. Kefl.1181 st. 4. Sv. Þórarins Sigþ. 1153 st. 5. Sv.Estherar Jakobsd. 1118 st. Meöalskor er 1080 stig. Keppni veröur framhaldiö nk. mánudag, og lýkur keppni þá. Spilamennska hefst kl. 19.30. Næsta keppni Asanna er hið árlega Boðsmót, sem er 36 para tvimenningskeppni. Þegar er hafinn undirbúningur fyrir þá keppni, og geta menn skráð sig I hana, hjá stjórn BAK. Frá Bridgefélagi Kópavogs... Fimmtudaginn 2. nóvember var spiluö 3. umferö I hraö- sveitakeppni BK. Sveit Armanns náöi enn hárri skor og hefur tekið afgerandi forystu I keppninni. Besta árangri kvöldsins náðu: Armann J. Lárusson 674 st. Böðvar Magnússon 642 st. Grlmur Thorarensen 618 st. Vilhjálmur Vilhjálmsson 591 st. Röð efstu sveita eftir 3 umferðir var þessi: 1. Sv. Arm. J. Lárussonar 1988 st. 2. Sv.BöðvarsMagnúss. 1826st. 3. Sv. Vilhjálms Vilhj. 1807 st. 4. Sv. Grlms Thorarensens 1760 4. umferö var spiluð sl. fimmtudag. Frá Barðstrendinga- félaginu Rvk... Sl. mánudag hófst hjá félaginu hraðsveitakeppni með þátttöku alls 11 sveita. Staða efstu eftir 1. umf.: 1. Sv. Ragnars Þorst. 624 st. 2. Sv. Hauks Heiðdals 578 st. 3. Sv. Helga Einars. 559 st. 4. Sv. Baldurs Guðmundss. 548 5. Sv.Sigurjóns Valdimarss. 541 Keppni þessi stendur yfir 4 kvöld, en sföan hefst aöalsveita- keppni féiagsins, I desember. Nánar síðar. Frá Bridgefélagi Selfoss... Hjá félaginu stendur yfir meistaramót i tvlmenning, og eftir 1. umferö 2/11, er staða efstu para: 1. Þorvarður Hjaltason — Kristján Jónsson 197 st. 2. Þórður Sigurösson — Kristmann Guðmundss. 183 st. 3. Halldór Magnússon — Haraldur Gestsson 181 st. 4. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ. Pálss. 180 st. 5. Gunnar Þórðarson — Hannes Ingvarsson 176 st. 6. Brynjólfur Gestsson — BjarniGuðmunds. 166 st. 7. Guðmundur Sigursteinss. — Tage R. Olesen 161 st. 8. Jónas Magnússon — Siguröur Sighvatss. 153 st. Meðalskor 156 st. Úrslit I hraðmóti I sveita- keppni, er lauk 26/10: 1. Sv. Jónasar Magnúss. 106 st. 2. Sv. Halldórs Magnúss. 104 st. 3. Sv. Gunnars Þórðarsonar 79 4. Sv. FriðriksSæmundss. 49 st. 1 sveit Jónasar: Sigurður Sighvatsson, Kristján Jónsson, Kristmann Guömundsson og Þórður Sigurðsson. SÞ Auknar álögur? Þátturinn hefur fregnað, að til stendur, eða jafnvel sé búið aö ákveða aö hækka verð brons- stigablokkar úr kr. 7.500 I kr. 10.000. Ef svo er, væri mjög gott að fá það staðfest. Þvi að áliti þáttarins, er þetta vægast sagt mjög vafasöm ákvörðun, og hinni nýju stjórn til mikillar vansæmdar. Það er og var alls engin þörf að hækka verðið á blokkum þessum. Nær heföi verið að halda firma- keppni sambandsins á réttum tlma, I stað þess að fara bak- dyramegin aö félögunum. Þessi ákvörðun er heldur ekki I sam- ræmi viö þá þjónustu, sem félög hafa fengiö I sambandi viö bronsstigin almennt. Og ekki trúi ég, að þjónustan fari batnandi. Þetta hlýtur aðeins að leiða athygli félag- anna að þvi, hvort þau eigi yfir höfuö að vera með I þessari hringavitleysu, sem ég tel þessi stig vera. Og þar tala ég af reynslu, þvl frá byrjun hef ég séð um skráningu þeirra I félagi, og á timabili um skráningu I tveimur félögum. Það er leiðindavinna, vægast sagt, og varla þess virði, sé litið á gildi þeirra, sem er nánast ekkert. Þú getur stritað I 25 ár I félaginu þinu fyrir bronsstigum, meðan sonur þinn eða dóttir dettur ofaná það að komast I úrslit I einu landsmóti, þar sem keppt er um „gullstig”, og fyrir það eina mót, er sonurinn orðinn stighærri en þú. Er hann þarmeð betri? Hugsum um þetta. Hvernig væri að leggja niður þessi bronsstig I núverandi mynd, hætta sölu þeirra, leggja aðeins þyngri gjöld á öll félögin innan sambandsins, og dreifa slðan þessum árans bronsstigum ókeypis meðal þeirra, sem nenna að veita þeim viðtöku. Eftir allt, hvers virði eru þessi 25 ár? Starfsfólk óskast i vinnu við léttan málmiðnað. Hálfsdags vinna kemur til greina. Málmiðjan hf Smiðjuvegi 66, Kópavogi, simi 76600 Aðalfundur samtaka grásleppuhrognaframleiðenda verður haldinn að Hótel Esju sunnudaginn 26. nóvember n.k. kl. 14 stundvislega. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. 'Lagabreytingar 3. önnur mál Stjórnin Skólaheimilið í Breiðuvík Óskum að ráða bústjóra að heimilinu er vinni að búskap, kennslu og öðrum heimil- is-og uppeldisstörfum. Upplýsingar gefur starfsfólk skólaheimil- isins, — simi um Patreksfjörð. Forstöðumaður Norræn glerlist i sýningarsölunum opin i dag kl. 14—19 á morgun kl. 14—22 siðustu sýningardagar Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ BLAÐBERABÍÓ Skritnir feðgar enn á ferð. Aðalhlutverk Wilfred Brambell og Harry H. Corbett. Sýnd kl. 1. eh. i Hafnarbiói laugardaginn 11. nóv. Þjóðviljinn Siðumúla 6, simi 81333. Blaðberar óskast Seltjarnarnes: Skeljabraut, Selbraut, Sólbraut og Sæ- braut (sem fyrst) Þingholtsstræti (sem fyrst) Háteigsvegur (sem fyrst) Óðinsgata (sem fyrst) D/OBttUlNN Síðumúla 6. simi 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.