Þjóðviljinn - 19.11.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.11.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. nóvember 1978 Ólafskver Fyrr á árinu kom út bók eftir ólaf Björnsson prófessor sem heitir. Frjálshyggja og alræöis hyggja. Megintilgangur hennar er aö færa rök að þvi aö kapltal- ismi, einkaeignarréttur á fram- leiöslutækjum, sé óhjákvæmileg forsenda lýöræöis og mannrétt- inda, sem þýöir um leiö aö allur sósialismi, kratismi lika, leiöi til alræöis. Þetta hefur þótt góö bók á Morgunblaöinu og hefur veriö skrifaö um hana ótt og titt. Einna skrýtnast hefur þá verið aö sjá, hvillka aödáun höfundar Reykja- vlkurbréfa hafa á þeirri kenningu ólafs, aö þýski heimspekingurinn Hegel sé andlegur faöir allra al- ræöiskerfa samtimans. Stundum finnst manni af skrifum þessum sem heimur væri stórum fegri ef Hegel gaurinn heföi aldrei staf skrifaö. Þetta er dálltiö skrýtin skoðun — hingaö til hafa valds- herrar ekki þurft aö þreyta sig á erfiöu heimspekimáli þýsku til aö finna athöfnum sínum rétt- lætingu. Þaö er satt aö segja ekkert auöveldara og lengst af hefur það verið handhægast aö grlpa eitthvaö úr Bibllunni og öörum helgum ritum. Allt vald er frá guði. Gjaldiö keisaranum það sem keisarans er. Sá sem er ekki meö mér er á móti mér. Þetta er min þjóö, sem ég hefi velþóknun á. Pokar góðs og ills Prófessor Ólafur hefur mjög undarlega aðferð viö aö skoöa sögu og samtiö. Hann segir sig I ætt viö Rauðsmýrarmaddömuna, sem aöhylltist trúarbrögö Persa. Hann skiptir helstu hugtökum og fyrirbærum þjóöfélagsumræö- unnar I tvo greinilega aöskilda flokka. Hann tekur frjálshyggju, lýöræöi og markaöskerfi (kapitalisma) og setur i poka hins góða. Heildarhyggju tekur hann, alræöishyggju, sósíalisma, kommúnisma, nasisma og fas- isma og dembir öllu saman I poka hins illa Þetta er vitanlega álaflega þægilegt fyrir Ólaf og aödáendur hans. Heimsmyndin veröur ein- staklega einföld og viröist auö- skilin. En þegar betur er aö gáö, þá reynist harla lltiö á þessari aö- ferö aö græöa. Tökum til dæmis tvörlki I Suöur-Ameriku, Kúbu og Chile. Sankvæmt aöferö Olafs má afgreiöa þau meö heföbundnu yfirlæti Vesturlandabúans, sem hendir öllum þjóöfélögum i sama skammarkrókinn sem ekki bjóöa upp á samskonar fulltrúalýöræöi og hann þekkir. Samkvæmt þessari heimsmynd eru Chile og Kúba greinar á sama meiði al- ræöis og heildarhyggju. Þaö skiptir ekki máli hvort stjórnvöld teljast til hægri eöa vinstri: flokksstjórn Castros eöa her- foringjar Pinochets taka ákvarö- anir fyrir fólkiö og I nafni þess og fylgja ákvöröunum slnum eftir meö valdi. Hlutskipti fólksins Þessi aöferö hiröir lltt um þaö sem gerist I raun á hverjum staö. Hún gefur ekki mikinn gaum aö þvi, aö I Chile er frjáls mark- aösbúskapur, einkaframtakiö I fullum gangi, þetta sama kerfi sem annarsstaöar er talin nauö- synleg forsenda frelsis (þó sú for- senda dugi ekki ein). I Chile er meira aö segja reynt aö fara eftir hugmyndum eins helsta boö- bera hins kapltaliska frelsis, F relsið, kapítalisminn, sósialisk umræöa á Vesturlönd- um hefur sl. 10-20 ár I æ rlkari mæli einkennst af gagnrýni á miöstýringu og rikisvald og þess i staö hafa veriö vaktar til nýs llfs hugmyndir frumkvöðla marx- ismans um sósialismann sem sjálfstjórn framleiðenda. Bókar- höfundur hefur tilhneigingu til aö gera lítið úr þessum straumum, vegna þess aö sjálfstjórn verka- manna sé hvergi iðkuö nema i Jú- góslaviu og þá i umdeildu formi. Það breytir þvi ekki, aö reynslan bæöi af þróun einokunarauövalds og sovésks miöstjórnarvalds haslar sósiallskri nýsköpun völl fyrst og fremst á þeim vettvangi sem nú var nefndur. Hættur kratismans Ólafur Björnsson kemur viöa viö I bók sinni. Einatt finnst les- anda aö efniviöur hans sé full gamall — til dæmis hefur hann mikla tilhneigingu til aö draga ályktanir af Sovétrlkjum Stallns, en láta þær breytingar sem veröa einnig I þvl landi, mæta afgangi. Sumar áherslur eru mjög ein- kennilegar. Ein er tengd spurn- ingu sem hægrisinnar margir hafa gaman aö velta fyrir sér. Þeir spyrja: geta aukin umsvif rikisins, opinberra aöila, I þjóöar- búskapnum, leitt til alræöis án sósíalisminn Miltons Friedmans, sem er svo haröur af sér I markaöstrú, aö hann er andvigur lögfestingu bæöi lágmarkslauna og ellillf- eyris. í Chile var framiö valda- rán, fulltrúalýöræöi var afmumiö og verkalýðshreyfing bönnuö meö þeim afleiðingum aö kjör verka- fólks versnuöu stórlega, efna- hagsvandi var leystur á kostnaö hinna fátæku, enn dýpri gjá var staðfest milli rlkra og fátækra. A Kúbu var hinsvegar steypt spilltri einræðisstjórn, þar hefur siöan veriö gert mikiö átak sem flestum finnst lofsvert i þá veru aö tryggja fólki vinnu, kenna þvi á bók, byggja yfir þaö hús og I samanburði viö önnur lönd Róm- önsku Amerlku er þar tiltölulega mikill kjarajöfnuður. Þetta nægir ekki til aö gera Kúbu aö einhvers- konar fyrirmyndarrlki. En hér er á þetta dæmi minnst til aö minna á þaö, aö ólíkt hafast þeir aö ,,al- ræðishyggjumenn” — alhæfingar Ólafs um bölvun „heildar- hyggju” segja afskaplega litiö um hlutskipti fólksins á hverjum staö. Dreifing valdsins Eitt höfuöþema i bókinni er það, aö dreifing hagvalds, efna- hagslegs valds, sé forsenda lýð- ræöisþróunar og mannréttinda. Þaö er hægur vandi fyrir sósial- ista aö skrifa undir þá kenningu. En prófessor ólafur bætir þvl viö, aöaöeins ka pit alis m i n n, markaöskerfi hans, geti tryggt þessa nauösynlegu dreifingu á hagvaldi. Rlsa þá upp allir sósialistar, eldrauöir sem bleikir, og mótmæla hástöfum. Kenning okkar er vitanlega sú, aö einkaeignarréttur á framieiöslu- tækjum færi mikil völd I fáar hendur og trufli þar meö lýöræöiö stórlega. Ekki sýnist þaö heldur hagstætt fyrir röksemdir Ólafs, aö viö lifum á timum auöhringa og fjölþjóöarisa, sem hafa margir meiri efnahagsleg umsvif og vald en meöalþjóöriki. Fjöl- þjóöahringir þessir hafa raun- verulegt vald til aö tryggja aö viöskiptakjör þróunarlanda hafa farið versnandi (þegar oliunni er sleppt úr dæminu), I stórum dráttum hefur þróunin oröið sú aö meira magn þarf nú af þeirra út- flutningsvörum fyrir sama magn af iönaöarvöru en áöur. Ekki dafnar lýöræöi á þvi misrétti, mannréttindi ekki heldur. Sjálfstjórn verkamanna En þá vill Ólafur I bók sinni telja aö kapitaliskt markaöskerfi tryggi samt meiri valddreifingu en miöstýröur áætlunarbúskapur af sovéskri gerð. Þvi er til aö svara, aö vel vita sósiaiistar af þvi, aö hinni sovésku skipan mála fylgir mikil uppsöfnun valds og miklar torfærur á skynsamlegri stjórn efnahagsmála. Og um leiö, aö þaö er óþarft aö setja jafnað- armerki milli hins sovéska kerfis og sóslalismans, eins og prófessor Ólafur hefur mikla tilhneigingu til aö gera. Hin þunghenta sov- éska miöstýring á sér forsendur, bæöi I iliri nauösyn eftirbylting- aráranna þegar llf hins nýja rlkis hékk I bláþræöi, og svo I þvl aö þeir sovétmenn lögöu fyrstir manna út á braut vlötæks áætlun- arbúskapar. Þeir sjálfir hafa aö sönnu lent I þeim vitahring aö gera sér nauðung aö dyggö og öörum aö fyrirmynd. En til þess er reynsla þeirra og annarra aö læra af. Þaö er þess vegna sem ARNI BERGMANN þess aö nokkur hafi ætlaö þang- aö? Meö öörum oröum: endar kratisminn I Stalín þegar til lengdar lætur? Raunverulegur háski Prófessor Ólafur veltir I þessu samhengi vöngum yfir þjóönýt- ingarraunum Verkamanna- flokksins breska eftir strlö og svo siöferöilegum og pólitiskum raunum úthlutunarnefndar gjald- eyrisleyfa sem einu sinni var starfandi hér á Islandi. Frá báöum þessum dæmum sýnist óralangtílögregluríki. Hinsvegar höfum viö reynslu af þvl I náinni fortiö, aö i pólitiskri og efnahags- legi kreppu, I tvisýnu ástandi, er eins llklegt aö valdastéttir geri bandalag viö hægrisinnaöa frændur I her og lögreglu, I þeim stofnunum sem geta rekið þing- menn heim ef vill, og kippi leik- reglum fulltrúalýöræöis úr sam- bandi. Þingræði var afnumiö i Grikklandi og siöan Chile ekki til aö fylgja eftir rikisafskiptum af efnahagsmálum, heldur til að koma I veg fyrir vinstriþróun. Og þaö hefur stundum munaö litlu i löndum eins og Italiu aö sam- særismenn I her og lögreglu hafi fariö af staö til valdaráns. Hér er um raunverulegar hættur aö ræöa — en einhverra hluta vegna sér ólafur Björnsson ekki ástæöu til aö minnast á þær, þvi sósialism- inn er sá erkif jandi sem öllu ööru þokar burt úr vitundinni. Um málsmeöferö er þaö aö segja, aö hún er fremur aögengi- leg, en endurtekningar óþarflega tiöar. Og margt heföi ólafur Björnsson getaö lært um rismikla framsetningu og stll af þeim frændum Karli Marx og Sverri Kristjánssyni. Arni Bergmann. SUNNUDAGSPISTILL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.