Þjóðviljinn - 19.11.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.11.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 19. ndvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 * Svo mætti ég galvaskur a fund FÁ miövikudaginn 1. nóvember, en þeir eru yfirleitt fyrsta miö- vikudag hvers mánaöar aö Fríkirkjuvegi 11. Satt aB segja hafði sýningin fengiö mig til aö álykta aö nokkur gróska væri I félaginu, en svo virtist þegar til kom ekki vera. A fundinn mættu milli 20 og 30 manns og fór timinn i þaö aö ræöa vandamál félagsins, sem er fámennt og févana og hefur vart nokkra aöstööu nema afnot af þessum fundarsal einu sinni i mánuði. Kynni manna i milli eru ónóg og samvirkni litil. l>etta eymdarástand rakti formaöurinn Svavar G. Jónsson, um leiö og hann hvatti félagana til þess aö mynda vinnuhópa, sem jafnvel gætu sameinast um aöstööu og allavega stutt hver annan með gagnrýni og góöum ráöum og sýndu sföan afuröir sinar á fund- um i FA. Vegna skorts á félags- þroska, sem reyndar er þjóö- arlöstur, hefur reynslan veriö sú, aö slikir hópar hafa siit- iö öll tengsl viö FA i staö þess aö vera þess höfuöstyrk- ur. Kunn grúppa, sem nefn- ir sig SlGMA mun þó aö ein- hverju leyti undanþegin þessarri gagnrýni. A fundinum hvatti Lars Björk til þess aö félagið efndi til feröalaga á sumrum gagngert til myndatöku og i tilefni af þeirri hugmynd var ákveöiö aö hittast kl. 10. f.h. næsta sunnudag til aö ganga um bæinn, efla kynnin og rabba saman. Lars Björk ásamt konu sinni Matthildi Einarsdóttur ♦ Klukkan var á minútunni. Þaö sátu bara tveir drengir á tröppun- um. Mér leist ekkert á þetta og hélt áfram niöur i miöbæ, ók framhjá Borginni i von um aö sjá eitthvaö sem lyft gæti andanum, þó ekki væri nema dapureyga kvon á leiö heim af dansléik næturinnar eöa tilvon- andi friportara meö fastsetta kompásstefnu á Borgarbarinn. En hér var ekkert aö sjá nema tvær „ræstingakellingar ” hálfhlaupandi vestur Austurvöll. Ég brenndi suöur Tjarnargötu og Skothúsveg aö Frikirkjuvegi 11. Strákarnir voru enn á tröppunum og ég bætti sjálfum mér I hópinn enda trauöla örvænt aö úr rættist, þvi að óstundvísin bregst íslend- ingum sjaidan, enda fór svo aö fyrir hálf ellefu vorum viö orönir á annan tug. Viö geröum þegjandi samkomulag um aö hafa Lars aö leiöarljósi. Hann byrjaöi á þvi aö vekja athygli á ýmsum smá- atriöum i og viö tröppurnar og mótifum I ryöguöu bárujárninu. Siöan útvegaöi hann karlkyns fyrirsætu I Hallargarðinum, sem reyndar er hægt aö ganga aö og hefur þann góöa kost aö standa alltaf grafkyrr. 1 Hljómskála- garöinum var myndræna trjánna og barkarins könnuö og aödráttarlinsu-strákarnir skutu á gamla kalla sem voru á þönum i Hljómskálagaröinum i harðri baráttu viö kransæöastlfluna. Þaö var kuldanepja og birtuskil- yröi ekki uppá marga fiska. Ungu mennirnir I hópnum voru allir komnir I keng og sumar vélarnar eitthvaö stirðar. Lars sá fram á yfirvofandi tvistring i hópnum og flýtti sér aö bjóða okkur suður á Mela og skoöa aöstoöu þeirra SIGMA-félaga. Þeir hafa búiö um sig i tveimur herbergjum i blokkarkjallara. A veggjum hanga myndir, portrett, kyrralifsmyndir og landslag.en á gólfinu eru ýmis tól tilheyrandi listinni og bunkar af ljósmynda- blööum i hillum og á boröum. Lars segir okkur frá hugmynd sem er i deigiunni hjá þeim félög- um. Þeir ætla aö halda hér námskeiö i ýmsum atriöum ljós- myndunar. Kennslugögn eru i vinnslu og ekki ósennilegt aö þeir geti byrjaö fljótlega eftir áramót. öruggt má telja aö aösókn aö slikum námskeiöum veröi mikil og er vonandi aö þessi viöleitni veröi upphaf aö einhverju meiru. Aö endingu er kannski full ástæöa tii aö taka undir meö for- manni FA og hvetja félagsmenn til aö mæta á fundi i félaginu og taka meö sér nokkrar myndir. Einnig eru allir þeir sem ekki eru i félaginu en iöka eöa hafa áhuga á ljósmyndun örugglega vel- komnir I félagið. —je Ég var nú búinn aö bita mig fastan á Lars og gat hann ekki snúiö mig af sér, þótt hann reyndi og komst ekki undan aö bjóöa mér heim og skoöa lit- skyggnur, sem hann á gott safn af. Og meöan konan hans elsku- leg bar okkur kaffi og rjóma- vöfflur laumaöi ég aö honum fá- einum spurningum. — Hvaöan ertu. Lars? — Ég er eiginlega Dala- maöur, eins og þið segiö. En ég er úr sænsku Dölunum. Ég byrj- aöi snemma, eöa 1948, aö taka myndir. Fyrsta vélin mfn var meö formatiö 4x6 1/2 og slöan hafa komiö vélar af ýmsum geröum, plötuvélar, 6x6, 35mm og 6x9, sem allar hafa sinn karakter. Fyrstu myndirnar iét ég framkalla og stækka fyrir mig, slöan byrjaöi maöur aö kópiera sjálfur. Ég komst i kynni viö karl úti l skógi skammt frá heimili minu, sem fékkst viö ljósmyndun, viö frumstæöar aöstæöur. Hann stækkaöi t.d. myndir þannig aö hann kom vél fyrir á braut á boröi og færöi fram og til baka eftir þvi sem stærö myndarinn- ar útheimti, en kom ljósmynda- pappirnum fyrir á veggnum. Ekkert rafmagn var i kofanum, en hann notaöist viö einskonar aladinlampa, Þaö má nefnilega lengi bjarga sér, þótt aöstæöur séu lélegar. — Hvaö dró þig til tslands? — Ja, konan sótti mig og eng- inn má viö margnum, sagöi Lars og glotti viö. — Er ljósmyndun gott tómstundagaman, hefur hún veitt þér ánægju? — Ja, ætli ég væri ekki orö- inn galinn annars, — ég álit aö hver einasti maöur veröi aö hafa eitthvaö til mótvægis viö hversdagsleikann. Þó aö vinnan sé holl og góö aö vissu marki og svefninn nauösynleg- ur, þá er fæstum nóg aö vinna og sofa og brenniviniö leysir engan vanda. Þaö skapast eitthvert tómarúm hjá öllum sem þarf aö fylla, þótt sumir geri sér aldrei grein fyrir þvi. — Hvort veitir þér fyilri ánægju aö taka litskyggnur eöa vinna meö svart-hvftt? — Liturinn er skemmtilegur, en þaÖ er meiri sköpun einhvern veginn i svart-hvitú og fyllri vinna. — Hvert er viöhorf þitt til ljósmyndunar, er þetta hobby- dútl, eöa iist? — Sjálfkrafa veröur enginn hlutur list og ljósmyndun er gott hobbi. I ljósmyndun tengjast saman margir þættir. Ef viö finnum gott mótif og erum á réttum staöá réttum tima, og ef framköllun filmunnar tekst vel, lýsingin á papplr sömuleiöis, þá er möguleiki á þvi aö útkoman veröi mynd sem talist getur listaverk. Hugur og hönd veröa aö starfa saman og hvergi má vera brestur i. — Hver er munur á viöhorf- um og skilyröum til aö stunda þessa iöju hér eöa erlendis? — Ja, ég veit ekki hvaö segja skal. Þaö er náttúrlega sláandi, aö þaö er eins og veraldleg yfir- völd ætlist ekki til þess aö tslendingar eigi neinar tómstundir, þetta er ein galeiöa. Hér eru t.d. filmur og vélar helmingi dýrari en i nágranna- löndum okkar og þaö er tak- markaö hverju hægt er aö stela af matarpeningunum til þess arna. Kannski maöur fari úti þaö aö safna grjóti, þaö kostar ekkert — eöa vindiahringjum. Þá er lika öll sköpun fyrir bi. Kannski maður færi þá aö drekka. Máske sér rikiö sér hag I þvi. — Er nauösynlegt fyrir áhugaljósmyndara aö eiga -svo margbrotnar græjur? — Æ, nei, sjálfsagt ekki. Kannski er meira um vert aö kunna á draslið. Annars get ég Kannski maður færi þá að drekka varia svaraö þessu, þvi ég á svo margbrotnar græjur sjálfur, og finnst ég ekki geta veriö án neins af þvi. — Finnst þér ljósmyndarar hafa næga möguleika til aö_ sýna afuröir sinar? — Ja, FA myndi eflaust sýna oftar, ef eitthvaö væri til aö sýna. ÞaÖ hefur veriö óttaleg deyfö yfir þessu undanfariö. Þeir sem eitthvaö stunda þetta senda myndir á sýningar erlendis. Viö SIGMA-félagar höfum t.d. gert dálitiö af þvi. Nú, svo geta menn stofnaö til sýninga sjálfir og nokkrir hafa gert þaö og gefist nokkuö vel. — Segöu mér eitthvaö um~ þessar sýningar erlendis og hvaö þiö fáíö útúr þeim. — A þessum erlendu Ijós- myndasýningum er ekkert drasl. A milli sýninga ganga myndir, sumar heimsfrægar, og þaö þykir viðurkenning útaf fyrir sig aö fá inni á þeim. Nú dregur Lars fram bunka af 'sýningarskrám frá ýmsum heimshornum, Brasiliu, og Argentinu, Bretlandi, Malasiu, Póllandi o.fl. löndum. I þessum skrám eru taldar upp hve margar myndir koma frá hverju landi og hve margar fá inni. Viöa koma fyrir islensk nöfn, t.d. Skúli Magnússon, Jakob Kristinsson og Lars Björk svo einhverjir séu nefnd- ir. — Já, segir Lars, — þótt viö fáum kannski sjaldnast verölaun, þá eru þessar skrár okkur mikils viröi, þvi aö i þeim birtast myndir sem hvergi sjást annarsstaöar og viö fáum góöan samanburö og getum dregiö ýmsa lærdóma af. — Hvernig gengur aö samræma svona áhugamál heimiiislifinu, Lars? — Nú komstu viö auman blett. Hvaöa áhugamál bitna ekki aö einhverju leyti á þeim tima sem maöurinn eöa konan hafa fyrir heimiliö; og þaö er hending ef bæöi hjónin hafa áhuga á öllum sömu hlutunum. Hér er t.d. ekki hentug aöstaöa fyrir þessa iðju og verö ég stundum aö nota eldhúsvaskinn viö framköllun, þvi ekkert vatn er I myrkrakompunni minni. Þú getur rétt imyndaö þér hvort þetta er vel séö af konunni. Annars skaltu spyrja hana sjálfa að þessu. Og það gerði ég. — Þessu svara ég nú bara ekki, var svariö sem ég fékk. — Þetta er þó betra en brenniviniö, spyr ég meö sakleysissvip. — flún litur á mig meö kankvisu brosi og svarar: — Þú heldur þaö. —je." eriendar baekur And Never Said a Word Heinrich Böll. Translated from the German by Leila Vennewitz. Secker and Warburg 1978. Und sagte kein eiziges Wort kom út i fyrstu 1953, þýdd á ensku undir heitinu Acuainted with the Night og kom út undir þvi heiti 1955. Þetta er ný þýöing. Efni þessarar skáldsögu er fátæktin, allsleysiö og samskipti hjóna viö þær aöstæöur. Böll fjallar um efniö af þeirri nærfærni sem honum ,er eiginleg, og skilningur hans og samúö meö manneskj- unurn eru þau einkenni sem auöga öll verk hans og eru lyk- illinn aö snilld hans sem höfundar. Þessi saga nýtur sin ágætlega i þýöingu Vennevitz, en hún hefur annast þessa þýöingu meö fullu samþykki höfundar. Secker and Warburg hafa nú gefiö út margar skáldsögur Bölls i vönd- uöum þýöingum. The Portable Bernard Shaw Edited, with an Introduction and Notes, by Staniey Weintraub. Penguin Books 1977. The Viking Portable Library hefur reynst farsælt fyrirtæki, bæöi sem úrval úr verkum ein- stakra höfunda og sem úrval varöandi viss efni. Nú gefur Penguin-útgáfan þessi rit út og er þaö vel. Stanley Weintraub er hæfastur manna til þess aö sjá um útgáfu úrvals úr verkum Shaw. Hann er höfundur tveggja ævisöguverka um Shaw og er út- gefandi The Shaw Review. Agætur inngangur er fyrir þessari útgáfu auk bókfræöi- legrar samantektar um verk Shaws. Úrval sem þetta er hentugt til aö hafa meö sér i feröalög eöa lesa á biöstofum, auk þess sem þaö getur veriö hentugt upphaf aö lestri Shaws hvar sem er. 1876. A Novei. Gore Vidal. Heinemann 1976. Tvö hundruö ára sjálfstæöis- afmælis Bandarikja Noröur- Amreiku var minnst meö pomp og prakt. Genginna forustu- manna var minnst á þann hátt sem tlðkast á stórafmælum og öli saga rikjanna ágætt á allan hátt. Sama ár kom þessi bók út, þar sem höfundur lýsir sögu Banda- rikjanna siöari hluta 19. aldar, undir öörum forteiknum en húrra-patriótisma afmælis- hátiðanna. Þetta var timabil Mark Twain, Henry James og Fanny Kermide og svo allra póli- tikusanna, sem hafa sumir hverjir veriö settir upp á stall sem mikilhæfir stjórnvitringar. Vidal er einkar laginn aö setja frá öllum þeim umsvifum og undir- málum sem fylgja forseta- kosningum, mútunum áróörinum sem fylgja forseta- kosningum, mú mútunum, áróörinum og blekkingunum og siöan valdniöslunni sem venjulega sigldi I kjölfariö. A þessu timabili voru Banda- rikin aö veröa iönaöarstórveldi, þau höföu náö sér eftir borgara- styrjöldina og gróðamöguleikar athafnamannanna virtust ótæm- andi, nýrikt fólk mótaöi smekkinn og gróöaöflin stjórnuöu þeim full- trúum sem þjóöin kaus sér til þess aö stjórna. Vidal dregur upp eftirminnilegar myndir af ýmsum áhrifamiklum stjórn- málamönnum timaskeiösins og fjallar um ýmsar athafnir þeirra innan rikis og utan. Sagan er vel skrifuö og sumir gagnrýnendur hafa taliö hana best skrifaða af sögum Vidals um sögu Banda- rikjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.