Þjóðviljinn - 19.11.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.11.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. nóvember 1978 Sunnudagur 19. nóvember 1978 WOÐVILJINN — SIÐA 13 úr dagbók Marmiers. Hér segir frá því er hann kyssti Málfrföi í fyrsta sinn i Klúbbnum i Reykjavík. Fyrirsögn kaflans er: Malm Friður. islandske Navn af Friða. Xavler Marmier á siftasta Kviári sinu en þá var hann 84 ára gamall Fra,mmigtöbustúikan Málfrlður I Kiábbnum Marmier barnaði sem Pétur Pétursson: Grimur Thomsen fór til finustu klæðskera i Paris en skömmu áður var Jónas Hallgrimsson svo illa til fara að hann blandaði sér I hóp Altona-1 Þjóðverja tii að koma ekki óorði á Islendinga Viðtal við Pétur Pétursson um rannsóknir hans á Gaimard- leiðangrinum og mönnum og málefnum sem tengjast honum Páli Gaimard, vildarvinur Loð- viks Filippusar Frakkakonungs. Marie-Louise, dóttir Oehlens- lagers sem Marmier var trúlofuð Þótt sumir heiti Xavier” Ég fékk hálfsársleyfi i þviskyni að hyggja að þessu hugðarefni minu og hef undanfarið verið að grúska I þvi i Kaupmannahöfn og Frakklandi, sagði Pétur Péturs- son útvarpsþulur f spjalii við blaðamann Þjóðviljans einn dag fyrir skömmu. Og hugðarefnið er Gaimard-Ieiðangurinn 1835-1836 og ýmsir menn og viðburðir sem tengjast honum. Rannsdknarleiðangur- inn stóð i mörg ár Reyndar stóö þessi mikli franski rannsóknarleiðangur lengur#þó að þess sé ekki getið.þvi aðskipin héldu áfram að koma til íslands og mæla firði og land I nokkur ár til viðbótar. Það kemur fram i frönskum skýrslum og is- lenskum, segir Pétur. Marmier og Málfriður i Klúbbnum Einn af þekktustu fylgdar- mönnum Páls Gaimard var bók- menntafræðingurinn Xavier Marmier sem kemur fyrir I Heljarslóðarorustu Benedikts Gröndals. Hann átti að kynna sér skólamál á Islandi. Marmier var ákaflega fjöllyndur i ástamálum og eignaðist barn meö Málfrlöi Sveinsdóttur frammistöðustúlku i Klúbbnum I Reykjavik. Það var drengur sem skirður var Sveinn Xavier, og var Luðvig Knudsen langafi konunnar minnar skírnarvottur. Um Málfriði orti Páll skáldi: Málfriður skenkti mér i staupi mikið ágætis brennivín og áskiidi visu að ómakskaupi sem ósköp væri nett og fin. Hver skyldi annars bera bull á borö fyrl- svoddan meyjaguli. Nafn sonarins kemur hins veg- ar fyrir i visu sem Jónas Hall- gri'msson orti um verslunarólag- iö: tsiendingurinn ætla ég sé; illa fær til að drifa handel, þótt sumir heiti Xavier, sumir Höjgaard, Herman, Per og Wandel. Dabók Marmiers og örlög Málfriðar DagbtSt Marmiers frá Islands- ferö hans er geymd I Norræna safninu i Paris og hefur ekki verið gefin út. HUn er skrifuð á dönsku og frönsku þvi að hann var mikill málasniDingur. 1 dagbókinni segir m.a. frá þvi þegar Marmier kyssti Málfriði I fyrsta sinn. Hann kallar hana þar Mámfriði. Hún var ákaflega frið og átti siðar annað barn með þýska bakarasveininum Heil- mann I Reykjavik. Jón Helgason ritstjórihefur skrifaðum Málfrlði, en hún fluttist til Kaupmanna- hafnar með Bardenfleth amt- manni. Mér tókst að grafa upp hver uröu örlög hennar þar. Hún giftist dönskum skósmiö, sem bjó PP Bókasafn Marmiers er nú geymt í fœöingar - bæ hans í Pontar- lier i Jurafjöllum og sennilega hafa heimamenn þar ekki hugmynd um hvers konar fjár- sjóö þeir eiga þar i islenskum bókum Wm i Ny-Kongens gade 7, og átti meö honum 2 börn. HUs þetta stendur ennþá. Dóttir Oehlenslagers H.C. Andersen og Franska akademian Marmier trúlofaöist siðar Marie-Louise, dóttur danska skáldsins Oehlenslagers. Til að komast hjá þeim ráðahag kaus Marmier að segja aö foreldrar sínir væru svo strangkaþólskir að þeir væru algerlega á móti hon- um. Gekk hann siðar að eiga franska konu en hún dó af barns- förum. Sveinn Xavier dó ungur og átti Marmier þvi enga erfingja þegar hann féll frá. 1 erföaskrá hans er bóksölum viö Signubakka m.a. gefinn málsveröur og drykkjarföng,og sýnir sú ráðstöf- un bóhemeöli hans. Marmier var eins konar blaöa- maöur og ferðaðist viða um ver- öldina. Bók hans Bréf frá Islandi var viðlesin. Hann var tekinn inn i hina viröulegu frönsku akademiu Málfriður I Klúbbnum lauk ævi sinni sem skósmiöskona i Ny Kongens gade 7 I Kaupmannahöfn. Hús hennar stendur enn og tók Pétur mynd þessa af þvi I sumar. ÆvintýraskáldiðH.C. Andersen var vinur Marmiers, og sá siðar- nefndi kynnti það i Frakklandi. Arið 1950 kom út I Kaupmanna- höfn bókin Xavier Marmier — H.C. Andersensfranskeven.eftir Poul Höybye. » íslenskur f jársjóður i Pontarlier Marmier lauk ævi sinni sem bókavörður I Paris en ánafnaði fæðingarbæ sinum Pontarlier i Júrafjöllum bókasafn sitt. Þangað fór ég og skoðaði safnið. Heimamenn I Pontarlier hafa sennilega ekki hugmynd um hvers konarf jársjóð þeir eigaþar i islenskum bókum. Þar eru m.a. frumútgáfur af öllum fornsögun- um, Frumpartar Islenskrar tungu eftir Konráð Gislason, ljóö Jóns frá Bægisá, ljóð Stefáns ólafs- sonar með eiginhandaráritunum Arna I Görðum, og svo mætti áfram halda að telja. Ég tók þarna ljósrit af öllum titlunum. Frakkarnirl leiðangri Gaimard til tslands bera landinu ákaflega vel söguna. Þeir segja að þar sé menntaöur bóndi á hverjum bæ en verslunareinokun og slæmt stjórnarfar eigi fyrst og fremst þátt i bágu ástandi landsins. Þetta var til mikillar kynningar á tslandi vlða um Evrópu og má sennilega að hluta þakka leiö- angrinum endurreisn Alþingis nokkrum árum siðar. Loðvík Filippus og ís- lenski kartöflustofninn Náttúrufræðingur leiðangurs- ins hét Róbert. Hann tók 6 is- lenskar kartöflur með sér og gróðursetti þær i Paris og sendi einnig til Belglu. Það sem varð Loðviki Filippusi helst að faUi 1848 var uppskerubrestur á hveiti og kartöflum árið áöur.og varð þá kreppa I Evrópu. tslenski kartöflustofninn var sá eini sem ekki sýktist I þessu fári, Loðvlk Filippusi hefði þvi verið nær að snúa sér að islenskri kartöflurækt I stað þess aö ber ja á verkalýðn- um og fara með hernaði. Veisla i Kaupmanna- höfn 16. jan. 1839 Eins og frægt er héldu tslend- ingar í Kaupmannahöfn Páli Gaimard veislu 16. janúar 1839 og voru honum þar f lutt fjögur frum- ort ljóð og Þorleifur Repp flutti ræöu. Skáldin voru Jónas HaU- grlmsson, Finnur Magnússon leyndarráð, Ólafur Pálsson, siðar dómkirkjuprestur I Reykjavlk, og Magnús Hákonarson, einn af Is- lenskum fylgdarmönnum i Gaim- ard-leiðangrinum. Ljóð Jónasar, Þú stóðst á tindi Heklu hám, þótti besten Benedikt Gröndal segir I Dægradvöl að Jónas hafi farið i smiðju til fjandmanns slns, Sig- urðar Breiðfjörðs, og valið sér sama bragarhátt og svipað efni' og er i kvæði Siguröar, Hvað fög- ur er min feðrajörð. Sigurður hafði hins vegar farið I smiðju til Danmerkur ogbar hans ljóð keim af Hvor herUgt er mit Fedreland. Þess vegna er skemmtilegt að i dagbók Marmiers er þýðing á þessu kvæði Sigurðar Breiðfjörðs á frönsku. Kvæði Jónasar sýnir að hann hefur ekkert tækifæri látiö ónotaö til að flytja póUtlskan áróöur I kvaaðum sinum og I þetta sinn valdi hann vinsælt dægurlag 1 Danmörku til að syngja það við. Hins vegar kvað viðannantónhjá Finni Magnússyni leyndarráði þvi aö hann lauk kvæði sinu svo: „Loðvlk konungur ljósast nafn”. Það var Loðvik Filippus, sem Jónas Hallgrimsson kallar séra FiUpus. Seinna þegar hann hrökklaðist frá völdum sagði Jón Sigurðsson i bréfi: Nú er Loövik Filipus konungur, ljósast nafn, lagður af stað fótgangandi með keUu sinni til Englands. 1 • ' ' Grimur Thomsen og George Sand, Finnur Magnússon greiddi götu Páls Gaimardvið konungsvaldið i Danmörku. Þó að ýmsum tslend- ingum væri iUa við Finn (Baldvin Einarsson kallar hann frávilling) voru þeir stööugt að betla á hon- um og hann stöðugt að hjálpa þeim,enda reyndist dánarbú hans þrotabú. Marmier heimsótti Finn á fyrstu ferð sinni til Kaupmanna- ha&iar og lýsir honum þá sem gömlum munki. Einn af þeim sem sífellt var að biðja Finnumfjárhagsaðstoðvar Grlmur Thomsen. Hann þýddi ævisögu Finns, og þegar því var lokið skrifaði Grimur Finni og sagði: „Nú hef ég lokið við að þýöa ævisögu yðar og það verð ég að segja aö ekki hefur hún versn- að I meðförum ”, Eitt sinn þegar Finnur var oröinn leiður á betlinu i Grími skrifaði hann: „Getið þér ekki fengið að skrifa ævisögu Loðviks Filippusar?” Grimur Thomsen dvaldi I Parls á árunum 1846-1847 og færði þá Páli Gaimard ævisögu Finns Magnússonar, Gaimard var hon- um innan handar og Utvegaði honum aðgang aðfranska þinginu og kynnti hann fyrir skáldkon- unni George Sand, ástkonu Chopins. Grimur segir I bréfi að hann sé að ganga frá ritgerð sem standi til að birtist I Revue Inde- pendante, tímariti George San^ eú ég fletti því öllu I Paris og komst að raun um að hUn hefur aldrei birst. Grimur hélt sig ákaflega vel og fór tilfínustu klæöskera I París og lét fata sig upp. Svona voru mis- ’ jöfn ævikjör islenskra skálda. Skömmu áður var Jónas Hall- grlmsson svo iUa til fara að hann blandar ser i hóp Altona-Þjóð- ver ja til aö koma ekki óorði á Is- lendinga. Varð gripinn avsint- drykkju og kastaði sér út um glugga Frakkar ætluðu sér að bjóða tveimur Islendingum að fylgja rannsóknarleiðangrinum suöur i lönd og kosta þá til mennta. Þaö varð úr, að aðeins einn fór, Guö mundur Sivertsen, sonarsonur Bjarna riddara. Hann varð siðar læknir og starfaði m.a. i Alsir, en varð svo gripinn absintdrykkju og Einn er sem oftast góður kostur við þá menn er búa við þau heilsukjör sem ég, er það sá að þeir eru sjaldanlangorðir á mannafundum, en aftur er sá annar galli, að þaö sem þeir segja kemur út úr þeim svo langsamlega og drattandi að þaö veröur flest- um mönnum leiðinlegt að heyra. Þvi leita ég nú skjóls og hliföar, afsökunar og aðstoðar 1 yðrum góðvilja og þolinmæði, og vænti ég með fuUri vissu aö þar muni mér ekki bregöast ef að þér festið yður i hug að hér sé mál- staður og málsefni meira metandi en sá mælandi eöur mælska hans. Ég hefi kvatt yöur til fundar til að ræða um nýtt mál með undar- legu nafni. Það er kaUaö af sumum mönnum hin Gailo-is- lenska question. Máliö er þó nýtt einungis I upptekt þvi það er gamalt i tildrögum. Það hefir verið að skapast og dafna og þró- ast nú I tuttugu og sex ár i upphafi var það lítilfjörlegt fiskimál, sem fór bróðum að vaxa eins og ormurinn á gullinu f Lagarfljóti: Svo er sagt að ormurinn var i fyrstu snigill svo litill og saklaus aö vel mætti hans geyma i franskri bonbons eskju með Utlum gullhring, en þá var honum kastað i lækjarsprænu með fingurgtUlinu og fór þá aUt aö vaxa, ormur og gull og lögur, og likt hefir farið um GaUo-islenska máliö. 1 fyrstu var það litiö og lét litið á sér bera og mátti þaö þá vel geyma I fáeinum frönskum fiski- skútum sem tóku þorska við strendur tslands. En bráöum jukust við máUð guU og gjafir og þá fóraUt að vaxa; máliö sjálft — það er ormurinn — og guUiö og flytjendur málsins sem eru þess vehiculum eða lögur. Þeir voru I fyrstu auvirðilegir fiskimenn, þá lærðir menn og spekingar og á hinum siðustu timum stórhöfðingjar. Og nú er ormur þessi hinn gallóislenski orðinn svo mikUl aö það undrum gegnir. Hann leggst um land allt og smeygir sér inn i aUa f jörðu og mikil ógn stendur mér af augum hans. Og svo er hann með miklu tröllmagni aö hann likist þvi kvikindi sem BasUiens heitir og þegar honum veröur litið á suma menn, svo tætir hann þá tU sin með augnaráöi svo þeir vilja hlaupa i hvoft honum aö hann gleypi þá. Og bráðum viU hann bregðast I arnarliki og fljúga Ut úr Dýrafirði eða önundarfiröi yfir öll veraldarhöf og felmtra aUa sjóferðarmenn enþó mest þá sem bestan eiga skipakost og mestan. . , Svona er nú mál með vexti. Ég hefi i fáum oröum leitast við að skýra GaUó-Islenska málið með sannsögulli allegoriu. Hér eru viöstaddir nokkrir menn sem muna eins vel og ég hvernin málið byrjaöi og óx. Fyrst, um áriö 1830, fórufrönsk fiskiskip ta Islands og tóku fisk og var sá meiriog betri en þeir höfðu áður séð. A þessu bar i fyrstu litið þvi vart hygg ég þeir hafi komið I land eður haft samgöngur eöa viðræður við landsbúa á hinum fyrstu árum og það hygg ég að engar sögur hafi far» af þeim „Vart gátu þó aðrir menn séð móti hverjum háska vernda skyldi” Þorleifur Repp (1794—1857): Sérkennilegur sniilingur. Rœöa sem Þorleiftír Repp flutti á fundi íslendinga í Kaupmannahöfn 1856 um beiöni Frakka um flotastöö i Dýrafiröi fiskiferðum nema i enskum tiðindablöðum. En bráöum jókst fiskiskipa- fjöldinn og þá kallaöi LoðvUc Filippus þaö nauösynlegt að senda með fiskimönnum herskip þeim tU verndar en vart gátu þó aðrir menn séö móti hverjum háska vernda skyldi. En svo fór hér sem oftar að þeir sem vilja seilast til valda þykjast æ vera i háska staddir og þarfnast verndar. En herskipin frönsku voru þó ekki iöjulaus. Þau fóru i kringum landiö og kynntu sér höfða ogfirði og sjávarmerki, mældu djúp og vegalengdir og gjöröu sér hydro- graphiskkort.Núfóruþeir heldur aö tiðka samgöngur við lands- fólkið og vingast við það og bjóða þeim Ut á skip sin og var þeim auðvelt aö sýna landslýönum miklu rausnarlegri gestrisni en landsbúar gátu á móti sýnt. Allt fór, sém von var, vel i þeirra viöskiptum oggekk svo i 10 ár. Þá var oröið mál aö kynna sér beturlandiö sjálftogsendi Loövik konungur þá valda vUdarmenn slna til tslands þess erindis aö þeir skyldu kynna sér landslag og landskostu landsbúa og þeirra siðferöi og ástand allt og gnægtir og nauðsynjar og náttúrurlkin ÖU. I þeirri ferð voru fræðimenn og visindamenn, læknar og uppdráttarmenn og málarar. Þeir leiddu I ljós. fyrir alþýðu heims árangur siniiar iðnar og eftirtektar i störu bílætaverki sem út kom i Parfc um veturinn eftir. Páll Gaimard var fyrirliði sendimahna, ástsæll maður og bliður I viömótiog Vél að sér gjörr um marga hluti. Hamvflutti til Islánds stórgj^áfr í bókum frá' Loðviki konungi' en sérhvaö það sem Frakkar þurftu af Islendingum að þiggja, hvort sem var I störfum eöaánnarri þjónkan þá var allt ráUsnarlega borgað. A heimleiðinni kom Gaimard til Hafnar og stefndi þá þegár þeim Islendingum er hérvorutíl sin og ræddi margt viö þá uhi álít ástand Islands en það vildi hann sýna aö orð hans væru ekki ræða tóm. Honum hafði veriö sagt að nauðsyn bæri til að stofna presta- skóla á tslandi. „Hann skulu þér fá”, sagði PáU Gaimard og fór hann næsta dag á fund Kristjáns konungs og brýndi það mál fyrir honum. Kóngur tók hans máli vel og útgaf Mthi síðar Tilskipun um stiftun Islenska Prestaskólans. Gaimard bauð ungmennum á Islandi til Parisarborgar. Þar skyldi Loðvik konungur annast um þeirra uppfræðing viö Háskólann. Einn eða tveir hag- nýttu sér þetta tilboö og gerðust miklir menntamenn hjá Frökkum. Miklu voru Frakkar nær sínu aðal augnamiöi en áður eftir þessa ferð. Þeir þóttust hafa fundið land sem mannkyni hafði verið hingað tU allókunnugt — land sem hefði eðU og efni og hæfUeik til margs en væri i öllum hlutum vanrækt og hvaö viðveik algjörtfri og full- oröinni civUization þá virtist það vera res nullins. Landslýðurinn var þó greindur, eftirtektar- samur og viðtalsgóður og þetur menntaður en hver annar lands- almúgi sem Frakkar þekktu. kastaði sér út um glugga I Napoli. Sigurður Slvertsen, faðir Guð- mundar, var ákaflega hrifinn af Gaimard og sklrði yngsta son sinn Pál, eftir honum. Gaimard ætlaði að koma honum til mennta, en ekkertvárð úr því, þvl aö Páll Slvertsen dó ungur. Ritsnillingurinn l>or- leifur Repp Þorleifur Repp, sá sem flutti ræðuna I hófinu tU heiöurs Páli Gaimard, var Amesingur og kenndi sig við Hreppana. Hann er einhver mesti ritsnillingur sem við höfum átt og ritstýrði m.a. tveimur blöðum I Kaupmanna- höfn, Dagen og Tiden. Honum var fátt mannlegt óviðkomandi og barðist m.a. fyrir þvi aö koma á vatnsveitu I Kaupmannahöfn af heilbrigðisástæðum, en sliku fyrirtæki haföi hann kynnst i Edinborg. Einnig fékk hann kon- ung tU að leggja péninga i silki- ormarækt. Frægúr er atburðurinn þegar doktorsvörn Þorleifs fór út um þúfur,en hann hataði Dani,og um danskar bækur sagði hann m.a.: „Aldrei hefur nokkur maður nokkru sinni i nokkru landi haft nokkurt gagn af nokkurri danskri bók”. Fyrsti islenski sósialist- inn? Margt bendir tU þess að Þor- leifur Repp sé einn fyrsti is- lenskra manna tengdur umræö- um um sósialisma, þvi að Jón Sigurðsson forseti segir i bréfi sem hann skrifaði sr. Þorgeiri Guömundssyni i Glólundi út af þjóöfundinum 1851: „Almennt er hér talið aö Island hafi verið lýst lýðveldi, auövitað sóslalistiskt og demokratiskt.að Repp sé kjör- inn konungur”.En margur mátti nú þola að vera oröaöur við rót- tækar stefnur. Brynjólfur Péturs- son skrifar Grimi Thomsen skömmu áður: Hefuröu séö Dick- ens? Hrósar siðan ritverkum hans en spyr svo: Asaka þeir Engelskir hann ekki um kommúnisma? Skynjaði raunverulegan tilgang Frakka Þó að Þorleifur lofaöi Frakka I hófinu 1839,kom seinna I ljós aö hann var svo mikill póUtikus að hann skynjaði hinn raunverulega tilgang hjá Frökkum. Þegar þeir sóttu um aðstöðu til fiskverkunar á Dýrafirði flutti hann frábæra ræðu (sjá hér á slöunni) gegn til- mælum Frakka á fundi tslend- inga I Kaupmannahöfn. Þorleifur var svo merkilegur maður að mér finnst að Lands- bókasafniö ætti að eiga ljósrit af blööunum Dagen og Tiden sem hann ritstýrötef ekki er hægt aö fá þau i frumriti. Að sjálfsögðu er hér stiklað á stóru, segir Pétur að lokum, og margt í pokahorninu sem ég vil ekki að svo stöddu segja frá. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.