Þjóðviljinn - 26.11.1978, Side 15
Sunnudagur 26. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
( læknavísinda- og líf-
fræðistofnuninni í Moskvu
tók hópur sjálfboðaliða
þátt í tilraun, sem hefur
fært læknavísindin spori
nær því að leiða í Ijós hina
duldu getu mannslíkamans
Geta menn dvalist langan tima
úti i geimnum? Já. Búnaður
geimskipa getur skapað áhöfn-
inni mjög eölilegar, jaröneskar
aðstæður. Það eina, sem ekki hef-
ur tekist enn sem komið er, er aö
sigrast á þyngdarleysinu.
Áður en maðurinn hóf flug út i
geiminn, gat enginn sagt ákveðiö
um það, hvaöa áhrif slikt flug
Æfingar I þyngdarleysi.
Stundum gátu þeir ekki
myndi hafa á mannslikamann.
Þess vegna var tikin Lajka fyrst
send út I geiminn. Hún var fulL
komlega eðlileg eftir þá ferð.
Tveir aörir hundar, Bélka og
Strélka, snéru lika aftur til jarðar
heilu og höldnu.
Þegar læknar gáfu leyfi fyrir
flugi Júrl Gagarins, vissu þeir
þegar, að engar sjúklegar breyt-
ingar myndu eiga sér stað i lik-
ama geimfarans á meðan hiö
stutta geimflug stæöi yfir. Flug
Gagarins stóð yfir I 108 mlnútur.
Næsta geimför var lengd upp I 24
klukkustundir. Herman Titov,
geimfari númer tvö, átti erfiðar
með að sigrast á varanlegu
þyngdarleysi og að gera hlutlæga
grein fyrir tilfinningum slnum.
Snemma á áttunda áratugnum
héldu vlsindamenn áfram viötæk-
um rannsóknum á áhrifum
þyngdarleysis á mannlegan llk-
ama. Ný stefna I geimlæknisfræöi
kom til sögunnar. 1 Sovétrlkjun-
um og Bandarikjunum hófu
vlsindamenn tilraunir með að
likja eftir þyngdarleysi. Til-
raunadýrin voru sett I sérstakan
vökva, sem að nokkru leyti vó upp
á móti llkamsþunganum I fullu
samræmi við lögmál Arkimedes-
ar og dæmdi þau til varanlegs
hreyfingarástands, sem
kallað er hypokinesia.
Þetta náði þó skammt til þess
að bregða upp heildarmynd af
þvl, hvaða áhrif þyngdarleysi
hefði á likamann. Hve lengi gat
maðurinn búiö við þyngdarleysis-
ástand án þess að þaö hefði óhjá-
kvæmilegar afleiöingar fyrir
þolað
hvem
annan
heilsu hans? Hvers konar llkams-
æfingar myndu fullnægjandi I
baráttunni við hypokinesiu? Þaö
vissi enginn. 1 stuttu máli: Þörf
var á meiriháttar, alvarlegum
tilraunum.
Það var ekki auðvelt verk að
velja „tilraunadýrin”. Alitið var,
aö aöeins kæmu til greina heilsu-
hraustir einstaklingar á aldrinum
35—40 ára, en það er meðalaldur
geimfara. Loks voru valdir 18
menn, er stunduöu óllk störf, voru
ólikir að skapgerð og áttu ólikan
feril aö baki. Þeim var skipt I þrjá
hópa. Sá fyrsti var látinn prófa
þær fyrirbyggjandi aðferðir, sem
ætlað var að vega upp á móti
þyngdarleysi og hypokinesiu, og
fylgdu þeir flugáætlun geimfara
nálega I einu og öllu. Annar hóp-
urinn fékk hálft starfsálag. Þriöji
hópurinn fékk engar fyrirbyggj-
andi aögerðir.
Með fætur upp
fyrir haus
Hugsum okkur, að þú sért
heilsuhraustur, lokaður innan
fjögurra veggja I viku og fáir ekki
einu sinni að ganga. Það eru ekki
allir, sem þola sllka reynslu. 1
umræddri tilraun gekkst heilbrigt
fólk þó sjálfviljugt undir þaö, aö
reyna aö lifa þannig I sex mánuði.
Og það I mjög óþægilegri stell-
ingu, meö fætur hærra en höfuö,
en það er ástand, sem likist mjög
þyngdarleysi.
Eftir viku finnur enginn lengur
til þess, aö hann liggur með höf-
uðið niður. Honum finnst hann
liggja alveg lárétt. En hann liður
ltkamleg óþægindi og líkamshit-
inn lækkar. Skortur á hreyfingu
orsakar vöðvaverki. Llkamshit-
inn lækkar um nokkrar gráöur.
Allt verður að gera liggjandi I
þessari stellingu, að þvo sér,
raka sig, borða, lesa. Manni er
ekki einu sinni leyft að risa upp á
olnboga. Þaö eina, sem hann fær
að gera, er aö snúa sér á hliöarn-
ar til skiptis. Fyrri hluta dagsins
er variö til læknisrannsókna, sem
taka til meira en 50 atriða. Eftir
hádegisverö fara þátttakendur I
fyrstu tveim hópunum út I leik-
fimisal til starfa I sérstökum
þjálfunartækjum. „Fara” er að
vlsu ekki alveg rétta orðiö. Það er
farið meö þá á vagni og þeim velt
yfirá hann úr rúminu, einnig meö
höfuöið niður. Og æfingarnar eru
allar framkvæmdar i sömu stell-
ingu.
Einn þeirra lærði
að prjóna
Einn af þátttakendunum, Pjotr
Perevalov, sundþjálfari, lýsir
svo sumum atriðum-tilraunarinn-
ar:
„Tlminn sniglaðist kveljandi
hægt áfram. Sérstaklega þegar
viö höföum ekkert verk aö vinna.
1 sex mánuði töluöum við um allt
Visindi
Inni-
lokaðir
jt
I
sex
mánuði:
undir sólinni. Granni minn á
hægri hönd, Mikjail Malikov, var
að eölisfari þögull. En hann gat
talað klukkustundum saman um
landa slna i Dagjestan. Hann
sagði okkur frá venjum fólks i
Kákaslu og fór meö ljóð eftir
uppáhaldsskáld sitt, Rasul
Gamzatov, i Avar. Verkfræðingn-
um Juri Glúkjov þótti mjög gam-
an aö vlsindalegum umræöum.
Annar verkfræöingur, Vladimir
Alexejev, gat talað endalaust um
kúlulegur. Júrl Savotsjkin ákvaö
að eyöa ekki tima sinum til ein-
skis og lærði aö prjóna. Hann var
alltaf aö biðja hjúkrunarkonurn-
ar um leiðbeiningar. Loks prjón-
aði hann vettling. Hann lærði
einnig að rfða fiskinet.”
„Vladimir Goldstein, sem var
útvarpsverkfræðingur, hafði tek-
ið með sér áhöld og geröi viö út-
varpstæki. Byggingatæknifræö-
ingurinn Valentin Sofronov
reyndist einnig vera úrsmiður.
Þegar fjöðrin I úrinu mlnu, sem
var gamalt og hafði áður veriö I
eigu fööur mins, brotnaði, gerði
hann við hana. Eftir það var jafn-
vel komiö til hans með vekjara-
klukkur I viðgerð. Meöan á þess-
ari tilraun stóö lauk ég bréfa-
skólanámskeiði. Stundum eyddi
ég tlmanum I aö teikna.”
Þótt allir þátttakendur lægju
afturábak, reyndi hver og einn að
fást við uppáhaldsstarf sitt i tóm-
stundum sinum. Og aö sjálfsögðu
vörðu þeir miklum tlma I aö lesa,
hlusta á tónlist og horfa á sjón-
varp.
Sjálfstjórn
í hættu
Sumir sögðu að þeir finndu til
skyndilegrar löngunar til þess að
risa á fætur og fara heim löng-
unar, sem þeir bældu niöur. Þeir
sem fyrir tilrauninni stóðu höföu
séö það fyrir, aö erfiðleikar til-
raunarinnar myndu ekki svo
mjög felast I glataðri ánægju þess
að hreyfa sig, heldur I taugaálagi.
Hypokinesia merkir stöðugt
. innra álag. í sex mánuði voru
mennirnir sviptir venjubundnu
starfi slnu og umheiminum; einu
tengslin viö hann var sjónvarps-
skermurinn. Þeir báru oft ástand
sitt saman við ástand geimfara. 1
eðli sinu var tilraunin eftirllking á
þyngdarleysisástandi, svo og á
varanlegu geimflugi. Það var
ekki aö furða þótt „tilraunadýr-
in” segðu hvert við annaö, að svo
og svo margir dagar væru eftir
þar til þau „lentu”, og áttu þá viö
lok rúmvistar sinnar.
Taugar þeirra voru svo mjög á
brestipunkti, að stundum gátu
Framhald á bls. 22
^í desember bjóðum við sérstök
plafargjöld frá Norðurlöndum til íslands.
Þessi jólafargjöld sem eru um 30% lægri en venju-
lega, gera fleirum kleift að komast heim til íslands
um jólin.
Ef þú átt ættingja eða vini erlendis, sem vilja halda
jólin heima, þá bendum við þér á að farseðill heim til
íslands er kærkomin gjöf..
Slíkur farseðill vekur sannarlega fögnuð erlendis.
FLUCFELAC LOFTLEIDIR
ÍSLAMDS