Þjóðviljinn - 26.11.1978, Síða 16

Þjóðviljinn - 26.11.1978, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. nóvember 1978 helgarviðtalið — Lögreglumaðurinn var í svörtum leöurjakka, með kaskeiti og tvær skammbyssur í hulstrunum. Svo var hann með svört sólgleraugu og ofsalega töff á svipinn. Að neðan var hann i þröngum svörtum nærbuxum og í hvítum nælonsokkum með saum og á háum hælum, Guð, ég gleymi honum aldrei. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Jóna kveikir sér i Kool- sigarettu og heldur áfram aö segja undirrituöum frá Studio 54 og ööru sem bar fyrir augu I NewiYork reisunni, sem hún er nýkominn úr. Viö sitjum i eld- húsinu hjá henni á Tjarnar- götunni og reykti laxinn er svo gööur, aö blaöamaöur gleymir næstum aö hripa hjá sér punktana. — En Ingó, i guöannabænum, af hverju hafa viötal viö mig? Ég hef ekkert aö segja. Þetta veröur bara mér til skammar og börnunum minum til skaöa. Alveg eins og þegar ég kom fram I beinu útsendingunni i sjónvarpinu i sambandi viö rauösokkahreyfinguna, og hitti ekki á stólinn, sem ég átti aö setjast I. Þá þoröu börnin ekki aö fara í skólann í marga daga. En veistu annars aö möguleik- arnir eru einn á móti átta, aö þú fæöist sem Kinverji? Svona er ég. Uppfull af ónothæfum upplýsingum. Og veistu, aö flestir banna aö birta bréf og endurminningar fyrr en siöasti ættingi er búinn aö vera dauöur i 60 ár? Er meiningin aö gera mig aö almenningskartóteki eöa hvaö? -0- Ætli þetta fara bara ekki eins og þegar Inga Huld tók viö mig viötal I útvarpið i gamla daga. Þemaö i þættinum var „valdiö” og ólafur Ragnar Grimsson og ég fengin til aö ræöa þetta fyrir- brigöi ásamt fleirum. ólafur talaöi um hiö pólitiska vald en ég um vald ástarinnar. Það end- aöi meö þvi aö ég skrifaöi allar reikninginn bestu þakklætis- kveöjur til gestgjafans. Þegar þessi ágæti maöur fékk reikn- inginn, á hann aö hafa sagt: Hún Jóna hefur nú alltaf veriö höföingi. — O — — Æ, ég má ekki hugsa um fortiöina, þegar kemur yfir október, þá verö ég svo deprlmeruð. — Ertu þunglynd I skam mdeginu ? — Já, elskan min góöa. Þú veröur aö athuga þaö, aö ég er fædd eftir miönætti þann 19. febrúar. Bæöi vatnsberi og fisk- ur! Algjör sveimhugi, ekki jarö- bundin á neinn hátt. Kleyfhugi. Ekki nema von aö ég eigi ekki Ibúö. góðan mat úr spurmngarnar og svaraöi þeim siöan. Inga Huld var ofsa ánægö meö þaö. — Heyröu Jóna, ég ætla aö spyrja þig týpiskrar kvenna- blaöaspurningar: Hver er uppáhaldsmatur þinn? — Humarshalar. I skel, beint af skepnunni. Þaö er rómó. Svo Islenskt smjör og sitróna. Umm! Þetta minnir mig annars á eitt atvik, sem gerðist fyrir mörgum árum. Vinkona min ein hélt viö rikan fésýslumann og þráöi alltaf aö fara meö honum út og skemmta sér. Hann vildi þó ekki sýna sig meö henni velsæmisins vegna, en lét hana fá óútfylltan tékk og sagöi henni aö taka einhverja vinkonu sina meö sér og boröa vel og eiga huggulegt kvöld og fylla svo bara endanlega summu kvölds- ins inn á tékkinn. Þaö varö úr.aö hún bauö mér I Naustiö. Ég man ennþá hvaö ég pantaöi mér: Forrétturinn voru tveir vodka- martini, svo creme-súpa Naust special meö aukastaupi af sérrý úti. Þvinæst grillaöir humarhal- ar og rósavin meö. Þá bestu nautasteikina — þú veit þessa meö nautamerginum meö, þótt þeir svindli stundum og setji lifrarkæfu i staöinn — og gott, gamalt og þungt rauövln meö. Þvinæst Crépe Suzette, sem eru logandi pönnukökur og Irish Coffee á eftir. Þá var vinkona min orðin blá I framan. Aöra eins ósvifni á reikning elsk- hugans haföi hún aldrei séö. Nú heimtaði ég Black Russian til aö getaö dansaö, en þá sagöi hún aö nú væri nóg komiö. Var ætl- unin að rúinera viðhaldiö? Þá pantaöi ég einfaldan asna og borgaöi hann sjálf. Þegar kvöldinu lauk skrifaöi ég aftan á — Hefuröu alltaf leigt? — Jaá. Þetta er ógeðsleg tilfinning. Maöur tekur ibúö á leigu, gerir hreint, málar, kaup- irgardinur. Hugsarsvo: Hvará aö hafa hlutina? Maður hefur á tilfinningunni aö eiga ekki heima þarna. Það veröur allt annar bragur á heimilinu. Þú rekur nagla I vegginn og hugsar meö sjálfum þéraö þetta veröir þú aö spasla þegar þú flytur. Maöur á ekki veggina. Annars heid ég, aö þaöfólk sem ekki vill eiga neitt sé heilbrigt. Fólk sem veröur fyrir ástvinamissi uppgötvar fánýti veraldlegra eigna, sér dauöleika hlutanna. Fólkiö i kringum mann skiptir mestu máli. 1 alvöru talaö. Fólk tryggir sig alltaf gegn eignatapi en gleymir sinum nánustu. — Segöu mér eitthvaö af barnauppeldi. — Maöur á aö elska börnin, en ekki ala þau upp. Mér hundleiddist alltaf aö passa krakka þegar ég var lttil. Kannski af þvi aö ég var sjálf barn. Ég hef átt fjögur börn. Og veriö ein meö þau mestallan timann. Þess vegna hef ég reynt aö eyöa mestum timanum meö Jóna Sigurjóns- dóttir sótt heim þeim, en ekki steypa mér út I húsakaup eöa byggingu. En ég elska börn. Þetta eru miklar hetjur. Hugsa hvað þau þurfa aö þola. Þessi skinn eru rifin upp, dúöuö og hent á barnaheimili. Hryllilegt lif fyrir þessar elskur. Ég man, þegar ég vann á Vik- unni, þá fylgdi ég alltaf strákun- um niöur á Lækjartorg og kom þeim upp í Njálsgötu-Gunnars- braut. Bilstjórarnir sáu svo um aö þeir færu út á horninu á Njaröargötunni. Þótt allir bilstjórar þekktu þá, kom þaö oft fyrir aö þeir höföu mikiö aö gera og sáu ekki, þegar strákarnir földu sig bakviö sæt- in. Svo keyröu þeir oft marga rúnta áöur en bilstjórinn kom auga á þá. — 0 — — Nú er blaðamaöur búinn að fá fylli sina af laxi og forvitnast um barnæsku Jónu sjálfrar. — Mamma var voöa veik þegar ég var lítil. Pabbi var alltaf úti á sjó, en ég man ennþá eftir appelsinu- og eplalykt- inni, þegar hann kom heim frá útlöndum. Ég man fyrst eftir mér þegar viö bjuggum á Holts- götunni i kolakyntu húsi. Ég þurfti að fara á fætur á morgnana og ná i kol niöur I kjallara áöur en ég fór i skólann. Svo bar ég þau upp áefstu hæö i ibúöina okkar! Þá hugsaöi ég oft meö mér: Ég ætla aldrei aö fara á fætur á morgnana, þegar ég verö stór. Ég gekk I Landakotsskólann. Þaö var af þvi aö fööursystir min var nunna. Hún tók nafn Sankti Stanislauss, sem er verndari allra sjódrukknaöra sjómanna. Þaö var sennilega litlu vegna þess, aö allir karlmenn I hennar ætt voru sjómenn. Ann- ars er þaö undarlegt meö þessa kaþólsku verndara; þeir vernda aldrei fólkið fyrr en þaö er dautt. Þaö var gaman aö vera i Landakotsskólanum. Húsiö var fallegt. Allir voru svo ljúfir. Systir Henrietta kenndi mér aö skrifa fallega, ferkantaöa stafi. Seinna komst ég aö þvi, aö hún hlýtur aö hafa kunnaö kali- grafiu. Fröken Guörún Jóns- dóttir kenndi islensku og endur- sagöi Islendingasögurnar betur en nokkur manneskja. Hún skynjaöi kjarnann: manneskj- una, sem berst gegn örlögum sinum. Ritgeröirnar minar voru alltaf lesnar upp. En svo geröist þaö i 10 ára bekk, aö örvhentur rauðhærður strákur kom i bekk- inn og skrifaði ritgeröir, sem lika voru lesnar upp. Hann var voöalegt hrekkjusvin, og var alltaf aö strlöa öllum. Svo skrif- aöi ég einu sinni ritgerö um strák, sem hét John og bjó I Englandi. Hann fór út i skóg og veiddi ljón af mikilli list. Þessi ritgerö þótti mjög snjöll og var lesin upp. Þá geröi fjárans rauöhæröi strákurinn stólpagrin aö verölaunaritgeröinni, og sagöi aö þaö væru ekki til nein ljón i Englandi. Þá hló allur skólinn aö mér. Þegar viö luk- um fullnaöarprófi og útskrif- uöumst, fékk sá nemandi sér- stök verölaun, sem haföi hlotiö flest verölaun fyrir ritgeröir yf- ir veturinn. Ég var meö ellefu verölaun en rauöhæröa hrekkjusviniö meö tólf. Hann fékk verölaunin, og siöan hef ég aldrei þoraö aö skrifa neitt. En siöar uröum viö Jökull Jakobs- son góöir vinir. Blessuö sé minning hans. -0 — Jóna er alæta á bækur. Heimilið tútnar beinlinis út af bókakosti. Hvenær lærði hún að lesa? — Ég var fimm ára. Afi minn bjó hjá okkur á Holtsgötunni. Hann var skölóttur, meö hvitan hárkraga sem krullaðist niöur aö flibba. Hann var meö mikiö hvitt skegg og var alltaf i jakka- fötum og vesti. Hann var meö agalega langa og æöabera fingur. Þegar mér var kalt á tánum, stakk hann þeim inn I skeggiö sitt og blés.þangaö til mér hlýnaði. Hann var blindur. Hann var 18 ára, þegar hann missti annaö augað, er öngull kræktist I þaö, en missti alveg sjónina á hinu auganu um fimmtugt. Hann kenndi mér aö lesa. Ég var alltaf aö spurja alla, hvaö heitir þessi stafur? En þessi? Ég var sérstaklega áhugasöm um aö vita hvaö stæöi á bréfunum sem voru utanum karamellurnar, sem komu frá Guðmundi feita á horninu á Ægisgötu og Vestur- götu. Loks þekkti ég stafina, en var engu nær. Þá kenndi afi mér aö kveöa aö. Þá s.kildi ég hvaö stafirnir þýddu: FJÓLA. Slöan kenndi hann mér að lesa blöðin. Eina blaöiö, sem til var á heimilinu var Þjóöviljinn. Ég las hann upphátt fyrir afa á hverjum degi. Sumt skildi ég ekki, og átti erfitt meö aö bera fram, en hann gat i eyðurnar. Fyrsta bókin, sem ég las fyrir hann i heild var Jón Indiafari. Eftir það hef ég ekki getað lesiö þá bók, án þess aö finna gamalsmannslyktina af afa. Hann prjónaöi og þæföi sjóvett- linga og skar tóbak. Þegar vin- konur mömmu höföu flækt garniö sitt, komu þær meö Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.