Þjóðviljinn - 26.11.1978, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 26.11.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 26. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐÁ 21 Rjúka boðar byltist hrönn Veturinn hefur nú um skeiö látiö aö sér kveöa I hamförum hriöa og frosta. Veöurfræöing- arnir þurfa varla oröiö aö spá, því veöriö er næstum þaö sama dag eftir dag. Menn sem eru vanir því aö gá til veöurs um leiö og þeirstiga Ut á bæjarhell- una aö morgni, eru ekki I nein- um vafa hvernig veöriö veröur þann og þann daginn. Samt finnst mönnum talsvert öryggi I þvi aö sjá veöurstofupiltana i sjónvarpinu á kvöldin, einsog til aö fullvissa sig um aö þeirra eigin veöurspá af húshellunni hafi veriö óskeikul. Lengst af hafa íslendingar haft bæjarhelluna fyrir spástöö. Þaö var ekki fyrr en áriö 1926 aö veöurstofan var stofnsett meö tveimur starfsmönnum, Þorkeli Þorkelssyni og aöstoöarmanni hans. Óvist er hvort eöa hve mikiö af veöurspám hafi veriöskráö á blöö fyrir daga veöurstofunnar, en menn gáöu til veöurs, lásu Ur skýjafari, blikum á lofti, vind- áttum og gigtarflogum i eigin skrokk, ásamt ýmsu fleiru, einsog þessi visa segir: ..Veltast I honum veörin stinn”, veiga mælti skoröan. „Kominn er þefur í koppinn minn. Kemur hann senn á noröan”. Til er mikill fjöldi af vlsum um veöurspár. Hér er t.d. vlsa eftir séra Ólaf Guömundsson, prest i Sauöanesi á 16. öld: Rauöa tungliö vottar vind, vætan bleiku hiýöir. Sklni ný meö skærri mynd, skirviöri þaö þýöir. Sjómenn þóttu oft veöur- glöggir, enda átt mjög mikiö undir veöur aösækja, er sjösókn viö kom. Hreggviöur Eirlksson, f. 1767, skáld, sjómaöur og bóndi á Kaldrana á Skaga, var manna hraökvæöastur og lika veöur- glöggur svo af bar, en i þann tima uröu menn aö treysta á eftirtekt sina og skarpskyggni viö aö lesa á ölduskriö og skýja- far áöur en á sjó var fariö. Félagi Hreggviös og heima- maöur, sem einnig var hag- mæltur, ávarpaöi hann einn morgun, er Hreggviöur haföi gengið út og gáö til veðurs, meö þessari visu: Ekki eru tamir óös viö stjá allir menn I heimi. Hreggviöur minn, hermdu frá hvernig list þér veöriö á. Ekki stóð á svari hjá Hregg- viö. Hann svaraöi meö tveimur vlsum, sem lýsa vel athyglis- gáhi hins reynda sjómanns: Hann er úfinn, alhvltur, eldur kúfa á fjöllum, hengir skúfa i haf niöur, um háls og gljúfur él dregur. Lööriö dikar land upp á, lýra kvikar stofan, aldan þykir heldur há, hún ris mikiö skerjum á. Jafnvel landkrabbarnir heföu getaö séö aö ekki var sjóveöur þann daginn. Oöru sinni er Hreggviöur var spuröur um veöurútlitiö, svar- aöi hann: Ljós er bjart I landnoröur, ljótt er margt I útsuöur, hann er svartur, svipillur, samt er partur heiörikur. Veöur hafa oft oröið hagyrö- ingum tilefni til vlsnagerðar. Sumar visurnar lifa höfunda sina, þ.e. aö um höfunda er ekki vitað. Þó eru margar visur sem ekki hafa skiliö við feöur sina, og er þaö vel. Þorlákur Kristjánsson fyrr- um kennari stóö eitt sinn á fjörukambinum, komst ekki á sjó vegna veöurs og kvaö: Rjúka boöar, byltist hrönn, bylgja soga hraflar, ýfir voga einsog fönn, æöa froöuskaflar. Sólog vindar ráöa miklu I lifs- baráttu Islendinga. Þaö er svo margt sem fer eftir veöri, þaö gefur ekki á sjó, þaö er bræla á miöunum, þaö veröur ófært um þjóövegina, þaö er ekki flugveö- ur, kennslafellurniöur I skólum vegna veöurs. Veöriö er yrkisefni á öllum timum árs. Þórhildur Sveins- dóttir frá Hóli I Svartárdal kvaö veturinn 1974, áöur en þjóö- hátiðin var haldin: Áöur brosti hjaili og hliö — hjartaö nostur dáir- . Nú er frost og noröan hrlö, nú eru kostir fáir. Alit I kring er klaki og snjór, kuldi lyngiö beygir. Aldrei klingir orðasjór. Allir vingulslegir. Þó aö hriöin hamist striö heröi á lýöa kjörum, þegna biöur þjóöhátiö, þvi mun kviöi á förum. Aftur hlánar efalaust, allra þánar sinni, himinn biánar, bllökast raust, betur lánast kynni. Þá skal heröa hljóö á ný, hefja ferö um strindi. Þá mun veröa vakin hlý vlsnamergö i skyndi. Gieymast vetrar veörin hörö, voriö hvetur braginn. Skýrist letur, lifnaö jörö, léttir betur haginn. Aila gieöur gæöafjöld, góölynd veöur kæta. Dýrin seöur, yngist öld, allt vill geöið bæta. Sól I heiöi hýrgar lund, hverfur neyö og tregi. Nýta breiöir nægtamund, neinum leiðist eigi. Þó aö frjósi fold og mar, fljótt þó kjósum bætur. Allar rósir anga þar eftir ljósar nætur. Smáu ljóöi ljúka fer, litt er hróöur mætur. Þeim sem óö i brjósti ber biö ég góöar nætur. Þetta eru visur um veður af ýmsum áttumá ýmsum timum, og aö nokkru um sálarveður manna. Vetrarveörin geta haft áhrif á innri veðrabrigöin, eins og þessi visa ber vott um hjá Sigurgeir Þorvaldssyni I Keflavik: Haustiö llöur hægt og þétt, haröur blöur vetur. Innan tlöar undur létt aö mér kviöa setur. A vetrarhvörfum kvaö Lárus Salómonsson i Kópavogi: Vetur kaldur heldur heim, honum gjaldi voriö, slokkni aldrei eldur þeim, ársól haldi sporiö. Sói á mjailar skikkju skin skýrast hjallaborgir. Seiöir fjalla fögur sýn frá mér allar sorgir. 1 rósa- garðinum Grettis var hefnt í Mikia- garöi Smyslov vann hinn kinverska Guömundarbana (þann sem sigr- aöi Guömund Sigurjónsson i Buenos Aires.) Dagblaöiö Byltingarafliö fundið Hinn eyöileggjandi kraftur frjálsra ásta er svo vel þekktur, aö þaö fólk sem hefur visvitandi reynt aö eyöileggja hiö lýöræöis- lega þjóöfélag hefur notfært sér þetta sem aöalvopn Vlsir Töfrar ónáttúrunnar Er einhver sem hefur trú á þvi, aö samband milli hjóna geti haid- ist eölilegt og fullnægjandi þegar allskonar óeöli og ónáttúra eru sýnd? visir Vandamál bandarísks lýöræöis Hann haföi óttast þessa spurn- ingu frá þvi Jackie haföi veriö valin til aö vera á lista yfir best klæddu konur heims. Er Jackie frétti um þetta gladdi þaö hana m jög en hún reyndi aö láta ekki á þvi bera þvi Kennedy brást illur viö og hrópaöi á hana, aö „óeöli- legur áhugi þinn á fatnaði kemur til meö aö eyöileggja stjórn mina.” Vlsir Aðgát skal höfö í nærveru jóla „Viö afgreiöum jólapóstinn meö sérstakri tilfinningu” Fyrirsögn I Dagblaöini Vatnsleysi? Japanir ekki til Gullfoss á meöan þaö er ekki hægt aö þvo sér þar. v FyrirsögniVisi Blindur er bóklæs maður Vonandi fer ekki fyrir þjóöinni eins og karlinum, sem sagöi öll- um aö hann læsi aldrei „Moggann” en settist eitt sinn skömmu fyrir síöustu kosningar inn I strætisvagn snemma morg- uns á leið I Breiöholt til vinnu sinnar og dró upp úr pússi slnu Morgunblaðið og gleymdi sér svo gjörsamlega yfir þvi að hann tók ekki eftir réttu stoppistööinni, þegar hann kom aö henni. Þótti þetta broslegt þvi karlinn haföi lengi veriö á móti þessu blaöi og var alltaf aö hrósa sér af þvi aö hann væri áskrifandi aö Þjóðvilj- anum. Visir Til fööurhúsanna? Dufliö sem fannst viö Vest- mannaeyjar veröur sent til Bandarikjanna. Fyrirsögn I VIsi & sjónvarpió bilaó? t \ > Skjárinn SjónvarpsverRskði Begstaðaárati 38 — Hver er Jeremias? Ammai(allaöi á hann þegar ég labbaöi framhjá henni... SUÐURNES Hundahreinsun á Suðurnesjum fer fram eins og hér segir: í Keflavik mánudaginn 27. nóv. kl. 10-12 i bilskúr við Faxabraut 13. í Njarðvik þriðjudaginn 28. nóv kl. 10-12 i Krossinum. í Höfnum sama dag kl. 14-15 i bilskúr við höfnina í Vatnleysustrandahreppi miðvikudaginn 29. nóv. kl. 10-12 við Áhaldahúsið i Vogum. í Grindavik fimmtudaginn 30. nóv. kl. 10- 12 við Áhaldahúsið. í Miðneshreppi föstudaginn 1. des kl. 10-12 við Áhaldahúsið í Garðinum sama dag kl. 14-15 við Áhalda- húsið. Svelta þarf hundana fyrir inngjöf. Hreinsunargjald greiðist á staðnum. Áriðandi er að allir hundar á greindum stöðum séu færðir til hreinsunar þvi að annars má búast við að lóga verði dýr- um sem ekki er komið með. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja. 1 ^ Útboð — Fjölbýlishús Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum i byggingu fjölbýlishúss við Hólabraut nr. 3. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings frá þriðjudeginum 28. nóv. n.k. gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 12. des. n.k. kl. 11 f.h. Bæjarverkfræðingur Ferðamálaráð islands auglýsir laust til umsóknar starf forstöðu- manns eða konu fyrir landkynningarskrif- stofu íslands i New York sem rekin er sem sérstök deild i sameiginlegri land- kynningarskrifstofu Norðurlandanna. Starfið veitist frá 1. mars 1979. Umsóknarfrestur um framangreint starf er til 20. desember n.k. og skulu skriflegar umsóknir sendast skrifstofu Ferðamála- ráðs íslands Laugavegi 3 Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.