Þjóðviljinn - 09.01.1979, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 09.01.1979, Qupperneq 11
ÞriAjudagur 9. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 ÍSLAND — PÓLLAND Leikirnir í tölum Steindér Gunnarsson fór illa aö ráði slnu þegar hann skoraði ekki ár þessu færi. Slikt má helst ekki koma fyrir i landsleikjum, en það voru öngvir aukvisar, sem vörðu pólska markið. 1 landsleikjunum um helg- ina dundaði undirritaður sér, samkvæmt venju, við að at- huga markvörslu og sóknar- Fyrri leikurinn: Mark- varsla: Óli Ben. (f.h.) Jens (s.h.) Sóknarnýtingin í f.h. var 36%, en í þeim seinni 45,8% og alls í leiknum 40.8%, sem telst ekki viðunandi í landsleik. A það verður nýtingu liðsins. Niöurstöð- urnar fara hér á eftir ásamt stuttum athugasemdum. lang- línu- skot skot viti alls 1 3 15 2 5 0 7 að benda, að tveir „slæmir kaflar" komu í leiknum þar sem 7 og 4 sóknir í röð runnu út i sandinn. íþróttir Njarðvíkingar dauðir úr öllum rótbustuðu ÍR, 104:77 íþróttir „Þetta var ákaflega hraður og skemmtilegur leikur. Við press- uðum Í.R.-inga stift og heppnaðist það mjög vel. Auk þess höfðum viö meira úthald og breiddin er meiri i okkar liði. Að mlnu mati réöu þessi atriöi ór- slitum i leiknum, ”sagði Hilmar Hafsteinsson, þjálfari UMFN að loknum stórsigri hans manna á t.R. 104-77. Framan af var leikurinn i nokkru jafnvægi og mátti vart á milli sjá. l.R-ingarnir tóku nokkurn sprett um miðbik hálf- leiksins, en Njarðvlkingarnir voru fljótir að svara fyrir sig og náöu þeir öruggri forystu á loka- minútunum. „Svona pressuvörn býður upp á það, að ná fram góðum köflum I lok hvers hálf- leiks og það tókst, ”sagöi Hilmar ennfremur. l.R-ingar ætluðu greinilega ekki aö láta sinn hlut fyrr en I fulla hnefana og þeir hófu seinni hálfleikinn með miklum látum og tókst að minnka muninn niður 110 stig. Þá var komið að UMFN að taka sinn sprettoggeröu þeir það svo um munaði. Hraöinn var keyiður upp og I.R-menn vissu ekki hvaðan stóð á sig veörið. Njarðvlkingarnir linntu ekki lát- um fyrr en þeim hafði tekist að rjúfa 100 stiga múrinn og lokatöl- urnar urðu þeirra stórsigur 104-77. l.R. á erfitt uppdráttar I hröð- um körfuknattleik þvl þá fer út- haldiö aö segja til sln vegna þess að erfitt er að skipta inn á. Breiddarleysið verður þeim að falli. I leiknum I Njarövik á laugardaginn áttu', þeir Paul Stewart og Stefán Kristjánsson bestan leik. Þetta var dagur UMFN, allir leikmennirnir léku skinandi vel og þó enginn betur en Ted Bee. ekki æðum Einnig voru góðir Stefán Bjarka- son, Geir Þorsteinsson og Július Valgeirsson, sem lék sennilega sinn besta leik með UMFN fyrr og siðar. Stigin fyrir Í.R. skoruðu: Stew- art 29, Kristinn 17, Stefán 15, Jón 6, Kolbeinn 6, Steinn 4, og Sigur- bergur 2. Fyrir UMFN skoruðu: Ted 27, Geir 23, Stefán 14, Július 10, Gunnar 8, J(kias 8, Arni 4, Guð- steinn 4, og Guðbrandur 2. Að lokum spurðum við Hilmar Hafsteinsson um það hvort hagur þeirra Njarðvikinganna hafi ekki vænkast mikð við þennan sigur: „Ég vil nú ekki segja það, úrslitin ráðast öllu meira eftir leik okkar við Val um aðra helgi, þannig aö ég villengu spá á þessu stigi. Mér finnst að 4 lið séu I sérflokki, K.R., I.R., Valur og UMFN. Þessi lið geta auðveldlega unnið hvert annað, en ég held að Valur sé með sterkasta liðið 1 dag, hvað svo sem siöar verður. IngH Þeir Suöurnesjamenn hafa haft oft ástæðu til þess að fagna I vetur og ekki er að efa það, að þeir hafa verið hressir eftir sigurinn gegn Í.R. á laugardaginn. Unglingarnir í 4. sæti á NM í körfuknattleik tslenska unglingalandsliðið i körfubolta tók þátt i Norður- landameistaramóti unglinga um helgina. Mótið var haldið i Lahti I Finnlandi. Strákarnir höfðu möguleika á þvi að krækja I silf- urverðlaunin með sigri yfir Svium, en eftir framlengdan leik biðu þeir ósigur og höfnuðu þvi I 4. sætinu. Finnar sigruöu á mótinu , voru meö langbesta liðiö. Þeir sigruðu landann 99-57. Danir voru I öðru sæti og fyrir þeim töpuöu strák- arnir okkar 56-86. I þriðja sætinu höfnuðu Sviar eftir sigur á íslen- ingum 77-72, eftir framlengdan leik. Lestina ráku Norðmenn og þá lögðu strákarnir 85-76. Eftir mótið var valið eins konar unglingalið Norðurlanda og var einn Islendingur valinn I það liö, Flosi Sigurðsson, Fram. IngH Fyrri landsleikurinn „Slæmu kaflarnir” geröu út um leikinn Þegar 13 mln. voru liðnar af fyrri landsleik tslendinga og Pól- verja, á laugardaginn var staðan 5-3 fyrir tsland. Þá kom einn af þessum margumtöluðu „slæmu köflum” og þeir pólsku gengu á lagið og gerðu 13 mörk gegn 4 tslendinganna. Pólverjar áttu siöan fremur náðugan dag I seinni hálfleiknum og þeirra var sig- urinn að leikslokum 25-20. Landinn byrjaöi leikinn af krafti, skoraði þrjú fyrstu mörk- in og áhorfendur bjuggust við þvi, að okkar menn myndu hreinlega mala Pólverjana, en þaö var nú eitthvað annað. Að visu hélst for- ysta landans I nokkrar min. og vorum við yfir framundir miðjan hálfleikinn. Þá var eins og skyndilega væri skrúfaö fyrir, Is- lenska liðið skoraöi ekki mark i 7 min. ( 6 sóknarlotur) og á meðan renndu þeir pólsku knettinum fimm sinnum I markið hjá land- anum. Þannig seig stöðugt á ógæfuhliðina og I hálfleik var staðan 16-9 fyrir Pólverja. Pólverjarnir skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiksins, en Islendingar þrjú þaú næstu. Þeir pólsku skora enn, landinn svarar meö tveimur I röö og staðan orðin 18-14 fyrir Pólverjana. Þessi munur hélst nokkurn veginn til leiksloka, en staðan þegar upp var staöiö var pólskur sigur 25-20. Pólverjar eru vlst aö byggja upp nýtt lið og hafa þeir nokkrar gamlar kempur þeim ungu til trausts og halds. Þeir leika ákaf- lega líflegan og skemmtilegan handknattleik. Fjölbreytni er mikil i leik þeirra, þó aö flest mörk þeirra hafi verið skoruö frá sömu stöðum á vellinum þ.e. vinstra megin með uppstökki við punktallnu eða kerfisbundnum leik, sem endaöi með llnuskoti. Skæöastur I markaskorunni fyrir þá var Jerzy Gardiel (14) sem skoraði 8 mörk. Næstur honum var nýja stjarnan þeirra, Alfred Katuzinski (13) og læddi hann tuðrunni 4 sinnum I net okkar manna. Einnig með fjögur mörk voru þeir Czaezka (7) og stór- skyttan Kempel (5), en hann skoraöi öll sln mörk úr vitum og lagði meira upp úr þvl, að spila upp samherjana en að skora sjálfur. Byrjunin hjá islenska liðinu virtist lofa góðu, mikill kraftur og ákveðni i sókn og vörn. Óli Ben. varði eins og berserkur þá, en siðan klappaði hann ekki einum einasta bolta eftir það, en var samt látinn hanga inná. Bak- slagði i fyrra hálfleiknum var ekki eitt heldur tvö, þvl á tima skoraðist ekki mark I 6 sóknarlot- um. Siöan komu þrjú mörk I jafn mörgum tilraunum, en næstu 4 sóknarlotur fóru I súginn. I seinni hálfleiknum lagaðist leikurinn nokkuð og þá skoruöu okkar menn tveimur fleiri mörk en Pól- verjar. Reyndar var góður mögu- leiki á að ná fram enn hagstæöari úrslitum, en fum og fát á loka- minútunum komu I veg fyrir það. Bestan leik á laugardaginn áttu Þorbjörn Guðmundsson, sem virðist eflast eftir þvi sem mót- herjarnir eru betri og frægari og Ölafur Jónsson, Vlkingi hvers mörk voru úr bláhornunum vöktu mikla hrifningu. Ólafur Einars- son átti einnig góða spretti og einnig var Jens Einarsson, mark- vörður seigur, en hann stóð I markinu seinni hálfleikinn. Mörk íslands skoruðu: Þor- björn Guðmundsson 5 (lv.), Ólafur Jónsson 4, ólafur Einarsson, 4, Bjarni Guðmundsson 4, Viggó Sigurðsson 2 og Páll Björgvinsson 1. IngH Seinni leikurinn: Mark- varsla: Óli Ben (50 mín) Jens I seinni leiknum var sóknarnýtingin í f.h. 41.6% og i s.h. 59%. Alls var hún í leiknum 50% og er það nokkuð Lang- linu- skot skot víti alls 1 6 19 0 0 0 0 gott. Enn sem fyrr f óru of margar sóknir í röð í súginn, 7 í lok f.h. og 6 í byrjun s.h. IngH Blaðaljósmyndarar hafa alltaf fengið skemmtileg mótff þegar Iþrótta- maður ársins 1978, Skúli óskarsson á I hlut. Þó að hann keppi núorðið eingöngu I kraftlyftingum standa sum meta hans I olympiskum lyfting- um enn I dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.