Þjóðviljinn - 28.01.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.01.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. janúar 1979. Með Ferðafélags- mönnum og Görpum Ekki þurfa þeir að kvarta um þessar mundir, sem útilífi unna. Skíða- löndin í nærliggjandi fjöll- um brosa við skíðaf Ólkinu í góðviðrinu, dag eftir dag og viku eftir viku. Þeir sem skíðagöngur stunda hafa sérstakar brautir í Bláf jöllum til sinna þarfa, eða þenja sig um heiðina endilanga. Og svo eru aðrir sem ekki hafa komist upp á það að skíða, en vilja heldur ganga í góðum fé- lagsskap. Þeir geta hitt sálufélaga i ferðum þeim, sem bæði Ferðafélag Is- lands og Otivist gangast fyrir hvern einasta sunnu- dag allan veturinn. hver kennileiti séu nefnd af þeim sem blöstu við. Niðri á snjóbreiðunni nálægt Eldborg sjáum við litla díla á hreyfingu. Þetta eru þeir ferðafé- lagar okkar sem forsmáöu útsýn- ið af tindinum en kusu láglendið. Meö þeim er fararstjórinn Sig- urður Kristjánsson sem ekki læt- ur svo glatt teyma sig af fyrir- fram ákveöinni leið. Nokkrir úr hópnum höfðu hinsvegar tekið meö sér gönguskiði og þar hafði forystu Þorsteinn Bjarnar. Þau eru sjálfsagt komin langt inná heiði og sjást hvergi. Þegar viö erum orðin hæfilega vindskekin hér á tindinum förum viö fótskriðu niöur langan skafl og göngum rösklega yfir að Eld- borg þar sem við tökum upp okk- ar nestistöskur. Birtutiminn er stuttur á þessum árstima og byrj- að að bregöa birtu þótt stutt sé liöið á dag. Veðriö er enn undur ÁHVÍTRI HEIÐI Horft til ólafsskarðs Siðasti spölurinn Það er sérstaklega gaman að taka þátt i ferð eins og þeirri, sem Ft efndi til i Bláfjöll s.l. sunnu- dag. RUtan var fullskipuð, með um fimmtiu manns. Aftast i biln- um sátu tólf eða þrettán ung- menni Ur Hllöaskóla og sungu fjörlega alla leiöina upp I Svina- hraun. Ég frétti seinna að þetta var hluti af hóp unglinga, sem haföi stofnað feröafélag i skólan- um. Þaö heitir Garpur. Þetta var þeirra fyrsta ferð og hafa for- ráöamenn F1 örugglega haft ánægju af aö greiöa fyrir hópn- um. Veöriö var dásamlegt, gat hreint ekki verið betra, harðfenni og göngufæri frábært. Við fórum úr bilnum rétt austan Sauðadala, þar sem gamli skáli ÆF er. Sumir gengu i rólegheitum frammeö SauðadalahnUk til Eldborgar, en aðrir og þar á meöal undirritaöur fylgdu I fótspor Böðvars Péturs- sonaf, sem ávallt ieitar á bratt- ann, og gengum á hnúkinn. Ég var búinn aö lofa efni I Þjóövilj- ann og ætlaði aö birta fallega myndaopnu frá þessari ferö, en þurfti nú endilega að vera að prufa gamla aödráttarlinsu á Practika vélina mina, sem auð- vitaö brást og get ég þvi ekki sýnt dæmi um hiö stórkostlega útsýni sem viö nutum þennan dag til Henglafjalla, Heklu, Tindfjalla, Þórisjökuls og Hlöðufells svo ein- gott, nærri þvi logn og skir himinn meö glampandi sól. Af einhverj- um misgáningi gleymum viö að skoða Eldborgina náið, en göng- um að afloknum kaffidrukk áleiö- is I ólafsskarð. Efst I skaröinu er litill skiða- skáli, sem kallaður var Skæru- liðaskáli. Þessi skáli er i eigu nokkurra Armenninga og er eins og annað sem á þeirra snærum var, i megnustu niöurniöslu. Hér i Ólafsskarði sameinast hópurinn aftur, bæði viö sem tind- inn klifum og hinir, láglendis- mennirnir. Garparnir Ur Hliða- skóla eru hér syngjandi fjörug aö renna sér á rassinum i gömlu sklöabrekkum Armenninga og sumir strákanna hafa brugðiö sér á ÓlafsskarðshnUk. Það er ekki laust viö aö Tómas Einarsson, kennari við Hllðaskóla og stjórn- armaður i FI, sé hreykinn af krökkunum. Ég ber þaö á hann að hafa haft áhrif á krakkana I þessa veru, en hann ber það af sér og fullyröir að þetta sé algjörlega að frumkvæöi krakkanna sjálfra. Niðri i Jósefsdal er gamli skiðaskáli Armenninga að hrörna og heldur dapurlegt þangað að lita. Þessi fjalladalur er hinn skemmtilegasti og hef ég aldrei skilið hversvegna Armenning- arnir yfirgáfu hann fyrir fullt og fast til þess að auka þrengslin og vandræöin i Bláfjallasvæöinu. A leiö okkar fram dalinn er je skrifar og Ijósmyndar Hér er „Garpa-” hópurinn nema tveir sem brugðu sér á ólafsskaröshnúk.Frá vinstri: Bára Magnúsd., Helena Bragadóttir, Dóra Magnúsd., Jónina Loftsdóttir, Eysteinn Diegó, ólafur Guömundsson, Bjarni Kristján Þorvarðarson, Haildóra K. Björnsdóttir, Birna Gunnarsdóttir, Helga S. Haröardóttir, Kristin Guömundsdóttir stórt bjarg sem heitir Grettistak. Þaö viröist illkleift á.m.k. fyrir þunga menn eins og mig, en tveir strákanna fara þar upp meö létt- um leik, eins og krakkarnir segja. NU fer að styttast I þessari ferö og hallar undan fæti niður að kaffivagninum i Svinahrauninu, þar sem rútan tekur okkur um sex-leytið og flytur okkur heim, inn I sólarlagiö sem er sérstak- lega vinrautt þetta kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.