Þjóðviljinn - 28.01.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 28.01.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. janúar 1979. IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Kompan tók tali fjóra hressa stráka í Austur- bæjarskóla. Þeir eru allir í 8. J.B. Kompan: Eruð þið bún- ir að fara í skíðaferða- lagið? Sveinn: Nei, og það verður ekkert sérstakt. Skólastjórarnir í Reykjavík virðast hafa gert með sér samkomu- lag um að ekki verði farið. nema í tveggja daga skíðaf erð þ.e.a.s. að gista bara eina nótt. Það er alltaf verið að spara og má ekki nota nema 17 daga af skólaárinu í ann- aðen beina kennslu— það drepur niður allt félags- líf. Hjörtur: Ég var áður í Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Við fórum í skíðaferð í Húsafell og sváfum þar tvær nætur. Þar er bæði sauna og Frá vinstri: Þórir Már Einarsson 14 ára, Sveinn Guöni Guönason 15 ára, Hjörtur GIsli Sigurösson 14 ára og ólafur Sveinsson 14 ára. Myndin er tekin I bókasafni Austurbæjarskólans. Það er ekki skrýtið þó krakkarnir safnist saman Það eru einstaka þættir sem er hægt að horfa á, eins og t.d. Rætur. Ég hef horft á nokkrar myndir undanfarið, en þær voru svo lélegar að maður hreinlega sér eftir að hafa eytt tíma í þetta. Hjörtur: Það mætti sýna góða poppþætti t.d. Bob Marley og endursýna þá. Þáttur með honum var á verslunarhelginni og enginn sá hann — það mætti endursýna hann. Óli: Ég mæli með því sama og Sveinn. Ég fylg- ist alveg fast með Klá- díusi og Rótum, annars finnst mér dagskráin oft- ast léleg. Það er helst ef skotið er inn örstuttum þáttum með Línunni að ég glápi fast. Mér finnst fræðsluefni of einhæft og of mikið af því. Þórir: Of mikiðaf fisk- um. óli: Þó við séum fisk- veiðiþjóð er aldrei neitt um nytjafiskana okkar — sundlaug og var ofsa- gaman, en við þurf tum að borga 4000-5000 fyrir þetta og hafa með nesti. Sveinn: Næsta vetur fáum við kannski að fara í Húsafell. Kompan: Getið þið ekki sagt eitthvað jákvætt um skólann? Sveinn: Mér finnst já- kvætt að skólinn er búinn að taka á leigu Laugar- dalshöllina til fþróttaiðk- ana einn dag í viku fyrir 7. — 9. bekki. Það eru frjálsir tímar aðallega notaðir til boltaleikja. Kompan: Eruð þið ekki ánægðir með það? Allir: Jú, við erum ánægðir með þessa til- högun. Kompan: Hafið þið áhuga á íþróttum? Óli: Við viljum þjálfun, en erum engir sportídjót- ar. Þórir: Skólahúsið er gamaltog íþróttasalurinn er lítill og óhentugur til dæmis til knattleikja. Kompan: Keppið þið f handbolta? Sveinn: Handboltalið 7. og 9. bekkjar er í gangi, en svo keppa bekkir inn- byrðis. Eiginlega er keppni milli skóla alveg hætt. Eins og Þórir sagði er ekki nógu góð aðstaða hérna, að nokkru leyti bætir höllin þetta upp. Við viljum bara helst fá að vera þar á hverjum degi. Að vísu eru hérna tiltölu- lega góðir útivellir, en þó er lóðin ekki fullnýtt, meðal annars mætti gera góðan grasvöll í réttri stærð á blettinum hérna fyrir neðan. Kompan: Hvað um fé- lagslífið? Eruð þið í ein- hverjum félögum? Þórir: Ekki ég. Fjórir hressir strákar teknir tali óli: Ég er ekki í neinu félagi nema þjóðkirkj- unni. Kompan: Tekur þú þátt í safnaðarstarf inu? óli: Varla getur það nú talist! Kompan: En í skólan- um? Eru þar ekki klúbb- ar og félög? óli: Það er eitthvert bekkjarráð. Sveinn: Það eru kosnar skemmtinefndir sem sjá um þessar fáu skemmt- anir sem eru haldnar. Það eru bara leyfðar 8 á skólaárinu og engin hljómsveit — það yrði of dýrt. Kompan: Getið þið ekki spilað sjálfir? Allir: Það er í athugun. Við viljum koma upp skólahljómsveit. Hjörtur: Skólastjórinn hefur lofað æfingaplássi hvenær sem við viljum byrja á þessu. Við fáum salinn einu sinni eða tvisvar í viku. Kompan: Sækið þið skemmtanir utan skól- ans? Allir: Hvað skemmtan-' ir? Það eru engar skemmtanir. Sveinn: Maður getur farið í kvikmyndahús og leikhús. J á, og svo PARTÝ, í þeim dafnar klíkustarfsemin og alltaf eru einhverjir utan við. Þórir: Það eru einstaka sinnum dansleikir, en þeir eru svo illa auglýstir að maður veit ekki um þá fyrr en þeir eru búnir og missir þá af þeim. Það er ekki skrýtið þó krakkarn- ir safnist saman t.d. á Hallærisplaninu. Kompan: Farið þið þangað? Allir: Við erum hættir að f ara á þessa staði eins og Hallærisplanið og Jók- er. Þórir: Það er alger plokkun. Kompan: Reykið þið? Þórir: Ekki ég. óli: Ég er farinn að minnka það og er í bígerð að hætta alveg. Kompan: Hvað segið þið um biómyndirnar sem eru í gangi núna? óli: Silent Movie er góð. Hjörtur: Himnaríki má bíða er líka helviti góð. Sveinn: Það er dálítið dýrt að f ara í bíó og mað- ur hefur ekki ráð á að fara nema einu sinni í viku og tæplega það ef maður reykir. Kompan: Horfið þið ekki á sjónvarpið? Sveinn: A Kládíus, Keppinauta Sherlocks Holmes, Rætur og Lífs- glaðan lausamann. Klá- díus er helvíti góður — þó þetta sé allt saman lýgi. Svo horfi ég á föstudags og laugardagsmyndirnar. Þórir: Mér finnst sjón- varpið yfirleitt leiðinlegt. þetta eru tómir gullfisk- ar. Sveinn: Einu sinni voru það alltaf þjóðgarðar i Kenya og Tansaníu. Mað- ur gæti sko bara ráðið sig gæt þar og heilsað upp á hvert einasta dýr með naf ni. óli: Nýjasta tækni og vísindi er nokkuð gott, en frekar þunglamalegt. Sveinn: Gluggar var gott efni og mætti taka þann þátt upp aftur eða eitthvað sambærilegt. Kompan: En hvað um bækur? Sveinn: Hobbit, sagan um Bilbó Baggason er góð. Ég hef líka lesið Lord of the Ring á ensku. Hjörtur: Tvíbytnan er sterk og beitt saga. Ég held ástandið sé ekki svona slæmt hjá okkur eins og því er lýst i bók- inni. Hún hafði áhrif á mig. Mér f innst að ungl- ingar eigi að lesa hana. óli: Ég hef verið að lesa The Golden Walley eftir Silvester Stallone og Fangana í Klettaey eftir E.W. Hildich. Þórir: Maðurinn á svöl- unum eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö er spenn- andi. Þau lýsa umhverf- inu svo vel að maður veit alveg hvað er að gerast í samfélaginu og lifir sig inn í söguna — þau skrifa ekki venjulegar glæpa- sögur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.