Þjóðviljinn - 13.02.1979, Síða 9
Þriöjudagur 13. febriiar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
I hverfi þvi sem Austurbæjarskdlinn átti aö þjóna búa nii fá börn og er
ekki tilvaliö aöstugga þeim burt og breyta byggingunni f ráöhiis?
■n
I engu húsi af svipaöri stærö hefur veriö komiö upp jafn niöangurslegu
tröppukerfi.
Framlag Reykjayíkurborgar til árs fatlaðra 1981?
Ginnungagap milli stjóm-
sýslu og fatlaðra
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra I
Reykjavik, efndi I fyrrahaust til
aögeröa til þessaövekja athygli á
vandamálum fatlaöra I höfuöborg
islands og raunar um land allt.
Fór félagiö fram á þaö aö fá aö
skiptast á skoöununt viö fulltrúa
þeirra flokka sem aöild eiga aö
borgarstjórn Reykjavíkur og var
ákveöiö aö sá fundur skyldi fara
fram á Kjarvalsstööum. Jafn-
framt ákvaö Sjállsbjörg aö fund-
urinn skyldi hafa aödraganda,
fatlaöir færu I fylkingarbrjósti
jafnréttisgöngu frá Sjómanna-
skóla tQ Kjarvalsstaöa, en til-
gangurinn var sá að kanna undir-
tektir borgarbúa. Þær reyndust
jákvæöari en nokkur haföi þoraö
aö gera sér vonir um; blööin töldu
aö um tfu þúsundir manna heföu
tekiö þátt i göngunni eöa fylgst
meðhenni og tekiðundir jafnrétt-
iskröfuna; ég hef ekki fregnir af
hliðstæöum stuöningi viö fatlaö
fólk I nokkru ööru iandi.
Inni á Kjarvalsstöðum blómg-
aðist þennan dag mikil bjartsýni
með skjótum hætti. Fulltrúar
allra flokka í borgarstjórn kepptu
hver viðannan i yfirlýsingum um
skilning á högum fatlaðra, stuðn-
ing við málstað þeirra og mikla
hlýju.Svo mikil var bjartsýnin að
ferlinefndfatlaðra.sem hefur þaö
verkefni að fylgjast með fram-
kvæmdum utan húsaog innan og
kanna hvorttekið sé tillit til fatl-
aðra við gerð þeirra, bauðst til
þessað festa upp merki i anddyri
Kjarvalsstaða sem sönnun þess
að húsið fullnægði öllum þörfum
fatlaðs fólks. Borgarstjórn
Reykjavikur þáði þessa viður-
kenninguogtók þar á sig siðferði-
lega skuldbindingu.
Eftir aö Kjarvalsstaðir höfðu
tæmst að loknum fundinum, tóku
verkamenn til við að jafna mölina
fyrir framan húsið og afmá
bráðabirgða brautina sem fatlað
fólk í hjólastólum haföi notaö til
þess að komast inn, þó með hjálp
ófatlaðra. Siðan hefur enginn
fatlaður maður, bundinn við
hjólastól, komist inn á Kjarvals-
staði til þess að skoða merkið frá
ferlinefndinni, gera vettvangs-
könnun i bitbeini skriffinna og
listamanna, eða ganga örna sinna
á salerninu sem lagfært var fyrir
jafnréttisdaginn I fágætum skiln-
ingi þess aö fatlað fólk i hjólastól-
um hefur meltingarfæri og flest
meira að segja þvagblöðru.
„Leyfið böraunum að
koma til min.”
Jafnréttisdagurinn I fyrra kom
upp ihuga minn á dögunum, þeg-
ar ég las i blöðum að allir borgar-
fulltrúar I Reykjavlk virtustsam-
mála um að breyta Austurbæjar-
barnaskólanum i ráðhús. Hug-
myndir um ráðhús i Reykjavik
hafa alla tið verið torskildar, og
verða væntanlega ekki skýrðar
nema meö hliðsjón af kenningum
Freudsj ég minnist þess t.a.m.
mjög vel þegar borgarstjórn
Reykjavikur samþykkti einróma
að byggja ráðhús úti i Reykjavik-
urtjörn, væntanlega við ljós
draumsjóna um Feneyjar á
Itali'u, og sætti færi að dagsetja
samþykktina á afmæli borgar-
stjórans, sjálfs Gunnars Thor-
oddsens. Nú virðist borgárstjórn-
in aftur vera sammála um ráðhús
þótt samþykkt hafi enn ekki verið
gerð formlega, enda veit ég eldcki
hvort Egill Skúli á stórafmæli i
bráð.
Astæöan til þess aö hús Austur-
bæjarbarnaskólans viröist liggja
á lausu er sú stefna Reykjavikur-
borgar að þenja byggðina út um
holt og grundir; einkanlega holt,
þar sem hægt er að hýsafólk sem
hæst ofan sjávarmáls, þar sem
frost verða hörðust, rammastir
vindar gnauða og félagslegur
kostnaöur reynist mestur. í slik-
um hverfum býr nú meginþorri
ungraforeldra iReykjavík ásamt
börnum sinum, en I hinni upphaf-
Þetta tröppukerfi er ærin torfæra fyrir ófatlaö fólk á öllum aldri.
legu Reykjavik býr aldrað fólk og
fatlað og fær fæst að sjá barna-
börnin sin nema endrum og eins. í
hverfi þvi sem Austurbæjar-
barnaskólinn átti aö þjóna búa nú
fá börn, og er þá ekki tilvalið aö
stugga þeim burt og breyta skóla-
byggingunni i ráðhús? En það
væri einnig hægt að fara hina
leiðina. Ef hinn sameiginlegi
flokkameirihluti i Reykjavikur-
borg og ríkisstjórn vildi, væri
sjálfsagt að breyta Hallgrims-
kirkju i sambýlishús handa barn-
mörgu ungu fólki. Siðan væri
hægt að skrá á stórhýsin bæði hin
fleygu orð Jesúsar Jósefesonar:
„Leyfið börnunum að koma til
min...”
Framlag til árs fatlaðra
Annars voru það ekki skipu-
lagsmál Reykjavikur sem komu
upp i huga minn þegar ég las í
blöðum um sameiginlegan áhuga
allra borgarfulltrúa á ráðhúsi við
Skólavörðuholtið, heldur annað
vandamál sem hefur verið áleitn-
ara við mig siðustu árin. Þegar
Austurbæjarbarnaskólinn var
byggöur var það viðhorf alger-
lega rikjandi að fatlað fólk væri
utangarðsmenn i þjóðfélaginu og
um þaö ætti alls ekkert aö hugsa.
t samræmi við það var skóla-
byggingin teiknuð og byggð. 1
engu húsi f Reykjavik af svipaðri
stærð hefur verið komið fyrir jafn
niöangurslegu tröppukerfiierfið
þrep sem teygja sig stall af stalli
með greinum upp i afkima i öllum
áttum. Þetta tröppukerfi er ærin
torfærafyrir ófatlað fólk á öllum
aldri, ■ enda hafa margir fatlast I
skólanum, þótt tölur um það séu
trúlega engar til. Ef stjórnsýslu-
kerfi Reykjavikurborgar yrði
komið fyrir i þessari byggingu,
væri komið á algeru torleiði milli
fatlaðs fólks og skriffinnskukerfis
borgarinnar, einnig þeirra stofn-
ana sem eiga að sinna fötluðum,
öldruðum, sjúkum og snauðum.
Ráðhús Reykjavikur mundi þá
bætast i hóp sem ærinn er fyrir,
Alþingishús, Stjórnarráö, Þjóö-
leikhús, Tryggingastofnun rikis-
ins, Norrænahúsið og Þjóðminja-
safnið, svo að dæmi séu nefnd.
Þjóðminjasafnshúsið var gjöf
þjóðarinnar til sjálfrar sin i tilefni
lýðveldisstofriunar —■ en auðvitað
eru fatlaðir ekki hluti af þjóðinni.
Samkvæmtblöðunum eruþetta
þær hugmyndir sem nú eru i fyr-
irrúmi hjá borgarfulltrúunum
sem héldu ræðurnar fögru á Kjar-
valsstööum i fyrrahaust. Kannski
á þessi framkvæmd að verða
framlag til árs fatlaöra 1981.
Magnús Kjartansson
Tíma-
ritið
Þroska-
hjálp
hefur göngu sína
Tímaritið Þroskahjálp hóf
göngu sína á s.l. ári og kom þá út
eitt tölubiað. Það var gefið út af
Landssamtökunum Þroskahjálp,
og ritstjóri þess er Margrét Mar-
geirsdóttir, formaður samtak-
anna.
1 inngangsgrein sinni Nýtt spor
segir Margrét m.a.: „Einsog
kunnugt er voru Landssamtökin
Þroskahjálp stofnuð i október ár-
ið 1976. AUt frá stofnun þeirra
hefur mönnum verið ljós nauðsyn
þess að þau hefðu yfir að ráða
málgangi til að koma á framfæri
ýmiskonar fræöslu og upplýsing-
um sem að gagni mættu koma og
stuðlað gætu aö auknúm skilningi
á málefnum þroskaheftra al-
mennt.”
Meðal efnis i timaritinu eru
greinar um Foreldrastarf og for-
eldrafræðslu, Sérdeildir i Hliða-
skóla, Heilalömun hjá börnum,
Þjálfun þroskaheftra, Olnboga-
börn og allsnægtir. Námskeið um
málörvun þroskaheftra og Laga-
setningu um málefni þroska-
heftra. Birteru lög landssamtak-
anna Þroskahjálp og gerð grein
fyrir starfsemi hinna ýmsu aðild-
arfélaga. Sagt er frá norrænum
samtökum um málefni þroska-
heftra og frá sýningunni Viljinn i
verki, sem haldin var að
Kjarvalsstöðum i mars 1978, i til-
efni af 20 ára afmæli Styrktarfé-
lags vangefinna i Reykjavik.
Margt fleira efiiier i ritinu, sem
er 88 bls. að stærð i litlu broti,
prentaö I Steindórsprenti.
ih
133.55
tonn
af sementí
framleidd
78
Arið 1978 voru framleidd 95.900
tonn af sementsgjalli hjá
Semeritsverksmiðju rikisins og
133.500 tonn af sementi. Skiptist
framleiðsla sements þannig, aö
framleidd voru 104.600 tonn af
portlandsementi og 28.900 tonn af
hraðsementi. Þar sem notkun
sements innanlands er verulega
meiri en afkastageta ofnsins á
Akranesi, varð aö flytja inn 26.300
tonn af sementsgjalli erlendis frá.
Erlenda gjallið var siöan malað
og úr þvi framleitt hraðsement i
verksmiðjunni á Akranesi.
Sala sements varð alls 130.455
tonn, þar af voru 100.390 tonn
portlandsement, 29.990 tonn hraö-
sement og 75 tonn af hvitu og
lituöu sementi.
Pípulagnir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveituteng-
ingar.
Sími 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin).