Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.02.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. febrúar 1979 Gubjón Jónsson: Þegar litiö er til bakgrunnsins er erfitt að botna I útspili forsætisráöherra. Guðjón Jónsson, forseti Málm- og skipasmiðasambandsins: Varnarbarátt- an harðnar nú — Þaö er öllum ljóst, aö viö vinstri sinnaöir forystumenn i verkalýöshreyfingunni gengum tii samstarfs viö núverandi rikis- stjórn sl. haust til aö draga úr veröbólgu og halda atvinnuiifinu og framleiöslunni gangandi,sagöi Guöjón Jónsson forseti Málm- og skipas miöasam bandsins eftir fund miöstjórnar ASt i gær. Guðjón er þar varamaöur, en tók sæti Snorra Jónssonar vara- forseta ASt, sem var fjarverandi. — Allir vissu hvernig ástandið var iágústlok viö aöskilnaö rlkis- stjórnar Framsóknar og ihalds er viö blasti stöönun atvinnulífsins, sagöi Guöjón. Viö efnahagsráö- stafanir rlkisstjórnarinnar i september og desember féllust verkalýössamtökin á aö skipta á umsömdum hækkunum peninga- launagegn lækkun verölags á al- gengustu neysluvörum og loforö- um um umbætur á félagslegum réttindum verkafólks. Arangur hefur náöst. Þaö hefur verulega dregiö úr veröbólgu á þessum sex mánuöum. Verö- bólgustigiö hefur hækkaö úr 51% á síöustu mánuöum fyrrverandi stjórnar I 38% nú, og umsaminn kaupmáttur launa, sem fékkst fram á ný 1. september hefur haldist. Og haldiö hefur veriö áfram á sömu braut: Undanfarnar vikur hafa forystumenn verkalýössam- takanna veriö aö ræöa viö ráö- herra um fjárfestingar- og láns- fjáráætlanir til aö full atvinna veröi tryggö ásamt áframhald- andi lækkun veröbólgu. Einnig hafa fúlltrúar ASI starfaö I vlsi- tölunefnd undanfarnar vikur til aö reynaaöfinna viöunandi lausn á verötryggingamálum vinnu- launa. Þannig hefurgengiö og þannig standa málin þegar forsætisráö- herra leggur fram einkafrum- varp sitt, sem mér viröist mundu leiöa tíl verulegs samdráttar og alvarlegs atvinnuleysis, ásamt skeröingu á kaupmætti vinnu- launa vegna hinnar stórfelldu skeröingar á ákvæöum um verö- tryggingu launa sem frumvarpiö gerir ráö fyrir. Þegar litiö er til bakgrunnsins er vart hægt aö skilja þaö aö for- sætisráöherra skuli leggja fram sllkt frumvarp viö þessar aöstæö- ur á annan veg en aö hann vilji rifta samráöi viö verkalýössam- tökin. Ég bæöi furöa mig á og harma, aö svona sé staöiö aö framlagn- ingu þessa frumvarps. Ég vil gjama áframhaldandi samstarf og aö þessi rikisstjórn starfi áfram en þetta eru náttúrlega nýjar aöstæöur ogný viöhorf fyrir verkalýössamtökin og trúlega harönar nú sú varnarbarátta sem þau hafá staöiö i. —vh. PÓSTRÁNIÐ í SANDGERÐI: Rannsóknin gengur ekkert Blaöamaöur Þjóöviljans haföi samband viö John Hill, rann- sóknarlögreglumann I Keflavlk, til aö leita fregna af framgangi rannsóknarinnar á póstráninu I Sandgeröi. Sagöi John aö þvl miöur væri ekkert, aö frétta og rannsóknin gengi hreint ekki neitt. Sagöi hann aö rannsóknin lægi aö mestu I láginni sem stendur, en lögreglan væri aö kanna ýmsa kunningja slna þó aö þaö væri aö verulegu leyti út I loftiö. Ekki mun lögreglan hafa nein spor eöa vlsbendingar til aö fara eftir, og er ekkert sem bend- ir til þess aö lausn málsins sé á næsta leiti. isg VÍETNAM OG KÝPUR: Viðurkenna Bazargan KAIRO, 13/2 (Reuter) — Egyptar virtust veita nýjum valdhöfum I Iran þögula viöurkenningu I dag, þegar þeir sögöust vilja vináttu- tengsl viö Irönsku þjóöina og þá valdhafa sem hún kysi. Bar til- kynningin merki um þá stefnu aö blanda sér ekki I innanrlkismál annarrar þjóöar. Rlkisstjórn Vletnams viöur- kenndi I dag rlkisstjórn Mehdi Bazargan. Pham Van Dong for- sætisráöherra sendi stéttar- bróöur slnum I íran heillaóska- skeyti. Yfirvöld á Kýpur viöurkenndu stjórn Bazargan I dag. VERKFÖLLIN Á BRETLANDI: Samníngar í nánd? LONDON, 13/2 (Reuter) — Sorp veröur hreinsaö úr Leikhúslandi i West End-hverfi Londonborgar, en þar hafa myndast sorpfjöil eins og viöa annars staðar I Bret- landi á undanförnum þremur vik- um. Borgarráöiö I Westminster náöi samkomulagi viö sorphreinsun- armenn, þar sem þeim veröur greiddur 32þús. króna bónus fyrir aö hefja sorphreinsun á miöviku- dag. Annars staöar i' Bretlandi hrannastsorpiöupp, en l,5miljón láglaunamanna krefst launa- hækkunar sem nemur 40 af hundraöi. Neyöarástand rikir vlöa á sjúkrahúsum. I Bristol voru burö- armenn gagnrýndir af stéttar- bræörum sínum fyrir aö neita aö fjarlægja tvo látna sjúklinga úr rúmum. Hjúkrunarliö fjarlægöi likin þegar þau höföu legiö I rúm- unum I tvær klukkustundir. Mörg hundruö skóla eru lokaö- ir. I N-Englandi hafa sum börn veriö ákaflega lltiö I skóla eftir aö jólaleyfi laúk.Eru kennarar Renoir dáinn PARIS, 13/2 (Reuter) — Franski kvikmyndaleik- stjórinn Jean Renoir lést á mánudagskvöld i Kaliforniu. Hann var þá 84 ára að aldri. Jean Renoir fæddist I París 15. september 1894. Hann var sonur listmálarans ■ fræga Pierre Auguste Renoir. Mynd hans Blekkingin mikla frá árinu. 1937, var kjörin ein af sex bestu kvik- myndum á hátfö ,i Brilssel 1958. Ein frægasta mynd hans var Leikreglan (La regle du jeu) frá 1938, en hún fjallaöi um hnignun fransks þjóöfélags fyrir seinni heimsstyrjöld. Aörar myndir sem hann gerði, voru ma. Mannsskepnan (La béte humaine) Toni (1935), en fyrstakvikmyndhans ilitum var Fljótið (1951). Jean Renoir fluttist til Bandarlkjanna I seinni heimsstyrjöldinni. Llk hans verður væntan- lega flutt tíl Frakklands inn- an nokkurra 4aga, þar sem jarðarförin fer fram. Bœndur neita tillögum EBE BONN, 13/2 (Reuter) — For- maöur stéttarsambands bænda I V-Þýskalandi sagöi I dag aö sambandiö myndi hafna tillögum EBE um veröstöðvun á landbúnaöar- afuröum I eitt ár, frá og meö aprll-mánuöi. Sagöi hann aö meöallaun bænda I EBE-rikjum væru helmingi lægri en almennra verkamanna, þvl væru til- lögurnar óhæfar og ögrun viö bændastéttina. áhyggjufullir um aö börnin muni ekki ná tilskildum prófárangri vegna þessa. 1 Blyth i NA-Englandi leyfði borgarráö aö brotist yröi inn i kyndiklefa tuttugu skóla, en hús- veröir höföu læst þeim. Lands- samband opinberra starfsmanna brást viö meö aö hóta enn fleiri verkföllum á þessum slóðum. Búist er viö aö Callaghan for- sætisráöherra muni á morgun kynna þinginu „sáttmála” rlkis- stjórnar og verkalýöshreyfingar hvaö varöar launakjör og verk- föll. Þótt aöalráö Alþýöusam- bandsins hafi ekki samþykkt hann enn, hefúr hluti hans birst 1 fjölmiölum. Ihaldsmenn hafa þegar lýst vanþóknun sinni á þeim sáttmála. Herlög áfram í Tyrklandi ANKARA, 13/2 (Reuter) — Her- lög sem sett voru i Tyrklandi I desember til tveggja mánaöa veröa framlengd I aöra tvo mán- uöi. Bulent Ecevit forsætisráöherra sagöi aö þau yröu þó ekki sett á I fleiri héruðum en hingaö til, en þau eru nú þrettán talsins. Undir þau heyra borgirnar Istanbúl og höfuöborgin Akara. Herlögin voru sett til að koma I veg fyrir blóöug átök, sem voru daglegt brauö i Tyrklandi. Eftir þarlendum lögum má aöeins setja herlög I tvo mánuði I senn og veröur þingið ennfremur aö sam- þykkja þau. VISCOUNT - VF.I.IN: Ródesíustjóm hótar hefndum SALISBURY, 13/2 (Reuter) — Joshua Nkomó annar foringja- Föðurlandsfylkingar Zimbabwe lét hafa eftir sér I Eþíóplu I dag, aö skæruiiöar sinir væru ábyrgir ef skotiö heH)i veriö á Viscount- vélina sem hrapaöi I norðurhluta Ródeslu i gær. Ráöamenn I Ródesiu hafa brugöist harkalega viö þessum atburði og hóta hefndum. Yfirvöld i Ródesíu komu fljóttá hefndum þegar skæruliðar skutu niður sams konar vél I byrjun september. Hermenn geröu árás- ir á búöir Fööurlandsfylkingar- innar I Zambíu. Diplómatar verdi reknir úr landi LONDON, 13/2 (Reuter) — Breskur þingmaöur sagöi I dag aö sendiráösstarfsmenn I landinu sem þráfaldlega neituöu aöborga stööumælasektir yröu reknir dr landi. Tók hann sem dæmi Nigeriu- menn, en þeir heföu fengiö 4000 stööumælasektir á sex mánuöum, ÍRAN: en neituðu aö borga þær. Þessi þingmaður Verkamannaflokksins sagöist myndu biöja David Owen utanrikisráöherra um aö slikir ökuþórar yröu reknir úr Iandi. Nlgeriumenn eru verstir I þess- um málum, en næstir á eftír þeim eru Egyptar, IranU-, Pólverjar og Saudi-Arabar. Bretar vidiirkenna nýju valdhafana LONDON, 13/2 (Reuter) — Rikis- stjórn Bretlands veröur hin fyrsta á Vesturlöndum sem mun viður- kenna hina nýju valdhafa i Iran, rikisstjórn Mehdi Bazargan. Bretar tóku þessa ákvöröun eft- ir aö hafa ráöfært sig viö riki EBE og Bandarlkin. So vétrikin voru fyrsta stórveld- iö sem viöurkenndi rlkisstjórn Bazargan. Moshe Dayan vidurkennir tilveru Palenstínumanna JEROSALEM, 13/2 (Reuter) — Moshe Dayan utanrikisráðherra Israels skaut mörgum stjórn- málamanni skelk i bringu I dag, þegar hann lýsti þvi yfir aö ekki mætti horfa fram hjá Palestinu- mönnum þegar samið væri um friö i Míöausturlöndum. Mun þetta vera I fyrsta sinn sem háttsettur stjórnmálamaöur i Israel segir nokkuö á þessa leiö. Aörir aöilar rlkisstjórnarinnar flýttu sér aö segja aö þetta væri ekki hliöarspor frá fyrri stefiiu Israelsstjórnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.