Þjóðviljinn - 14.02.1979, Page 11

Þjóðviljinn - 14.02.1979, Page 11
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 14. febrúar 1979 Mibvikudagur 14. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Gubrún Rögnvaldsdóttir vift efnagreiningu á jarbvegssýnum i sambandi viö garöyrkju. Mynd: —eik Rannsóknastof nun Land- búnaöarins var stofnuö meö lög- um nr. 64/1956, um rannsóknir i þágu atvinnuveganna. Var stofnunin einskonar arftaki búnabardeildar Atvinnudeildar Háskólans. t 34. grcin laganna segir að R a n n sók na r s t of n u n land- búnaöarins skuli m.a. annast „kynningu á niöurstööum rann- sókna og starfsemi stofnunarinn- ar i visinda- og fræðsiuritum”. Þessar upplýsingar ásamt öðr- um, sem hér verður drepiö á, komu fram á fundi, sem þeir dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri Rannsóknarstofnunarinnar, Grétar Guðbergsson, jaröfræð- ingur og Gunnar Ólafsson, aö- stoðarforstjóri héldu meö frétta- mönnum nú nýlega. Tilraunastöðvar RALA Fyrstu árin hafði RALA bæki- stöö sina i háskólahverfinu. En árið 1968 flutti hún þaöan upp að Keldnaholti, þar sem hún hefur haft aðsetur siöan. RALA rekur tilraunastöðvar viðsvegar um land og eru þær þessar: Korpa, i landi Korpúlfsstaða á- samt Þormóðsdal, en þar fara fram jurtakynbætur, tilrauhir með matjurtir og meltanleika- rannsóknir. Hestur i Borgarfirði, sauðfé. Reykhólar á Barðaströnd, sauðfé og jarðraékt. Möðruvellir i Hörgárdal en þár fara fram alhliða tilraunir. Skriðuklaustur Fljótsdal, sauð- fé og jarðrækt. Sámsstaðir i Fljótshlið, fræ- rækt og kornrækt. Bútæknideilderá Hvanneyri en aðrar deildir og einingar á Keldnaholti eru: Jarðræktar- deild, Búfjárdeild, Gróðurkort og landnýting, Fæðurannsóknir, Tölfræðilegir útreikningar, Eftir- litsdeild landbúnaðarvara og Efnagreininga þjónusta. Auk þess framkvæmir eða sér RALA um tilraunirogrannsóknir i samvinnu við Bændaskólana á Hvanneyri og Hólum, Garð- Einar. Gisiason vinnur aö gróöurkortagerö. —Mynd:—eik yrkjuskóiann á Reykjum, Tii- raunabúið i Laugardælum, Til- raunastöð Háskólans að Keldum, Rannsóknarstöð skógræktarinnar i Kollafirði og gerir auk þess til- raunir um land allt hjá bændum, á afréttum, söndum og óbyggð- um, oft I náinni samvinnu við Landgræðslu rikisins. Markmið rannsókna RALA er að stuðla að framleiöslu á betri og ódýrari landbúnaðarvörum, meiri nýtingu innlendra hráefna oeað iétta bóndanum störfin. Helstu viðfangsefnin Helstu viðfangsefnin eru rann- sóknir á: Beitarþoli haga og afrétta á- samt gróöurkortagerð. Vetrarfóörun sauðfjár og nautgripa, heyfóðri og fóöurbæti. Kynbótum vegna sauðfjárlita ogafurðagetu fyrir kjöt, mjólk og ull. Grasstofnum til að auka vöxt, vetrarþol og næringargildi þeirra ásamt möguleikum á innlendri frærækt. Garðávöxtum til að auka upp- skeru og gæði þeirra með sér- staka áherslu á kartöflur og róf- ur. Ylrækt, einkum til að auka uppskeru i skammdeginu. Frjósemi jarðvegs, áhrif áburöar á ýmis gróðurlendi, eðli jarðvegs og þurrkun. Landgræðslu, meðferð lands, uppgræðslu, tegundir, landnýt- ing. Bútækni, heyverkun, jarð- vinnsluaðferöum.tilhögun úti- húsa, prófun búvéla o.fl. Innlendum fóðurbæti úr fiski- mjöli, grasmjöli, fitu o.fl. auk rannsókna á möguleikum korn- ræktar. Matvælum, með tilliti til gæða kjöts, mjólkur og grænmetis. Meindýrum og jurtasjúkdóm- úm. Vistfræði, áhrif búsetu á náttúru landsins. Þá er og starfandi viö RALA eftirlit með framleiðsluvörum landbúnaðarins, fóðri, fræi ogá-, burði. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Auk þessa er svo sinnt fjöl- mörgum öörum vandamálum islensks landbúnaðar auk þjón- ustu viö ráðunauta, bændur og samtök og stofnanir þeirra. Við RALA starfa 37 háskóla- menntaðir menn, 6 tilraunastjór- ar, 20 rannsóknarmenn ásamt aðstoðarfólki 25 — 30 manns, vinnufólki og sumaraðstoð. Forstjóri er dr. Björn Sigur- björnsson en í stjórn stofnunar- inar eru: Bjarni Arason, formað- ur, Asgeir Bjarnason og Jóhannes Sigvaldason. Ctgáfustarfsemi 1 samræmi við það lagaákvæði um RALA, sem vitnaö er til i n>p- hafi þessarar greinar, hóf stofn- unin útgáfu visindarits árið 1969. Hlaut ritið nafnið ísienskar land- búnaðarrannsóknir. Út koma tvö hefti á ári og er 2. hefti 10. árg. nú Dr. Björn Sigurbjörnsson, for- stjóri Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Ötullega unnid að Steinunn Magnúsdóttir er þarna að fást við meltanlcikarannsóknir. Mynd: —eik rannsóknastörfum nýkomið út. 1 ritinu birtast visindalegar ritgerðir um ýmis svið landbúnaðarrannsókna. Stula Friðriksson, deildarstjóri jarðræktardeildar, var ritstjóri fyrstu fjögur árin en frá 1973 Grétar Guðbergsson, jarðfræð- ingur, annast ritstjórn. tslenskar landbúnaðarrann- sóknir fjalla fyrst og fremst um lokaniöurstöður rannsókna. En oft er þörf á að birta áfanga- skýrslur og bráðabirgðaniður- stöður, sem ekki eiga heima í riti eins og Islenskar landbúnaðar- rannsóknir. Stofnunin ákvað þvi árið 1976 að hefja útgáfu á fjölrit- um og birta ýmsar skýrslur. Rit þetta hlaut nafnið Fjölrit RALA. Til ársloka 1978 hafa komið út 37 rit. Ritstjórn fjölritsins hafa þeir Björn Sigurbjörnsson og Gunnar Ölafsson annast. Núverandi rit- stjóri frá áramótum er Tryggvi Gunnarsson. Meö lögum frá 1965 var Verk- færanefnd rikisins lögð niður sem sjálfstæð stofnun en gerð aö deild, bútæknideild, innan Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins. Bútæknideildin hefur aðsetur á Hvanneyri. Eitt af meginverkefii- um bútæknideildar erprófunvéla og verkfæra. Deildin gefur út skýrslu um véla- og verkfæra- prófanir. Fram á siðustu ár komu þessar skýrslur sem fylgirit búnaðarblaðsins Freys, en nú eru þær sendar beint til áskrifenda. Abyrgðarmaður er ólafur Guðmundsson, deildarstjóri bú- tæknideildar. Arið 1964 hófst útgáfa gróður- korta i samvinnu við Menningar- sjóð. Fram til þessa hafa verið gefin út 75 kort af hálendi Islands i mælikvarða 1:40.000 og 12 iág- lendiskort i mælikvarða 1:20.000. Umsjón með útgáfu gróðurkort- anna hefur Ingvi Þorsteinsson. Auk framangreindrar útgáfu- starfsemi, sem er á vegum stofii- unarinnar, skal þess getið, að ein- stakir starfsmenn birta oft greinar og ritgeröir i öðrum rit- um bæði innlendum og erlendum,. en skrá um allar ritsmiðar starfs- manna birtast ár hvert i starfs- skýrslu stofnunarinnar. Fjölrit RALA 1976-1978 1976. 1. Skarnarannsóknir — Þorvald- ur örn Arnaon. 2. Landnýtingatilraunir 1975 — Andrés Arnalds, Ólafur Guðmundsson. 2. Votheysgerð á Ströndum — Bjarni Guðmundsson. 3. Vinnurannsóknir i fjárhúsum I. — Grétar Einarsson. 5. Yfirlitsskýrsla um sauðfjár- búin — Stefán Aðalsteinsson. 6. Rúmþyngd þurrheys i hlöðum — Haukur Júliusson. 7. Ahrif kölkunar á grasvöxt, prótein og steinefni i grasi. — Aslaug Helgadóttir og Friðrik Pálmason. 8. Vandamál i sambandi við notkun kynbótaeinkunna á sauðfjárrækt — Jón Viðar Jónmundsson. 9. Rannsóknaverkefni 1976. — Hólmgeir Björnsson (rit stjórn). 10. Arsskýrsla Rala 1974 og 1975. — Gunnar Ólafsson (rit- stjórn). 1977. 11. Val rannsóknaverkefna 1977. — Hólmgeir Björnsson (rit- stjórn). 12. Frá utanlandsferðum 1974 — 1976. — Stefán Aðalsteinsson. 13. Gæsa-álftarannsóknir 1976.— Sturla Friðriksson o.fl. 14. Jarðræktartilraunir 1976. — Hólmgeir Björnsson o.fl. 15. Rannsóknaverkefni 1977. — Hólmgeir Björnsson o.fl. 16. Jarðvegskort af Möðruvöllum — Grétar Guðbergsson, Sigfús ólafeson. 17. The Annual Report on the Food Science Program 1977. Þuriður Þorbjarnarsdóttir (ritstjórn), 18. Arsskýrsla Rala 1976. — Gunnar ólafsson (ritstjórn). 19. Hestvist 1976 — Sturla Friö- riksson o.fl. 20. Kalktilraunir á Hvanneyri, i Borgarfirði og á Snæfellsnesi — Aslaug Helgadóttir. 21. Uppblásturs- og uppgræðslu- athuganir 1976. — Sturla Friö riksson o.fl. 22. Hita- og loftrakamælingar i fjárhúsum — Grétar Einars- son. 1978 23. Afkvæmarannsóknir á hrút- um á Skriðuklaustri, Hólum og Reykhólum 1976 — 1977 Stefán Aðalsteinsson, Jón Steingrimsson. 24. Val rannsóknaverkefna 1978. 25. Rannsóknir á húsvistar- skemmdum á vetrarklipptri ull — Stefán Aðalsteinsson, Margrét Grétarsdóttir. 26. Votheysverkun I. — Bjarni Guðmundsson. 27. Framkvæmd landgræösluá- ætlunar 1977. 28. Rannsóknaverkefni 1978 — Björn Sigurbjörnsson (rit- stjórn). 29. Landnýtingartilraunir 1976. — Andrés Arnalds, Ólafur Guðmundsson. 30. Skrá um jarðræktartilraunir 1978. — Hólmgeir Björnsson (ritstjórn). 31. Hestvist 1977 — Sturla Frið- riksson o.fl. 32. Vinnuhagræðing við sauðburð — Grétar Einarsson. 33. Arsskýrsla Rala 1977. — Gunnar ólafsson (ritstjórn). 34. Nýting skyrmysu — Hannes Hafsteinsson, Jón Óttar Ragnarsson. 35. Nitrat og nitrit I fæöu I, salt- kjöt. — Jón Óttar Ragnarsson oil. 36. Jarðræktartilraunir 1977. — Hólmgeir Björnsson (rit- stjórn). 37. Grass Variety Trials for Reclamation and Erosion Control. Pr. Pro. Rep. 1975 — 1977. — Andrés Arnalds o.fl. 38. Landnýtingartilraunir 1977. — Andrés Arnalds og Ólafur Guðmundsson. Að sjálfsögöu er reynt að dreifa niðurstöðum rannsóknanna til bænda. Mjög fáir þeirra fá þó fjölritin. Hinsvegar fá ráðunautar i hendur f jölritin og þeirra er að kynna bændum niðurstöðurnar. Mikiðaf fjölritum fer til erlendra aðila i skiptum fyrir útlent vis- indarit eða um 600 eintök af 1000, sem út koma hverju sinni. A næstunni mun koma út skrá yfir allar landbúnaðarrannsókn- ir, sem fram hafa farið á tslandi allt fram til ársins 1965. Hefúr Guðmundur Jónasson, fyrrver- andi skóiastjóri á Hvanneyri tek- ið hana saman. Kelloggsstyrkir Bjartari horfur eru nú 1 byggingamálum hjá RALA en verið hefur um sinn, þvi vonir standa til að áöur en langt um lið- ur verði hægt að ljúka við bygg- ingu, sem staöið hefur ófullgerð og ónothæf i rúman áratug. Er þetta þvi að þakka, að fengist hefur styrkur frá Kelloggsstofn- uninni, er nemur 300 þús. dollur- um. Mun helmingur styrksins berast okkur á þessu ári en verð- ur að fullu greiddur árið 1981. tslenska rikið leggur á móti 60% . Fjármagn þetta mun fyrst og fremst verða notað til þess að ljúka byggingaframkvæmdum og svo til kaupa á margvlslegum og nauðsynlegum tækjabúnaði. Þegar þessum byggingum er lok- ið mun ailvel séö fyrir húsnæðis- þörf Rala fyrst um sinn. Er ætl- unin.aöefnarannsóknir fari fram i gamla húsinu en gróðurkorta- gerö og kynbótarannsóknir i þvi nýja. Þetta er i annað sinn, sem RALA berst styrkur frá Kelloggsstofnuninni, enhún hefur styrkt ýmsar landbúnaðarrann- sóknir á Norðurlöndum á undan- fórnum árum. Fyrri styrkurinn, sem var veittur fyrir tveimur ár- um og er enn að berast, nam 180 þús. dollurum og er eirikum varið til stuðnings matvælarannsókn- um. Fulltrúar frá Kelloggsstofn- uninni komu hingað i fyrra til skrafs og ráðagerða. Fuil ástæða er til að fagna þvi, aö fram úr sér nú i þessum eftium hjá RALA og má taka undir þau orð, sem dr. Björn Sigurbjörns- sonlétfalla á fréttamannafundin- um, að oft hefur verið þörf á islenskum landbúnaðarrannsókn- um en nú er nauðsyn. —mhg Húsakynni Rannsóknastofnunar landbúnaöarins á Keldnaholti. Húsiðtil hægri hefur staöiö óinnréttaö 111 ár,en vonir standa nú loksins tii að ekki þurfi að „ferma” það í hversdagsklæöunum. Hugmyndin cr aö setja þak á tengibygginguna og mundiþá fást þar fundarsalur, aöstaöa fyrir bókasafn o.fl. Mynd: —eik. Hreinrn loft i matsölum Mörg dæmi eru um þaö, að teknar hafi veriö ákvaröanir um það á vinnustöðum, aö leyfa ekki reykingar i matsölum, I kjölfar reyklausa dagsins. Þann dag var mjög viöa hreint ioft i matsölum og mötuneytum og komst jafn- framt hreyfing á umræður um takmörkun reykinga I slíkum húsakynnum, að þvl er segir i fréttabréfi Samstarfsnefndar um reykingavarnir. 1 matsal Landsbankans I Aust- urstræti hefur td. salnum verið skipt þannig að þeir, sem ekki reykja, eru öðru megin i honum, en reykingamenn i hinum hlutan- um. A lögreglustöðinni viö Hverfis- götu I Reykjavík skrifuöu um 70 lögreglumenn undir yfirlýsingú um aö reykja ekki i matsal, og er þar nú, aö sögn kunnugra, mun hreinna loft en áður var. Reyklausa platan seldist upp á þrem dögum Hljómplatan „Burt meö reyk- inn”, sem samstarfsnefnd um reykingavarnir gaf út i tilefni reyklausa dagsins varð alger metsöluplata og seidist allt upp- lag plötunnar upp á aðeins þremur dögum. Auk hins lága verðs á plötunni voru með þessari plötu kynnt hér á landi ýmis nýmæli. Þetta var fyrsta stóra platan, sem gefin er út hérlendis á 45 snúninga hraða, en með þeim snúningshraöa eiga aö nást meiri tóngæði en á venju- legum hæggengum hljómplötum. Þá voru lögin tvö á plötunni sung- in og leikin á annarri hliö plötunn- ar en einungis leikin hinum megin en hugmyndin meö þvi var aö gefa þeim, sem heföu plötuna undir höndum tækifæri til að syngja sjálfir með Brunaliðinu textana, sem prentaöir voru á plötuumslagið. SIGLINGAIVIÁLASTOFNUN RÍKISINS Leiðbeiningar um notkun gúmmí- björgunarbáta Siglingamálastofnun ríkisins hefur gefið út nýtt leiðbeiningar- spjald um notkun gúmml- björgunarbáta, sem kemur i stað eldri gerðar spjalds um sama efni. Gisli J. Ástþórsson, ritstjóri og teiknari, að hefur gert skýringarteikningar. Efni leiðbeininganna, Skipiö yfirgefiö, hvernig nota skal gúmmibjörgunarbáta, er endur- skoöað og reynt i sem stystu máli að koma til skila þvi allra nauð- synlegasta, sem vita þarf um gúmmibátana, ef taka þarf þá i notkun i sjávarháska. t handbók, sem er I gúmmi- bátunum, geta menn svo kynnt sér ýmis atriði nánar. Spjaldið er prentað i gulum, rauðgulum og svörtum litum hjá Litbrá.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.