Þjóðviljinn - 14.02.1979, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiBvikudagur 14. febrúar 1979
Enn engin ákvörðun
Þau þola ekki nema 5 til 6 vindstig þessi 50 ára gömlu útvarpsmöstur á
Vatnsendahæð, en samt cr ekki búið að taka neina ákvörOun um bygg-
ingu nýrra mastra, þótt landiO og miOin yröu aö mestu úrvarpslaus ef
þessi féllu. (Ljósm. eik-)
um ný út-
varpsmöstur
þrátt fyrir að möstrin þoli ekki
meira en 5 til 6 vindstig
AB sögn Andrésar Björnssonar
útvarpsstjóra hefur engin
ákvöröun veriö tekin enn um
byggingu nýrra útvarpsmastra i
staö þeirra 50 ára gömlu mastra á
Vatnsendahæð, sem nú er notast
viö. Sagöi útvarpsstjóri, aö loforö
heföi fengist um aö taka byggingu
nýrra mastra inná framkvæmda-
skrá,en verkið heföi ekk»ienn ver-
iö fjármagnaö og þaö væri Rikis-
útvarpinu ofviöa að byggja þessi
möstur án sérstakrar fjárveiting-
ar.
Ekki er vist aö allir geri sér
grein fyrir hve alvarlegt ástand
myndi skapast á Islandi ef möstr-
in á Vatnsendahæð féllu. Þau
hafa veriö styrkprófuö og kom i
ljós aö þau gætu falliö viö 5 til 6
vindstig. Og ef möstrin féllu
myndi langbylgjan falla út. bað
þýöir að stór hluti landsins yröi
útvarpslaus og ekkert fiskiskip
á miöunum myndi veröa i sam-
bandi viö útvarp og þvi ekki fá
veöurfregnir.
Hér er þvi greinilega um mjög
alvarlegt mál að ræöa, mál sem
þolir enga biö.
-i-S.dór
Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur:
Skömmtun fjöl-
miðla er móðgun
Skora á dómsmálaráðherra að afturkalla
bann við sjónvarpstækjum á stöðvunum
Félag lögreglumanna i Reykja-
vik hefur sent dómsmálaráöherra
bréf vegna tilskipana ráöuneytis-
ins um aö fjarlægja beri sjón-
varpstæki úr lögreglustöövum.
1 bréfinu er vakin athygli á þvi
aö lögregiustjórinn I Reykjavik,
Sigurjón Sigurösson, hafi veitt
leyfi til þess aö lögregluþjónar
fengju aö setja upp og nota þegar
færi gæfist sjónvarpstæki i setu-
stofum lögreglustöövanna i
Reykjavik. Leyfi var gefiö fyrir 4
tækjum i nóvember og eru nú 2 i
notkun.
1 lok bréfsins segir:
„Tilskipun dómsmálaráöu-
neytisins i þessu máli, þar sem
gert er ráö fyrir þvi aö skammta
okkur lögregluþjónum fjölmiöla
veröur þvi aö skoöast sem móög-
un.
Stjórn Lögreglufélags Reykja-
vikur mun leggja fyrir aöalfund
félagsins, sem haldinn veröur þ.
14. þ.m., tillögur um varnir i
þessu mannréttindamáli m.a.
könnun á lagahliö þess.
Stjórn L.F.R. væntir þess, aö
þér hr. dómsmálaráöherra aftur-
kalliö þessa tilskipan svo af okkur
veröi létt óþarfa fargani.”
Félag einstœðra
foreldra:
•m r»i« i
Vilja reka
Mæðra-
heimili
sem neyðar- og
bráðabirgðahús
Stjórn Félags ein-
stæöra foreldra hefur
sent borgarráði bréf,
þar sem hörmuð eru
þau málalok að tillöqu
um breyttan rekst-
ur Mæðraheimilisins,
sem sambvkkt var ein-
róma t Félagsmála-
ráði, skyldi hafnað i
borgarráði.
í bréfinu býöst stjórn FEF
til aö taka aö sér rekstur
Mæöraheimilisins sem neyö-
ar- og bráöabirgöahúsnæöis,
til reynslu i 1 ár. Óskar
stjórnin eftir þvi aö viöræö-
ur veröi hiö fysta hafnar um
þessar hugmyndir ef borgar-
ráð sjái ástæðu til aö sinna
þessu.
í bréfinu segir ennfremur:
„Eins og flestum er kunn-
ugt er húsnæðisvandi og þau
margþættu vandamál, sem
þeim fylgja oft erfiöari ein-
stæöum foreldrum og börn-
um þeirra en flestum öörum
þjóöfélagsþegnum.
Húsnæöi FEF f Skeljanesi
er ekki tilbúiö og vegna tafa
sem hafa orðið af ýmsum
ófyrirsjáanlegum ástæöum
er sýnt, aö nokkrir mánuöir
munu liða uns verki þar lýk-
ur. Viö þurfum ugglaust ekki
aö lýsa þvf fyrir borgarráðs-
mönnum, hversu brýn mál
ýmissa skjólstæðinga okkar
eru og kalla á nauösyn
skjótrar úrlausnar og á þaö
ekki hvaö sist viö um
húsnæöismál. Þvi teljum viö
aö meö þessu sé hægt aö
bæta litillega úr þeim mikla
vanda sem fyrir er. Viö leyf-
um okkur aö vænta jákvæöra
undirtekta Borgarráös.”
—AI
Bærilega byrjar barnaáríð hjá borgaryfirvöldum
Undanfarna daga hefur mikiö
veriö ritaö I dagblööin um niöur-
skurö á fjárhagsáætlun Reykja-
yfkurborgar og kemur þar aö
okkar mati margt spánskt fyrir
sjónir. Eitt af þvf sem samkvæm*
þessum fréttum veröur fyrir barö-
inu á niöurskuröarstefnu borgar-
yfirvalda er meöferöarheimiliö
aö Kleifarvegi 15. Ekki ber
fréttum saman um hvort leggja
eigi heimiliö niöur eöa hvort:
sé um niöurskurö á
fjárlögum aö ræöa. Erfitt
hefur veriö fyrir okkur, sem
aö þessu heimili stöndum,
aö fá raunhæfar fréttir af þvf
sem er aö gerast og ekkert sam-
ráö hefur veriö haft viö okkur
eöa viö á nokkurn hátt spurö álits
eöa ráöa. Þegar loks náöist i
ábyrgan aöila I borgarráöi kom I
ljós aö vitneskjan um meöferöar-
heimiliö er af skornum skammti.
Þar eö viö höfum á engan hátt
veriö höfð meö I ráöum eöa veriö
beöin um upplýsingar sjáum viö
okkur ekki fært annað en aö upp-
lýsa borgarráö svo og almenning
um staöreyndir i málinu og jafn-
framt vara eindregiö viö niður-
skuröi fjáriaga til heimilisins eöa
árás á tilvist þess.
Aðdragandi aö stofnun
meöferöarheimilisins er i grófum
dráttum þessi: Ariö 1964 beitti
Barnaverndarfélag Reykjavlkur
sér fyrir stofnun Heimilissjóös
taugaveiklaöra barna. Sjóður
þessi efldist og aö lokum voru fest
kaup á húsnæöinu aö Kleifarvegi
15. Var ætlunin aö reka þar
meöferöarheimili fyrir tauga-
veikluö börn. Heimilissióðurinn
og Hvitabandið stóöu a"ö þessu
framtaki og gáfu Reykjavlkur-
borg húsiö meö gjafabréfi en
Reykjavikurborg lagði til hluta af
andvirði hússins. I gjafabréfinu
er kveðiö svo á, aö borginni sé
skylt aö reka i húsinu meöferðar-
heimili fyrir taugaveikluö börn og
ennfremur aö Fræösluskrifstofa
Reykjavikur annist rekstur
heimilisins.
Meöferöarheimiliö hóf starf-
semi slna haustið 1974, en 1976 var
breytt um tilhögun á starfsemi
þess, þess eölis aö forstööufólk
haföi fasta búsetu á staðnum
ásamt börnunum. Var á þennan
hátt hægt aö fækka starfsigildum
viö heimiliö úr 10 I 6, kennslu-
þátturinn var einnig fluttur út af
heimilinu.
Rekstur heimilisins er I hönd-
um Fræösluráös Reykjavlkur,
en sálfræöideildir skóla i Reykja-
vlk eru tilvisunaraöilar og er
heimiliö nátengt þeim i rekstri og
meöferö.
Hlutverk meöferöarheimiiisins
er að taka sólarhringsvistun
til uppeldismeöferöar börn úr
skyldunámsskólum Rvk„ sem aö
mati sálfræöideilda skóla þurfa á
slikri meöferö aö halda vegna
geörænna og/eöa félagslegra
öröugleika, sem þó eru ekki þaö
miklir aö vistun á geðdeild sé
nauösynleg. Fjöldi vistbarna er 6
aö jafnaöi og þess ber aö geta aö
100% nýting hefur veriö á heim-
ilinu a.m.k. s.l. 3 ár.Börnin fá á
heimilinu þá aöstoö eöa meöferö
sem talin er hæfa hverju barni og
er leitast viö aö hafa umhverfi
barnanna sem likast því aö um
eölilegt heimilislif sé aö ræöa.
Alla tíö hefur veriö rekin á heim-
ilinu svo kölluö umhverfismeö-
ferö, enda heimiliö afar vel til
þess falliö þar sem þaö er staðsett
i borgarhverfi þar sem börnin
geta haft eölileg samskipti viö
umhverfi sitt og önnur börn I
hverfinu, en eru ekki einangruö
eöa lokuö inni á stofnun. A þennan
hátt er stefnt aö þvi aö komast
eins langt frá „stofnun” og hægt
er og komast þannig hjá þeirri
„stimplun” sem stofnun hefur i
för meö sér. Meöan börnin dvelja
á heimilinu eru þau I sérdeild I
Laugarnesskóla og fá þar kennslu
viö sitt hæfi, en miöað er viö aö
þau komist fljótlega I almennan
bekk og fylgi sinum jafnöldrum.
Mikil samvinna er höfö viö kenn-
ara barnanna og flytjast þeir
ýtarlega meö meöferö hvers
barns.
Markmiö meöferöarinnar á
heimilinu er aö börnin fari aftur
til f jölskyldu sinnar og I sinn eigin
hverfiskóla. Mikil áhersla er þvi
lögö á foreldrasamstarf til þess
aö stuðla aö varanlegum árangri
af meöferö vistbarna eftir dvöl á
heimilinu. Haldin eru regluleg
viötöl viö fjölskylduna og for-
eldrum gerö grein fyrir gangi
meöferöar barnsins og hvernig
unniö er meö einstaka erfiöleika
þess. Eru foreldrar þannig meö i
ráöum um meðferö/uppeldi
barns sins. Einnig hafa foreldrar
óformlegt samband viö heimiliö
og eru hvattir til aö koma á heim-
iliö eins og aöstæöur leyfa.
Starfsigildi viö heimiliö eru nú
6: Staöa forstööumanns og ráös-
konu, stööur 3ja uppeldisfulltrúa
og 1 fóstrustaða. Forstööukona
býr á staðnum auk þess sem hún
og annað starfsfólk skiptir meö
sér vöktum. Aö meöaltali eru
tveir starfsmenn saman á vakt.
Þaö gefur auga ieiö aö starf þaö
sem fer fram á heimilinu er ákaf-
lega krefjandi og mikil ábyrgö er
lögö á starfsfólk sem á aö annast
meöferö / uppeldi barnanna.
Ekki hafa yfirvöld séö ástæðu til
þess aö krefjast ákveöinnar
menntunar af starfsfólki annars
en forstööum. og einnar fóstru,
en margir nemar i sálar- og
uppeidisfræöi, félagsráögjafar og
fleira fólk sem stundaö hefur nám
á sviöi uppeldis og/eöa félags-
mála hafa sótt um starf viö
heimiliö. Laun uppeldisfulltrú-
anna eru algerlega óviöunandi (6.
fU og hafa þeir staöiö I launa-
baráttu nsr allan timann sem
heimiliö hefur starfaö. óhætt er
aö fullyrða aö svo ófullnægjandi
laun sem þessi, hafa haft I för
meö sér mikil og ör skipti á
starfsfólki, sem sien hefur haft
mikil áhrif á starfiö. Þaö tekur
sinn tima aö komast inn i starfiö,
börnin þurfa sifellt aö vera aö
kynnast nýju fólki o.s.frv. Hafa
mannaskipti þvi haft neikvæö
áhrif á starfsemina, en slikt heföi
veriö hægt aö koma I veg fyrir
meö viöunandi launum. Heldur
hefur óöryggiö á heimilinu aukist
meö sögusögnum um aö borgar-
yfirvöld ætli að draga verulega úr
rekstri heimilisins eöa leggja þaö
alveg niöur og erfitt reyndist fyrir
starfsfólk aö fá nokkrar staö-
festar upplýsingar.
1 Reykjavik höfum við nú, áriö
1979, stjórn, sem kallar sig vinstri
stjórn og félagslega sinnaöa og
áriö kallast barnaár. Þetta ár
áttu rikisstjórnir, félagasamtök
og einstaklingar aö vinna saman
aö hagnýtum, jákvæöum fram-
kvæmdum til hagsbóta fyrir
börnin. Þrátt fyrir þetta hefur
þessi stjórn ekki haft samráö viö
fólkiö i þessu máli og hefur
nánast eingöngu látiö aögeröir
sinar eiga sér staö meö penna-
strikum og gengiö fram hjá raun-
verulegum þörfum barnanna.
Hún hefur gleymt þvl að aögeröir
hennar hefur sálræn áhrif á þá
sem hún er aö ráöskast meö,
gleymt félagslegum áhrifum aö-
geröa sinna og siðast en ekki slst
látið aögeröir sinar bitna aö
miklu leyti á börnunum. Má sjá
þaö á hugmyndum um stórkost-
legan niðurskurö til skólamála og
aö hugmyndir eru um aö þessi
niöurskuröur eigi aö koma niöur á
þeim sem séraöstoö þurfa i
skólum. Lækkaö framlag til dag-
vistunarbygginga, Tónabær ekki
rekinn I vetur, fjölgaö i bekkjum i
skólum, lögö niöur Otideild og
e.t.v. fæöingarheimiliö og áætlun
um aö gera aö engu áratuga starf
liknarfélaga á borö viö Barna-
verndarfélag Reykjavíkur og
Hvitabandiö. Þetta eru þær
félagslegu umbætur sem borgar-
stjórnin boöar okkur á barnaáf-i.
F.h. starfsfólks
meöferöarheimilisins
aö Kleifarvegi 15,
Stefanla Sörheller,
forstöðukona.
F.h. starfsfólks
sálfræöideilda skóla,
Sigtryggur Jónsson,
sálfræöingur.