Þjóðviljinn - 14.02.1979, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 14. febrúar 1979
— Sömu laun fyrir
sömu vinnu ER krafa
Sóknar, sagði
Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir þegar blaða-
maðUr Þjóðviljans bar
undir hana grein Hild-
ar Jónsdóttur sem birt-
ist á jafnréttissiðu
blaðsins s.l. laugardag
undir yfirskriftinni
,,Sömu laun fyrir sömu
vinnu ætti að vera
krafa Sóknar.”
— Launakröfur okkar miöast
viö laun sem fólk i sambærileg-
um stör,fum hefur innan BSRB.
Viö tökum miö af ófaglæröum
hjúkrunarmönnum. Þeir
komast hæst i 201.002 krónur
eftir 15 ára starf, en krafan hjá
okkur er 207.934 kr. eftir 5 ár.
Hildur skilur litiö I launamálum
ef hún telur aö viö viljum ekki
launajafnrétti.
Ég skil ekki hvaö Hildur er aö
tala um launajafnrétti innan
BSRB; hún ætti aö vita aö þar
eru konur yfirleitt I lægstu
launaflokkunum. Hvar eru
fóstrur, t.d.? Það er fróðlegt að
bera kjör þeirra saman viö kjör
rafvirkja. Það sama gildir um
háskólamenntaöa hjúkrunar-
fræðinga, þær búa viö miklu
verri kjör en aörir háskóla-
borgarar. Yfirleitt eru hjúkr-
unarfræöingar og sjúkraliöar i
svo lágum launaflokkum aö þær
ganga fyrir aukavinnu.
Afstadan til BSRB
i Þaö er lika ruglingur hjá Hildi
ef hún heldur aö okkar hlutverk
sé að visa fólki inni önnur
stéttarfélög. Okkar hlutverk er
að standa vörð um réttindi okk-
ar félaga innan okkar stéttar-
sambands.
Ég er enginn BSRB-and-
stæðingur, sagði Aöalheiður. —
Ég tel aö viö eigum aö standa
saman. Við vinnum aöallega á
svæði BSRB og þaö er eðlilegt
að samanburður sé geröur
þegar upp kemur svona mikill
munur á kjörum, einsog gerst
hefur eftir tvenna undanfarna
samninga.
Þaö er rétt aö innan Sóknar
hefur verið talsverö hreyfing i
þá átt að fara yfir I BSRB, en
þetta er ekkert auöveld leiö. Til
þess aö svo megi veröa þarf I
Sömu laun fyrir sömu
vinnu er krafa Sóknar
Ekki okkar hiutverk aö visa
fólki inn i önnur stéttarfélög,
segir Aðalheiöur.
fyrsta lagi aö samþykkja tillögu
þar að lútandi á félagsfundi i
Sókn, og i ööru lagi þarf aö fara
fram allsherjaratkvæðagreiösla
þar sem tveir þriðju hlutar
félagsmanna gætu samþykki
sitt. Ég efast um aö þessi
meirihluti sé fyrir hendi, enda
þyrfti þá aö vera sannaö aö til
mikils sé aö vinna.
A Akranesi var ákveðið aö
fara I verkfall á þeirri forsendu
að annað hvort yröi gengiö inn i
STAK eöa samiö um sambæri-
leg kjör, en það tókst ekki. Þaö
kemur fram i yfirlýsingu
formanns Snótar i Vestmanna-
eyjum, að konurnar þar hafi
ekki viljaö ganga inn i bæjar-
starfsmannafélagiö þar vegna
þess aö þeim hafi veriö boönir
svo lágir launaflokkar aö þær
vildu ekki ganga að þeim. Slik
yfirlýsing hefur ekki komiö frá
Akranesi, en hinsvegar hefur
mér verið sagt þaö I sima þaöan
aö þeim hafi iika veriö boöinn
lágur launaflokkur. Gott væri aö
fá staöfesta ástæöuna fyrir þvi
aö Akraneskonurnar fóru ekki
inn I STAK.
segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
Kristján Thorlacius hefur lýst
þvi yfir aö laun séu ekkert sjálf-
gefin innan BSRB. Viö vitum öll
aö röðun er þar mjög mikil, og
ég er ekkert viss um aö minar
konur sætti sig viö þaö aö vera
raöar niöur hér og þar i laun-
stiga BSRB
Önnur félög
Varðandi það sem Hildur
segir um aö önnur félög kynnu
að feta i fótspor Sóknar ef viö
gengjum inn i BSRB segi ég aö
mér ber ekki að svara fyrir önn-
ur félög. Hitt er ljóst, aö yfirgefi
Sókn ASl gætu fleiri komið á
eftir.
Ég hef á undanförnum árum
gagnrýnt margt i störfum ASÍ,
en þaö hef ég gert meö þvi
hugarfari að ég hef viljað koma
þar ýmsu fram sem ég tel til
bóta. Ég hef yfirleitt gert mér
far um að meta hlutina einsog
þeir snúa aö mér.
Vissulega biðst ég ekki afsök-
unar á þvi aö þiggja góða aöstoö
frá félögum minum i ASÍ — mér
finnst þvert á móti að ég stæöi
ekki I stööu minni sem formaöur
stéttarfélags innan ASl ef ég
hagnýtti mér ekki þá aðstoð
sem hagdeild ASI hefur veitt
mér nú I þessum samningum.
En það er Sókn sem er aö
semja, og I þetta sinn á eigin
vegum. Sá sem lætur sig eitt-
hvað varöa hagsmuni Sóknar
hlýtur aö hvetja til samstööu en
ekki sundrungar á slikum tim-
um.
Fæðingarorlof
Hildur minnist lika á
fæöingarorlofiö og lætur aö þvi
liggja aö ég sé aö versla meö
það. Þaö hef ég aldrei gert og
mun aldrei gera. Ég hef alltaf
veriö þeirrar skoöunar aö
fæöingarorlofiö ætti aö vera þrir
mánuöir og greiöast úr Al-
mannatryggingum. Þessvegna
mun ég aldrei samþykkja aö
þaö veröi sett inn I okkar samn-
inga gegnum atvinnuleys-
istryggingasjóö, né heldur aö
skylda eigi konur til aö mæta
aftur til vinnu.
Verkalýðshreyfingin heföi átt
aö vera búin aö semja um þaö
fyrir löngu aö fæöingarorlof
væri greitt beint úr tryggingun-
um, og ég tel aö ASI eigi að taka
það upp sem baráttumál að þaö
fari inn-á næstu fjárlög. Fyrir
þvi vil ég berjast i félagi viö
hvern sem er.
Ég tel að fæöingarorlofið væri
fyrir löngu komiö I gegn ef ekki
væri ríkjandi það viöhorf karla-
samfélagsins að fæöing sé eitt-
hvaö sem konum einum komi
viö. Ég hef alltaf verið þeirrar
skoöunar aö erfitt sé aö aöskilja
hagsmuni foreldra og barna, og
tel þvi vel til fundiö aö þetta
stóra hagsmunamál foreldra og
barna I verkalýösstétt veröi
afgreitt á Alþingi á barnaárinu,
sagöi Aöalheiöur aö lokum.
ih
VERKAKONUR A AKRANESI
Fengu aldrei tilboð
um inngöngu í STAK
I viötalinu við Aöalheiöi
Bjarnfreösdóttur kemur fram
ósk um aö verkakonur á Akra-
nesi gefi yfirlýsingu um ástæö-
una fyrir þvi aö þær gengu ekki I
STAK, en sem kunnugt er var
mikiö rættum þaöþegar Verka-
iýösfélag Akraness stóö f samn-
ingagerö nú nýlega.
Blaöamaður hringdi I Herdisi
ólafsdóttur, formann kvenna-
deildar Verkalýösfélags Akra-
ness, og haföi hún þetta um
máljð aö segja:
— Þegar ákveöiö varaö fara I
verkfall var þaö ekki gert til aö
þrýsta sér inn i STAK, heldur
var verkfalliö liöur i okkar
launadeilu og til þess gert aö
þr-ýsta samningum okkar
áfram.
Viö sóttum um inngöngu i
STAK vitandi þaö, aö sam-
kvæmt samningum er enginn
STAK-félagi i lægri launaflokki
en 5., og I framkvæmd er þaö
svo aöenginner þar fyrirneöan
6. launaflokk. Viö reiknuöum
þvi meö aö okkar konur kæmu
inn i 6. flokk. Hinsvegar fengum
viöaldrei neitt tilboöfrá STAK,
en i samninganefndinni var
óformlega ýjaö aö þvi aöef kon-
urnar gengju þar inn yröi komiö
á sérstökum launaflokki fyrir
þær, sem yröi lægri en sá
fimmti. Viö gátum aö sjálfsögöu
ekki fariö aö semja um launa-
flokka fyrir STAK.
Viö heföum stutt okkar konur
til inngöngu i STAK ef þær heföu
fengið kjarabætur með þvi, en
til þess kom aldrei. Starfs-
mannafélag Akranessbæjar
lagöi þvi'aldrei opinbert liö aö
konurnar fengju inngöngu i
STAK.
ih
SLÁTURTÍÐ!
Þeir hafa sjálfsagt veriö ófáir
Alþýðubandalagsmennirnir sem
héldu sigurhátiö aö morgni 29.
maí. Ihaldiö var falliö og nú
skylduganga I hönd nýir ogbetri
timar. Þegar sigurviman var liö-
in hjá og menn fóru aö spekjast
byrjuðu sjálfsagt flestir vinstri
menn á alvarlegri hugleiöingum
um nýskipan í borgarmálum og
geröu sér fljótt ljóst aö breytingar
yröu ekki framkvæmdar á einum
degi eöa tveimur. Þegar á leiö
timann geröust þónokkrir óþolin-
móöir og vildu fá betrumbætur
hiö snarasta, og geröust jafnvel
svo ósvifnir aö fara I hálfgildings
verkfall til áherslu kröfum sin-
um. Brugöist var fljótt og vel viö.
Guörún Helgadóttir borgarfull-
trúistakk niöur penna, báð menn
aö vera rólega þvi þess væri ekki
aö vænta aö öllu tækist aö kippa i
lag svona strax eftir aö tekið væri
við þrotabúi ihaldsins. „Biöiö
bara róleg... þetta er ekki komiö
enn þá... en þetta er þó alveg aö
koma” var boöskapur Guörúnar.
— Og viö biöum!
Stóra stundin rann upp. I dag-
blaöinu Visi 7. feb. fengu allir aö
vita hvaö var ,,i pakkanum.”
Stórfelldur niöurskuröur, sem
fyrst og fremst beindist að mál-
efnum barna ogunglinga.Kleifar-
vegsheimiliö skyldi lagt niður,
engin starfsemi i Tónabæ,
Mæðraheimiliö á aö hverfa, Fæö-
ingarheimilið viö Eiriksgötu,'
fækka skaL kennurum á Reykja-
vikursvæöinu á kostnaö nem-
endafjölda I bekkjum, stóru lof-
oröin um auknar f járveitingar til
dagvistunarmála hafa hlaupiö i
þvotti.og siöasten ekki sistskyldi
Útideild lögö niöur. Lái okkur svo
hver sem vill, aöviö lásum grein-
ina bæöi i tvlgang og þrlgang.
trtideild:
Óþarfi mun aö tíunda tilgang og
starfeemi útideildar hér, svo
mikiö hefur veriö rætt og skrifaö
um þaö málefni aö undanförnu.
Ekki hyggjumst viö heldur reyna
aö leiöa rök aö árangri af starfi
deildarinnar, þvi bæöi er, aö ýms-
ir aörir eru betri til þess og svo
hitt aö ekki veröur séö aö slik
sjónarmiöráöi neinu i ákvöröun á
þessum niöurskuröi. Bæöi fé-
lagsmála- og æskulýösráö mæltu
einróma meö óbreyttum rekstri
deildarinnar. Kjörnir fulltrúar
meirihlutans i borgarráöi vissu
þóbetur. An nokkurssamráös viö
ráöin, hvaö þá starfsfólk Úti-
deildar var deildinni fórnaö meö
einu pennastriki. (Og svo fær
starfsfólk þar eins og reyndar á
fleiri stööum aö lesa i dagblööum
að þaö sé svipt vinnunni).
Starfsfólk Útideildar hélt i sak-
leysi sinu aö einhverjar veiga-
miklar faglegar röksemdir hlytu
aö liggja til grundvallar svo af-
drifarikri ákvöröun. Viö fórum
þvi strax á stúfana og ræddum viö
all flesta sem aö ákvöröun þess-
ari stóöu. En undrunin varö rnik-
fl, þvi I ljós kom aö aumingjans
fólkiö haföi nánast allt veriö aö
vinna gegn betri vitund. Allir
voru sem sé sammála um ágæti
Útideildar og ekki tókst okkur að
þefa uppi neitt þaö sem rökstyddi
slátrunina. Mest mæöir þó á okk-
ur Alþýöubandalagsmönnum. I
Þjóöviljanum lO.feb. getur aö lita
tárvotar yfirlýsingar Sigurjóns
Péturssonar þar sem hann harm-
ar meir en tárum taki afdrif úti-
deildar.... en greiöir nú samt at-
kvæöi meö niöurfellingunni. Já
þeir eru nú margir Pilatusarnir!
Kosningarnar unnust I vor. Þær
unnust ekki vegna þess aö fólk
væri aö kjósa flokk meö ööru
nafnisér til dægrastyttingar. Þær
unnust vegna þess aö fjöldi fólks
trúöi á aö Alþýöubandalagiö vildi
vinna aö félagslegum umbótum.
Ekkert okkar dreymdi um að
flokkurinn myndi skipa sér I fylk-
ingu sem stæöi aö félagslegu niö-
urrifi. Afsökunina um aö bjarga
þurfi samstarfinuer ekki hægt að
teygja endalaust. Veröi niöurfell-
ing útideildar aö raunveruleika á
borgarstjórnarfundi á morgun
verður þaö að skoöast sem hnefa-
högg i andlit unglinga I Reykja-
vlk, og þeirra sem vinna aö mál-
efnum unglinga. Fari svo er vist
orðiö tímabært aö borgarstjórn-
armenn hætti aö glamra um
barnaáriö.
Siguröur Ragnarsson
Sólveig Reynisdóttir
Nýjustu athuganir:
Gæsin sýkn saka
Bændur hafa löngum att kappi
viö annan vargfugl en þann sem
birtist þeim reglubundiö I leiöur-
um Dagblaösins. Þannig hefur
' grágæsin mátt þola margt köpur-
yröiö úr munnum bænda fyrir
fikn hennar i ræktarlönd þeirra
að vori og hausti. Telja þeir
marga nýræktina hafa iila spillst
af heimsóknum þessa fiöurfén-
aös. Annar er sá fugl sem þeir
hafa mælt til ekki miður beiskleg-
ar en þaö er álftin.
Þrátt fyrir fjölmæli þau sem
gæs og álft hafa þolað gegnum
árin sökum meints grasastulds úr
túnum bænda, hafa ekki miklar
athuganir veriö geröar á réttmæti
þessa áburöar. Úr fjárveitingu
svo nefndrar „Þjóöargjafar”
fékkst þó fjármagn til aö standa
straum af athugun Rannsóknar-
stofnunar Landbúnaöarins á
þeim búsif jum sem bændur sæta
af beit gæsa og álfta. A Neöra--
Hálsi I Kjós voru um þriggja ára
skeiö athuguö áhrif álftabeitar og
jafiiframt var haldiö úti könnun á
ásókn grágæsa i ræktarlönd.
Einnig voru viöhorf bænda til
tjóns af völdum fugla könnuö og
reynt að koma mati á þaö meö
beinum mælingum. Aö auki var
freistaö aö koma tölu á fjölda
fugla istofnum.
Niöurstöður uröu þær, aö grá-
gæsastofninn virtist hafa vaxiö
um helming frá 1963 og munu nú
60 þúsund fuglar dvelja hér aö
sumarlagi. Hins vegar nemur
beit alls grágæsastofnsins á rækt-
uöu landi ekki nema um 0.1% af
uppskeru allra túna á Islandi.
Aiftastofninn er tlfalt minni og
hlutfall hans i beit á ræktuöu
landi minna.
Þaö má þvi telja aö gæsir og
álftir séu nú hreinsaðar af þeim
hvimleiöa áburöiaö þær hnupli úr
túnum bænda i umtalsveröum
mæli. Ekki er þó jafnvist aö
bændur sætti sig viö þessi mála-
lokogtam. mun nokkur kurrhafa
veriðiráöunautum er þessar niö-
urstööur voru kynntar þeim á
fundum Búnaöarfélagsins aö Hót-
el Sögu i fyrri viku.____ÖS
Fundir um
skólamál
Félög kennara og skólastjóra viö
grunnskóla Reykjavikur hafa
bundist samtökum um aö standa
aö fræöslu- og kynningarfundum
um ýmsa þætti skólamála.
Fyrsti fundur á þessu skólaári
fjallaöi um námsmat, en þrlr
næstu eru fyrirhugaöir:
7. mars: Nýjungar i kennslu-
skipan, 20. mars: Skólaskipan i
Reykjavik, 2. april: Uppeldi —
skólastarf.
Þeir frummælendur sem þegar
hafa verið fengnir eru: Guöný
Helgadóttir og Siguröur Slmonar-
son, sem ræddu um námsmat
skólans, Kristján Benediktsson,
formaöur fræösluráös, sem fjall-
ar um skólaskipan I Reykjavik og
Þórir Guöbergsson, félagsráð-
gjafi, sem ræöir um uppeldi og
skólastarf.
Allir fundirnir eru I Vikingasal
Hótels Loftleiða .oghefjast klukk-
an 20.30.