Þjóðviljinn - 24.02.1979, Síða 6
« StDA - ÞJÓÐVILJINN L*«g«r4»g.r 24. feferéar 1VT»
Innrás Klnverja ( Vletnam hefur veriö mótmælt úti um allan heim. Þessi mynd er frá einum slikum fundi sem haldinn var I Kaupmannahöfn.
Aft honum stóóu mörg verkalýösféiög, Sóslalfski Þjóðarflokkurinn, Kommúnistafiokkurinn og Vinstri Sósiaiistarnir. Slagoröin voru: Klna úr
Vletnam. — Samstaða með vletnömsku þjóðinni. Margir þeirra sem þarna voru stóðu þarna og mótmæltu öðru stórveldi I Vletnam fyrir tiu
árum, Bandaríkjamönnum.
KÍNVERJAR GERA LOFTÁRÁS Á
VIETNAM
• •
Fundur hatinn í Oryggisrádmu
PEKING, BANGKOK, Washing-
ton, 23/2 (Reuter) — i dag gerðu
Kinverjar loftárás á borgina Hæ-
Ródesiumenn:
fong í Norður-Vietnam. A þessum
tima voru sovésk skip I höfninni
en þau voru að afferma vörur
Gerðu loftárásir á
á flóttamannabúðir
LUSAKA, 23/2 (Reuter) — Þotur
frá Ródesiu gerðu i dagioftárás á
fióttamannabúöir I nágrenni
Nampundwenámunnar vestan
við Lusaka. Ekki er enn hægt að
segja til um mannsföll eða
skemmdir. Þetta er önnur árás
Ródesiumanna á Zambiu á einni
viku.
Umferö tafðist á meðan fjöldi
sjúkrabifreiða þeystist frá
Lusaka til flóttamannabúðanna.
Aöeins var þeim hleypt inn I
sjúkrahús sem gefið gátu blóð.
Fjöldi manna hefur særst og
hefur Rauði Krossinn verið beö-
inn um lyf.
Fyrir sex dögum var loftárás
gerð nokkrum kilómetrum fyrir
norðan Livingstone en þá munu
sprengjurnar ekki hafa hitt á
markið, svo mannföll uröu engin.
100.000 manns á
fundi marxista
þrátt fyrir aðvaranir Khomeinis
þar. Kinverjar virðast færa sig æ
innar i Vietnam og munu nú hafa
fjórar mikilvægar borgir á valdi
slnu.
Deng Xiaoping sagöi við frétta-
menn i að Kinverjar hefðu hugsaö
ráð sitt vel og vandlega áður en
ráöist var inn 1 Vietnam. Væru
þeir sér vel meövitaðir hvaða
áhættu þeir tækju.
Sovétmenn eru nú byrjaöir á
vopnaflutningum til Vietnam og
fara þeir fram flugleiöis. Tvær
stórar flutningavélar munu nú
vera á leiöinni, en búist er við að
fjórar til viöbótar veröi látnar
fara þangað.
Fundur Oryggisráö SÞ um
ástandið i SA-Asiu verður haldinn
Framhald á 18. siöu
Tánzaní uher s ækir
fast inn í Uganda
NAIROBI, 23/2 (Reuter) —
Herir Tanzaniu færast nú æ
meir inn i Uganda. Diplómatar I
Kenya segja herina náigast bæ-
ina Masaka og Mbarara. Stjórn-
völd I Kampala virðast vera á
sama máii, en þau segja
Tanzaniuher vera I 8 km. fjar-
lægð frá Masaka á leiö til höfuö-
borgarinnar.
íbúar Masaka munu nú vera á
flótta frá heimilum sínum.
Loftárásir hafa veriö tiöar af
halfu Tanzaniumanna.
Fréttir berast á þá leið að
Ugandamenn sýni litla sem
enga mótstöðu. Þeir séu illa
vopnum búnir og baráttuhugur-
inn af skornum skammti.
Landamæraerjur rikjanna
hafa nú staðið i fjóra mánuði.
Sérstök nefnd frá Einingarsam-
tökum Afrikurtkja þinga nú i
Nairobi og ræða hvernig megi
leysa þessar deilur Uganda og
Tansaníumanna.
TEHERAN, 23/2 (Reuter) —
Tugir þúsunda vinstri manna
söfnuðust saman fyrir framan
háskólann I Teheran i dag. Þetta
er fyrsti mótmælafundurinn sem
haldinn er siðan keisaradæminu
var velt.
Giskað var á aö 100.000 manns
stæðu á háskólalóöinni og hlýddu
á fundinn sem stóð I tvo og hálfan
klukkutima. Að honum stóð
hreyfing marxista
Fedayeed-e-Khalq og hafði
Khomeini klerkur hvatt stuön-
ingsmenn sina til aö mæta ekki á
fundinn.
Honum lauk meö að gerö var
stefnuskrá i niu liöum. Meðal
þess sem Fedayee-eKalq krefet
er: Stofnun hers fólksins.
Ráö fóiksins I stjórn verk-
smiöja, verslunarfyrirtækja og i
bæjarstjórnum.
Viröing fyrir menningu og rétt-
indum minnihlutahópa og jafn-
rétti karla og kvenna á opin-
berum vettvangi.
Enginn sást bera vopn á fund-
inum. A meðan á fundinum stóö,
var hópur um 500 stuönings-
manna Khomeinis skammt frá og
hrópuðu að eini flokkurinn væri
flokkur Allah. Ekki kom til
neinna átaka.
Monir Taheri skipstjóri var
dæmdur til dauða ásakaður um
að hafá boriö ábyrgö á eldinum I
Rex-kvikmyndahúsinu I Abadan i
ágúst I fyrra, en þá létu 377 menn
Hfið. Þáverandi stjórnvöld ásök-
uðu vinstri menn um aö hafa
valdiö brunanum, en Karim
Sanjabi formaöur Þjóðarfylk-
ingarinnar (helsta stjórnarand-
stöðuflokknum þá) sagði SAVAK
leyniþjónustuna hafa komið þar
nærri.
Yfirvöld I Iran segjast nú hafa
þjóðnýtt allar eigur keisarans.
Hafa þau fariö fram á að allar
eigur hans I Sviss veröi
„frystar”. Utanrikisráðuneytiö i
Sviss hefur neitað að segja
nokkuö um málið viö fréttamenn.
Nýlistasafnið og SÁÁ:
Vilja fá inni á
Korpúlfsstöðum
Nýlistasafnið ogSAA hafa sent
borgarráöi beiðni um afnot af
Korpúlfsstöðum fyrir starfsemi
sina. Erindinu var visaö til
umsagnar Þóröar Þorbjarnar-
sonar, borgarverkfræðings sem
að sögn mun kanna húsnæðið með
tilliti til þessara óska og núver-
andi nýtingar hússins, og skila
borgarráði umsögn sinni innan
tiðar.
Núverandi notkun á Korpúlf-
stöðum er ansi fjölþætt, að sögn
borgarverkfræðings. I fjósinu
gamla, þarsemrúmast 160gripir
er nú til húsa skjalasafn borg-
arinnar og sagði Þórður að þó
skjalasafniö heföi nú aöeins
helming fjóssins til umráða þyrfti
hinn helmingurinn bráðlega aö
fara undir þaö lfka. A sömu hæö
er Ibúöhúsvaröar,ognokkurher-
bergi, sem áður þjónuðu osta- og
smjörgerð auk mjólkurvinnu
annarrar. Þar hafa ýmsir aðilar,
auk stofnana borgarinnar haft
aöstööu fyrir geymslu muna, og
eins er háttaö á efri hæð hússins.
I kjallara hússins, I gamla
haughúsinuhafa ýmsir listamenn
og listiðnaðarmenn haft aðstöðu
og á hlöðuloftinu er Mynd-
höggvarafélag Reykjavikur.
Myndhöggvarar ætla sér að inn-
rétta þar tvær Ibúöir, sem lista-
menn geta dvaliö I um tima og
unnið, en langt er i land meö þaö
verk. Félagið fékk 1 miljón króna
til þessara lagfæringa frá borg-
inni nú eftir áramótin.
Aö sögn Þórðar telur SAA aö
þaö geti með góðu móti útbúið á
Korpúlfsstöðum sjúkrarými fyrir
25 manns. Samtökin hafa rekið
heimili i Reykjadal I leigu hjá
Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aöra, en munu missa það húsnæöi
innan tiöar. Telja forráðamenn
samtakanna staðsetningu
Korpúlfsstaöa góða fyrir þessa
starfsemi, þar sem þeir kjósa til
hennar vissa einangrun, en þó
nálægð viö byggö.
Nýlistasafnið hefur óskað eftir
geymslu- og sýningaraöstöðu i
húsinu, en geymsla safnsins i
Mjölnisholti er nú þegar orðin of
litil undir hin 450 verk af ýmsum
stæröum og gerðum sem nú eru i
safninu.
—AI
V extir
og
peningar
26. febr. — 2. mars
verður haldið nám-
skeið um vexti og pen-
ingamál í aðal-
byggingu háskólans kl.
17.15—19. Námskeiðið
er einkum ætlað við-
skiptafræðingum til
endurmenntunar en
einnig öðrum áhuga-
mönnum til fróðleiks
og umræðna um vaxta-
mál/ sem eru ofarlega
á baugi.
Dagskrá er sem hér segir:
1. Mánud. 26. febr. og þriöj-
ud. 27. febr. I stofu B (efstu
hæð) Vaxtakenningar: Guð-
mundur Magnússon, pró-
fessor.
2. Miðvikud. 28. febr. I stofu
A (efstu hæð). Starfsemi inn-
iánsstofnana og vaxtakjör:
Tryggvi Pálsson, hagfræö-
ingur.
4. Föstud. 2. mars i stofu A
(efstu hæð). Umræður um
vexti og peningamál: Stjórn-
andi: Þráinn Eggertsson,
dósent.
Þátttaka tilkynnist til Há-
skóla Islands I sima 25088.
Kæran á Sæ-
dýrasafnið
Þjóðviljanum hefur
borist tilkynning frá
stjórn Sambands dýra-
verndunarfélaga ls-
landS/ en hún hljómar
þannig:
Að gefnu tilefni skal það
upplýst að kæra stjórnar
Sambands dýraverndunar-
félaga íslands á hendur
ábyrgöarmönnum Sædýra-
safnsins viö Hafnarfjörð er
byggð á eftirfarandi gögn-
um:
— bréfi frá yfirdýralækni
dags. 13. júll, 1976, — skýrslu
Heilbrigðiseftirlits ríkisins
dags. 1. nóv. 1976, — umsögn
héraðsdýralæknis, fulltrúa
sýslumanns og yfirdýra-
læknis dags. 1. des. 1976, —
bréfi dýraverndarnefndar
dags. 23. feb. 1977, — bréfi
dýraverndarnefndar dags. 3.
feb. 1978 og bréfi dýravernd-
arnefndar dags. 11. mai 1978.
Samkvæmt öllum þessum
gögnum kemur fram að
reglugerð um dýragarða og
sýningar á dýrum frá 1971 er
ekki virt.
Einnig skal það tekið fram
af gefnu tilefni að þriðja at-
riði 2. greinar laga S.D.l. um
tilgang sambandsins hljóðar
svo:
Tilgangur sambandsins
er:
— að hafa afskipti af mál-
um sem varða dýr og velferö
þeirra.
Stjórn Sambands dýra-
verndunarféiaga tslands.
Merk útgáfustarfsemi
hjá Bjöllunni
I tilefni barnaárs Sameinuöu
þjóðanna vill bókaútgáfan Bjallan
vekja athygli á málefnum fjöl-
fatlaöra barna með útgáfu
bókanna DAGUR og ÉG SÉ ÞIG
EKKI.
DAGUR er frásögn móður af
lifi þroskahefts sonar síns. Bókin
er einlæg, en jafnframt gagn-
rýnin lýsing á þeim kjörum, er
þjóðfélagiö býöur þeim, er minna
mega sfn. Höfundurinn, Tordis
örjasæter, er lektor viö norskan
kennaraháskóla. Hún er kunn
fyrir störf sin á þágu þroska-
heftra.
Bryndis Viglundsdóttir, skóla-
stjóri Þroskaþjálfaskólans, hefur
þýtt bókina um Dag. Norræni
þýðingarsjóðurinn veitti styrk til
útgáfunnar.
ÉG SÉ ÞIG EKKI segir frá
bhndri stúlku og daglegu lili
hennar I heimi, sem fýrst og
fremst miöaður við heilbrigöa.
Höfundurinn, Palle Petersen,
hefur samið fjölda fræöibóka
fýrir börn og unglinga, þar sem
lögðer áhersla á samspil mynda
og texta. Arið 1974 fékk Palle
Petersen barnabókaverölaun
danska menntamálaráðuneytis-
ins og árið 1976 tilnefndi Félag
danskra sögukennara hann höf-
und ársins. Andrea Þórðardóttir
og Gisli Helgason þýddu bókina.
Jafnframt má geta þess, að
fyrir nokkrukom út hjá Bjöllunni
bókin ÆTTUM VIÐ AÐ VERA
SAMAN? eftir danska rithöfund-
inn Hanne Larsen. Bókin segir frá
daglegu lifi litils drengs, sem er
heilaskaðaður. Bryndís Víglunds-
dóttir þýddi bókina. Norræni
þýðingarsjóðurinn veitti styrk til
útgáfunnar.
Nánar verður sagt frá þessum
bókum siðar.
—mhg