Þjóðviljinn - 24.02.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.02.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. febrúar 1979 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 Þeir segja að það sé ánægjuefni að sem flestir gerist félagar í NFLR, en gera svo sitt ýtrasta til að ógilda rétt nýrra manna í félaginu Marteinn Skaftfells Átökin í Náttúru- lækningafélaginu 1 dagblöðunum hefur birst furðuleg fréttatilkynning frá form. og varaform. Náttúru- lækningafél. Reykjavikur, þeim Marinó Stefánssyni og Birni L. Jónssyni. Þeir slá þvi upp sem rosa- frétt, að fjölda fólks hafi verið safnað I félagið, eins og það sé eitthvað nýtt, þótt þaö hafi verið gert á þeirra vegum árum sam- an — og einnig nú. Vel mættu þeir muna næstsið- asta kjörfund, sem var skop- mynd af kjörfundi og hrein lög- leysa. Samt krafðist BLJ að hann skyldi haldinn. Og Marinó gerði enga athugasemd. En báðir voru þeir i stjórninni. A siðasta kjörfund var enn meiri smöluná vegum stjórnar- innar, — en liklega ekki að vilja form, Huldu Guömundsdóttur. Fræg er oröin „smölun” nokkurra tuga Hvergerðinga inn i félagið hér i Rvk. En „smalarnir” böröust gegn þvi, aöstofnuöyrðiþar deild, einsog sjálfsagt var og er. En hefði fé- lag verið stofnað þar, var ekki hægt að njóta atkvæða þessa ágæta fólks hér á fundum — I Reykjavik. Það er lóðið! Einnig nú, fyrir áramót, var „smalaö” þar inn I félagið. En ekki hefur heyrst, að Marinó og Björn hafi andmælt þeim. Þaö var stjórn NLFR, sem innleiddi „smölun” inn i félagið fyrir kjörfundi. — Og hvers vegna? Vegna þess, að þeir I stjórn félags og sambands, sem hafa STJÓRNLAUSA LONGUN til að deila og drottna, skynjuðu rénandi fylgi. Og þá var gripið til þessa drræðis. Enda brýtur þaðekki ibága við lög félagsins. En Nú gera þeir sig að viðundri meö fréttatilkynningu sinni, og þverbrjóta lög félagsins með aðgerðum sinum. Svo virðist sem þeir telji sig hafa einkarétt áað smala inn f félagið. En þeg- ar þeir eru beittir sömu „vopn- um” og þeir hafa innleitt og beitt, tryÚast þeir. 1 gær barst mér f hendur bréf, undirritað af Marinó, sem sent hefur verið hinum nýju félags- mönnum. Og i morgun er skýrt frá þvi i blöðum, að form. og varaform.,þ.e.Marinó ogBjörn L., vilji setja lögbanná aöalfund féiagsins á laugardaginn. I bréfinu segir Marinó, aö „margir” hafiekki vitað aö þeir væru skráöir 1 félagið. En skv. uppl. sem ég hef fengið, skýrði Marinó frá þvi á stjórnarfundi að 9 heföu ekki vitað það. Ljóst er, að einhver, eða ein- hver jir, hafa gleymt aö tala við fólk, sem þeir hafa skrifað á sinn lista. Þaö eru vissulega leiðinleg mistök. En 9 eru ekki margir af 800. Þá segir form. f bréfi sinu, að á listum séu „útlendingar, sem ekki hafi ríkisborgararétt”. — Vill form. ekki aö „útlendingar” kynnist náttúrulækningastefn- unni, nema þeir hafi ríkis- borgararétt? Vill form. ekki kynna sér lög félagsins? _ I niðurlagi bréfsins, mælist form. til að hinir nýju félags- menn svari bréfinu, eða mæti i skrifstofu NLFÍ og gangi form- lega inni'félagið.óski þeir þess. Ella veröi litið svo á, aö nöfn þeirra hafi veriö skráðá listana, án vitundar þeirra. Að sjálfsögðu þarf enginn aö sinna þessu. Og engínn ætti aö gera þaö. En hvar standa þeir, Marinó og Björn L. með að- dróttanir sinar um nafnafalsan- ir? I viötali við eitt blaöanna, segja þeir, „að ánægjuefni sé, að sem flestir gerist félagar i NLFR” en gerasvo sitt ýtrasta tíl aö ógilda rétt þeirra I félag- inu, þótt hinir nýju félagsmenn séu engu ógildari félagsmenn en þeir Marinó og Björn L. skv. lögum félagsins. — Þvl til sönn- unar skal birt hér 4. gr. lag- anna: „Félagar geta allir orðiö, eldri sem yngri. Atkvæðarétt og kjörgengi til trúnaðarstarfa hafa þeir einir, sem náð hafa 18 ára aldri, hafa veriö á félaga- skrá frá siöustu áramótum, og voru þá skuldlausir félagar.” Allar likur eru til, að þau 800, sem gengu inn f félagiö fyrir áramót, fullnægi þessum á- kvæðum. — 600 hafa þegar stað- fest inngöngu sina i félagið. — Annað hvort hefur þvi formönn- unum tekist, með bolabrögð- umsinum, og blygöunarlausum blekkingum að hrekja 200 úr félaginu, eð ekki hefur unnist timi til að ná til þeirra. Og þau 600, sem staöfest hafa inngöngu sina, neitar formaður að taka gild, og krefst lögbanns á aðal- fundinn. Þannig á að banna hin- um nýju félögum að njóta þess réttar, sem lög félagsins veita þeim. En þiö, nýir félagar, þurfið ekki að mæta til skrifta hjá for- manni. Látið ekki blekkjst af blekkjandi bréfi. — Mætið hik- laust i Háskólabló. kl. 1 á laugardag, og neytið réttar ykk- ar. En hryggja mun það margan, að Marinó, ágætisdrengur, skuli hafa tekið þátt i þessum leik þann veg, sem orðið hefur. Kunnur kóngur sagði: „Rikiö þaö er ég”. B jörn L. og Marinó, telja vís, að NLFR sé þeir. Og þeir eigi að ráða hverjir gangi i félagið. Þeir stóðu ekki að þessari söfnun félaga. — Þess vegna skal hún vera ógild. — Þess vegna heimta þeir lögbann á löglegar aðgerðir, sem eru þeim ekki að skapi. örvita af ótta horfa þeir nú i eggeigin vopna, sem núer beitt gegn þeim. —En áreiðanlega ekki til að ná völdum valdsins vegna, heldur til að vinna að umbótum með hinum nýja for- stjóra, sem ails staðar hefur getið sér ágætisorð fyrir sam- viskusemi og hæfni I starfi, —og með lengi þráðum lækni, sem vonandi heilsar Hælinu, áður en sumarsól kveður. M. Skaftfells Ofugmæli um heilsu- hæli NLFÍ svarad Starfskynning á Þjóðviljanum Þeir Gisli Glslason og Egill Þor-. Þeir eru I valfagi I skóianum sem finnsson I 9. bekk grunnskóla I nefnist Kynning atvinnuveganna Hliðaskóla dvöldust einn dag á og er þetta liöur I náminu. Þjóðviljanum á fimmtudag til að (Ljósm.: Leifur) kynna sér starfsemi blaðsins. Ferðamálaráð fslands: Fundur um ferðamál I Þjóðviljanum f dag birtist grein eftir einhverja önnu Guö- mundsdóttur.Höfundur er að visu ekki það kjarkmikil aö segja deili á sér nema með nafnnúmeri, en fyrri hluti þess er 0333, og af til- viljun er mér kunnugt um hvaö 1 tilefni fréttar á baksfðu Þjóö- viljans i dag föstudag 23. 2., þar sem rætt er við hr. Guöfinn Jakobsson um málefni Náttúru- lækningafélags Reykjavikur vil ég taka fram ef tirfarandi: 1 frétt- inni segir: „Guðfinnur sagði að heyrst hefði, að Jón Gunnar hefði m.a. safnað undirskriftum á fundi hjá Heimdalli eftir áramót, og væri formaður þess féiagsskapar ásamt öðrum á listunum”. Með þessum orðum er meðrangindum reynt að draga Heimdall, samtök ungra s jálfstæðismanna i Reykjavik inn i þær deilur, sem nú standa I NLFR. Jón Gunnar Hannesson lækna- nemi hefur ekki mér vitanlega komið á fund hjá Heimdalli til að safna undirskriftum eöa öðru. Og átök þessi i NFLR eru Heimdalli með álu óviðkomandi. Það erhins vegar rétt að ég undurritaöur sótti um inngöngu í NLFR f des- ember s.l. og hefi siðar ítrekaö þá umsókn. Það aö égskuli vera for- maður Heimdallar, hefur alls ekki á neinn hátt i för með sér það þýðir. Þaö er vafasamur heiðarleiki að skrifa þannig undir ádeilugrein af þessu tagi. Ég vil hér svara I stuttu máli nokkrum atriðum varðandi starfsemina i hælinu. 1. Höfundur dáist að þeim réttlætingu þess að draga félagiö inn í títtnefndar deilur eins og hr. Guðfinnur Jakobsson reynir að gera I tilvitnaðri fréttaklausu. Með sama rétti mætti þá draga Samband ungra sjálfstæðis- manna inn i málið en lögmaöur þeirra, sem hafa krafist lögbanns viö aöalfundi NLFR, er einmitt formaður S.U.S.. Og enn mætti halda þessum leikáfram oghalda fram að Þjóöviljinn stæði fyrir msölun i NLFR vegna þess að „heyrst hefur” aö Einar Karl Haraldsson ritstjóri hans hafi ný- legagengiöl NLFR. Auðvitaö eru ásakanir af þessu tagi fráleitar. Formenn féiaga og ritstjórar blaða hafa fullan rétt til þess að ganga i félög sem þeir hafa áhuga á, án þess að reynt sé aö setja þaö i annarlegt samhengi og draga félög þeirra eða blöð inn í máliö. Vona ég aö ofangreint nægi til að fullvissa menn um að Heimdallur hefur engin afskipti haft af deil- um og átökum i NLFR. Reykjavlk 23. 2. 1979 Kjartan Gunnarsson „nýja anda sem þar nú ríkir og hversu hinn nýi forstóri hefir get- að breytt andrúmslofti þessa stóra hælis á svo skömmum tima”. Hér er um furöuleg öfugmæli að ræða. Undir stjórn Arna As- bjarnarsonar hafði alla tiö rikt hin ákjósanlegasta eindrægni innan hælisins, aldrei orðið neinir alvarlegir árekstrar. Hinn „nýi andi” og „breytt andrúmsloft” lýsir sérm.a. i því, að forstjórinn hefir kallaöyfirsig einróma mót- mæli fjölmenns starfsmanna- fundar, sem hann hafðiekki kjark til að mæta á til aö standa fyrir máli sínu. Agreiningurinn gekk þaðlangt, að minnstu munaði aö til verkfalls kæmi. Þetta stóð i sambandi við hina gjörsamlega ástæðulausu uppsögn Heimis Konráðssonar, rafvirkjameist- ara, eins þarfasta iðnaðarmanns hæiisins, og veröur þaö mál seint þaggað niður til fulls, og með þeim aðgerðum hefir forstjórinn fyrirgert þeim vinsældum, er hann haföi aflað sér f upphafi. 2. Ekki er mér kunnugt um, aö i hælinu sé nú „allur annar aöbún- aöur á þeim sjúklingum sem þurfa álæknisþjónustuaðhalda”. Það er hreinasti tilbúningur bréf- ritara. Eina breytingin á læknis- þjónustu upp á siðkastið er ráðn- ing aöstoðarlæknis, og var hún gerð að ósk minni. Að öðruleyti mun ég ekki svara æsingaskrifum Onnu. 23.2.79 Björn L. Jónsson Ferðamálaráð Islands efnir til fundar um ferða- mál með framkvæmda- aðilum i ferðamanna- þjónustu hér á landi# fulltrúum frá ferðamála- nefndum sveitafélaga og áhugamönnum úr ferða- málafélögum, sem starfa víða um land. Fundur þessi verður haldinn á Hótel Sögu þriðjudaginn 27. febrúar nk. og hefst kl. 10.00. Er ætlunin að ræða skipulag og uppbyggingu . ferðamála i landinu, fá yfirlit yfir stööu þess- ara mála i dag og ræða fram- tiöarhorfur. Feröamálaráð telur nauðsyn- legt aö samfara kynningu er- lendis á íslandi sem ferðamanna- landi verði unnið markvisst aö uppbyggingu mótttöku og hvers konar þjónustu viö feröamenn hér heima og þá ekki sist í þágu Islendinga sjálfra og með þeirra þarfir I huga. Er þess vænst aö sem flestir framkvæmdaaðilar I ferða- mannaþjónustu hér á landi komi á fundinn. (Fréttatilky nning). Lif og land um helgina Maöurinn og umhverfiö Klukkan 9 árdegis hefst á Kjarvalsstöðum ráðstefna um manninn og umhverfiö, en Landssamtökin lif og land standa að ráðstefnunni. Ráöstefnan skiptist í þrennt, fyrir hádegi I dag verður fjallað um fortíöina, eftir hádegiö um manninn í nútfmanum og á morgun kl. 9 árdegis verður byrjað á umfjöllun um fram- tlöina. Fyrirlesarar eru fjölmargir, en ráðstefnunni veröur slitiö á morgun kl. 13. Ollum er heimill aðgangur. —AI Heimdallur og NLFR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.