Þjóðviljinn - 09.03.1979, Side 1

Þjóðviljinn - 09.03.1979, Side 1
Sjá bls. 3 Alþýðuflokkurinn biölar til íhaldsins: Vill mynda sam- stöðu á A1 Greiddi atkvœði gegn þingrofstillög- unni en „ef enginn statfhœfur meiri hluti vœri til á Alþingi vœri tímabœrt að rjúfa þing 1 gær var atkvæða- greiðsla um tillögu Sjálf- stæðisf lokksins um þingrof og nýjar kosningar. Tillag- an var felld að viðhöfðu nafnakalli með 39 at- kvæðum gegn 19. Allir þingmenn stjórnarf lokk- anna greiddu atkvæði gegn tillögunni og allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins með. Sighvatur Björgvinsson geröi grein fyrir afstööu þingflokks Alþýðuflokksins þar sem þvi er lýst yfir að rikisstjórnin verði að ljúka samningu efnahagsmála- frumvarpsins i þessari viku: ef það takist ekki muni Alþýðu- flokkurinn flytja frumvarp um efnahagsmál og láta reyna á hvort meirihluti er fyrir þvi i þinginu. Takist ekki að mynda „starfhæfan meirihluta” um - „úrræði i efnahagsmálum” telur flokkurinn „rétt og timabært aö rjúfa þing og efna til nýrra kosn- inga.” Það er augljóst af þessari sam- þykkt, að hin nýja skoöana- könnun Dagblaðsins hefur leitt til ofsahræbslu i herbúðum krata sem nú biðla opinberlega til Sjálf- Sighvatur: Eftir 60 thna tala ég við Geir. Ljósm.: Leifur stæðisflokksins, um hjálp viö aö knýja fram stefnu, sem er i grundvallaratriðum andstæö sjónarmiðum verkalýðs- hreyfingarinnar. Ihaldið hlakkar til Þessibiðlun fékk strax jákvæö- ar undirtektir þegar Sverrir Her- mannsson geröi grein fyrir at- kvæði sinu, en þá sagöi hann að i greinargerð Sighvats hefði allt komið fram sem segja þyrfti. „Éghlakka til að starfa með Sig- hvati” sagöi Sverrir siðan. Aður hafði Stefán Jónsson gert þá grein fyrir neii sinu að samvinnan hefði hvorki oröið til þess að „göfga Al- þýöuflokkinn eöa gera hann fróman” og það væri ekki gleði- legtað þurfa að vinna meöhonum i framtiðinni. Aður en atkvæði voru greidd um tillögu Sjálfstæðisflokksins var atkvæöagreiðsla um tillögu Braga Sigurjónssonar. Hún var felld meö 45 atkvæðum gegn atkvæði Braga eins, en 12 þing- menn Alþýðuflokksins sátu hjá. 1 gær var stuttur fundur i rikisstjórninni og annar verður i .dag þar sem unniö verður áfram aö vinnslu efnahagsmála- frumvarpsins. — Sjá samþykkt Alþýðuflokksins á bls. 13, —sgt Föstudagur9. mars 1979 Atvinnu- lausum fœkkar 1 febrúarlok voru atvinnu- lausir á skrá á öllu landinu alls 704, og hafði þá fækkað talsvertfrá janúarlokum, en þá voru 882 skráðir atvinnu- lausir. Atvinnuleysisdagar i febrúarmánuði voru samtals 13.371 á öllu landinu, en i janúar voru atvinnuleysis- dagar 20.809. 1 kauðstöðum voru 569 skráðir atvinnulausir i end- aðan febrúar, en 702 mánuöi áöur. 387 karlmenn voru á atvinnuleysisskrá i kaup- stöðum landsinsog 181 kona. 185 karlmannanna eru verkamenn og sjómenn, en 66 iðnaðarmenn. 148 kvenn- anna eru verkakonur og iðn- verkakonur. Atvinnuleysis- dagar i febrúarmánuöi voru samtals 10.631 i kaupstöðun- um, en voru 14.719 i janúar. 1 Reykjavik voru 287 skráðir atvinnulausir I febrúar (305 i janúar). Þar af 221 karlmaður og 66 kon- ur. 106 verkamenn og sjó- menn voru atvinnulausir og 41 iðnaðarmaður. 37 verka- konur ogiðnverkakonur voru á atvinnuleysisskrá I Reykjavik. Atvinnuleysis- dagar I höfuöborginni 1 febrúar voru samtals 4853. -eös Aðalfundur Einingar: Þorsteinn Jónatansson gekk úr félaginu 5i7. tbl.—44'. árg. Þennan heiðursmann hitti Einar Karlsson Ijósmyndari Þjóðviljans á Hringbrautinni f Reykjavlk f gærdag. Þarna var greinilega valin auðveldasta leiðin til að komast leiðar sinnar i borginni eins og færðin er þessa dagana. Allir veglr ófærir frá Reykjavík Ekkert lát ætlar að verða á vetrarhörkunum þótt komið sé fram í mars, heldur þvert á móti og sl. tvo sólarhringa hefur veð- ur verið með allra versta móti viða um land. I gær var hríð og skafrenningur allt frá Suðurlandi og til Norð-Vesturlands og var búist við að lægðin, sem þessu veðri veldur héldi áfram yfir landið sl. nótt þannig að hrið og skaf- renningur yrði um allt land. 1 gær voru alllr vegir út frá Reykjavik orönir ófærir og sama var að segja um vegi I Arnes- og Rangárvallasýslum og þar var raunar svo hvasst að ekki var fært aö aka. Eins voru all- ir vegir orðnir ófærir um Hvalfjörð, Borgarfjörö, Snæ- fellsnes og vestur um. Vega- geröarmenn bjuggust viö að eftir þvi sem veöurofsinn færðist norð- ur og austur yfir landið myndu vegir lokast I þessum landshlut- um. Hafliði Jónsson veöurfræðingur sagði i gær siðdegis aö sunnan og vestanlands myndi draga til all hvassrar n-austan áttar I dag og þótt drægi úr ofankomunni, mætti búast við miklum skafrenningi. Þaö er þvi ljóst að vegir lands- ins veröa viðast hvar ófærir, enda ekkert hægt að ryðja meðan bæði skefur og hriðar. -S.dór. i gær Um fimmleytið I gær fór rafmagn af dælustöð Hitaveitunnar að Reykjum I Mosfellsveit. Viðgerðarmenn I Reykjavlk áttu erfitt með að komast uppeftir vegna þess að mikill fjöldi bfla sat fastur á Vestur- landsvegi við Lágafell. Þrýstingur féll fljótlega og um kvöldmatarleytiö var orðið vatnslaust iefstuhverfum t.d. IKópavogiogá ýmsum stöðum I Reykjavik. Samkvæmt upplýsingum Hitaveitunnar I gærkvöld var útlit fyrir að hægt yrði að ljúka viðgerð fyrir miðnættið. Heita vatnið fór af Biræfnir áfengisþjófar: Brutu gat á nœsta hús vid lögreglu- stööina Tveir piltar, 14 og 15 ára gamlir, gerðu sér litið fyrir i fyrrakvöld og brutu gat með sleggju á járnbentan stein- vegg birgöageymslu ATVR á Artúnshöfða. Tóku þeir siðan að bera út áfengi I stórum stll. Lögreglustööin i Arbæ er i næsta húsi við birgða- geymsluna. Ekki varð lög- reglan þó vör við þetta stór- virka húsbrot, sem mun hafa tekið nokkurn tima, enda veggurinn 12 sentimetra þykkur og jarnbentur vel. Veghefill var að ryöja snjó á þessu svæði þegar innbrotiö var framið og munu sleggju- höggin hafa runnið saman viö hávaðann frá heflinum. Einn lögreglumaöur var á vakt þegar þetta gerðist, en tveir i eftirlitsferð. Maður sem var við vinnu þarna skammt frá gerði lög- reglunni aðvart. Lagði hún þegar til atiögu viö strákana og hafði betur að lokum. Piltarnir höföu borið út 33 flöskur af Tindavodka og 21 hálfflösku af kokkteil, þegar þeir voru ónáðaöir við iðju sina. Þeir voru yfirheyröir hjá Rannsóknarlögreglu rikisins I gær, en Barnaverndarnefnd tekur siðan ákvörðun um framhald málsins. -eös MOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.