Þjóðviljinn - 09.03.1979, Síða 3

Þjóðviljinn - 09.03.1979, Síða 3
Föstudagur 9. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Aöalfundur Einingar: Þorsteinn Jónatans- son gekk úr félaginu Sáttatillagan: Flugmenn samþykktu Flugleidir sögðu nei Nýjar aðgerðir boðaðar 16. mars Þorsteinn Jónatansson, sem árum saman hefur veriö meöal forvigismanna verkalýösféiags- ins Einingar á Akureyri sagöi sig ár félaginu á aöalfundi þess s.l. sunnudag. Ástæöan fyrir úr- sögninni var sú aö á fundinum var samþykkt tiliaga frá stjórn og trúnaöarmannaráöi um aö Sævari Frimannssyni, starfs- manni Einingar skyldi veitt inn- ganga i félagiö aö nýju og varö Þorsteinn undir i þeirri atkvæöa- greiðslu. Samkvæmt þeim heimildum sem Þjóöviljinn hefur aflaö sér, mun liggja að baki djúpur póli- tískur ágreiningur milli Þor- steins og Jóns Helgasonar, for- manns félagsins, sem áöur fyrr voru samflokksmenn i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, en siðar gekk Jón sem kunnugt er til liös viö Alþýöuflokkinn meö Birni Jónssyni. Sævar Frlmannsson er einn af forvigismönnum krata á Akureyri og skráöur ritstjóri Alþýöumannsins, sem reyndar hefur ekki komiö út siöan fyrir kosningar. Jón Helgason, formaöur Ein- ingar segir m.a. 1 viötali viö Norðurlandsem út kom i gær, aö siðan hann tók til starfa fyrir félagiö hafi allir starfsmenn þess veriöfélagsmenn. Þá segir Jón aö margir hafi setiö hjá á fundinum s.l. haust þar sem Sævari var vikiðúr félaginu meö 8 atkvæöum gegn 6, þar sem menn hafi ekki viljaö blanda sér i málið. „Miöaö við þá hefö sem hefur skapast,” segir Jón, ,,þá var þaö augljóst mál, aö þarna var spjótunum beint aö þessum ákveöna manni, án þess aö taka máliö fyrir á breiöari grundvelli. Þorsteinn Jónatansson vildi ekki tjá sig um þessa atburöi viö Noröurland en Sævar Frtmanns- son segir i viðtali viö blaöiö aö hann fagni þvi aö vera kominn i félagiö aö nýju um leiö og hann harmi aö sinn annars ágæti sam- starfcmaöur Þorsteinn skuli hafa tekið máliö svo illum tökum aö segja sig úr félaginu. „Þaö þykir mér afskaplega leiöinlegt, segir Sævar. I stjórn Einingar voru kjörnir: Jón Helgason, Akureyri, for- maöur, Eirikur Ágústsson, Dalvik, varaformaöur, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Akureyri, ritari, Gunnar J. Gunnarsson, Akureyri, gjaldkeri, Unnur Björnsdóttir, Akureyri, Þórarinn Þorbjarnarson, Akureyri, ólöf V. Jónasdóttir, Akureyri. Varamenn: Aöalheiöur Þorleifsdóttír, Akureyri, Matt- hildur Sigurjónsdóttir, Hrisey, Baldvin S. Baldvinsson, Akureyri, Guölaug Jóhanns- dóttir, Akureyri, og Karl Asgeirs- son, Akureyri. —AI Mokaði fjórum sinnum úr innkeyrslunni Maöur nokkur I Skerjafiröi hringdi til Þjóöviljans i gær og var heldur óhress. Sagöist hann vera búinn aö moka sig og bílinn þrisvar útá götuna þann daginn, en veghefill hefði jafnóöum skafiö þykku lagi fyrir innkeyrsluna aft- ur. Vildi hann beina þvl til gatna- máladeildar borgarinnar aö sýna örlitla tillitssemi og áleit heflana geta sncitt aöeins frá einnkeyrsl- unum. Rétt á meöan maöurinn var aö tala viö okkur kom hefillinn i fjóröa sinn — eöa fjóröi hefillinn, — og fyllti enn uppi skaröiö. Fór maöurinn þá út og náöi tali af stjórnandanum, en fékk þau svör, aö þeir gætu ekki veriö aö hugsa um smærri bilana, en yröu aö halda opnu fyrir þá stóru. Okkar maöur mokaöi enn, enda á góöum keöjum, en... Dýra- læknirinn tepptíst í 12 tíma 1 óveörinu I gærdag og gær- kvöld voru menn farnir aö óttast um dýralækninn '• Hvanneyri, Gunnar Orn Guöm. ion, en hann fór i gærmorgun á jeppa aö Geita- bergi í Svinadal. Ekki haföi frést til hans frá þvf um ellefu-leytiö i gærmorgun, þegar hann kom fram i Leirársveitinni uppúr tiu i gærkvöldi, og haföi ófæröin gert honum erfitt fyrir. Engin óhöpp höföu oröiö I allri ófæröinni þegar Þjóöviljinn hafi samband viö lögregluna i Reykjavik og úti um land. Vegir á Suöur- og Vesturlandi tepptust fljótt i gærdag og hætt var viö ruöning vegna byls og skafrenn- ings. Um ellefu-leytiö I gærkvöldi komu til Selfoss bilar sem lagt höföu af staö kl. 5 úr Reykjavík og höföu þeir fariö Þrengslin og ver- iö 6 tima á leiöinni. -AI Sáttaumleitanir i Flugleiöa- deilunni hafa nú siglt I strand, en stjórn Flugleiöa hafnaöi I gærdag þriöju miölunartillögu sátta- nefndarinnar og tilkynnti um leiö aö ekki yröi fallist á neinar launa- hækkanir til flugmanna. Flug- menn samþykktu hins vegar til- löguna meö nær öllum greiddum atkvæöum á félagsfundi I gær- kvöldi. Aö sögn Björns Guömundsson- ar.formanns FÍA var tillagan aö- gengileg þó ekki hafi hún þýtt fullan sigur fyrir Flugfélags- menn. 5 greiddu atkvæöi gegn til- lögunni en 32 samþykktu hana. Tillagan fól aö sögn B jörns i sér 6% launahækkun á ársgrundvelli fyrir þá hæst launuöu, en 14% til þeirra lægst launuöu. Hækkunin átti aö veröa i tveimur áföngum. „Meö synjun stjórnar Flugleiöa er ljóst aö þeir hafna jafnframt hugmyndum um jafnlauna- stefnu” sagöi Björn, sem ekki taldi aö afstaöa stjórnarinnar heföi haft áhrif á afstöu flug- manna. Flugfélagsmenn ákváöu á fundinum i gærkvöldi aö fella niö- ur boöabar aögeröir sinar i dag, sem standa áttu fram yfir helgi. Boöuöu þeir jafnframt nýjar aö- geröir sem hefjast skulu 16. mars, og sagöi Björn aö þann tima ætti stjórn Flugleiöa og rikisvaldiö aö geta notaö til aö leysa dieluna ef vilji væri fyrir hendi. í stuttu máli Má búast við fóðurskorti Tvö skip Sambandsins, Helgafell og Disarfell, sem áttu aö losa um 3000 lestir af fóöri nú um miðjan febrúar eru ekki enn komin til landsins. Töfinni valda miklar frosthörkur sem geisaö hafa I Noröur-Evrópu þaö sem af er þessu ári. Fréttabréf SIS hefur þaö eftir Siguröi Á. Sigurössyni deildar- stjóra Fóöurvörudeildar, aö ekki ætti aö vera nein hætta á fóöur- skorti af þessum sökum. SÓ. Veður hamlar loðnuveiðum Sáralltil loönuveiöi var 1 gærdag, aöeins 12 bátar tilkynntu um afla, samtals 2.200 tonn. Veöur var mjög slæmt á miöunum og - ekki útlit fyrir aö þaö lagist i dag. Aöal veiöisvæöiö er nú djúpt út af Faxaflóanum. Sólarhringinn á undan veiddust samtals 12.700 tonn af loönu og er þá heildaraflinn kominn uppi um 430 lestir og ef fariö veröur aö tillögum fiskifræöinga um aö veiöa aöeins 450 þús. lestir, þá tekur þaö ekki nema einn eöa tvo sólarhringa i góöu veöri aö fylla þann kvóta. —S.dór Þrennir nemendatónleikar Þrennir nemendatónleikar veröa haldnir nú um hclgina á veg- um Tónlistarskólans I Reykjavik. Þeir fyrstu eru kammertón- leikar i Norræna húsinu i kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Þar veröa leikin trlo eftir Correlli og Beethoven og klarinettkvintett eftir Mozart. A laugardag kl. 14.30 veröa tónleikar yngri deildar I Austur- bæjarbiói. Þar veröur mjög fjölbreytt efnisskrá, einleikur og samleikur á pianó, fiölu, flautu og klarinett og einnig kemur hljómsveit yngri deildar fram á tónleikunum. A sunnudag kl. 14.30 veröa svo haldnir burtfararprófstónleikar Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara í .sal Tónlistarskólans Skipholti 33. Aögangur aö öllum þessum tónleikum er ókeypis og eru velunn- arar skólans velkomnir. Flug lá að mestu niðri Flug lá aö mestu niöri I gær. Aöeins ein millilandaflugvél lenti á Keflavlkurflugvelli snemma morguns, en tvær vélar á Noröur- Atlantshafsleiöinni flugu yfir seinna um daginn. Flugi til Lundúna var aflýst, en þangaö átti svo aö fljúga i dag. Innanlandsflug lá niörihjá Flugleiöum, en enn var veöur fyrir flugvélar Flugfélags Austurlands til aö athafna sig I gær. Skrúfudagur Vélskólans á morgun Skrúfudagur Vélskóla tslands, þe. árlegur kynningar og nem- endamótsdagur skólans, veröur haidinn á morgun, laugardaginn . 10. mars kl. 13.30-17.00. Þennan dag gefst væntanlegum nemendum og foreldrum þeirra — svo og forráöamönnum hinna yngri nemenda og öörum sem áhuga hafa — kostur á þvi aö kynnast nokkrum þáttum skólastarfsins. Nemendur veröa viö störf I öllum verklegum deildum skólans, I vélasölum, raftækjasal, smlöastofum, raf- eindatæknistofu, stýritæknistofu, kælitæknistofu og efnarann- sóknastofu. Nemendur munu veita upplýsingar um tækin og skýra gang þeirra. Þá veröa kaffiveitingar á vegum Kvenfélags- ins Keöjunnar I veitingasal Sjómannaskólans frá kl. 14. Nemendur Vélskólans búa sig undir hagnýt störf i þágu fram- leiösluatvinnuveganna og má þvi búast viö aö marga fýsi aö kynnast þvi meö hvaöa hætti þessi undirbúningur fer fram, en á siöariárum hefur ör þróun veriö i kennsluháttum skólans. Skólinn telur ekki siöur mikilvægt aö halda tengslum viö fyrr- verandi nemendur og álitur þaö vera til gagns og ánægju fyrir báöa aöila. Fundur AB Selfossi frestað Blaöiö hefur veriö beöiö aö vekja athygli á, aö almennum og opnum fundi Alþýöubandalagsins á Selfossi, sem auglýstur haföi veriö 11. mars, hefur veriö frestaö til 18. mars. -AI Ráðunautur Búnaðarfélag íslands óskar að ráða ráðu- naut i alifugla- og svinarækt á þessu ári. Hluti úr starfi kemur til greina. Umsóknarfrestur er til 1. júni 1979. Búnaðarmálastjóri. Námskeið Verslunarmannafélag Reykjavikur hefur ákveðið að auglýsa eftir þátttakendum i fyrirhuguðu námskeiði Félagsmálaskóla alþýðu i ölfusborgum 25. mars næstkom- andi. Meðal námsgreina má nefna: Hópefli (leiðbeining i hópstarfi) Skráning minnisatriða. Fundarstörf félagsstörf og ræðugerð. Trúnaðarmaðurinn á vinnustað. Vinnulöggjöf, vinnuverndarmál og fræðslumál. Saga verkalýðshreyfingarinnar. Skipulag og starfshættir samtakanna o.fl. Námskeiðið fer fram i fyrirlestrum, hópstarfi, umræðum og æfingum. Verður unnið flesta daga frá kl. 9.00-19.00 með hléum. Leitast verður við að koma á list- kynningum og umræðum um menningar- mál. Kostnaður félagsmanna sem þátt taka i námskeiðinu mun verða greiddur sam- kvæmt reglum þar að lútandi. Þar sem þátttaka er takmörkuð þurfa þeir félags- menn V.R., sem vilja nota þetta tækifæri að hafa samband við skrifstofu V.R. Hagamel 4, simi 26344 eigi siðar en þriðju- daginn 13. mars næstkomandi. Verslunarmannafélag Reykjavíkur \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.