Þjóðviljinn - 09.03.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.03.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Tekjur ríkissjóös þurfa að aukast til að hann geti betur leyst af hendi það hlutverk sitt að jafna kjör manna. («isli (iunnarsson Drög að vinstri sinnaðri umbótastefnu Ég opna varla islenskt dag- blað án þess að lesa þar kvart- anir um alls kyns niðurskurði I félagsmálum og menningar- málum. Samtimis þessu heyrast háværar kröfur frá krötum og framsóknarmönnum um aukinn niðurskurðopinberragjalda. Og skv. frétt i Þjv. lýsti Ólafur Ragnar Grimsson þvi yfir á félagsfundi Alþb. i Reykjavik, að sveitarfélögum yrði senni- lega ekki heimilað að bæta sér upp tekjutap vegna verðbólg- unnar með þvi að hækka iltsvar- ið. Væri ástæðan andstaða , verkalýðsforystunnar. Mér skilst einnig aö nú séu flestir, jafnt á vinstri og hægri væng stjórnmálanna, farnir að kvarta undan „skattpining- unni” á Islandi. Annars vegar eru sem sagt kvartanir um niðurskurð opin- berra gjalda. Hins vegar eru kvartanir um háar opinberar tekjur (þ.e. háa skatta). Þeir sem kvarta um lág opinber út- gjöld tengja ekki kvartanirnar kröfum um hærri opinberar tekjur. Þeir sem kvarta um háar opinberar tekjur tengja kvartanirnar ekki kröfum um lægri útgjöld til félags- og menntunarmála. Undantekn- ingar eru 1 báðum tilfellum til, en þær eru mjög fáar. Venjan er súað sömu einstaklingar kvarti undan háum tekjum og litlum útgjöldum þess opinbera. Það virðist sem flestir Islend- ingar séu orðnir svo vanir þvi að opinberir sjóðir eru reknir með tapi að þeir eru hættir að tengja þar saman gjöld og tekj- ur. Þetta væri skiljanlegt ef fólkið væri sátt við að hafa 50 — 70% árlega verðbólgu, þ.e. hall- inn verði áfram greiddur með aukinni seðlaútgáfu eða er- lendri lántöku. En þannig er málum engan veginn háttað,þvi aö samtimis er sett fram krafa um minni verðbólgu! Með öðrum orðum: Dæmið gengur engan veginn upp. Vesælir stjórnmálaleiðtogar, e.t.v. i' góðu samstarfi viö verkalýðsleiðtoga og þjóðlega atvinnurekendur, verða þvi að höggva á hnútinn. „Nýkrata- lausnin” sem Olafur Jóhannes. son virðist nú hafa fallist á, er einföld en ruddaleg: Skera skal miskunnarlaust niður öll opin- ber gjöld. Auðvitaðerþettahægri lausn. Vinstri lausnin er að auka tekj- ur rikissjóðs meö hærri skött- um, draga úr einkaneyslu ann- arra en láglaunahópa, og standa þannig undir aukinni samneyslu i formi félagslegra og menningarlegra umbóta. Én enginn býður upp á þessa lausn. Tillögur Alþýðubandalagsins til lausnar efnahagsvandans ganga út á það að ekki megi skerða einkaneysluna nema hjá sérstökum og mjög fámennum hálaunahópum en samtimis má helst ekki skeröa samneysluna að heinu ráði. Til að dæmið gangi upp verður þvi aö stækka þjóðarkökuna og það skal gert með þvi að auka framleiðnina. Hérerum langtimamarkmið að ræöa en nýkratalausnin felur hins vegar i sér skammti'maað- gerðir, þetta tvennt getur vel fariö saman. En þar sem fram- leiðniaukning tekur tlma er ný- kratalausnin samþykkt aö hluta, tekið er undir kröfur um niðurskurb hjá þvi opinbera að vissu marki. Niðurskurðartil- lögur Alþýðubandalagsins eru án efa sumar gagnlegar, en kynduglega kemur mér það samt fyrir sjónir að krafist er sparnaðar við rannsóknir i þágu atvinnuveganna samtimis þvi sem kröfur eru gerðar um aukna stjórn rikisins á atvinnu- vegunum. Skilgreining á vinstri lausn. Eins og áður er vikið að: Enginn núverandi stjórnar- flokka býður upp á hreinrækt- aða vinstri lausn i umræðunum um efiiahagsmál. Rétt er að út- skýra betur hver hún er, til að hindra útúrsnúning hugsan- legra andstæöinga þessara skrifa minna. Vinstri iausnin felur I sér aukningu á kjara- jöfnunarhlutverki opinberra sjóða.Hér er um að ræða kjör 1 merkingunni rauntekjur, t.d. framlög til byggingarmála og margvislegustu tryggingar- starfsemi (f jölskyldubætur, ellilifeyri, öroricubætur o.fl.). Hér er einnig um að ræða kjör I merkingunni menningar- og uppeldisstarfsemi. Það virðist sem I öllum um- ræðunum um tekjur og gjöld rikis- ogsveitarfélaga hafi verið einblint á stjórnunarhlutverk þeirra. En i nútimasamfélagi er kjarajöfnunarhlutverk opin- berra sjóða stöðugt þýðingar- meira. Um nauðhyggju til hægri og vinstri Tveir, aö þvi' er virðist ólikir hópar, eru mjög ósammála þvi sem að ofan hefur verið ritað. Annar hópurinn er hægri sinn- aðir hagfræðingar. (Flestir hagfræðingar eru mjög hægri sinnaðir.) Hinn hópurinn eru sjálfskipaðir „vinstri byltingar- menn”. Niðurstöður hópanna eru svipaðar. Hægri mennirnir afneita ekki kjarajöfnunarhlutverki þess opinbera. En þeir telja að svo mikið fari i súginn I leiðinni að bestsé aðtakmarka það sem mest. Helsti hugmyndafræð- ingur þessa hóps er Milton Friedmann og helsti fram- kvæmdaaðili Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn. I Vestur-Evrópu má m.a. finna þessar hugmynd- ir á þremur stöðum: 1. Flokki Glistrups i' Dan- mörku. 2. Hægri armi enska ihalds- flokksins. 3. Framsóknarflokki, Alþýðu- flokki og Sjálfstæðisflokki á Islandi. Sjálfskipuðu „vinstri- byltingarmennirnir” afneita heldur ekki kjarajöfnunarhlut- verki hins opinbera, en þeir benda á að ,,það sé til að lappa upp á auövaldsþjóðfélagið og slæva baráttuvitund verkalýðs- ins.” Auk þess hljóti rlkisvald ávallt eðli slnu samkvæmt ,,að vera fjandsamlegt verkalýðn- um i auðvaldsþjóðfélagi”, og þvieigiað veikja þaðmeð þvi að veita þvi sem minnst fé. Margt fleira er sameiginlegt hópunum tveimur en niöurstað- an (krafa um lága skatta). Má þar fyrst og fremst nefna efna- hagslegu nauðhyggjuna (deter- minismann) „Allt erundirorpið óhjákvæmilegum lögmálum markaðs og/eða stéttarbar- áttu”. ,,AÖ eins að takmörkuöu leyti er maöurinn herra sinnar eigin þróunar.” Þeir sem halda öðru fram eru taldir vera ó- raunsæir og hættulegir draum- óramenn og svikarar við efna- hagslegar framfarir og/eöa stéttarbaráttu. Viðbúnaður hreyfingar okkar Hvernig var Alþýðubandalag- ið og verkalýðshreyfingin hug- myndalega undirbúin skyndi- legri tangarsókn öfgafullrar efnahagslegrar frjálshyggju á Islandi? Einu getum við strax sleeið föstu: Þvi miður hefur Alþýðubandalagið litla sósial- demókratiska umbótahefö til aö byggja á, — raunar hefur enginn islenskur stjórnmálaflokkur lengur slika hefö sem hann virö- ir. Alþýðubandalagiö og stuön- ingsmenn þess I verkalýðs- hreyfingunni hafa löngum veriö I stjórnarandstööu ’ og fengið eldskirn i harðri launa- baráttu, ekki si'st gegn rikis- valdinu. Við þessa staöreynd má bæta tveim hugmyndaleg- um hefðum: Andstöðu byltingarmannavið rikisvald og andúð frumframleiðenda á öll- um útgjöldum til allrar yfir- byggingar. tJtkoman verður fremur hreinræktuð kjara- hyggja (ekonomismi) sem er blönduö áherslu á þjóðlega at- vinnuvegi. Þessi kjarahyggja fellur raunar prýðilega i farveg efnahagslegrar frjálshyggju meðan ,,nóg” er til skiptanna. Hugmyndafræðileg út- skýring Hugmynd min um nauðsyn þess aö tekjur ríkissjóðs aukist til aö hann geti betur leyst af hendi kjarajöfnunarhlutverk sitt þýðir að ég hafna öllum ein- földunarlikunum um eöli rikisvaldsins. Rikisvaldið verð- ur þá samkvæmt skilgreiningu minni margþætt fyrirbæri sem m.a. endurspeglar valdahlutföll mismunandi stétta hverju sinni og hefur um leið áhrif á þessi valdahlutföll. Rikisvald er ekki aðeins endurspeglun hlutfallslegs styrks mismunandi stétta, heldur felur það fyrst og fremst isér skipulag manna til aölifa i samfélagi. Ekkert samfélag er til án skipulags og almennra reglna. Markmið sósialiskrar baráttu er þvi ekki að afnema rikisvaldið heldur að hindra aö það sé notað sem kúgunartæki auðvaldsins á verkalýönum. Hér hafna ég öllum nauð- hyggjuskýringum á rikisvald- inu, bæði „frjálshyggjukenning- unni” um rikisvaldið sem óhjá- kvæmilega eyðsluhit og vél- rænu „byltingarkenningunni” um rikisvaldið sem hreinrækt- aða endurspeglun rikjandi framleiösluhátta. Mikla áherslu verður að leggja á afstæðni. Lögmál um mannlegt samfélag án tillits til tima eöa rúms eru aðeins mjög almennur leiðarvisir, sem stöð- ugt veröur að endurskoða. Pólitiskir lærdómar þessara hugmynda eru einkum þeir að markmið sósialískrar baráttu á tslandi er ekki að bylta rikis- valdinu, heldur að auka tök verkalýösstéttarinnar á þvi og skapa þannig umbætur i efna- hags-og félagsmálum, sem eru verkalýðsstéttinni I hag. Tiltölulega mikilvægasta sósi- aliska baráttan felst I þvi að auka völd sósialista istofnunum rikisvaldsins eins ogá þingi og I sveitarstjórnum. Þessi stað- reynd er ekki I neinu ósamræmi viö nauösyn öflugrar baráttu i verkalýðshreyfingunni og öör- um .hagsmunasamtökum eða i menningarsamtökum. Lágu skattarnir á íslandi Þegar ég skrifa aö það sé nauðsynlegt að stækka opinbera geirann i þjóðartekjunum á Islandi til að auka kjarajöfnuð- innernauðsynlegtað gera grein fyrir nokkrum einföldum stað- reyndum sem flokkar og fjöl- miðlar á Islandi, jafnt til hægri og til vinstri, hafa vandlega þagað um. • A Islandi er markmiðið að opinberi geirinnséekkihærri en 30% þjóðartekna. I öðrum Vestur-Evrópulöndum er hann á bilinu 40 — 60%. I Bandarikj- unum er hann um 35%. I velferðarrlkinu Svlþjóð er opinberi geirinn nú um 60% þjóðartekna. Það er markmið thaldsflokksins að lækka hann niður 150%. Þetta telja allir aðr- ir sænskir flokkar vera hægri sinnaða afturhaldsstefnu! • Skattar eru lægri á Islandi en I löndum Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku. Þeir eru t.d. talsvert lægri en I Bandarikjun- um. Miðað við Bandarikin eru það einkum eignaskattar og fast- eignagjöld sem eru lág á tslandi. tengilsaxneska heimin- um eru tekjustofnar sveitar- félaga aðeins þessir skattar og „skattauppreisnin” margum- talaða i Bandarlkjunum snýst aðeins um þá. Yfirleitt kemur það út- lendingum kynlega fýrir sjónir þegar þeir heyra aö gatnagjöld og sorphreinsun sé á tslandi mest greidd með tekjuútsvör- um! Ef miðað er við önnur Norður- lönd eru allir skattar nema fyrirtækjaskattar mjög lágir á Islandi. Jaðarskattur á sænsk- um hátekjum er I dag 85 — 87%, og er þó þar um staðgreiðslu skatta aö ræða. Hæsti jaöar- skattur á Islenskum tekjum nú miðað við 40% árlega veröbólgu er um 45%. Þetta er tvimæla- laust lægsti hátekjuskattur i , Evrópu (og einnig ef miöað er við Norður-Ameriku). • A Norðurlöndum fer stærsti hlutinn af tekjum þess opinbera til kjarajöfnunar. Er hér átt við styrki til húsnæðismála, skóla- og menningarmála, sjúkrahúsa og tryggingarmála og fjölsky ldubóta. Afturverður hér tekið dæmi af þvl Norðurlanda sem ég þekki best til, Svi'þjóð. Þótt skattar séu teknir þar af lágtekjum, eru þeir samt yfir- leitt miklu lægri en þeir styrkir sem lágtekjufólk fær. Ég tek hér dæmi af meðalfjölskyldu, hjón- um með tvö börn. Rauntekjur fjölskyldunnar eru launatekjur að ffádregnum sköttum en viö- bættum styrkjum. Fyrst þegar launatekjur f jölskyldunnar nema yfir 3800 sænskum krón- um (280.000 islenskum krónum) á mánuði verða skattar hærri en styrkirnir. Með öðrum orö- um: Lágtekjufólk er i reynd skattfrjálst. Hins vegar eru mjög háir skattar á hátekjum eins og fyrr var vikið aö. Nokkrar umbótahug- myndir Fyrst ber að stefna að þvi að láta tekjur og gjöld allra opin- berra aðila veranokkurn veginn jafrihá. Annað er ekki for- svaranlegt miðað við þann skort á innlendum sparnaði (vegna verðbólgunnar) sem rlkir. A- framhaldandi hallabúskapur þess opinbera stefnir sjálfstæði þjóðarinnar I hættu. Staðgreiðslukerfi skatta þarf aðinnleiða sem fyrst! Samhliöa yrðu skattar á nauðþurftartekj- um annað hvort afnumdir eða þeir jafnaöir með auknum félagslegum styrkjum. Jaðar- skattar hátekna hækki I 75%. (Hins vegar þarf að endurskoða skatta á gróða fyrirtækja þann- ig að fjárfesting gróðans borgi sig.) Eignaskattur verði stór- hækkaður og sama gildir um fasteignagjöld. Markmiðið er að tekjuútsvörin renni óskipt til félags- og menntamála i sveitarfélögunum eins og upp- haflega var gert ráö fyrir við innleiðingu útsvara. Gjöld af fasteignum eiga aö standa fyrir þeim verklegu framkvæmdum sem þéttbýlið og kröfur um bættar samgöngur hafa skapað. (Styrkir til beinna atvinnufram- kvæmda I sveitarfélögunum eiga ekki að fjármagnast með skattheimtu sveitarfélaga). Að sjálfsögðu á að vera áfram möguleiki til einhverra eftir- gjafa fasteignagjalda ef tekjur eru mjög litlar. Eins og sakir standa er eign (eða eignarleysi) eigin ibúðar- húsnæðis betri mælikvarði á kjör á Islandi en launatekjur. Þess vegna þarf mikið opinbert fé að renna til húsnæðismála, bæði til byggingar nýs húsnæðis og til að greiða niður húsnæðis- kostnað lágtekjufólks. Hag barnaf jölskyldna þarf al- mennt að bæta. Betra er að framkvæma sllkar kjarabætur meðbeinum styrkjum enniður- greiðslum landbúnaðarafurða. Stórbæta þar allan aðbúnað skólafólks. Sérstaklega þarf að jafna stöðu ungs fólks til náms þannig að þvi sé ekki lengur mismunað eftir búsetu á land- inu. Góð byrjun væri ef rikis- sjóður tæki aðsér aðgreiða laun starfefólks mötuneyta heima- vistarskóla. En meira þarf að koma til. Léleg aðstaða unglinga og barna á landsbyggðinni til menntunar, sem skýrast kemur fram I háum mötuneytiskostn- aði, er mesta hneykslið i islenskum skóla- og félagsmál- um i dag. Ég hef ákveðið að gera lausn þéssa máls að mæli- kvarða minum á þaðhvort nú- verandi stjórn telst á einhvern hátt vera vinstri stjórn. Ég skora á aðra sem eru i vafa um eðli þessaar stjórnar að gera slikt hið sama. Almennt má segja að gera þarf kröfur um að Island standi á svipuöu stigi og önnur Norður- lönd I félags- og menntunarmál- um. Norðurlönd standa hér á svipuðu stigi og riku löndin i Efnahagsbandalaginu eins og Vestur-Þýskaland og Benelux- löndin. „Fátæku löndin” i'Efna- hagsbandalaginu stefna að þvi að ná þeim ríku i félagsmálum. Krafan um að Island standi hérjafnfætis öðrum Norðurlönd- um er þvi ekki aðeins réttlætis- krafa, hún varðar einnig mögu- leika landsins til að verða ekki aftur úr i evrópskri þróun. Ég gæti haft óskalista minn miklulengri. Þannig hef ég ekki minnst á atvinnumál, styrki til atvinnuveganna, breytingar á skipulagi þeirra, gróðamyndun og eignahaldi. En vissa tak- mörkun verður hér aö gera. Ég læt mér þvl nægja að lýsa yfir stuöningi mínum við flest það sem Alþýðubandalagið hefur sagt um þessi mál i efnahags- . málatillögum ogályktunum sin- um að viðbættu einu atriði: Það þarf lika að herða eftir- litið meö útflutningsversluninni. (Það gleymdist að taka þennan lið með I efnahagsstefnuskrá Albl., vafalaust fyrir vangá). Lundi 25. febrúar 1979 Gisli Gunnarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.