Þjóðviljinn - 10.03.1979, Síða 4

Þjóðviljinn - 10.03.1979, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. mars 1979. DIOBVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: lUgáfufélag Þjóöviljans Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýslngastjóri: Kúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefónsson, Guöjón Friðriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttlr: Halldór Guö- mundsson Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaö- ur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. JOnasson, Kristln Pét- ursdóttir Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bllstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónadóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgrelösla og auglýslngar: Slöumúla 6, Reykjavlk. slml 8 1313. Prentun: Blaöaprent hf. Stjórnardeilan í hnotskurn • Þegar jafnvel þingmenn eru orðnir svo áttavilltir í langvinnu efnahagsmálaþrasi að þeir telja erfiðleika núverandi stjórnarsamstarfs snúast um hegðunarvanda- mál innan Alþýðuf lokksins er kominn tími til þess að staldra við og reyna að komast að kjarna þeirra deilna sem uppi hafa verið. Gengisfelling orðsins í umræðunum um verðbólgumálin er ekki síður hrikaleg en gengisfall krónunnar á síðustu árum. Engu að síður er það skylda okkar að reyna að grilla í veruleikann í öllum orðavaðl- inum. • I hnotskurn má segja að togstreitan um skiptingu þjóðarteknanna hafi færst af vettvangi verkfalisátaka og kröf ugangna inn í ríkisstjórn. i stað opins stríðs milli verkalýðshreyfingar og ríkisvalds er komið innra stríð stjórnarflokkanna þar sem Alþýðubandalagið er annars vegar og berst fyrir hagsmunum verkalýðshreyfingar- innar og millif lokkarnir tveir hins vegar sem tvístíga milli samstarfs og stríðs við verkalýðssamtökin. • Kaupmátturinn og atvinnan eru meginásarnir sem átökin standa um. Stjórnarflokkarnir eru sammála um að höfuðviðfangsefnið sé að koma verðbólgunni,sem til lengdar ógnar baeði lifskjörum og efnahagslegu sjálf- stæði,verulega niður. Stjórnarf lokkarnir eru hinsvegar ósammála um hvernig verðbólgubaráttuna eigi að heyja og hvernig hún eigi að snerta atvinnustigið og kaupmátt- inn. • Sósíalistar hafna alfarið þeirri leið sem Alþýðu- f lokkurinn hefur lagt of urkapp á að farin verði í barátt- unni gegn verðbólgunni, að þrýsta niður almennu kaup- gjaldi um leið og kreista á saman hagkerfið með stór- felldum samdráttaraðgerðum í óvissu atvinnuástandi. I þessu sambandi heldur Alþýðubandalagið því fram að orsaka verðbólgunnar sé hvorki að leita í vísitölukerf inu nénúverandi kaupmætti almennra launa. Staðreyndin er sú að kaupmáttur tímakaups hef ur ekki vaxið hér á landi í 30 ár. Nú á síðustu mánuðum hef ur hann verið svipaður og kaupmáttur tímakaups hefur komist hæst áður, 1973 og 1947, þegar sósíalistar hafa setið i ríkisstjórn. Á milli hefur hann svo sigið niður fyrir öll velsæmistakmörk. • Skýringin á því hversvegna Islendingar búa við nokkur efnalag gæði er ekki fólgin í háu kaupi heldur í yfirgengilegum þrældómi og löngum vinnutíma. (s- lenska auðvaldskerf ið hefur ekki brugðist við kröfum um bætt lífskjör með þeirri hægræðingu og breytingu á atvinnuháttum sem eðlilegt hefði mátt teljast. Það er meginskýringin á verðbólguvandanum. (slenskir at- vinnuvegir eru illa tækjum búnir, illa stjórnað og fram- leiðni alltof lítil. Þar fyrir utan hefur Sjálfstæðisflokk- urinn afrekað það á löngum stjórnarferli sínum að hlúa að skjólstæðingum sínum í yfirbyggingu þjóðfélagsins með þeim hætti að hún er nú of vaxin og útblásin út fyrir öll skynsamleg mörk. • Alþýðubandalagið leggur því ríka áherslu á að brugð- ist i sé við verðbólguvandanum með jákvæðum hætti, uppbyggingu islenskra atvinnuvega, aukinni fram- leiðslu og framleiðni, en ekki með neikvæðum niður- skurðar- kauplækkunar-og samdráttaraðgerðum. Sam- tímis hefur Alþýðubandalagið skorað á samstarfsf lokka sina að leggja nú til atlögu við yfirbygginguna í þjóðfé- laginu og knýja þar fram stórfelldan þjóðhagslegan sparnað. Því reynir nú á hvort Alþýðuflokkurinn og Framsóknarf lokkurinn þora að hrófla við bankakerfinu, tryggingafélögunum, þreföldu olíudreifingarkerfi, smá- heildsalakerfinu, óráðsiunni í innf lutningsversluninni og bruðlinu i rikisrekstrinum. • Slíkur þjóðfélagsuppskurður gæti skilað varanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Hinsvegar er tómt mál um það að tala að breyta vísitölukerf inu þann- ig að það verji ekki launafólk og lífskjör þess f yrir verð- hækkunum. Verkalýðshreyf ingin er reiðubúin til þess að semja um það með skynsamlegum hætti hvernig skipta eigi kostnaðinum af ytri áföllum þjóðarbúsins. En hvorki hún né Alþýðubandalagið munu nokkurntímann styðja stjórnarstefnu sem hefur kjaraskerðingu og skipulagt atvinnuleysi að megininntaki. Heimatilbúin rekstrarvandamál atvinnuveganna og verðbólguna sem af þeim staf ar verða stjórnvöld að glíma við með því að stuðla að breytingum á þjóðfélagsgerðinni og atvinnu- háttum í landinu. Það er þessi stefna sem sósíalistar munu freista til hins ýtrasta að gera að stjórnarstefnu. Vegur Framsóknarf lokks og Alþýðuflokks yrði meiri en nú ef þeir f éllust á að f ramfylgja henni. — ekh ! Barlómurinn | og blindan , „Umræöan um efnahagsmál Ihér á landi siðustu misseri er engu að siður verðbólgin en efnahagslifið sjálft. Stjórn- ■ málamenn eins og leggja sig i Iframkróka um aö vekja á sér athygli meö ómerkilegri aug- lýsingamennsku og raunveru- ■ legt starf kemst ekki á dagskrá IAlþingis fyrir látlausum mál- fundum. Gengisfelling krónunn- ar hefur verið mikil, gengisfall ■ orðsins engu minna. Af umræö- Ium mætti ætla stundum aðþjóð- in byggi við önnur móöuharð- indi, annar hver maöur kominn Iá vonarvöl og byggi við sult og seyru. Umræðan um verðbólg- una er orðin eins og verðbólgan sjálf; hún bregður sér i allra kvikinda liki, afmyndar um- hverfi sitt og villir mönnum sýn.” Þannig hóf Svavar Gestsson Iviðskiptaráðherra mál sitt í út- varpsumræðunum frá Alþingi i vikunni. Svo steinblindir eru • menn orðnir á þvi aö rýna i Iverðbólgutölurnar aö þeir sjá ekki lengur skóginn fyrir trján- ísland langbest sett Þaö er því hressandi og eykur mönnum yfirsýn þegar ástandið á Islandi er borið saman við það sem uppi er á teningnum i öör- um löndum. Þannig var í vik- unni útvarpsviðtal við Björn Matthiasson sem starfað hefur sem hagfræðingur hjá Friversl- unarbandalaginu i Genf. Sá samanburður sem hann gerði i viðtalinu gæti rifið einhverja upp úr hugarvili veröbólgu- þrassins. Björn Matthiasson var i við- talinu fyrst spurður að þvi hvernigefnahagsástandiö væri i EFTA-rikjunum. — „Það má eiginlega segja að flest EFTA-rikin hafi komist tiltölu- lega vel út úr efnahagskrepp- unni sem hefur gengið yfir allt frá þvi að oliuverð hækkaði 1974. Þar undan má skilja Finnland og Portúgal. 1 Portúgal stafar þetta að sumu leyti af þeim stjórnmála- erfiðleikum sem þar hafa geng- ið yfir. Þar hefur halli á greiðslujöfnuöi verið mjög mik- ill, en aö þvi er okkur virðist eru þeir komnir yfir það versta, þó þeir eigi langt i land með að jafna sig. Finnar hafa orðið að búa við J mikið atvinnuleysi og þaö mál I er engan veginn leyst. En i hin- I um löndunum hefur verið hægt J að komast út úr þessu án telj- j andi aukning atvinnuleysis. island hefur náttúrlega veriö I þarna langbest sett, ekkert at- , vinnuleysi orðið aðþola og hefur ■ getaö haft nokkuð góðan hag- I vöxt, og er núna komið yfir | verstu greiðslujöfnunarerfið- ■ leikana.” Eins og stjarna \ sem skin Þegar hér var komið sögu var I ekki nema eðlilegt að útsendari ■ Rikisútvarpsins I Genf, Kári I Jónasson spyrði. — „Er ástandið þá kannski I ekki eins slæmt hjá okkur og viö J höldum sjálf?” — „Nei, það er þaö greiniiega j ekki, þvi ef tsland er borið ' saman viðönnur Vestur-Evrópulönd þá litur það | alveg út eins og skinandi | stjarna”. — „Þrátt fyrir þessa miklu j verðbólgu?” ,,Ja, það verður nátturlega að | teija verðbólguna frá, en það t verður lika að lita á hitt að þjóð- ■ arframleiðslan hefur vaxið, við- | skiptakjörin hafa batnað, | greiðslujöfnuðurinn er I góöu , lagi, sérstakiega á siðastliðnu ■ ári, og atvinnuleysi er ekkert. | J Vestur-Evrópu, i stóriön- | aðarlöndunum eins og Þýska- , landi, Frakklandi, ítaliu og ■ Bretlandi hefur atvinnuleysi | veriðmilli 5og6%, Þóttþauhafi | haft miklu minni verðbólgu ■ heldur en Island þá er það óllku I saman að jafna hvað það hefur verið erfiðara hjá þeim meö | þetta mikla atvinnuleysi en hjá • Islendingum” Við þessa mynd mætti svo | bæta aö hjá alþjóöastofhunum | og erlendum bönkum eru Is- ■ lendingar taldir með skilvisustu I þjóðum og þrátt fyrir allt taliö um erlendu skuldirnar njóta I þeir góðs lánstrausts. Þegar á ■ heildinaerlitiðogsamanburður | geröur við það sem gerist og gengur i Vestur-Evrópu mega I tslendingar sæmilega við una. ■ -ekh Isafjarðarkaupstaöur: IBjörn Matthiasson, EFTA-hagfræöingur: Sé tsland borið saman við önnur Vestur-Evrópulönd litur það út eins og skinandi stjarna. 4-500 manna byegð risín Inni í Firði 4-500 manns eru nú fluttir inn i svokallað Holtahverfi á tsafiröi en það er fyrir botni Skutulsf jarö- ar undir Kubbanum. Byrjað var á hverfinu fyrir 4 árum og sagði Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari i samtaii við Þjóðvilj- ann að hverfið heiði byggst hraö- ar en búist var við I upphafi. Alls eru um 110-120 ibúðir i hverfinu og er auk einbýlishúsa búiö að ljúka við 15 raðhús og 2 fjölbýlishús með 14 ibúðum. Þá er verið að byrja á þriðja fjölbýlis- húsinu. Með þessu nýja hverfi má segja aö Isafjarðarkaupstaður sé kom- inn í þrjá aðskilda hluta og skap- ar það aö sjálfsögöu ýmsa erfið- leika. Magnús sagöi að verið væri aö leggja hraöbraut meö sjónum inn eftir og væri vonast eftir að Vegageröin lyki við sinn hluta vegarins á þessu ári og þá mundi kaupstaöurinn standa viö sinn. Magnús taldi vist að áöur en langt um liði yröi að taka upp strætisvagnaferðir á Isafirði til Hér sér yfir Hoitahverfið fyrir botni Skutulsfjarðar en þar er nii risin upp byggð álfka fjölmenn og Hnifsdalur sem lika tilheyrir kaupstaðn- um (Ljósm.: Leifur) að tengja bæjarhlutana saman. markað i Holtahverfinu og er það Þess skal getið aö Verslunin stærsta verslun bæjarins. Ljónið heftir nú sett upp stór- — GFr - -

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.