Þjóðviljinn - 17.03.1979, Síða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1979, Síða 7
Laugardagur 17. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þaö skýtur vissulega skökku viö aö rikisstjórn svokallaðra vinstri flokka skuli beita sér fyrir samdrætti félagslegrar þjónustu og opinberra framkvæmda, þ.e. stefnu sem sjálfstæöisihaldiö kallar nú sem hæst á í nafni einstaklingsfrelsis. Loftur Guttorms- son lektor Er samneysla ekki kjaraatriöi? 1 oröi kveönu var núverandi rikisstjórn mynduö til þess aö hnekkja kjaraskeröingarstefnu rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar, tryggja umsaminn kaup- mátt almenns launafólks og sjá til þess aö næg atvinna héldist i landinu. Þetta voru reyndar ekki ýkja vinstrisinnuö mark- miö, en meö hliösjón af reynslu undangenginna ára voru þau aö dómi alþýðusamtaka og póli- tiskra fulltrúa þeirra fullgild til þess að grundvalla þá ríkis- stjórn sem nú situr aö völdum. Nú er .þvi ekki að heilsa, þvi miöur, aö rikisstjórnin hafi ver- ið einhuga um þaö grundvallar- atriöi aö viöhalda beri kaup- mætti almenns launafólks sem um var samið á sinum tima. Mánuöum saman hefur megin- orka fulltrúa Alþb. farið i aö knýja samstarfsflokkana til þess aö viröa I verki þetta atriöi — og er togstreitan um „einka- frumvarp” forsætisráöherra siðasta dæmi þess. Hingað til hefur rikisstjórnin þó staðiö i meginatriðum viö sáttmála sinn viö samtök launafólks, m.a. meö þvi aö afla tekna til niöur- greiöslna á verði ýmissa lifs- nauösynja meö aukinni skatt- lagningu milliliöa og atvinnu- rekenda. Þaöhefur m.ö.o. tekist aö halda einkaneyslu almenn- ings nokkurn veginn óskertri. Það sem á vantar hefur ríkis- stjórnin ýmist bætt eöa heitið aö bæta meö lagasetningu sem ætl- aö er aö efla félagsleg réttindi launamanna á ýmsum sviöum. Einkaneysla, samneysla Þessi stjórnarstefna er góöra gjalda verö svo langt sem hún nærýO En eftir mælikvaröa vinstri stefnu er ljóst aö hún dregur ekki langt. Einkaneysla almennings er aðeins annar þáttur lifskjara i viöum skiln- ingi orösins. Hinn þátturinn er sú félagslega þjónusta sem kostuð er af sameiginlegum sjóöum þegnanna (samneysla) á vegum rikis og sveitarfélaga. Eftir öllum teiknum aö dæma skipar þó þessi lifskjaraþáttur langtum lægri sess i almenn- ingsvitund en sjálf einkaneysl- an; er þaö til marks um hve gildismat einstaklingshyggju á mikil Itök i huga almennings. Þaö telst þýöingarmeira að geta veitt sér vel i mat ogrdrykk og húsnæöi heldur en aö tryggja sér og sinum góöa félagslega þjónustu, i formi trygginga, kennslu, heilsugæslu og menn- ingarstarfsemi svo nokkuð sé nefnt. Þetta hefur ásannast eftir- minnilega undanfarna mánuði. Þegar fjárlagafrumvarp fyrir yfirstandandi ár var til umræöu hreyföi Alþýöusambandiö ekki mótmælum gegn þvi aö útgjöld rikisins væru skorin niöur um 12% miöaö viö sl. ár. Um leiö og þingmenn Alþb. samþykktu þennan niöurskurð hindruðu þeir aö „sparnaöarriddarar” Alþýöuflokksins fengju þvi framgengt aö enn meira yröi klipiö af samneyslunni á þessu ári. Og aö þvi er best verður séö veldur afstaöa alþýöusamtak-. anna mestu um þaö aö bæjar- og sveitarstjórnir hafa ekki fengið heimild til þess aö hækka út- svarsálagningu úr 11% i 12%, þótt ekki væri til annars en bæta aö hluta upp þá rýrnun tekju- stofnsins sem verðbólgan veld- ur. Félagsleg þjónusta skal niður skorin Allt bendir þetta til þess að samneysla og sú félagslega þjónusta sem i henni felst sé ekki mikils metin hjá vinstri hreyfingu á Islandi. Aö þessu leyö er alvarlegur brestur i félagslegri vitund hreyfingar- innar, hvort sem um er að ræða hinn faglega eöa pólitiska arm hennar. Eöa hvers konar sósial- demókrati er þaö sem gerir að e.k. trúaratriöi likt og Alþýðu- flokkurinn að hlutur hins opin- bera i þjóðartekjunum — hlutur samneyslunnar — skuli ekki fara yfir 30%. Svo mikið er víst að ankannaleg þætti slik stefna meðal „bræöraflokkanna” á Norðurlöndum sem séö hafa til þess, i krafti langrar stjórnar- forystu, að samneyslan nemur nú 40-60% þjóöartekna (sbr. grein Gisla Gunnarssonar i þessu blaði 9. mars sl.). Þaö skýtur vissulega skökku viö aö rfkisstjórn svokallaðra vinstri flokka skuli beita sér fyrir samdrætti félagslegrar þjónustu og opinberra fram- kvæmda, þ.e. stefnu sem sjálf- stæöisihaldiö kallar nú sem hæst á I nafni einstaklingsfrels- is. Afleiðingar þessarar stefnu eru þegar farnar aö segja til sin á fjölmörgum sviöum: innan skólakerfisins er knúiö á um fjölgun nemenda pr. bekkjar- deild i grunnskólum (þ.e. lélegri þjónustu viö hvern einstakan nemanda), um sparnað i rekstri útvarps (þ.e. lélegri dagskrá), um niðurskurö á félagslegum stofnunum i höfuöborginni, svo ekki sé minnst á frestun opin- berra framkvæmda viða um land. Má geta nærri aö þessi stefna er ekki til þess fallin aö ljá núverandi rikisstjórn vinstri blæ eða efla trú manna á aö raunverulegur vinstri valkostur sé til i islenskum stjórnmálum. Hvers konar kjarabarátta? Frá sjónarmiöi sósialista er slikur valkostur ekki falinn i kjarabaráttu sem eflir einka- neyslu á kostnað samfélags- legrar neyslu eöa tekur einka- þarfir fram yfir félagsiegar þarfi. Slik stefna horfir ekki til breytinga á þjóöfélagsgeröinni, hún styrkir aöeins þá sem fyrir er og leiðir til þess aö menn verða áfram dæmdir til þess aö fullnægja þörfum daglegs lifs i formi einkaneyslu, meö þvi t.d. að eignast ibúð I staö þess aö eiga kost á varanlegu leiguhús- næði. Nú væri ósanngjarnt aö halda þvi fram aö Alþb. hafi ekki reynt að sporna viö þeirri áráttu samstarfsflokkanna aö skeröa gróflega hlut samneyslunnar. En andóf flokksins hefur boriö þess merki aö einkaneyslusjón- armiðið hefur undanfarin miss- eri veriö ráöandi i kröfugerö al- þýöusamtakanna. Einblint hef- ur veriö á kaupmátt launanna án tillits til þess hvort viöhald hans eöa aukning heföi I för meö sér samdrátt i hinum opinbera geira efnahagskerfisins. Valkostir Aö svo miklu leyti sem þessi rikisstjórn styöst viö einlæga vinstri sinna er hún i pólitiskri klipu: annaðhvort heldur hún áfram stefnu sjálfstæöiskrata meö þvi aö þrengja kosti sam- neysiunnar eöa hún snýr viö blaðinu hiö fyrsta og hefst handa um framkvæmd félags- legrar umbótastefnu. 1 þvi skyni þarf aö rýmka tekjumöguleika rikis og sveitarfélaga, en þaö kallar aftur á nýja skattastefnu sem myndi ekki aöeins fela i sér auknar álögur á veröbólgugróö- ann i þjóöfélaginu, heldur og á þann hluta launafólks sem hefur háar tekjur. Það er oröiö löngu timabært að koma á raunveru- legum stighækkandi tekjuskatti hér á landi. 1 þvi fælist viss tekiuöflun i sjálfu sér og um leið ykist svigrúm hins opinbera til þess að jafna þá félagslegu mis- munun sem markaösöflin geta sifellt af sér. Þessi valkostur er aftur háður þvi skilyröi aö samtök launa- fólks hafi samneyslu ekki siöur en einkaneyslu til viömiöunar i kjarabaráttu sinni. Til þess aö þaö megi veröa þurfa sósialist- ar og aörir vinstri menn aö leggja sig fram um, hver á sin- um vettvangi, aö efla félagslega vitund almennings, Ef þessari rikisstjórn auðnast ekki innan tiöar aö setja á dag- skrá, I samráöi viö alþýðusam- tökin, félagslega umbótastefnu, munu margir mér sammála um aö Alþb. bresti forsendur til aö halda áfram stjórnarsamstarfi. Ritað 13. mars (1) Ekki er hægt aö halda þvi fram að baráttan fyrir þvi aö við- halda núverandi kaupmætti al- mennra launatekna sé hégóma- mál. Um sl. áramót var isl. iön- verkamaöur 9 klst. 48 min að vinna fyrir „matarpakkanum” (miöaövar viö 15 algengar mat- vælateg., 1 kg. af hverri), en sænskur starfsbróöir hans ekki nema tæpar 5 klst., danskur iviö lengur og finnskur 8 klst.41 min (sbr. grein eftir Agnar Guöna- son: Hvaö er lengi veriö aö vinna fyrir matnum?, Þjóövilj- inn 16. feb. sl.) Alþýöubandalagsráöherrarnir I rikisstjórninni. Hvatt til samkomulags um efnahagsráðstafanir Sem stuöningsmaöur þessarar rikisstjórnar, sem nú situr, og kjósandi Aþýöubandalagsins um áratuga skeiö langar mig til aö koma á framfæri þeim tilmælum viö ráöherra okkar, aö þeir láti einskis ófreistaö til aö ná sam- komulagi viö samráöherra sina um efnahagsráöstafanir, sem aö gagni mega koma i baráttunni viö þá margnefndu meinvætti, verö- bólguna. Þaö er sannfæring min, aö ekki sé horfandi á fáeinna prósenta kaupgeturýrnun, ef umtalsveröur árangur næst ekki fljótlega meö öörum hætti. Minnumst þess, aö veröbólga er lika kjaraspillir og ekki af betra taginu. Talsmenn okkar flokks hafa oft á oröi, aö miklum ávinningi mætti ná meö ýmiskonar hagræöingu, t.d. i bankakerfinu, tryggingakerfinu, varðandi oliudreifingu o.fl. Vist má þetta vera satt. En bæöi er þaö, aö úr þvi aö þessi mál, sem ég nefndi, hafa þegar þróast svo sem raun ber vitni, þá er ekki ein- falt mál aö gera sér grein fyrir ávinnningi af hugsanlegum breytingum svo aö i tölum veröi taliö og auk þess myndu allar slikar skipulagsbreytingar taka a.m.k. nokkur ár. Af viötölum viö marga kunn- ingja mina er ég þess fullviss, aö viö þessa rikisstjórn eru bundnar vonir æöi margra manna og þvi vil ég aö lokum leyfa mér aö - endurtaka þá eindregnu ósk, aö fré /esendum allt veröi gert sem unnt er til þess að núverandi rikisstjórn megi starfa áfram meö sem far- sælustum árangri. Þorsteinn Guömundsson Atvinnu- leysi Borgari hringdi og sagöist vilja spyrja ólaf Jóhannesson forsætisráöherra hvaö hann hygöist gera i þvl, aö atvinnu- leysi væri stööugt aö aukast. Margir væru t.d. á biölista eftir vinnu viöast hvar I borginni, trésmiöir, járniðnaöarmenn og fleiri. DON IUAN Fallegu norsku veggsamstæðurnar eru komnar. Lengd 2,70 metrar.Hæð 1,73 metri. Verð kr. 479 þúsund. S\WW\'HGI 6 SIMI ■U‘ý-14

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.