Þjóðviljinn - 17.03.1979, Síða 11
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. marg 1979
Þjóðviljinn við Isafjarðardjúp
Austurendi Heimavistar Ml. Nú á aft fara aö reisa skólahúsið sjálft til vinstri.
Heimavist Menntaskólans á
lsafirbi er f glæsilegri
nýbyggingu á Torfnesinu. Þar á
sjáift skólahúsið lika aö risa en
aöeins hefur veriö tekinn grunn-
urinn aö þvi. Kennt er I hinu
viröuiega gamla barnaskólahúsi
viö Aöalstræti sem reist var áriö
1901. Tveir blaöasnápar frá Þjóö-
viljanum fóru t heimsókn i
heimavistina nú fyrir skemmstu,
kynntu sér aöbúnaö og spjöjluðu
viö þá sem þar búa.
Völdundarhús
Reyndar gekk ekki sem best aö
komast inn þvi aö allar útidyr
voru harölæstar hvar sem boriö
var aö. Gripum viö aö lokum til
þess ráös aö berja á glugga þar
sem einhver hrejding sást og von
bráöar hleypti okkur inn snagg-
aralegur náungi, sem sagöist
vera úr Iönskólanum. Nemendur
þess skóla hafa fengiö hér inni.
Viö héldum áfram vegferð
okkarogreyndist húsiö hiö mesta
völundarhús. Fyrst fórum viö
niöur í kjallara og gengum I
noröurátt lengi vel, svo upp og
sáum þá i anddyri aö tilhlýöilegt
væri aö fara úr skóm sem viö og
geröum þar. Svo förum viö um
dyr i gegnum gang og innilokaö
tómt hornherbergi, þá um dyr til
austurs, þá eftir löngum gangi
með setustofukrókum á hægri
hönd, svo upp stiga. Ekki urðum
viö mannaferöa varir nema ein
stúlka sat einhvers staöar og las
dagblaö. Þoröum viö ekki aö
trufla hana — enda leit hún ekki
upp. Uppi heyrðum viö manna-
mál lengst til austurs og runnum
áhljóöiö. Þar komum viö aö hópi
menntskælinga sem ekki reynd-
ust veraaölesaskólabækur sinar
(hm!) — heldur spila á spfl.
Opið eða öllu
heldur lokað hús
Þarna hlömmuðum viö okkur
niöur og reyndum aö trufla spila-
mennskuna sem tókst aö mestu
leyti. Þarna voru þau Logi Clf-
ljótssonfrá Olafsvik, Steinn Emil
Kristmundsson frá Reykjanesi i
lsafjaröardjúpi, Guömundur
Flosasonfrá Reykjavik, Siguröur
Sigurösson frá Akranesi, Vala
Clf ljótsdóttir frá Ólafsvik,
Kristján Daviösson frá Þingeyri
og Hálfdán Einarsson frá
Bolungarvik. Logi er f 4. bekk,
Steinn og Kristján i 3. bekk,
Guömundur, Siguröur og Vala i 2.
bekk og Hálfdán i 1. bekk.
Þau gefa okkur skýringu á þvf
hvers vegna útidyrahuröir eru
læstar. Nemendur hafa lyklavöld
og geta gengiö inn og út hvenær
sólarhrings sem þeir vilja. Fyrstu
bekkingar voru þó læstir inni kl.
11.30 fram aö áramótum. Krakk-
arnir eru sammála um aö þetta
reynist vel og hafi ekki haft nein
vandræöi i för meðsér. Þau segja
aö mun færra sé á vistinni núna
heldur en i fyrra og t.d. aöéins
þrlr fjóröu bekkingar. Mjög
margir aökomunemendur kjósa
frekar aö leigja Uti í bæ.
Fæðið kostar nær
hálfri miljón króna
A heimavistinni eru bæöi ein-
staklingsherbergi, einkum ætluö
eldri nemendum, og tveggja
manna herbergi. Margir búa
samt einir á tveggja manna her-
bergjum vegna mannfæöar. Þá
gefst þeim lika kostur á aö vera i
sambúö sem þaö vilja en þó aö þvi
tilskyldu aö foreldrar samþykki.
Enginn er I slikri sambúö á vist-
inni núna.
Krakkarnir segja aö þaö sé
ágætur andi f skólanum en þó sé
félagslffiö frekar dauft. Þó eru
fundir, spilakvöld o.fl. og iþróttir
eru shindaöar af kappi. Þá er
fariö á böll eins og gengur og
gerist og talsvert um fylleri.
Staöurinn býöur upp á lélegt
skemmtanalif, segja þeir.
Skólann segjaþau vera ágætan
og kennarana flesta góöa eöa
a.m.k. ekki verri en hvar annars
staöar. Þau segja aö fæöiö kosti
450 þúsund krónur yfir veturinn,
hvorki meira né minna, og sé
kostnaöurinn þau lifandi aö
drepa. Þaö fer öll sumarhýran i
— þetta.
Heimavistinni er allri skipt i
einingar og hefur hver eining
sameiginlega setustofu og eldun-
araöstööu. Ýmist eru 8 nemendur
á einingu eöa 16.
Allir kennararnir með
skyndiprdf á sama tima
Viö fáum nú aö lita inn I her-
bergiö hjá Kristjáni Daviössyni
frá Þingeyri, en hann býr á eins
manns hornherbergi. Hann segir
aö einn af kennurum Menntaskól-
ans og kona hans séu vistarverðir
og séu þau kölluö húsbóndi og
húsfreyja. Þau sjá m.a. um aö
þrif séu i lagi en krakkarnir á
hverri einingu eiga aö þrffa hiö
sameiginlega á hverjum degi.
Kristján segir aö kennsla fari
framfrá kl. 8 ogfram yfir 1. Eftir
hádegi eru svo iþróttir og val-
greinar. M.a. er hægt aö velja
valgreinar I öörum skólum á Isa-
firöi svo sem Iönskólanum, Vél-
skólanum, Tónlistarskólanum og
Stýrimanna skólanum.
I Menntaskólanum eru aöeins
140 nemendur svo aö þar þekkjast
allir innbyröis meira eöa minna
og aökomunemendur eiga allir
sinakunningja úti i bæ. Ekki væri
erfitt aö blanda geöi viö lsfirö-
inga.
Þá sagöi Kristján aö gefiö væri
útskólablaö einusinni eöa tvisvar
á vetri en erfitt væri aö fá krakk-
ana til aö skrifa I þaö. Þaö þarf
gjarnan aö ganga á eftir þeim.
Kennararnir eru flestir ágætir,
sagöi Kristján, en eru býsna
gjamir á aö koma meö skyndi-
Laugardagur 17. mars 197» ÞJ6DVILJINN — SIÐA 11
Vala tJlfljótsdóttir frá ölafsvik á herbergi sinu: Var alveg aö deyja til aö byrja meö,
Kristján haföi plakatiö öfugt á veggnum hjá sér til tilbreytingar
próf allir á sama tima. Skólinn
strangur? Ekki svo mjög ef maö-
ur nennir aö læra. Þaö er alltaf
eitthvaö um aö fólk falli og þá
mest i fyrsta bekk.
Var alveg að deyja fyrst
Viö heimsækjum nú Völu úlf-
ljótsdóttur frá Ólafsvik en hún
býrein Itveggja manna herbergi.
Hún sagöist kunna bara ágætlega
viö sig þó aö hún heföi veriö alveg
aö deyja fyrst er hún kom á staö-
inn vegna hinna háu fjalla. Logi
bróöir hennar er 14. bekk og sagöi
hún aö talsvert algengt væri aö
systkini sæktu í sama mennta-
skóla. Hún sagöist i fljótu bragöi
halda aö svona 5 nemendur væru
af Snæfellsnesi i skólanum.
Hún sagöist hafa veriö furðu-
lega fljót aö kynnast lsfiröingum
þó aö stundum virtust þeir hafa
andúö á menntskælingum sem
heild.
Uppskipun og rækja
Vinna meö náminu? Já, strák-
arnir fara oft I Utskipun þegar
hún gefst og stelpurnar jafnvel
lika og stundum er fariö i rækju
eöa eitthvaö annaö. t skólanum er
ákveöinn skrópkvóti. Ef mæting
nemenda fer niöur fyrir 80% —
hvort sem þaö er af veikindum
eöa ööru — er þeim hinum sama
vikiö úr skóla og veröur hann þá
aö taka próf utanskóla. Hún sagöi
aö margir væru komnir á mörkin
núna. Þaö væri svo leiðinlegt aö
vakna á morgnana.
Uppi á veggjum hjá Völu eru
myndir af Iþróttafólki og kemur i
ljós aö hún er áhugasöm um
iþróttir. Kvenfólkiö hér er I fót-
bolta og körfubolta og oft er
keppni milli skóla i þessum grein-
um. Annars hefur Vala mestan
áhuga á frjálsum iþróttum og
keppti f þeim f ólafsvlk en á tsa-
firöi eru þær litt iðkaöar.
Námiö erfitt? Ekki ef maöur
leggur eitthvaö á sig.
Mötuneytið
Nú er kominn matartimi og viö
röltum niöur i mötuneyti og tök-
um tali Aðalheiði Arnadóttur frá
Hnfisdal en hún er nú aöalmat-
ráöskona meöan Valmundur
Arnason kokkur skrapp suöur.
Tvær vaktir eru i mötuneytinu og
starfa tvær stúlkur á hvorri auk
kokksins. Aöalheiöur lét vel yfir
þvi aö gefa krökkunum aö eta og
taldiþauyfirleittánægö þótt ein-
staka sinnum heyrðust óánægju-
raddir. Eldhúsiö er búiö hinum
fullkomnustu tækjum og gengur
næst hótelunum f Reykjavfk aö
þvi leyti, sagöi Aöalheiöur.
Aö svo búnu spuröum viö
krakkana f salnum hvernig mat-
urinn smakkaöist og bar ekki á
ööru en hann smakkaöist allvel.
Okkur tókst aö rata á skófatnaö
okkar á ný og gengum siöan út á
foruga malarvegi Torfnessins.
— GFr
Ekki bar á öðru en maturinn smakkaöist allvel:
F.v. Ester Hafsteinsdóttir frá Patreksfiröi, Berg-
lind Arnadóttir frá Patreksfiröi, Hugrún Magnús-
dóttir frá Tálknafiröi, Guöriöur Hallmarsdóttir frá
ólafsvik, Katrin Magnúsdóttir frá Tálknafiröi og
Gunnar Ragnarsson úr Mosfellssveit.
BBanm
Aöalheiöur Arnadóttir matráöskona: Eidhúsiö svo fullkomiö aö þaö gengur næst hóteiunum i Reykjavik.
Biöröö var I matinn sem Kristln Lúthersdóttir starfsmaöur mötuneytisins t.h. afhenti.
A einni einingunni voru krakkarnir aö spila (i staö þess aö lesa skólabækurnar!). F.v. Logi Clfljótsson frá Ólafsvik, Steinn Emil Kristmundsson
frá Reykjanesi i Djúpi, Guömundur Flosason frá Reykjavfk, Siguröur Sigurösson af Skaga, Vaia Cifljótsdóttir frá ólafsvik og Kristján Daviösson
frá Þingeyri.