Þjóðviljinn - 24.03.1979, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Laugardagur 24. mars 1979
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
L tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón
Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús
H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guö-
mundsson. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaö-
ur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útiit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristin Pét-
ursdóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir . Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónadóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SiÖumúla 6, Reykjavik, afmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Olíkt hafast
menn að
• Um þessar mundir eru menn að minnast þrjátíu ára
afmælis Nató og aðildar (slands að þvi. Þá kemur ein-
staklega skýrt í Ijós að til þeirra tíðinda hugsa Islending-
ar með svo gjörólíkum hætti, að þau orð sem Thor Vil-
hjálmsson við hafði við setningu menningardaga her-
stöðvaandstæðinga á Kjarvalsstöðum hljóma af miklum
sannfæringarþunga; hann talaði um það að her ,,sem
hef ur því sem líkast klof ið þessa þjóð í tvær undanfarin
þrjátiu ár”. Siðan 30. mars, 1949, sagði Thor „hefur oft
verið sem lægi gjá um þjóðlíf ið þvert, klof i á sál þjóðar-
innar, sem þarf að lækna".
• Þau samtök sem vil ja gera veg Nató sem mestan hér á
landi og hafa þar eftir óbifandi trú á herstöðvapólitík,
hafa og látið til sín heyra undanfarna daga. Það sem
mesta athygli vekur í málflutningi þessara manna úr
Samtökum áhugamanna um vestræna samvinnu og
Varðbergi er það, hve þrautseiga hollustu þeir sýna
viðhorf um kalda stríðsins, ekkert af því sem gerst hef ur
í heiminum í þrjá áratugi hefur haggað hið minnsta
formf estu steingervingsins. Sem f yrr er samsæri heims-
kommúnismans sú feiknastærð, sem á að heimta af (s-
lendingum að þeir séu þægir og stilltir og hreyfi ekki
litlafingur til endurmats á utanríkisstefnu lýðveldisins.
Sem fyrr er svo að heyra að þeir timar megi aldrei
koma, að íslendingar geti endurskoðað afstöðu sína til
Nató. Því eins og segir í yf irlýsingu stjórnar Varðbergs
frá þvi á f immtudag: Það er óf riður milli kommúnista-
ríkja í Suðaustur-Asíu, milli Araba og ísraela og í Afríku
— þess vegna.segir geðþóttarökfræði kalda stríðsins,
geturekkert breystá íslandi. Meðöðrum orðum: allt það
sem gerist í heiminum er látið lofa ágæti Nató. Og sem
fyrr eru það lýðræðissinnar sem eru hollir Nató, en allir
aðrir „láta annaðhvort stjórnast af hagsmunum
annarra eða óraunsæjum tilf inningum", að þvi er Varð-
berg segir. Með öðrum orðum: sá sem er gagnrýninn á
fagnaðarerindi herstöðvastefnunnar hann er landráða-
maður eða tilfinningasamt flón. óneitanlega nokkuð
hreystilega mæltaf söfnuði semhefurkosiðséryf irskran-
sala hersins, Alf reð Þorsteinsson, að fánabera f relsis og
lýðræðis hér um slóðir.
• Natóvinir halda ráðstefnur og hádegisverðarfundi
og ætla að freista manna með 150 þúsund króna verð-
launagetraun um Nató, og í námunda við 30. mars ætlar
Gunnar Thoroddsen að lýsa því hvernig leið hans lá frá
þjóðlegum viðhorfum og í innilegan félagsskap þeirra
manna sem nú um stundir herpast allir í taugastrekkingi
ef einhver úr þeirra eigin hópi dirf ist að minnast á jafn
dónalega og andstyggilega hluti og að eiginlega sé það
ekki eðlilegt ástand að her sitji á íslandi.
• En sem f yrr segir — það er stundum eins og tvær þjóð-
ir séu í landinu.og ólíkt hafast þær að. Andstæðingar her-
stöðva hafa efnttil mjög myndarlegra menningardaga á
Kjarvalsstöðum með myndlistarsýningu, sögulegri sýn-
ingu, tónleikum, vísnasöng, bókmenntadagskrám, leik-
list og f leiru. Um það f ramtak sagði Thor Vilhjálmsson í
fyrrgreindri setningarræðu á föstudaginn var: „Þessi
menningarvika er ekkert tildursmót, hún er viðleitni til
þjóðvakningar. Okkar vopnabúr eru opin og öllum vel-
komið að valsa þar um. Hér verða sýnd þau vopn sem við
trúum á, vopn andans, þau sem þjóna líf inu og beitt er til
að vernda rétt þess."
• Við hvetjum unga og gamla til að fylgja vel eftir þeirri
menningarviku sem senn fer að Ijúka. Um leið og við
minnum á að 30. mars er í næstu viku, á afmæli þess
myrka dags i sögu okkar, en um það leyti verður boðað
til mikils baráttufundar, þurfa andstæðingar herstöðva
að sýna hug sinn í verki, svo eftirminnilegt verði, ekki
sist þeim steinkörlum sem sitja í Varðbergi og kyrja for-
neskjulega herleiðingarsöngva. —áb
Þrir kaupmenn
I einu dagblaöanna var frétt
um einhverjar smávægilegar
stympingar i Framsóknarfélagi
Reykjavfkur. Þaö var veriö aö
kjósa i Fulltrúaráöiö eina ferö-
ina enn. Út úr þvi kom meöal
annars þetta hér:
„Kaupmenn þurfa ekki aö
kvarta. Þeir eiga þrjá af fimm I
fulltrúaráöinu. Ólafur Tryggva-
son rekur Vefnaöarvöruverslun
VBK. Þá eru f ráöinu Jón Aöal-
steinn Jónasson, sem rekur
Sportval, og Sigrún Magnús-
dóttir, sem rekur verslunina
Rangá.”
Þetta er náttúrlega gleöilegt,
kaupmanna vegna, sem finnst
einatt sem allir leggi sérstaka
lykkju á leiö sína til aö gera
þeim allt til miska og stela af
þeim réttri álagningu. Þeir geta
þó aö minnsta kosti veriö vissir
um aö Framsóknarmenn i
Reykjavik kunna aö meta þá.
;
| Miðjubros Framsóknar
Annað mál er svo þaö, aö
| þessi litla frétt segir sina sögu
■ af þvi hvernig forsendur Fram-
I sóknarflokksins hafa veriö aö
» breytast. Hann hefur eins og
■ gefist upp viö aö túlka sig sem
1 bændaflokk og samvinnumanna
_ flokk og íylgja þvi eftir með
1 félagsmálapólitik sem væri
■ sjálfri sér samkvæm. 1 ótta viö
I aö missa af hinum póiitiska
B strætisvagni viö breyttar aö-
■ stæöur hefur Framsóknar-
■ flokkurinn reynt aö koma fram
j sem nokkuö svo óljós miöflokk-
I ur og sett upp sérstakt bros i átt
■ til smáborgara af ýmsu tagi
| (smáatvinnurekenda, smá-
■ kaupmannaogannarra „hölda”
B svo notaö sé oröfæri Kristjáns
£ Friörikssonar). Tengslin viö
■ þetta fólk hafa veriö efld meö
I persónupólitik og fyrirgreiöslu-
" farganiog gefiö vissan árangur.
| En þar i móti hefur flokkurinn
■ oröiö fyrir skakkaföllum sem
I miklu stórfenglegri eru en þaö
B skraut sem miöflokkstískan
■ hengir á sig. Hér er beinlinis átt
" viö þaö, aö meö þessu móti er
Z sem flokkurinn gefistupp viö aö
I halda samvinnustefnu til
■ streitu, gera hana aö þunga-
| miöju sinni og lifakkeri, aö þvi
■ sem gefur flokkinum lif og lit.
■ Þess I staö hefur póiitiskur
J persónuleiki Framsóknar-
■ flokksins gliðnað i sundur,
■ vinstra fylgiö hleypur frá hon-
um og eftir situr hnipin þjóö i
vanda og treystir á pókerhæfi-
leika Ólafs Jóhannessonar.
Háskólabió afpantað
Varöberg, unglingafélag
Natóvina, tilkynnti það i fyrra-
dag, aö þaö ætlaöi aö minnast
inngöngu i Nató meö ýmsum
hætti. Meöal annars ætlaö
félagiö aö halda hádegisveröar-
fund laugardaginn þritugasta
ogfyrsta mars, þar mun gamall
þjóöernishyggjumaöur, Gunnar
Thoroddsen, iörast synda sinna.
Nú höfum við frétt, aö einn
þekktur Varöbergur Daviö
Oddsson, hafi verið búinn að
panta Háskólabió kvöldiö
þritugasta mars,: viö hljótum
að gera ráö fyrir þvi, aö ætlunin
hafi veriö aö minnast meö stór-
samkomu þeirra tiöinda sem
gleöilegust hafa verið fyrir
Natóvini, hinnar sögulegu sam-
þykktar Alþingis um inngöngu i
Nató fyrir 30 árum. En ein-
hverra hluta vegna er nú búiö aö
afpanta húsiö.
Háskólabfó tekur, eins og
mönnum er kunnugt þúsund
manns i sæti.
Hádegisverðarfundur þarf
ekki nema nokkra tugi manna
til aö lita þolanlega út.
Þaö er satt aö segja engin
furöa, þótt Natóvinir hafi mjög
orð á þvi aö þeir liti einkar
raunsæjum augum á tilveruna.
Nýstárleg Natóvinátta
Úr þvi inn á þessi sviö er kom-
ið þá getum viö ekki látiö undir
höfuö leggjast aö minna á þaö,
aö Natóvinum kemur stuön-
ingur úr óliklegustu áttum.
Stórkostlegt dæmi um þetta er
leiðari sem birtist i siöasta tölu-
blaöi af maóistablaöinu
S t é 11 a b a r á 11 a n , sem
Kommúnistaflokkur íslands
gefur út.
Stéttabaráttan er yfir sig reiö
yfir þeim sem hafa gagnrýnt
Klna fyrir innrásina i Vietnam.
Um þaöfólk fer blaöiö svofelld-
um orðum:
„Þaö sem vekur manni
mestan viöbjóö á hegöun þessa
fólks er tilraun þess til aö sveipa
sig sósialiskri imynd I lágkúru-
legri þénustu sinni viö
hernaöarlega hagsmuni
grimmasta fasistarikis sam-
timans — Sovétrikjanna. Þetta
fólk er i eðli sinu sambærilegt
viö þá menn sem kallaöir voru ■
quislingar i höfuö hins norska |
skósveins nasismans, sem beiö ■
kúgara þjóðar sinnar meö I
smjaöursbrosi á vör, i von um J
umbun og upphefö i skjóli ■
myricraveldisins.”
Svo kemur að hinni óvæntu í
liöveislu,sem Varöbergsliöar fá |
hjá Kommúnistaflokki íslands ■
m/1, sem svo heitir:
„Heimurinn veit aö Sovétrik- m
in ætla sér aö taka Vest- ■
ur-Evrópu meö leifturstriöi og *
hann á eftir aö skilja þaö lika j
aö þessu ætlunarverki til full- I
tingis hafa veriö kvaddir ýmsir !
þeir sem hafa starfaö I vinstri- |
hreyfingum Evrópulandanna. Á ■
sama hátt og rússar gripu und- I
irtökin i vietnömsku frelsis- B
hreyfingunni ætla þeir aö taka ■
sér forystu samtaka á borö viö ®
Samtök herstöövaandstæöinga i jj
sinar hendur og auövelda þann- I
ig hugsanlega valdatöku sina ■
hérlendis.
lslensk alþýöa veröur aö vera ■
á veröi gagnvart þessum full- I
trúum hins erlenda heimsveldis B
og afhjúpa þá eins og talsmenn ■
Bandarikjanna hafa verið af- ®
hjúpaöir áöur.
Viö hvetjum fólk til aö gleyma I
ekki andlitum þessa fólks sem ■
loks hefur sýnt þau meö réttu. I
Þetta eru fjandmenn sósial- ■
ismans og þjóöfrelsis, þetta eru ■
erindrekar sovésku heims- 2
valdastefnunnar á Islandi.”
Óforgengileg gullkorn ■
Fleiri smiöa gullkorn óupp- |
leysanleg þessa daga. Nokkur ■
má lesa i Verkalýösblaöinu sem |
er málgagn Einingarsamtaka 2
kommúnista (m-1), hins maó- ■
istahópsins islenska. Þar segir i
m.a. um kappræöufund Eikara "
viö Trotskistana i Fylkingunni: |
„Kappræðufundir viö Fylk- ■
inguna viröist vera fil íitils. I
Þeim veröurekki viö bjargaö”. ■
Samanber hiö fomkveöna:
Guö, ég þakka þér aö ég er ekki
eins og þessir tollheimtumenn.
Verkalýösblaöiö skrifar lika
um kvikmyndina Grease. Þar
segir meöal annars:
„Tónlistin er ekki siöur góö I
myndinni þótt textar séu flestir
innantómir og litt til fyrirmynd-
ar framsæknu fólki”.
Gleöilega helgi.
-áb.
Aðgerðum kínverja}
í Víetnam lokid
Öreigar og kúgaSar þjóiir heims sameinist! A
Stéttabaráttan^
Málgagn Kommúnistaflokks Islands/Marxista - Leninista
[ Jósep Stalín dánarminning
Ekki yfir 24
nemendur í
bekkjardeild
Kennarar I Hliöaskóla i
Reykjavik hafa sent frá sér eftir-
farandi ályktun:
„Kennarafundur i Hliöaskóla,
haldinn þann 14. 3. 1979 mótmælir
eindregiö fyrirætlunum stjórn-
valda um aö fjölga nemendum i
bekkjardeildum frá þvi sem nú
er. Viö teljum aö kröfur Sam
bands grunnskólakennara um aö
nemendafjöldi I bekkjardeildum
fari ekki y fir 24 séu réttlátar og aö
meö þeim sé leitast viö aö koma
til móts viðmarkmiö grunnskóla-
laganna en þar segir m.a.:
..Grunnskólinn skal leitast viö aö
hagastörfum sinum I sem fyllstu
samræmi við eöli og þarfir nem-
endaogstuöla aö alhliða þroska,
heilbrigöi og menntun hvers og
eins”.
Nú þegar býr grunnskólinn við
slikan fjárskort aö framkvæmd
grunnskólalaganna er stefnt i
hættu á mörgum sviðum. Þaö er
þvi skylda stjórnvaida aö auka
fjárveitingar til menntamála til
þessaöskólinn geti rækt þaö hlut-
verk sem honum er ætlaö. og er i
þvi sambandi bent á húsnæðis-
vanda margra skóla I Reykjavik.
Þvi hvetur fundurinn starfs-
menn skóla og foreldra til aö
standa fast gegn sparnaöar-
áætlunum stjórnvalda sem hljóta
að bitna á nemendum þeirrai’.