Þjóðviljinn - 24.03.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.03.1979, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. mars 1979 WóÐVILJINN — SIÐA 13 Um helgina um helgina Háskólakórinn fær lofsam- lega dóma í Kaupmannahöfn Háskólakórinn hélt tónleika i Nikulásarkirkju i Kaupmanna- höfn fyrr f þessum mánuði. Stjórnandi var Rut Magnússon. 1 Berlingske Tidende 10. mars birtist umsögn um tónleikana og segir þar m.a. að sem áhuga- mannakór nái Háskólakórinn ágætum árangri i flutningi dag- skrár sem innihaldi allt frá gam- alli islenskri kirkjutónlist til nýrra kórverka, m.a. eftir Jón Asgeirsson. Stjórnandinn er lofaður fyrir atvinnumannsleg tök á kórnum og yfirleitt segir gagnrýnandinn að söngur kórsins hafi einkennst af lifandi og nákvæmri tilfinningu fyrir hljómfalli og góðu jafnvægi milli raddanna. Að lokum segir gagnrýnandi BT að danskir áhugamannakórar og stjórnendur þeirra gætu lært ýmislegt af Háskólakórnum. ih Myndir bandarisku listakonunnar Patricia Halley prýða nú veggina á Mokka. Myndina tók Leifur. Bandarísk kona sýnir á Mokka Patricia E. Halley, myndlistar- kennari við bandariska barna- skólann á Keflavikurflugvelli, sýnir um þessar mundir á Mokkakaffi við Skólavörðustig. Hún er búsett i Ytri-Njarövik. Sýningin á Mokka er tiunda einkasýning hennar, en áöur hefur hún sýnt i Bandarikjunum og viðar. ih tslenska óperan æfir Pagliacci á ! Pagliacci í síðasta Annað kvöld kl. 19.15 verður óperan Pagiiacci eftir Ruggiero Leoncavallo sýnd i fimmta og siöasta sinn i Háskólabiói. Óperuaðdáendur i höfuð- staðnum hafa tekiö þessu fram- ivið Háskólabiós. — Ljósm.: Leifur. á morgun sinn taki Islensku óperunnar vel, hús- fyllir hefur veriö á öllum fjórum sýningunum og flytjendur hafa fengið góða dóma fyrir frammi- stöðu sina. ih Þórunn Eiríksdóttir sýnir í FÍM-salnum Þórunn Eiriksdóttir opnar i dag sýningu á 23 oliumálverkum i FiM-salnum við Laugarnesveg. Flest verkin eru máluö á siðustu tveimur árum. Þetta er þriðja einkasýning Þórunnar, en hún stundaði nám viö Myndlista- og handiöaskóla tslands og lauk þaðan kennara- prófi i myndmennt áriö 1970. Frá 1971 hefur hún stundað kennslu. Sýningin stendur til 1. april n.k. og er opin virka daga kl. 17-22, en um helgar kl. 14-22. ih Þessi mynd Þórunnar Eiriksdóttur heitir Umferð. Ljósm. eik. Allir á skíði Feröafélag tslands hefur i vetur staðið fyrir skiða- göngum fyrir almenning, og hefur þetta nýmæli átt sivax- andi vinsældum að fagna. A morgun verða farnar tvær slikar ferðir. Fyrri ferðin verður farin kl. 10.00 og ekið aö skiðaskála Vik- ings við Sleggjubeinsskarð. Gengiö veröur með skiöin upp i skarðið, en siðan um Þrengsli, meðfram Hengla- dalsánni og um Hellisheiði. M.a. verður komiö að Hellu- kofanum á heiðinni. Göngu þessari lýkur hjá Skiöaskál- anum i Hveradölum um kl. 17.30. Þessi ferð er hugsuð fyrir þá sem hafa einhverja æfingu i skiðagöngum. Kl. 13.00verður lagt af stað með tvo hópa. Oðrúm hópnum verður ætiað að ganga á Skálafell á Hellis- heiði og er það venjuleg sunnudagsganga. Hinn hóp- urinn mun hafa skiði með- ferðis, og ganga um Hellis- heiði, meðfram Skarðs- mýrarfjalli að sunnanverðu og veröur þá m.a. komiö að Hellukofanum. Þessi göngu- ferð verður léttari en hin fyrri, og meira við allra hæfi, einnig þeirra, sem eru óvanir skiöagöngum. Hóp- arnir munu svo allir hittast við Skiðaskálann i Hvera- dölum og verða samferöa i bæinn. Lúðrablástur Næstkomandi laugardag, 24. mars, heldur lúörasveit Tón 1 i starskólans á Seltjarnarnesi tónleika i Félagsheimili Seltjarnar- ness. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Stjórnandi lúðrasveit- arinnar er Atli Guölaugsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Litið við á sýningunni Vetrarmyndir listaverkum legt gengissig hjá okkur undan- farin tvö ár” — segir Hringur. „Það þýðir víst ekki að verö- leggja verkin hærra, þá myndi fólk ekki kaupa þau.” 1 myndlistinni er talsvert um það að fólk myndi hópa og sýni saman. Vetrarmyndarhópurinn hefur ekki kosið neina sýningar- nefnd, og þykir þaö betra fyrir- komulag. ,,Þá kynnumst við bet- ur, og vinnum þetta meira i sam- einingu” — segir Baltasar. „Það er lika betra að hafa hópinn ekki of stóran, því að annars er hætta á að hver og einn geti ekki sýnt nægilega mikiö.” „Sýningar eins og þessi gefa gott tækifæri til að sýna allskyns tilraunir sem maður er að gera, afbrigðileg hliðarhopp, ef svo ber undir” — segir Hringur, sem á þarna „Tiu tilbrigöi viö gamla steðjann”, samstæðu sem unnin er með blýanti, vatnslitum og oliu. Annars er hann að safna I stóra einkasýningu sem hann hyggst halda að ári i Norræna húsinu. Vetrarmyndarhópurinn ætlar að halda samstarfinu áfram, En hann hyggst ekki binda sig viö ákveöinn sýningarstað, og heldur ekki sýnendur eða árstlma, nema hvað sýningarnar verða væntan- lega áfram að vetrarlagi. „Við viljum lika fá fólk með sem ekki er búið að koma sér upp stóru nafni. Bragi Hannesson, sem sýn- ir með okkur núna, er t.d. fri- stundamálari. Við viljum ekki aö fólk geti sagt: já, ég sá þetta i fyrra, þetta er sama fólkið og sama listin”. Leifur Breiðfjörð sýnir nokkrar glermyndir á sýningunni. Þær eru yfirleitt svo dýrar I fram- leiðslu að algengara er að lista- menn vinni þær eftir pöntun, fremur en fyrir frjálsan markað. En myndir Leifs sanna að það þarf ekki endilega kirkju eöa stóra byggingu til að hýsa slika list. Sýningunni lýkur annað kvöld, en hún er opin i dag og á morgun kl. 14-22. ih Hluti af mynd Leifs Breiðfjörð Nýr og betri maður. — Ljósm. Leifur. Aðstandendur Vetrarmyndar standa hér hjá glermynd Leifs Breiðfjörö Komdu að leika við mig. t hópinn vantar Magnús Tómasson. Ljósm. Leifur. Þorbjörg Höskuldsdóttir, samtals 90 myndverk. Blaöamaður Þjóöviljans hitti þau Baltasar, Hring og Þorbjörgu að máli I gær, en þau voru einnig með i fyrstu Vetrarmyndinni. Það var 1977. „Okkur datt I hug að tslendingar væru orönir svo menningarlega sinnaðir að þeir myndu koma á sýningu rétt fyrir jól, lita inn i jólaihnkaupunum miöjum, en það reyndist of mikil betur. 18 verk hafa þegar selst, og aðsókn verið góö. „Við vorum hrædd um að það yrði fariö að vora, og þá heföi nafn sýningarinnar verið út I hött — sagði Þorbjörg. — „En svo voru veðurguðirnir svo vingjarn- legir að senda okkur hafis, og það bjargaði málinu.” Þau eru sammála um að verð á listaverkum hafi ekki fylgt verð- bólgunni. „Þetta hefur verið ró- Nú er runnin upp siðasta sýn- ingarhelgi Vetrarmyndar i kjall- ara Norræna hússins. Þar sýna 7 myndlistarmenn: Baltasar, Bragi Hannesson, Hringur Jó- hannesson, Jóhannes Geir, Leifur Breiðfjörð, Magnús Tómasson og bjartsýni” — segir Baltasar. — „Þó var sýningin mjög vel aug- lýst — hún drukknaði bara i jóla- tilstandinu”. Samt var hópurinn nógu þrjóskur til að fara aftur af stað, og i þetta sinn hefur gengið mun Rólegt gengissig á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.