Þjóðviljinn - 24.03.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Konan ræður yfir sínum eigin líkama, en fóstur í
móðurkviði er líf i móðurkviði og yfir því lífi á
konan ekki að hafa dómsvald ein og óháð, en
slíkt er ekki jafnrétti.
Olafur
Sveinsson
Stef án
Lítið ykkur nær
, ,rauðsokkabrussur
55
Grein þessi var ætluft til birt-
ingar á jafnréttissibunni, enda
e.k. svargrein við skrifum þar.
Efni ja fnréttissiðunnar i dag er
hins vegar dagbundið og féllst
greinarhöfundur á að birta
grein sina á dagskrá. Vill hann
vekja athygli á þvi að orðið
..rauðsokkabrussur” er tekið af
jafnréttissiðunni.
Herinn burt i
tilefni barnaárs!
Frumvarp það sem nú liggur
frammi á Alþingi og felur i sér
aö félagslegar ástæður verði
felldar niður sem ástæða til
fóstureyðingar fer greinilega
mjög i ykkar finustu taugar og
ekki virðist það angra ykkur
minna að prestar skuli láta svo
litið að krefjast þess að lif i
móðurkviði veröi ekki deytt af
óþörfu.
Orðafar ykkar á jafnréttissið-
unni er dæmalaust og varla
hefur á ómerkilegri hátt verið
veist aö prestum landsins en I
grein ykkar 17/3 s.l. en hún end-
ar svo: ,,Nei, — það væri ofsög-
um sagt um prestastéttina að
þeir hefðu mannkærleikann og
velferö fólks aö leiöarljósi” Slik
skrif dæma sig sjálf og þjóna
ekki tilgangi sinum og íysa and-
legri vanliöan þeirra sem
skrifa.
Ég vil eindregið beina þvi til
ykkar fimmmenninganna hvort
ekki sé mögulegt fyrir ykkur að
koma boðskapykkar á framfæri
á þann hátt aö skynsemi fólks
ofbjóöi ekki. Það er ekki lengur
árangursrikasta leiðin að vera
nógu „sóðalegur” I skrifum
sinum eða aö hafa alla tiö allt á
hornum sér og gefa skit i allt
sem rikjandi er i þjóðfélaginu,
reyniö aö vekja athygli á ykkur
á geöfelldari hátt. Ennig er
kjánaiegt að fuQorðnar konur
skuli láta frá sér fara skrif eins
og: „Faðir sonur og heiiagur
andi bjargi oss frá að setja að-
stæður barna i samhengi viö
stéttaskiptingu arörán og auð-
vald- ” og reyna á þann hátt aö
klekkja á prestum kirkjunnar.
Slik orð missa marks og vekja
raunar upp grunum að það sem
maður næst les hjá ykkur kæru
konur verði það aö brýnasta
hagsmunamál barna hér á landi
á barnaárinu sé að Island segi
sig Ur NATO og herinn fari
burt!!!
Eins konar jafnrétti
A seinasta ári voru fram-
kvæmdar hér á landi yfir 400
fóstureyðingar. Ekki er nokkur
minnsti vafi aö meirihluti
þeirra hefur verið framkvæmd-
ur sökum „félagslegra
ástæöna” sem er ekkert annað
en Utþvælt hugtak i lögunum frá
1975 og táknar þaö eitt að allar
konur geti fengið fóstri eytt ef
vilji þeirra stendur I þá átt.
Þetta er öllum ljóst og flestir
þekkja dæmi þess aö kona hafi
látið deyöa fóstur án þess aö til
þessi hafi veriö nokkur önnur
ástæða en hennar eigin hug-
detta. Þess vegna á að sam-
þykkja frumvarp Þorvalds
Garöars og þaö er ekki að byrja
á öfugum enda, þá er þess frek-
ar að vænta aö þegar i staö veröi
geröar þær félagslegu umbætur
sem nauðsynlegar eru til að
allir geti á auðveldan hátt aliö
upp börn sin.
Ykkur verður tiðrætt um jafn-
rétti, eða einskonar jafnrétti. 1
lögunum um ófrjósemisaðgerð-
ir og fóstureyöingar frá 1975
segir i 13. gr. 4. mgr. „Sé þess
kostur, skai maðurinn taka þátt
1 umsókn konunnar, nema sér-
stakar ástæður mæli gegn þvi.”
Hér er þaö staðfest að maöur
hefur engan rétt til afskipta af
þvi hvort hans fóstri, jafnt og
konunnar, er eytt eða ekki. Er
þetta jafnrétti????? Konan
ræður yfir sinum eigin likama
en fóstur i móðurkviöi er lff i
móöurkviöi og yfir þvi lffi á
kona ekki að hafa dómsvald
ein og óháö, slikt er ekki
jafnrétti.
„Markviss
á ætlunarbúskapur ’ ’
Þiö segið aö hið opinbera hafi
ekki framfylgt reglum um kyn-
ferðisfræðslu svo sem segir i
áöurnefndum lögum. Þetta er
rétt en kafla laganna um fóstur-
eyöingarhefur heldurekki verið
fylgt fram, annars væru þær
ekki svo margar sem raun ber
vitnium. Þarna þarf Ur aö bæta
og fyrr en seinna ef tillaga Þor-
valds veröur ekki samþykkt.
Hitt er athygli vert að þið viröist
telja foreldra óbæra til aö ann-
ast kynfræðslu barna sinna,
rikið eigi að annast hana. Á þá
ekki rikiö aö ákveöa um hvort
kona ali barn eöaekkiogá þann
hátt tryggðeinforsenda „mark-
viss áætlanabUskapar” og
myndi sllkt markmiö ekki
gleðja eitthvert konuhjartað?
Ólafur Stefán Sveinsson.
Sæluvika
Skagfirðinga hefst í dag
Sú fræga Sæluvika Skag-
firðinga hefst á Sauðárkróki
I dag , og stendur til
sunnudagsins 1. april.
Veröur þar að venju úr
mörgu menningar- og
skemmtiefni að moða. Ef
undirritaður man rétt þá
hófst Sæiuvikan hér áður
fyrr á mánudag en nú er hún
farin að byrja á laugardag
og lekur þannig yfir tvær
helgar. Kaila Skagfirðingar
fyrri helgina „Forsælu”.
Á morgun verður Sinfóniu-
hljómsveitin meö tvenna
tónleika, undir stjórn Páls
Pampichlers Pálssonar og er
það myndarlegt upphaf.
A sunnudaginn flytur
sóknarpresturinn, sr. Sigfús
J. Arnason, guðþjónustu i
Sauðárkrókskirkju. Um
kvöldið frumsýnir Leikfélag
Sauöárkróks Kjarnorku og
kvenhylli, eftir Agnar
Þórðarson. Leikstjóri er
Haukur Þorsteinsson en leik-
tjöld gerir Jónas Þór Páls-
son. Leikritið verður sýnt öll
kvöld vikunnar. Á sunnudag-
inn verður og opnuð I Safna-
húsinu málverkasýning, þar
sem Myndhópurinn frá
Akureyri sýnir verk eftir 12
málara. Verður hún opin
vikuna út.
Mánudagurinn er eins-
konar barnadagur. Þá
heldur Gagnfræðaskólinn
skemmtun með blönduðu
efni m.a. söng- og leikþátt-
um. Unglingadansleikur
veröur um kvöldiö. Þá
veröur einnig „kirkjukvöld”
i Sauöárkrókskirkju. Fyrir
þvl stendur Kirkjukórinn,
undir stjórn JónsBjörns-
sonar frá Hafsteinsstöðum.
Undirleikari kórsins er
Gunnlaugur Olsen. Ein-
söngvarar verða Ragnhildur
óskarsdóttir, Sólborg Valdi-
marsdóttir og Þorbergur
Jósefsson. Dr. Broddi
Jóhannesson flytur ræðu og
nemendur Ur Tónlistaskól-
anum á Akureyri koma
þarna einnig fram.
Leikfélag Skagfiröinga
veröur með fjórar sýningar á
Kardemommubænum, eftir
Thorbjörn Egner. Leikstjóri
er Sólhild Linge og gerir hún
einnig leikmynd.
Samkór Sauöárkróks
syngur I Bifröst á fimmtu-
dagskvöld, undir stjórn
Lárusar Sighvatssonar.
Einsöngvari meö kórnum er
Ragnhildur óskarsdóttir en
undirleikari Margrét Braga-
dóttir.
Laugardaginn 31. april
syngur karlakórinn Stefnir
Ur Mosfellssveit, stjórnandi
er Lárus Sveinsson. Sama
dag, kl. 3, flytur Gisli Jóns-
son menntaskólakennari á
Akureyri, erindi i Safna-
húsinu.
Kvikmyndasýningar veröa
alla daga og dansleikir öll
kvöld. Hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar leikur
fyrir dansi.
Er þá ekki annaö eftir en
óska Sæluvikugestum góðrar
skemmtunar, — og er sú ósk
þó trúlega óþörf.
-mhg
Um lciö og litiö er inná sýningu Kristins Inga er upplagt að njóta veitinganna á næstu grösum — einsog
þessar tvær Reykjavikurdætur hafa uppgötvaö. — Ljósm. Leifur.
Siesta á nœstu grösum
Um siðustu helgi opnaði
Kristján Ingi Einarsson ljós-
myndasýningu á matsölustaðn-
um. ,,A næstu grösum” Lauga-
vegi 42.
A sýningunni, sem hann nefnir
Siesta á næstu grösum,sýnir hann
30 svart-hvitar mannllfsmyndir
teknar á Ibiza og Formentera,
þar sem hann reynir að túlka i
myndum lifsmynstur innfæddra á
þessum stöðum. Myndirnar eru
aliar teknar I ágúst siðastliðnum
og eru allar til sölu.
Sýningin er opin alla virka daga
frá kl. 11—22.
Mótmælir skerðingu
á kaupmætti launa
Miöstjórn Rafiönaðarsam-
bands islands samþykkti ein-
róma eftirfarandi ályktun á fundi
sinum i fyrrakvöld:
„Fundur miðstjórnar Raf-
iöanaðarsambands islands hald-
inn 22. mars 1979 itrekar fyrri
samþykktir sambandsins um
mótmæli gegn hverskonar skerö-
ingu á kaupmætti launa eins og
hann er ákveöinn i gildandi
kj a ra sa mn ingum.
1 tilefni af framkomnu frum-
varpi forsætisráðherra lýsir mið-
stjórnin yfir fyllsta stuðningi við
umsögn óg ályktun miöstjórnar
Alþýðusambands Islands um
veröbótakafla frumvarpsins.
Miöstjórnin telur fráleitt að nú-
verandi rikisstjórn og stuðnings-
flokkar hennar skammti launa-
fólki kaupmátt á árinu 1979 sem
sé við það miðaður aö fullnægja
meöaltali kaupmáttar ársins
1978, þegar launafólk mátti búa
við stórfellda kjaraskerðingu af
völdum fyrri rikisstjórnar, þvert
ofan i ótviræðar yfirlýsingar og
tvimælalaus ákvæöi gildandi
kjarasamninga.
Miðstjórn RSI hvetur stjórn
Alþýðusambandsins til þess að
halda fram af fullri einurð
baráttu gegn öilum áformum um
skerðingu þess kaupmáttar launa
sem um var samið i Sólstöðu-
samningnum og varar jafnframt
við þeirrihættu sem I þvi er fólgin
fyrir heildarsamtökin ef einstök
landssambönd falla i freistni að
láta önnur sjónarmið en gildi
gerðra kjarasamninga marka af-
stööu sina.”