Þjóðviljinn - 24.03.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.03.1979, Blaðsíða 1
PtöÐVIUINN Laugardagur 24. mars 1979 — 70. tbl. — 44. árg. Kröfuganga t dag verftur fariö i kröfugöngu og haldin útiskemmtun I Reykjavík undir kjöroröinu „Næg og góö dagvistar- heimili fyrir öll börn.” Safnast veröur saman á Hlemmi kl. 13.30 og lagt af staö kl. 14 I átt aö Lækjartorgi. Þar veröur skemmtunin siöan haldin. Sjá dagskrá á siöu 8. Jakob Jakobsson Jakob Jakobsson fiskifrœðingur: Þeir sem véfengja okkur hafa engin rök ..Þvi miöur eru áhrifamenn enn aö véfengja niöurstööur okkar fiskifræöinganna, en ég hef ekki séö nein haldbær rök hjá þeim máli þeirratilstuönings ogþá um leiö okkur tii hnjóös. Viö höfum lagt fram okkar tillögu um aö ekki veröi veidd nema 250 þús. tonn af þorski i ár og viö höfum lagt fram rök þessari tillögu okk- ar til stuönings. Meira getum viö ekki gert, framkvæmdavaldiö er i höndum annarra”, sagöi Jakob Jakobsson, fiskifræöingur er viö ræddum viö hann i gær um fiski- friöunarmálin, sem enn á ný eru komin i sviösljósiö, vegna hinnar miklu aflahrotu, sem staöiö hefur yfir nær óslitiö siöan vetrarvertíö byrjaöi. Jakob benti á aö þaö væri hrikaleg staöreynd aö annar hver þorskur sem á land kemur nú, eins og allt sl. ár væri úr hinum steika árgangi frá 1973, þeim ár- gangi, sem allar vonir eru bundn- ar viö. Framhald á 18. siðu. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið: Heildarþorskafli í ár 280-290 þús. lestir //Það hefur verið ákveðið að heildar- þorskaflinn í ár verði á bilinu 280 til 290 þúsund lestir og verður allt gert sem hægt er til þess að þessu marki verði náð", sagði Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, er blm. Þjóðvilj- ans ræddi við hann í gær. Bætti ráðherra þvi við, að breytingar yrðu að verða á ytri aðstæðum til þess að frá markinu yrði hvikað. Til aö ná þessu marki veröur beitt ákveönum veiöitakmörkunum, bæöi hjá togurum og bátum. Nú um páskana veröur algert veiöibann, bæöi hjá bátum og togurum. Sföan er ákveöiö aö i sumar veröi veiöi togaranna takmörkuö, þannig aö mán- uöina júli og ágúst megi þeir ekki veiöa þorsk nema 30 daga. Hina 30 dagana má þorskaflinn ekki fara yfir 15%. Þá veröur togurum einnig bannaö aö koma aö landi meö fisk á millidekki, nema hann sé isaöur i kassa og þeim veröur einnig bannaö aö fara aftur á veiöar, nema öllum afla úr siöustu veiöiferö hafi veriö landaö. Allt veröur gert sem hægt er til aö hvetja menn til veiöa vannýtta fiskstofna og I þvi skyni veröur verö á þeim fisktegundum endurskoöaö. Varöandi netabáta er þaö aö segja aö eftirlit meö veiöum þeirra veröur mjög hert.Veröur fylgst meö aö þeir leggi ekki fleiri net I sjó en þeim er leyfilegt og einnig aö net veröi dregin daglega, svo fremi sem veöur hamlar ekki veiöum. Einnig veröur fylgst vel meö vorveiöi og veiöar stöövaöar er sýnt þykir aö þær ætli aö fara yfir sett takmark. Þetta eru helstu ákvæöin i ákvöröun sjávarút- vegsráöuneytisins til veiöitakmarkana. Þarna er greinilega reynt aö fara bil beggja, fiskifræöing- anna sem vilja aö ekki veröi veidd nema 250 þús. tonn og „Haukanna” i þessum málum, sem vilja fara i eöa yfir 300 þúsund lestir af þorski I ár. -Sdór OLÍA TIL HÚSAHITUNAR Á ÍSAFIRÐI: Kostar vikulaun verkamanns Verö á gasoliu til húshitunar hefur hækkaö úr 5.30 kr. hver litri hinn 1. júii 1973, þegar oliu- kreppan var I aösigi, i 68,90 kr. 1. mars s.l. Hækkunin nemur þvi 1200%. A sama tima hefur kaup verkamanns I fiskvinnu hækkaö úr 135,70 kr. i 981 kr. eöa um 623%. Miöaö viö 600 lltra notkun á mán- uöi til jafnaöar allt áriö fyrir fjögurra manna fjölskyldu tekur þaö þvl verkamannin 42,1 klst. aö vinna fyrir mánaöarnotkun af gasollu eöa rúma viku. Þetta kom fram á blaöamannafundi sem Jóhann Bjarnason framkvstj. Fjóröungssambands Vestfjaröa boöaöi til á fimmtudagskvöld á tsafiröi. Þá kom þaö ennfremur fram aö þvi er spáö aö verö á gasoliulitra geti fljótlega fariö upp I 92 krónur og er þá hækkunin frá 1973 oröin 1636%. A sama tima og þetta hefur gerst hefur svokallaöur ollustyrk- ur aöeins hækkaö um 44% og er hann nú 8,94% af olfukostnaöi en var 70% i upphafi. A sinum tima var lagt á eitt söluskattstig til aö draga úr áhrifum oliuverö- hækkana. Aætlaö er aö þetta sölu- skattstig færi rfkinu 3,3 miljaröa króna en aöeins 17,27% af þeirri upphæö renna til einstaklinga sem hita upp hús sin. Eins og sjá má af þessu er gifurlegur aðstööumunur þeirra sem kynda hús sin með oliu oe þeirra sem hafa hitaveitu. —GFr Austfj.-línan: Olíusparn- aður 400 miljónir kr. á rúmum tveimur mánuðum Sem kunnugt er var Byggöalfnan tengd viö raf- veitukerfi Austurlands I des- ember sl. Fram aö þvl haföi og svo ekki sé talaö um fyrir aöeins fáeinum árum, var megniö af raforku Aust- firöinga fengiö meö keyrslu dlselvéla. t viötali viö Erling Garöar Jónasson, rafveitu- stjóra Austurlands, sem birtist i Þjóöviljanum I dag, kemur fram, aö á þessum rúmum tveimur mánuöum, sem Byggöalinan hefur flutt Austfiröingum raforku, hefur hún flutt þeim 20 GWh. Þessa raforku hefur Raf- veita Austurlands greitt um 75 milj. kr. fyrir. Ef þetta sama magn heföi veriö framleitt meö diselvélum, heföi bara olian ein kostaö 480 miljónir króna, fyrir utan allan annan kostnaö, sem heföi numiö hundruöum miljóna. Viðtal við Erling Garðar á bls. 9 Hjörleifur notaði sér ekki ríkislánið BÍLAKAUP RÁÐHERRANNA: Svavar og Ragnar hafa enn ekkert gert í bílakaupamálum Bifreiö ólafs Jóhannessonar, Chevrolet Caprice Classic, sem hann keypti á gömlu ráöherrakjörunum, fyrir utan stjórnarráöshúsiö i gær. Ljósm. Leifur. Miklar sögusagnir hafa veriö i gangi um bflakaup ráöherra. Þjóöviljinn leitaöi til ráöherra Al- þýöubandalagsins og kom þá I lj'ós aö aöeins Hjörleifur Gutt- ormsson iönaöarráöherra hefur fest kaup á bifreiö. Bifreiöina, sem er af geröinni Chevrolet Malibu og kostar 6.2 miljónir króna keypti Hjörleifur án nokk- urra ráöherrahlunninda eöa láns úr rikissjóöi. ,,Ég pantaöi þennan bil áöur en afráöiö var um reglur innan rikis- stjórnarinnar varöandi bílakaup- in”, sagöi Hjörleifur. „Fyrri hluta vetrar ók ég Lada-Sport hér I Reykjavík, en um áramót tók konan hann meö sér austur þar sem hún notar hann viö vinnu sina. Ég þurfti því á bíl aö halda og kaus aö kaupa hann sjálfur heldur en aö láta ráöuneytiö gera það. Og þaö eru engin áform uppi um aö iönaðarráöuneytiö kaupi bfl.” Takmarkað bílavit „Ég hef ekki enn gert upp viö mig hvaö ég geri i þessum bila- málum, og hef satt aö segja litiö svo á aö önnur mál væru brýnni úrlausnar en þau. Svo er hitt aö ég er sæmilega rólfær og á auk þess ágætan pólskan Fiat árgerö 1977. En fram hjá þvi veröur ekki komist aö ráöherrar eru mikiö á feröinni og þótt sá pólski sé góöur er ekki vist aö hann sé nógu stinn- ur til allra feröalaga. Mitt vit á bflum takmarkast algerlega viö Trabant, Skoda og „freömýra- bensa,” en Gisli Árnason I forsæt- isráðuneytinu hefur bent mér á aö Oldsmobile dieselbill sé hentugur og sparneytinn, en hann er nú i þeim veröflokki sem ég hef verið ókunnugur til þessa. Hann mun kosta um 6 miljónir króna. En ég hef semsagt ekkert ákveöiö enn hvaö ég geri,” sagöi Svavar Gestsson, viöskiptaráðherra. Rikisbíll eða eínkabíll Ragnar Arnalds, mennta- og samgönguráðherra, hefur ekkert ákveðiö enn um hvernig hann hagar bilakaupum, og ekur um á nýlegum rauöum Lada-sport I einkaeigu. Rikisstjórnin hefur ákveöiö aö fella niöur tollíriöindi ráöherra i sambandi viö bilakaup og liggur frumvarp þess efnis frammi á Al- þingi. Gert er ráö fyrir aö ráö- herrar geti hagaö bilakaupum á tvennan hátt. Annarsvegar aö rikiö — eöa forsætisráöuneytiö — Framhald á 18. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.