Þjóðviljinn - 07.04.1979, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Síða 5
Laugardagur 7. april 1979. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 Kaldar kveðjur frá sjávarútvegsráðherra Stjórn Sjómannafélags Reykja- vikur hefur sent frá sér fréttatil- kynningu I tilefni þeirra aöferöa sem sjávarútvegsráöherra hefur aö mati þeirra viöhaft viö tak- markanir á þorskveiöum. Jafn- framt lýsa þeir furöu sinni á mis- munandi yfirlýsingum fiski- fræöinga um veiöiþol loönunnar. Fréttatilkynningin fer hér á eftir i heild: „A stjórnarfundi Sjómanna- félags Reykjavikur, sem haldinn var 4. april 1979, var samþykkt aö mótmæla harðlega þeim aðferö- um sem viöhafðar voru við gerö reglugerðar um takmarkanir á þorskveiðum, sem sjávarútvegs- ráðuneytiö gaf út 26. mars s.l. Engir úr rööum launþega hér á segja sjómenn landi, nema fiskimenn, þurfa að búa við það að ráöherra ákveði einhliða tekjumöguleika þeirra með þeim hætti sem gert var með reglugerð þessari. Þetta er gert án nokkurs samráðs viö samtök sjómanna um leið og mismunun er gerð milli þeirra sem veiðar stunda með ákveðnum veiðarfær- um og milli landsvæða. En ráða- menn viröast sammála um að bera megi fyrir borð hagsmuni reykviskra sjómanna og út- gerðar. Reykviskir sjómenn standa við hlið þeirra starfsbræðra sinna sem telja friðunaraðgerðir nauðsynlegar til viöhalds og aukningar hrygningarstofnum þorsksins. En þeim þykja kaldar slikar kuldakveðjur frá stjórnvöldum sem koma fram i einhliða ákvöröun þeirra og vara alvar- lega við slikum vinnubrögðum viö frekari ákvörðun takmarkana á loðnu veiðum, um leiö og stjórn félagsins lýsir undrun sinni á þvi ósamræmi sem fram kemur i yfirlýsingum fiskifræðinga um veiðiþol loönunnar.”. Þess má geta, aö margir aðilar hafa lýst furðu sinni á vinnu- brögðum ráðherrans við setningu reglna um þorskveiðar og telja þær koma mismunandi þungt nið- ur á landshlutum. qj Sparisjódur vélstjóra Aðalfundur Sparisjóðs vél- stjóra var haldinn aö Hótel Esju laugardaginn 24. mars s.l. Fundarstjóri var kjörinn Anton Nikulásson en fundarritari Guö- mundur Jónsson. Jú Júliusson formaður stjðrnar flutti skýrslu um rekstur spari- sjóðsins á árinu 1978 og Hallgrim- ur G. Jónsson sparisjóðsstjóri lagði fram reikninga sparisjóös- ins og skýrði þá. Innistæður viðskiptamanna sparisjóðsins námu i árslok 1.367 miljónum króna. Aukning frá fyrra ári var 528 miljónir eða 62,9%, sem er langt fyrir ofan meðaltalsaukningu innlána á ár- inu. Innlánsaukning var mest á vaxtaaukainnlánum eða rúmlega 146%. Aukning almennra inni- Framfarafélag Breið- holts III efnir til al- menns fundar um mál- efni hverfisins, mánu- daginn 9. april kl. 20:30 i Fellahelli (i Fellaskóla, gengið er inn að austan- verðu). Frummælendur á fundinum veröa: Sigurjón Pétursson, forseti stæða var 66,9%, en nokkur sam- dráttur var á eldra formi bund- inna sparisjóðsbóka. Heildar- aukning spariinnlána nam 65,6%. Veltiinnlán hækkuðu á árinu um 51%. A siöustu þrem árum hafa inn- lán sparisjóðsins fjórfaldast. Heildarútlán spari- sjóðsins voru I árslok 844,8 miljónir króna á móti 508,9 miljónum 1977 og höfðu þvi auk- ist um 336 miljónir eða 66%. Stjórn sparisjóðsins skipa: Jón Júliusson formaður Jón Hjaltested og Emanúel Morthens. Sparisjóðsstjóri er Hallgrimur G. Jónsson. Aðal- fundurinn samþykkti að greiða ábyrgðarmönnum sparisjóösins 19,6%afstofnfjárskirteinum fyrir áriö 1978. borgarstjórnar og Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarfulltrúi. Þá hefur félagið óskað eftir þvi með bréfi, að aðrir borgar- fulltrúar mæti á fúndinn. Hverfisbúar eru eindregið hvattir til aö mæta á fundinn og kynnast með þvi áformum borgaryfirvalda varðandi mál- efni hverfisins. A fundinum mun bjóðast tækifæri til að varpa fram fyrirspurnum um einstök mál, svo sem frágang opinna svæöa, vatnsskort, dagvistun barna, skólamál, umferðarmál og fleira. 80 manna kór í heimsókn Syngur á Suður- og Austurlandi 80 manna unglingakór frá Emsdetten I Þýskalandi eru á tónleikaferö hér á landi þessa dagana og ætla um Suöur- og Austurland 5. — 18. april. Stjórnandi kórsins er Dirk von der Ehe, sem stofnaði hann 1973, en frá þeim tima hefur kórinn ferðast til Englands, Finnlands og Belgiu auk heimalandsins og ma. hlotið 1. verðlaun i sam- keppni unglingakóra i Belgiu 1977. A söngskrá kórsins i tslands- ferðinni eru þjóðlög frá ýmsum löndum, þám. nokkur islensk lög, og lög eftir Purchell, Brahms, Kodaly, Lasso og fleiri. Fyrstu tónleikarnir voru i gær i Arnesi. en i dag syngur kórinn á Hvoli Hvolsvelli, og á morgun á Kirkju- bæ jarklaustri. Sunnudaginn 8.april eru tónleikar i Horna- fjarðarkirkju kl. 21, á mánudag i félagsheimilinu á Eskifirði, þriöjudag i Egilsbúð i Neskaup- staö, en þar starfaði Dirk um tveggja ára skeiö sem tónlistar- kennari. A skirdagskvöld syngur kórinn i Selfosskirkju, en óákveð- ið er hvort hann syngur i Reykja- vik. Þetta mun vera einn stærsti kór sem komið hefur i heimsókn hing- að til lands. „Kári litli og Lappi’ á dönsku Um þessar mundir er aö koma út á dönsku barnasagan Kári litli og Lappi eftir Stefán Júliusson. Þýðandi er Þorsteinn Stefánsson rithöfundur en útgefandi er Birgitte Hövrings Biblioteksfor- lag. Þýðingin er styrkt af Nor- ræna þýöingarsjóönum. Myndir i bókinni er i eftir Halldór j Pétursson. Heitir hún Káre og i Lappe á dönsku. Fundur um Breiöholt 1 dag, laugardag 7. april kl. 16.00: „Hvor er det kedeligt....” Danska skáldið JjÓRGEN SONNE ræðir um metsölubæk- ur. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO Skrifstofumaður með bókhaldskunnáttu óskast til starfa hjá fyrirtæki i Reykjavik, helst frá 1. mai n.k. Þeir sem hafa áhuga fyrir sliku starfi, sendi auglýsingadeild blaðsins bréf með upplýsingum um fyrri störf, menntun og annað, sem máli kann að skipta, merkt ,, Fr a mtiðarstar f ” Blaðberar óskast Vesturborg: Skjól Reynimelur — Grenimelur Langahlið — Skaftahlið Austurborg: Árbær I .Akurgerði DJÚÐVIlllNN Siðumúla 6, sími 8 13 33 Börn í Sovétríkjunum 1 tilefni barnaársins ræðir Guðrún Krist- jánsdóttir læknir um framangreint efni i MlR-salnum, Laugavegi 178, laugardag- inn 7. april kl. 3 siðdegis. Kvikmynda- sýning að erindi loknu. — öllum heimill aðgangur. — MÍR. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum viö leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33,simar 41070 og 24613 Sala á lausum miðum haf in NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 lae MIÐIER MÖGULEIKI Endurnýjun flokksmiöa og ársmiöa hefst 18. apríl.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.