Þjóðviljinn - 07.04.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. aprll 1979. REKTORSKJÖR í HÁSKÓLANUM Á þriöjudaginn var Guðmundur K. Magnússon prófessor í Viðskiptafræði kjör- inn rektor við Háskóla islands í stað Guölaugs Þorvaldssonar, sem tekur nú við starfi sáttasemjara ríkisins. I fyrsta sinni í sögu skólans höfðu stúdentar þriðjung atkvæða og skv. upplýsingum skrifstofu Háskólans var kjörsókn með ágætum miðað við þátttöku þeirra í öðrum kosningum eða tæp 45%. Af stúdentaatkvæðun- um hlaut Sigurjón Björnsson langflest eða 717. Guðmundur fékk hins vegar 470 stúdentaatkvæði. Af föstum starfsmönnum skólans kusu 243 og af þeim hlaut Guð- mundur 140 atkvæði en Sigurjón 89. Guðmundur hlaut því flest atkvæði og fékk hreinan meirihluta i fyrstu umferð. Þjóðviljinn náði tali af Guðmundi ásamt for- ystumönnum stúdenta og stundakennara og spurði þá álits á kosningunum. Mikill meirihluti stúdenta studdi Sigurj ón — segir formaður Stúdentaráðs Bolli Héöinsson formaöur Síúdentaráðs taldi einsýnt að vilji meirihlutans hefði ekki náð fram að ganga i rektorskjöri. Afgerandi meirihluti stúdenta, fjölmennasta hópsins við Háskólann, hefði goldiö öör- um en nýkjörnum rektor at- kvæði sitt. Hefðu stúdentar haft aðild að kjörinu i samræmi við fjölda sinn, tam. helmingsaðiid i stað núverandi þriðjungsaðild- ar, þá hefði Sigurjón B jörnss. að öllum likindum náð kjöri til em- bættisins. Sigurjón hefði raunar lýstyfiraðhannteldi eðlilegt að stúdentar fengju aukin ítök i stjórnun Háskólans og sá af- dráttarlausi stuðningur við þetta baráttumál stúdenta hefði fælt marga kennara frá stuðningi viö hann. Aðspuröur kvað Bolli brýnt að nýkjörinn rektor stæði sig ekki stður en Guðlaugur Þorvaldsson í bar- áttunni gegn hinum forna fjanda námsmanna, fjöldatak- mörkunum. Fráfarandi rektor hefði verið stúdentum haukur i horni i þeirribaráttuogaf þeirri braut mætti ekki vikja. Þá benti Bolli á að Guðmundur Magntls- son hefði fyrir kosningarnar haft góð orð um aö styðja við bök stúdenta i orrahriðinni um málefni Félagsstofnunar. Stúdentar myndu knýja á um efndir þeirra. Bolli vék enn- fremur að hinu mikla vinnuá- lagi sem lagt væri á stúdenta i sumum deildum og væri að riða geðheilsu margra á slig. Kvaðst hann vænta þess að nýr rektor tæki þátt í að lina ,, vort járn og arbeið”. Hann taldi jafnframt nauðsynlegt að ný yfirstjórn Háskólans gætti þess aö sjálf- Bolli Héðinsson stæði skólans yrði í engu skert, og þvi leiða kjöroröi sumra stofnana sem HáSkólanum lúta, „menntun i þágu atvinnuveg- anna” yrði visaði ystu myrkur. Að lokum sagði Bolli að þó meirihluti stúdenta hefði ekki stutt Guðmund til rektors, myndu stúdentar siður en svo leggja stein i götu hans. ,,Við munum styðja hann til góðra verka en standa fast á okkar baráttumálum”. ÖS. Hlakka til samstarfs vid stúdenta og aðra starfcmenn Haskólams — segir nýkjörinn rektor ,,Mér er efst i huga þakklæti til allra þeirra sem studdu mig til þessa embættis” sagði Guömund- ur K. Magnússon nýkjörinn rekt- or Háskólans. „Þaö verður ekki létt verk að setjast i sæti Guðlaugs Þorvalds- sonar, sem hefur unniö skólanum afar vel undanfarin ár og vissu- lega er sjónarsviptir að honum.” Guömundur tók fram, að kosningabaráttan hefði verið vel og drengilega háð af hálfu Sigur- jóns Björnssonar og á vináttu þeirra hefði enginn skuggi fallið. Hann kvaðst ekki hafa mótaö starfsskrá að sinni.en taldi brýnt að standa vörð um sjálfstæði Há- skólans og taldi mjög nauðsynlegt að stjórnvöld gæfu skólanum lausari taum i sumum mikilvæg- um málaflokkum. Til dæmis tók hann byggingarmál skólans sem hafa verið i deiglunni undanfariö og benti á aö Innkaupastofnunin sæi um allar framkvæmdir skól- ans og án hennar leyfis væri ekki unnt að ráðast i framkvæmdir. Þaö væri bagalegt, einkum þegar Háskólinn hefði i sjóði nægilegt fé til að hefja framkvæmdir, eins og komiðhefði fyrir. „Hérerumsvo mikilvægt mái að tefla aö ég tel sjálfsagt og eðlilegt að Háskólinn hafi mun meira sjálfræði i þeim enraunin er”, sagöi Guömundur. Hann taldi ennfremur brýnt að hið opinbera sinnti vi'sindastarf- semi skólans mun meir en nú er með rausnarlegri fjárframlög- um. Einungis þannig væri hægt aö standa myndarlega að þeim rannsóknum sem Háskólanum væriskylt aðrækja. Að lokum tók Guðmundur fram, að hann hlakk- aði til samstarfsins við stúdenta og kennara skólans. öS Guðmundur K. Magnússon Áttrœður á mánudag: Magnús Blöndal jrá Magnús guöir megi signa. Mennilegan dreng ég kenni. Vinna kaus að velferð sannri. Vandaður til munns og handa. Blöndals ættar innsti þáttur enn er sterkur, heldur merki. Blöndal hann var bændaprýði. Best fann iausn f málum flestum. Kjósalingar kusu þenna karl, sem vann jafnt fyrir alla. Þegnar stundum fjötrum fagna. Frjálsar ástir voru á Hálsi. Happ lét ekki úr hendi sleppa i hverju máli, er þurfti að verja. Slfkir menn þeir slaka sjaldan, stjórna vel og kröftum fórna. Stundakennar svíptir öllum réttindum — segir Guðmundur Einarsson „Viðteljum það óforsvaranlegt að stundakennarar skuli sviptir öllum réttindum við kjör rektors” sagði Guðmundur Einarsson einn helstur liðsspjóta stundakennara I Háskólanum. „Við erum um 2 — 300 talsins og höldum úti um það bil helmingi allrar kennslu I skólanum. Þrátt fyrir það erum við algerlega á- hrifalausir um stjórnun skólans og stefnumótun á hans vegum. Viögetum illa skilið hvi viðfáum ekki aö tjá okkur um jafnmikil- vægt mál og nýjan rektor þegar stúdentarnir, sem við kennum, fá það aftur á móti. Með þessu erum viö ekki að hnýta i stúdentana og sjálfsögð réttindi þeirra, heldur einungis að benda á misræmið sem rflúr. Félag okkar hefur rætt þessi mál og viö ihugum aö setja fram mótaðar kröfur er lúta að auknum itökum okkar i tengslum viö reglugerðarbreytingar sem Guömundur Einarsson standa fyrir dyrum i Háskólan- um. Ég á von á þvi aö sú umleit- an hljóti einhvern byr hjá stjórn- völdum og nýkjörinn rektor taki henni vel. Annað væri megnasta óréttlæti”, sagði Guðmundur að 'okum. OS Flugleiðá: Innanlandsflug um páskana Fyrir páskahátfðina verða margar aukaferðir á vegum Flugleiða innanlands og er búist við miklum flutningum frá og með 6.aprll fram yfir páska. Margar viðbótarferðjr hafa verið áætlaðar og eru ’til flestra á æ t lu n a r s t a ða Flugleiöa. Aætlunarferðir og viðbótarferðir til og frá Reykjavík fyrir og um páska eru áætlaðar sem hér seg- ir: Föstudaginn 6. april verða 19 ferðir, laugardaginn 7. aprfl 12 ferðir, mánudaginn 9. april 17 ferðir, þriðjudaginn lO.april 15 ferðir, miðvikudaginn 11. april 22 ferðir, fimmtudaginn 12. april 20 ferðir. Föstudaginn 13. april, föstudaginn langa, verðurekkert flug innanlands. Laugardaginn 14. april verður flogið samkvæmt áætlun og eru þá sjö ferðir frá Reykjavik. Sunnudaginn 15. april, páskadag, veröur ekkert innanlandsflug. Mánudaginn 16. april, 2. páskadagur, er hins veg- ar mesti ferðadagur helgarinnar. Þann dag áætla Flugleiðir 23 ferðir til og frá Reykjavik. Fram- boðinsæti þann dag á innanlands- leiðum verða 2208. Þriðjudaginn 17. april verða 18 ferðir til og frá Reykjavik og er það siðasti dagur sem aukaferðir eru settar upp vegna páskahátiðarinnar. Frá og með 6. apríl til 17. april eru sam- tals 153 feröir frá Reykjavik. Þar af eru 55 aukaferðir. Þessa daga bjóða Flugleiðir þvi 7344 sæti á innan landsleiðum Nýjung í fullorðinsfrœðslunni: Öldungadeild í yerklegum greinum Allt útlit er fyrir að fullorðins- ágætlega búinn að verkstæðum. fræðsla í verklegum greinum geti hafist I ársbyrjun 1980 I Fjöl- brautaskólanum f Breiðholti. Unnið er nú að undirbúningi þess, en fræðsluráð samþykkti s.l. sumar aö tekin yrði þar upp öldungadeild með svipuðu sniði og I Hamrahliðarskól^ þó þannig að kennsla væri aðallega I verk- legum greinum, enda er skóiinn Grjóteyri Von er sú, að völdum syni vorið gefi blóm f sporin. Langa ævi f góðu gengi. Gaman var aö tefla saman. Þó ellin sigri alia f lokin, aldnar hærur best oft falda. Hvað sem öllu öðru liöur, anda vorum má ei granda. Aðalsteinn Gislason. Kristján Gunnarsson, fræðslu- stjóri borgarinnar, sagöi I sam- tali við Þjóðviljann i gær aö menntamálaráðuneytið hefði fallist á tillögur fræðsluráðs i þessum efnum, nema hvað rekstrarkostnaður myndi skipt- ast eftir almennum reglum milli rikis og borgar og aö rikið, Reykjavikurborg og nemandinn sjálfur greiddu hver sinn þriðj- ung kennslukostnaðar. Eru þess- ar tillögur ráðuneytisins f sam- ræmi við lagafrumvarp um fram- haldsskóla, að sögn Kristjáns. Fræösluráð hefur einnig á prjónunum frekari samræmingu fullorðinsfræðslunnar I borginni og hefur fræöslustjóra verið falið aö hefja viðræður viö mennta- málaráðuneytið um hvort hægt verði að samræma Námsflokka Reykjavikur þessu kerfi fram- haldsskólanna. Sagði Kristján að þær viðræður væru enn ekki hafn- ar, en fræðsluráð gert samþykkt um þetta efiii á fundi sinum i sið- ustu viku. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.