Þjóðviljinn - 07.04.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. april 1979. ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 Flöskudanshn. Þórunn Sigurðardóttir skrifar leikgagnrýni um Leikfélag Húsavíkur: Siguröur Hallmarsson sem Tevye. Byggður á sögum eftir Schoiom Aleichem Leikritun: Joseph Stein Tóniist: Jerry Bock Þýðing: Egill Bjarnason Leikstjóri: Einar Þorbergsson Söngstjóri: Ingimundur Jónsson Leikmynd: Sigurður Hallmarsson Leikfélag Húsavlkur hefur um þó nokkurt árabil verið i farar- broddi á meðal áhugaleikhúsa landsbyggðarinnar. Kemur þar sjálfsagt margt til, en burðarás- inn I starfinu hefur þó verið kjarni óvanalega hæfra manna, lærðra og leikara, sem með dugnaði, á- ræðni og þekkingu hafa megnað að stefna þessari starfsemi I far- veg atvinnuleikhúsa og hlotið að launum verðskuldaða athygli og óvanalega góða aösókn I - slnu byggðarlagi. Leiklistaráhugi á Húsavik er vissulega með ein- dæmum og á áreiðanlega eftir aö vaxa enn, þar sem félaginu bæt- ast stöðugt fleiri starfskraftar, en 4 menntaðir leikarar og leik- stjórar búa nú i bænum, fyrir ut- an fjölda reyndra áhugaleikara. Að leggja út I fyrirtæki eins og sýningu á Fiðlaranum á þakinu ber vitni um mikinn kjark, ekki sist vegna flókinna dansatriða, sem erfitt er að komast hjá aö hafa I sýningunni og tónlistarinn- ar sem ber að verulegu leyti verkið uppi. Ekki hefur þetta þó dregið úr þeim Húsvikingum og tefla þeir hérfram 18 einsöngvur- um, fjögurra manna hljómsveit, auk kórs og dansara og eru mest 40 manns á sviðinu I einu. Óþarft er að rekja hér söguþráð verks- ins, þar sem flestir þekkja það. Fiðlarinn er að ýmsu leyti mjög skemmtilegt sviðsverk og skUar sýning Leikfélags Húsavikur á verkinu flestum þáttum þessmeö miklum sóma. Þó hygg ég að tón- listarflutningur og söngur sé sterkasta hlið sýningarinnar, en greinilegt er að unniöhefur verið af mikilli alúð við hina fallegu tónlist Jerry Bock. Söngstjórn annaðist Ingimundur Jónsson og Katrin Siguröardóttir stjórnaði hljómsveitinni, en auk þeirra spila í henni þeir Jón Aðalsteins- son og Sigurður Arnason. Eiga þau öll mikið lof skilið fyrir sinn þátt. Leikstjóranum, Einari Þor- bergssyni, hefúr verið nokkur vandi á höndum viö að koma 40 Leiðrétting Föstudaginn 30. mars slðastlið- inn birti Þjóðviljinn nokkra hluta af bókmenntadagskrá sem ég tók saman fyrir Menningardaga her- stöðvaandstæðinga. Þar urðu þau mistök að blaðið fékk i hendur og birtidálitiðafbakaðagerðaf fyrri heilræðavisu Þórarins Eldjárn og Kristins Einarssonar. Það skal hins vegar tekið fram að visurnar voru fluttar I þeirri gerð sem ég veit sannasta á Menningardögun- um sjálfum, ogvar þarfariö eftir Söngkveri herstöövaandstæð- inga, Reykjavik 1978. Mig langar þvi að biðja blaöið aö birta heil- ræðavisurnar báðar i þeirri gerð, „Fidlarinn á þakinu” manns fyrir á hinu þrönga leik- sviði, en kemst furðu vel frá þvi. Hann hefur greinilega næmt auga fyrir myndrænni uppbyggingu sýningarinnar og dansatriðin og flest hópatriðin voru ágætlega út- færð. Hann hefur valið þá leið að hafa sýningunafremur kyrrstæða i leikatriöunum og fyrir vikið er sýningin stilhrein og hvergi of- leikin. Hins vegar finnst manni vanta talsvert á leikræna út- færslu á ýmsum atriöum og meiri vinnslu úr textanum sjálf- um. Aldrei sUku vant er eins og að margir leikararnir séu öruggari i söng en í leik. Þótt leikararnir teikni vel útlinur hlutverkanna er einsog þá vanti suma einhvern botn i' hlutverkin, ákveðnari af- stöðu hver til annars og meira innra li'f i' leikinn. Jafnvel þótt þessi gallar skipti óneitanlega miklu máli, megna þeir þó engan veginn að yfirgnæfa kosö og sjarma sýningarinnar, en það er synd að þessum þætti skyldi ekki vera gefinn betri gaumur, þvl þá hefði þessi sýning getað oröiö meiri háttar afrek. Leikmynd Sigurðar Hallmars- sonar er stfhrein og falieg, þrátt fyrir þrengslin á sviðinu. .Búningar eru sömuleiðis vandað- ir og væri óskandi áðfleiriáhuga- félög gerðu sér svo vel grein fyrir þýðingu leikmyndar og bún- inga og þeir Húsvíkingar, ef dæma má af þvl sem ég hef séö til þeirra. Sá vandræðalegi „ama- tör”- bragur sem stundum er á sýningum áhugamanna, er oft að miklu leyti vegna skorts á smekk- visi og stil i umbúnaði, sem gerir yfirbragð sýninganna subbulegt ot sundurlaust. Þótt margii- i sýningunni skili söng beturenleik verður það ekki sagt um Sigurð Hallmarsson sem gerir hvorttveggja óaöfinnanlega og miklu meira en það. Maður hefur heyrt miklar sögur af hæfni Siguröar en aö við ættum svona frábæran leikara þarna nyrðra datt mér ekki I hug. Tevye i túlk- un hans er ógleymanlegur. Þaö enda má segja að þær veröi seint of oft kveðnar: Hér stöndum við með stjarfa höndá pung, Þvi stjórnin ætlar brátt að rekaherinn. Hnýttar brúnir, hindin þykkjuþung þrotib hermangsfé og tæmd öll kerin. Ef herinn fer þá fer vort eina traust, þó finnst eitt ráð viö því ef þú ertsiunginn: Ef landið okkar verður varnarlaust er vörn i þvi að halda fast um punginn. Með k veöj u o g þa kklæt i, Gunnar Karisson sem kemur manni kannski mest á óvart er að hann notar sér ekki möguleika sina á að vera „stjarna” heldur lyftir öllum meðleikurum og sýningunni sjálfri með sér, án þess að tapa nokkurn tima athygli og samúö á- horfenda. Sem sagt: atvinnu- mannaleikur eins og hann gerist bestur. Hrefna Jónsdóttir leikur Goidu með myndarbrag. Söngur' hennar, Sigrúnar Harðardóttur i hlutverki Hodel og Kristjáns Elísar Jónassonar i hlutverki Perchik ber af öðrum annars á- gætum söng, ef frá er skilinn söngur Sigurðar á þekktasta lagi verksins „Ef ég væri rikur”. Leiklega kvaö mest að Onnu Ragnarsdóttur af dætrum Tevye og Goldu, en eiginmannsefnin voru I höndum þeirra Kristjáns E. Jónassonar, Einars Njáls- sonar og Bjarna Sigurjónssonar. Skiluðu þeir sinum hlut prýði- lega, þótt mann gruni að amk. tveir þeir fyrrnefndu hefðu getað náð enn meiru út úr hlutverkum sinum með ákveðnari leikstjórn. Af öðrum hlutverkum má nefna Yentu hjúskaparmiðlara, sem Arnina Dúadóttir lék af miklum krafti og húmor, rösklegan lög- regluþjón sem Grimur Leifsson lék að ógleymdum þeim ömmu Tzeitel og Fruma-Sarah, sem þær Þórunn Pálsdóttir og Hrönn Eggertsdóttir sungu og léku meö prýði. Þaö er full ástæða til að óska Leikfélagi Húsavikur til hamingju með ágæta sýningu og vonandi verður þess ekki langt að biða að byrjað verði að byggja nýja leikhúsið sem nú er verið að teikna. Leikfélagið á vissulega skiliðaö komast istærra og betra leikhús þar sem þaðgetur i fram- tiðinni tekist á við fleiri stórvirki. Hártískusýning í Sigtúni í dag kl. 16 Á vegum Hárgreiðslumeistarafélags íslands Hárgreiðslumeistari: Peter Gross frá Þýskalandi Allar hársnyrtivörur eru frá Schvarzkof Sýningarfólk frá MODEL 79 sýnir nýjustu hár- og fatatískuna ' ^ Húsið opnar kl. 15.30 Einkaumboð fyrir Hans Schvarzkof Pétur Pétursson heildverslun Suðurgötu 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.