Þjóðviljinn - 07.04.1979, Page 6

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Page 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 7. aprll 1979. Stjórnarfrumvarp Náms- gagna- stofaiun Ragnar Arnalds mennta- málaráöherra hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um Námsgagnastofnun. Frumvarp hefur fimm sinnum legiö fyrir Alþingi, en aldrei oröiö útrætt, en þaö var upphaf- lega samiö af nefnd sem Magnús Torfi Ólafsson þáver- andi menntamálaráðherra skipaöi til þess aö endurskoöa gildandi lög um Rikisútgáfu námsbóka, Fræðslumyndasafn rikisins og fleira. Um helstu breytingar sem frumvarpið gerir ráö fyrir frá gildandi lög- um segir svo I greinargerö: 1. Rikisstofnanir sem starfa aö útgáfu, miðlun og framleiöslu námsefnis og kennslugagna eru sameinaöar i náms- gagnastofnun er lúti daglegri stjórn eins forstjóra, náms- gagnastjóra. 2.1 staö námsbókanefndar og stjórnar Fræöslumyndasafns rikisins kemur óskipt náms- gagnastjórn og skal hún hafa meö höndum yfirstjórn á starfsemi og fjárreiöum námsgagnastofnunar. 3. Akvæöi eru um náiö samstarf námsgagnastofnunar og þeirra aöila er vinna aö endurskoöun námsefnis og nýjungum i kennslustarfi á ■ vegum menntamálaráðu- neytisins, viö Kennarahá- skóla tslands og aörar þær stofnanir er kennaramenntun veita. 4. Námsgagnastofnun mun framleiöa ýmiss náms- og kennslugögn miöaö viö islenskar þarfir og aöstæöur önnur en prentaö mál. 5. Lögfest er aö auk eiginlegra námsbóka skuli gefnar út handbækur og kennsluleiö- beiningar handa kennurum, svo og itarbækur, þ.e. viö- bótarbækur fyrir nemendur, auk hverskonar nýsigagna. 6. Akvæði er um aö námsgagna- stofnun skuli stuöla aö varö- veislu skólaminja. 7. Akvæöi um fjármögnun deilda námsgagnastofnunar eru einfölduö og samræmd miöaö viö þaö sem nú er. Er miöaö viö aö allt rikisfé til stofn- og rekstrarkostnaöar verði i formi venjulegra fjár- veitinga i fjárlögum. Aörar tekjur stofnunarinnar veröi eölilegar sölu- og leigutekjur af efni og tækjum. Þær stofnanir sem nú gegna þvi hlutverki, sem námsgagna- stofnun er ætlafjeru Rikisútgáfa námsbóka, Skólavörubúöin og Fræðslumyndasafn rikisins. Horfur eru á aö unnt veröi að tengja starfsemi þessara stofn- ana i sameiginlegu húsnæöi áö- ur en langt um liöur. Hjörleifur Guttormsson á Alþingi í gœr Verndun kaupmáttar- ins og trygg atvinna árangurinn af baráttu Alþýðubandalagsins i ræðu sinni á Alþingi í gær sagði Hjörleifur Gutt- ormsson að barátta Alþýðubandalagsins fyrir breytingum á frumvarpi ólafs Jóhannessonar hefðu skilað verulegum árangri. Þessi barátta hefði aðallega beinst að þvf að tryggja kaupmátt lægri launa, atvinnuöryggi og stuðla að skipulegri uppbyggingu atvinnuveg- anna jafnframt því að berjast gegn verðbólgu. Hjörleifur sagði, að þvi væri ekki aö leyna aö mikill og opinber ágreiningur heföi veriö meö stjórnarflokkunum um ýmis mikilvæg mál. Alþýöuflokkurinn heföi taliö aö ekki væri hægt aö leysa efnahagsvandann nema með kauplækkun. Alþýöubanda- lagið heföi aö sjálfsögöu ekki getaö samþykkt þetta og heföi á öllum stigum barist gegn þessu meö fulltingi verkalýösamtak- anna og sú barátta heföi skilaö verulegum árangri. Hjörleifur sagöi aö þó væri þvi ekki aö leyna aö ýmislegt hefði ekki veriö með þeim hætti sem Alþýöubanda- lagið hefði taliö heppilegast. Þannig heföi flokkurinn veriö andvigur þaklyftingunni en i þvi þingsjé Hjörleifur Guttormsson máli hefði gengiö dómur nýlega. Það væri skoöun hans að koma ætti á nýju þaki. Þá sagöi Hjör- leifur aö ákvæöi efnahagsmála- frumvarpsins um skipulega upp- byggingu atvinnuveganna með áætlaanagerö, gæti oröiö til þess aö unnt yrði að stuöla aö veru- legri iönþróun á félagslegum grunnieins og gert væri ráð fyrir i frumvarpinu. A heildina litiö gæti Alþýöu- bandalagið sæmilega viö unaö þá stefnumörkun sem fælist i þessu frumvarpi um stjórn efnahags- mála og um breytta stefnu á ýmsum sviðum. Þá sagði Hjörleifur að lokum: „t samstjórn margra flokka fær enginn einn allt sitt fram. Þar reynir á málamiölun og nokkurn sveigjanleika. Orslitum ræöur, hvort um er aö ræöa pólitiskan vilja til samstööu og skilning og rétt mat á þeim forsendum sem samstarf þessara þriggja flokka hvilir á. Stjórnin á mikiö verk aö vinna i vörn og sókn fyrir hagsmunum alþýöu þessa lands. Við ýmsa og sumpart óvænta erfiöleika er nú aö fást í islensku efnahags- og at- vinnulífi til viöbótar viö þaö þrotabú sem rikisstjórnin tók viö siðastliðið haust. Þar vil ég ma. nefna miklar veröhækkanir á innfluttu eldsneyti, óhjákvæmi- legar takmarkanir á veiöum á ofnýttum fiskstofnum ög-nú siöast hafis sem lokar höfnum i tveimur landsf jórðungum. Viö erfiöleikana reynir á stjórnmálaflokka og bakland þeirra. Þessi stjórn á þrátt fyrir allt mikinn hljómgrunn og tals- veröa tiltrú meöal þjóöarinnar og af stuöningsmönnum hennar, eru enn miklar vonir bundnar viö störf hennar. Annar pólitiskur kostur hefur ekki birst frá þvi núverandi rikisstjórn var mynduð sem liklegri væri til þess aö fást við erfiöleikana, sist af öllu með hagsmuni hins braiða fjölda i huga. Þvi skulum viö samþykkja þetta frumvarp og ganga ótrauö til þeirra mörgu verka sem það visar til svo og að þvi að hrinda i framkvæmd mörgum góðum áformum sem núverandi rikis- stjórn var mynduð til að koma i höfn. Þaö er sitthvað komið á rek- spöl, sem ekki hefur borið mikið á i umræðu liöinna mánaöa og annað sem orðið hefur að þoka vegna vinnu og glimu um efni þess frumvarps sem nú hefur tekist samkomulag um milli stjórnarflokkanna.” sgt Afgreitt frá efri deild í gær Tvenn lög Framleiðsluráð landbúnaðarins og Húsnæðismála- stofnun t gær voru afgreidd sem lög frá Alþingi tvö frumvörp. Var annaö um breytingu á lögum um Framleiösiuráö landbúnaöarins en þaö var fiutt af iandbúnaöarráöherra oggerir þaö ráö fyrir auknu valdi Framleiösluráösins til þess aö draga úr iand- búnaðarf ramieiöslu. Þá var einnig samþykkt breyting á löguni um Hús- næðismálastofnun ríkisins þannig að nú er heimilt að lána til bygginga fyrir aldr- aða. Flutningsmaður er Al- bert Guðmundsson. sgt Gils Guðmundsson á Alþingi 1 gær Sinnum vorverkum og stígum upp úr mógröfum efnahagsmálaþrefsins i umræðu um efnhags- frumvarp forsætisráð- herra tók Gils Guðmunds- son til máls og skoraði á þingmenn stjórnarf lokk- anna að snúa nú bökum saman. „Hættum skækla- toginu" sagði Gils er hann líkti efnahagsmálaþrasi stjórnarf lokkanna við „vinnu í mógröfum" og komum upp úr mógröfun- um. Það er kominn timi til þess að við förum að sinna vorverkunum. Gils hóf mál sitt á þvi að segja, að þras um efnahagsmál heföi nú sem fyrr tekiö óhóflegan tima frá Gllg Guömundsson störfum þingsins og önnur mai heföu oröiö að sitja á hakanum. Hann sagöi að það virtist vera auövelt fyrir þá sem minnst heföu aö segja af þvi sem snerti kjarna málsins að breiöa sig út i ræöu- stóli og láta móðann mása. Gils kvaðst telja að unniö heföi verið að þessari frumvarpsgerö á mjög eðlilegan máta amk. framan af. Hann sagöist hafa oröiö undrandi á þeim breytingum sem forsætis- ráöherra geröi á frumvarpinu er hann vann að þvi ásamt embættismönnum rikisins. Svo hefði virst um tima að tveir stjórnarflokkar hefðu myndað blokk gegn þeim þriöja. Þegar þannig væri i þriggja flokka stjórn væri sú rikisstjórn feig. Gils sagði að þetta væri liðinn timi. Frumvarpið væri komið fram og þótt það væri vissulega samkomulagsfrumvarp og enginn gæti náö öllu fram mættu allir vel við una. Hann kvað mörg nauðsynjamál hafa dregist vegna þras og þrefs um þetta frumvarp, en nú væri timi til kominn að hætta skæklatoginu. Hann kvaöst vilja likja þessu viö þaö, að stjórnarflokkarnir heföu verið viö moldarverk á búi. Þeir hefðu nú um langan tima veriö aö stinga mó i heldur leiðinlegum mógröfum og ekki getað sinnt öörum vorverkum. „Stigum nú upp úr mógröfunum” sagði Gils að lokum „og snúum okkur aö vorverkunum.” sgt Tillaga Steingríms um stefnumörkun í landbúnaði Komlð verði í veg fyrir offramleiðslu á búvörum I gær lagöi landbúnaðar- ráðherra fram tillögu á Alþingi, sem miðar að því að á næstu fimm árum verði að verulegu leyti stemmt stigu við offram- leiðslu á landbúnaðaraf- urðum. Útf lutningsupp- bætur myndu þá minnka að sama skapi og valda ómældum sparnaöi fyrir þjóðina. A fundi með fréttamönnum sagði ráðherrann, aö miðaö væri að þvi að i lok timabilsins hefði mjólkurframleiösla minnkaö um 15 milljónir lftra og yrði þá ein- ungis um 5-6% umfram innlendar þarfir. A sama timabili er gert ráö fyrir aö draga saman fram- leiöslu á sauöfjárafuröum um 18- 20%. Ráðherrann sagöi aö allt yröi gert til aö mæta þeirri tekju- skeröingu sem fyrirsjáanlega yröi hjá bændum i kjölfar þessara aögeröa. Reynt yröi aö efla aörar búgreinar svo sem alifugla- og svinarækt og beita lánum og ann- arri fyrirgreiöslu til aö gera bændum kleift aö snúa sér aö þeim. Kappkosta yröi aö bæta nýtingu hlunninda og gera til- raunir meö nýjar búgreinar. Td. kvaðst hann myndi beita sér fyrir tilraunum með refarækt, sem væri afar aröbær ef hún tæk- ist vel. A fundinum kom lika fram, aö til aö mæta atvinnuþörfum sveitafólks eftir breytinguna, yröi aö leita annarra leiða en nýrra búgreina. Taldi hann brýnt aö at- huga möguleika á aö koma iönaöi á fót i sveitum, einkum ýmis kon- ar þjónustuiðnaði. Jafnframt yröi unnið að félags- legum umbótum, sem tryggöu bændum orlof og aðstoö i veik- inda- og slysatilfellum. Þess má geta að tillaga ráö- herrans gerir ráð fyrir aö sér- stakar áætlanir verði gerðar fyrir landbúnaðinn, sem tækju miö af landkostum og markaðsskilyrö- um einstakra landssvæöa. Þannig yröi komist hjá þvi t.d. aö mjólk- Steingrimur Hermannsson urframleiösla á Vestfjöröum minnkaöi i kjölfar þessara aö- gerða, en þar hefur verið skortur á þessum ágæta vökva fremur en hitt. ÖS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.