Þjóðviljinn - 07.04.1979, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Qupperneq 7
Laugardagur 7. aprll 1979. WÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þaö skyldi þó aldrei vera tilfellid ad Halldór Laxness hringsóli mér og öðrum med brenglaö verömætamat til samlætis, einhversstaðar uppi í úniversinu? Sínum augum lítur hver á silfrið Guðlaug Hermannsdottir „Minna má nú gagn gera”, varö mér að orði er ég fletti sunnudagsblaði „Þjóöviljans” 11. marz, og sá myndum prýtt „Sunnudagsspjall” Arna Bergmanns, þar sem hann gerir eitt og annað úr grein minni „Góuþankar um Nóbelsskáld ofl.” að umræðuefni. Eitt augnablik datt mér i hug að andriki mitt hefði verkað eins og vitaminsprauta á gagnrýn- andann og þótti hlutur minn all- góður. En brátt varð mér ljóst að fjörkippurinn átti sér aðrar og helgari orsakir. Ég hafði nefnilega syndgað eins og hún Eva formóðir min, gerst svo djörf að troöa bannsvæði — hról'lað við „gamla heyinu”. Stutt og laggott; mér meira en datt i hug að bera brigður á heimilda- og sannleiksgildi sumra fullyrðinga Halldórs Laxness um ýmsa samferöa- menn sina, ég viöraði lika skoð- anir minar á prenti. Aöur en lengra er haldiö er best að gera grein fyrir eftirfar- andi atriðum, til að forðast allan misskilning. Ég efast hvorki um rétt Halldórs Laxness til slikra endurminningaskrifa, né að honum sé fullkomlega alvara I skrifum sinum. Sé meira að segja einnig kosti slikrar um- fjöllunar um þekkt fólk. T.d. kosti; i formi fjárhagslegs ábata vegna aukinnar sölu þess- konar bóka. En ég hvika heldur ekki frá rétti minum sem les- andi til frjálsrar skoðanamynd- unar og opinberrar umræðu um álit mitt, ef mér þurfa þykir. Svo mörg voru þau orö. Þetta telst nú varla goðgá i landi hugsana og ritfrelsis!! Einlitu gleraugun. 1 umburöarlyndistón sem gjarnan er notaöur við börn og fáráðlinga les þessi sjálfskipaði krossfararriddari kiljönskunn- ar Arni Bergmann mér og öðr- um liktþenkjandi lexiuna. Leið- ir okkur i allan sannleika um hættur „sjálfsritskoðunar I endurminningabókum”, fræðir okkur um hin aðskiljanlegustu „vinnslustig” andlegra afurða og siöast en ekki sist bregður hann upp sláandi dæmi um hið óbrenglaða verðmætamat. Dá- góður biti atarna, sem tæplega verður gleyptur I heilu lagi. Blekfáki Arna verður ekki teljandi fótaskortur á ritsvell- inu, fremur en fyrri daginn. En eitt er aö skrifa og annað að lesa og skilja, og ég get ekki varist þeirri hugsun aö hann hafi lesið greinina mina i gegnum einiitu gleraugun sin. Telji mig einkum og sér i lagi beina orðum minum að sér, sem er reginmisskiln- ingur. Skyldu þeir eiga sams- konar gleraugu á Mogganum. Þeir höfnuðu nefnilega grein- inni á tveim forsendum. í fyrsta lagi: vegna þess að þeir birti „helst ekki greinar sem einnig eru sendar öðrum blöðum”. 1 öðru lagi: sé „greinin skrifuð vegna gagnrýni Arna Berg- manns” og „eigi þvi heima i Þjóðviljanum”. Ég bjóst satt aö segja ekki við slikri tillitssemi úr þeirri átt. En eins og máltæk- iðsegir, „svo lengi lærir sem lif- ir”. ögun og ástundun Arni telur grein mina skrifaða i reiði sprottinni af „ofurvið- kvæmni”, þ.e.a.s. islenska fyrirbærinu. Ég játa hreinlega vanþekkingu mina — ég geri mér bara alls ekki ljóst i hverju sérstaða afbrigöisins er fólgin og af þeim sökum dettur mér ekki i hug að mótmæla skil- greiningu hans. Hitt er þó öllu lakara að það virðist gjörsam- lega hafa farið fram hjá honum, hverjar orsakir lágu að baki reiði- ofurviðkvæmninni. Sigga þáttur Einarssonar var bara dropinn sem fyllti mælinn og segir i rauninni meira um höf- undinn en hinn liðna klerk. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn. Nei, ég reiddist ekki sérstaklega ummælum Halldórs Laxness um útvarpsfyrirlestra Siguröar Einarssonar, sem voru fluttir fyrir mitt minni, eins og Arni vill vera láta. 011 umfjöllun Halldórs Laxness um Sigurð Einarsson féll mér ekki i geð, fremur en aörar álika á liönum árum frá hans hendi. Hins vegar væri ég alveg til I að lýsa Sigurði Einarssyni frá minum bæjardyrum séð, sem ræðuskörungi, skáldi og siöast en ekki sist sem manneskju, á öörum vettvangi, teldi ég mig þess umkomna. Hann ætti það inni hjá mér, svo oft var hann mér „öðrum og sér til glaðværð- ar” á svokölluðum mannamót- um fyrir austan, eftir aö hann geröist prestur i Holti og veit ég marga sama sinnis. Það má vel vera að þetta hafi verið það sem Arni Bergmann telur til alþýð- legra fyrirlestra, enda vel við hæfi, við vorum flest úr alþýðu- stétt um þessar slóöir. Þaö má lika vel vera að ekki hafi legið ýkja mikil vinna að baki þeim, a.m.k. var Sigurður Einarsson sjaldnast með fullskrifaöar ræður. En að baki frábærum flutningi — tungutakinu, bjó ekki einungis eölislæg mælska, heldur og áratuga ströng ögun og ástundun islenskra fræða og talaðs máls. Oftúlkun — rangtúlkun Árni Bergmann telur mig hafa oftúlkað málsgreinina: „Um leið eru opnaðar leiðir til samanburðar, sem ekki eru gerðar i textanum sjálfum, samanburðar á gjörólikri notk- un veganestis tveggja ungra manna og gáfaðra”. Er ég vel til umræðu um þaö. En Arni gerir sig þvi miður sekan um sömu synd og ögn meira þó, þvi að auki rangtúlkar hann ýmis- legt i grein minni. Dæmi um þessa rangtúlkun gef ég hér: Arni segir mig likja „erinda- smið Sigurðar Einarssonar við þá vinnslu ýmislegra fanga sem liggja að baki leik- ritun Brechts eða t.a.m. Is- landsklukkunni”. 1 grein minni stendur a.m.k. i handritinu, greinina sjálfa hef ég ekki ennþá séð á prenti: „Hugmyndir hefur Sigurður Einarson áreiðanlega sótt i hinn mikla sjóö bókmennta og vis- inda. Þetta hafa ýmsir góðir menn gert og sumir meira að segja með frábærum árangri svo sem B. Brecht sem byggði fjölmörg verk sin á eldri verk- um og hugmyndum annarra. Snilli slikra manna er auðvitað fyrst og fremst fólgin i úrvinnslu hugmundanna”. Ef þetta getur kallast saman- burður á vinnubrögðum Brechts og Siguröar Einarssonar er ég hvorki læs né skrifandi. Eins og Arni Bergmann svo réttilega bendir á yrði allur saman- burður á téöum mönnum Halldóri Laxness, B. Brecht og Sigurðir Einarssyni alveg út i hött, eins og reyndar allur samanburður á fólki yfirleitt. Þó að ség sé fylgj- andi frjálslegri túlkun, lá við að mér súrnaði I augum er ég las þessa einstæðu útleggingu gagnrýnandans á áðurnefndum setningum. En krossfararridd- arar sjást ekki alltaf fyrir sem kunnugterog „tilgangurinn” er titt látinn „helga meðalið”. önnur atriði oftúlkunar, rang- túlkunar eöa jafnvel misskiln- ings i grein Arna Bergmanns hirði ég ekki um að ræða hér. Að visu hafa hugleiðingar undirrit- aörar um gæfuna og gjörfuleik- ann og heimsfrægðina hér og þar ofl. fengið á sig annarlegt yfirbragð i útleggingu hans, en ég er ekki uppnæm fyrir þvi. Enn um verðmætamatið Ja, þaö sem maður getur gert sig að fifli frammi fyrir alþjóð og það meira að segja án þess að hafa hugmynd um það, fyrr en góðviljaður blaðamaður út- skýrir hiö rétta samhengi hlut- anna. Þessi þokukenndi þanka- gangur minn leiddi mig á slikar villigötur, að mér fannst um hrið að ekki væri til nein algild mælistika á verðmæti. Ég gleymdi I augnablikinu lögum neysluþjóöfélagsins: aö sá einn ereinhvers virði sem framleiðir og eitthvað skilur eftir sig. Ekki undarlegt þó að við keppumst við að byggja hús, planta trjám Eitt orð enn um vanda landbúnaðar Nú um alllangt skeið hefur farið fram mikil umræða á fund- um vitt og breitt um landið, svo og i' blöðum útvarpi og s jónvarpi, um það sem nefnt hefur verið vandi landbúnaðarins, og er sá vandi fólginn f þvi að allt of mikið er framleitt af mati því landisem sumir kalla á mörkum hins byggilega heims. NU ætti mikil matvælaframleiðsla ekki aö vera tslendingum áhyggjuefni ef allt væri með felldu, því viða um lönd erfólk sem hefúrof lltiðað borða, en i þeirri hringavitleysu sem kallast verðbólga, geta Islendingar fátt framleitt á þvi verði að fátækar þjóöir geti keypt, þ.e. þær þjóðir sem hafa mesta þörf fyrir að kaupa af okk- ur umframbirgðir af land- búnaöarvörum, og þaö eru vist engar likur á að það breytist i ná- inni framtið, þvi enginn virðist vilja missa veröbólguna, enda hefúr margur efnast vel á henni, og ég vil segja á miður heiðar- legan hátt I mörgum tilfellum. Ekki getum við selt okkar land- bUnaðarvörur, a.m.k. ekki til EBE-landanna eöa til Bandarikj- anna nema gefa meðþeim, og það vill eölilega enginn gera ótil- neyddur, og þvi virðisteina leiðin sú að minnka framleiösluna I bili. Nú gæti komið það tiðarfar að þetta breyttist allt og vandinn gufaði upp vegna t.d. grasleysis- árs eða-ára,eða vegna óþurrka- sumra, og þá gæti svo farið að bændur yrðulátnir heyra að þeir væru ekki nógu duglegir við að framleiða matvæli, og væru bara skammsýnir og þar af leiðandi dragbitar, en þó yrði liklega ekki talað um að flytja þá til; best að þeir vesluðust upp heima hjá sér, þá þyrfti engar útflutningsbætur og aílt væri i lagi. 1 öllu þvi málæði á fundum og i blöðum og útvarpi sem fram hefur farið um þessi mál, hefur mér fundist aö fáir vildu gera nokkuö raunhæft i málinu, þó þar séu að visu til heiðarlegar undan- tekningar. Flestir vilja stinga höfðinu I sandinn, enda mun það svo að þeir sem mest láta til sin heyra eru einmitt mennirnir sem bera höfuðábyrgðinaá þvi hvern- ig komið er, og þar á ég við þá bændur sem eru komnir með svo stór bú að þau eru tvöfalt eða þrefalt grundvallarbú, og sum kannske enn stærri. Barátta þess- ara bænda flestra gengur út á það að þeir sjálfir þurfi sem minnstu að fórna, og er það mannlegt, en ekki stórmannlegt. Tillögur um kjarnfóður- skömmtun, þannig aö 1 kg. af kjarnfóðri komi á möti 4 1. af mjólk, ersvo riflegt að mjóíkUr- framleiðslan þyrfti litið eða ekk- ert að minnka við það, þvi reikna verður með að menn eigi eðlileg- an heyforða. Allt verður þetta þó að miðast við meðal árferði. Ekki er þvi að neita að ráðu- nautar i nautgriparækt hafa ráö- lagt okkur bændum að gefa mikiö kjarnfóður og til munu svo tal- hlýðnir menn að þeir hafa farið fullkomlega að þeirra ráðum, ef það er satt sem sagt er að dæmi séu til um, að menn gefi allt að 10 — 12 kg. á dag af kjarnfóðri mjólkurhæstu kúnum. Ætli ráðu- nautarnir velji svo ekki sæðingar- nautin hjá svona fyrirmyndar- bændum? Ekki er það ótrúlegt. Nú mega forustumenn okkar ekki heyra þaö nefnt aö þeir eigi nokkra sök á þvi hvernig komiö er, það eru bara bændurnir sem og jafnvel að skrifa dagblaöa- greinar til að sýna fram á að við séum gjaldgeng — þvi fáum er gefið að semja „Gerplur” eða „Sölkur Völkur”. Ég hlýt biátt áfram að hafa veriö lasin eða svifandi einhvers staðar uppi i úniversinu eins og Þórbergur, að halda þvi fram og það i fúl- ustu alvöru að „maður augna- bliksins” og „maður eilifðar- innar” þ.e.a.s. sá sem hefur reist sér minnisvaröa, gætu ver- iö jafnir. Til að forðast allan misskilning er þetta hvorki hugsað sem bein samliking á andlegu atgervi greinarhöfund- ar og meistara Þórbergs, né heldur er skirskotað til verö- mætamats hins liðna skálds. Þá dettur mér það i hug, hvernig fer með fólk augna- bliksins, okkur leikarana? „Hvaö skal nú til varnar verða vorum sóma?” Huggun harmi gegn er vitneskjan um skjald- sveina blekbyttunnar, blessaða gagnrýnendurna, sem mundu áreiðanlega koma óbrengluöu verömætamati á þeirri stétt á spjöld sögunnar. Nýstöðluð bókmennta- mælistika Hin nýstaðlaða bókmennta- mælistika Arna Bergmanns finnst mér hreint og beint æðis- gengin ef ekki byltingarkennd. Hann bendir mjög svo réttilega á aö : „Bókmenntir skipta máli ef þær ná einhverjum tökum á þjóð höfundarins”. Vel mælt og drengilega, og sé ég ekki betur en aö „bráðum komi betri tið meö blóm I haga” fyrrr islensk alþýöuskáld, þjóðinni kær, en litt metin af þorra gagnrýn- enda,svosemGuörúnu frá Lundi ofl. t fljótu bragði viröist mér samt t.d. tittnefndur Halldór Laxness ekki meta bókmenntir eftir þessum skala. Hann „fil- ar” t.d. ekki Einar Ben. mann- inn sem orti „tJtsæ”, þjóðskáld- ið, en hefur Jóhann Jónsson upp til skýjanna. Hér gildir hvorki lögmál framleiðninnar né álit þjóöarinnar. Það skyldi þó aldrei vera tilfellið, aö Halldór Laxness hringsólaði mer og öðr- um með brenglað verömætamat til samlætis, einhvers staðar uppi i úniversinu? Konstanz v. Bodenvatn i þvi landi Suöurbaden Guðlaug Hermannsdóttir eru skammsýnir. Fyrir skömmu var viðtal við einn ráðunautinn i útvarpinu og þegar hann var beð- inn um „nokkur orð að lokum”, sagöi, hann eitthvaö á þá leiö að hann vonaði að erfiðleikarnir sem nú væri viöað glima væru bara él eitt sem bráðlega myndi stytta upp, en hinu bæri ekki að neita aö hægt væri að villast i éljum. Já, hafa ekki forustumenn okkar bændanna ráfað um i myrku éli nú umsinnog ekki haft sinnu á að leita réttra átta i tima, áður en þeir komust I algera ófæru? Er ekki grundvallarbúið sá mælikvarði sem rétt er aö miða við þegar farið verður að ákveða skerðingu á framleiðslunni? Grundvallarbúið, og þaðan af minni bú, mega ekki við tekju- missinema þá i mjöglitlum mæli ef ekki á að gera þau óstarfhæf. Stóru búin verða að draga saman i bili, enda verður þvi ekki neitað með rökum að vandinn er þeirra sök. Að endingu þetta: Hvað sem gert verður af þvi sem helst þykir koma til greina, þá skulum við smábændur gæta þess að hjálpa ekki stórbændunum að koma fram þeirri ætlan sinni að sama skeröing i prósentvis gangi yfir alla. Óskar ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.