Þjóðviljinn - 07.04.1979, Page 8

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Page 8
8 SIDA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 7. aprll 1979. Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hildur Jónsdóttir Hjördís Hjartardóttir Kristín Astgeirsdóttir Sólrún Gísladóttir NeOanjarOarsaumastofa I Bandarlkjunum. Óþolandi vinnuaOstæður, glfurlegt arOrán og óttaþrungiO andrúmsloft gerir þær aO þrælabúOum nútimans i Bandarikjunum. Inga Dóra Björnsdóttir: Saumaverksmiöjur Bandaríkjanna Grein sú sem hér birtist, fjall- ar um verkalýös- og kvenna- baráttu I Bandarikjunum upp úr siOustu aldamótum og stór- brunann I Triangle saumaverk- smiOjunni áriO 1911, en þar brunnu inni 146 konur. Greinar- höfundur, Inga Dóra Björns- dóttir, stundar nám I þjóö- fræöum viö New York Háskóia, en sú deild er i húsi sem stendur á nákvæmlega sama staö og Triangle saumaverksmiöjan stóö áöur. Saumaverksmiðjur og saumakonur um aldamótin Þeir atvinnurekendur i Bandarikjunum, sem einna best nutu ávaxtanna af ódýru vinnu- afli svertingja og innflytjenda um siBustu aldamót, voru eig- endur saumaverksmiöja, en um 75% af starfsfólki þeirra voru konur. Saumaverksmiöjur á þessum tima voru aö jafnaöi til húsa í þröngu óþrifalegu hús- næöi, hreinlætisaöstaöa fyrir starfsfólk var litil sem engin, og eldhætta mikil. Gluggar voru negldir aftur svo dagsbirtan náöi vart að skina inn i gegnum óhreinar rúöurnar, hvaö þá aö friskt loft bærist inn. Hávaði og skrölt frá færiböndum og saumavélum var nægur til aö skeröa heyrn hvers manns. Sumar saumastofur voru reknar þannig aö starfsstúlkur uröu sjálfar aö útvega sauma- vélar. Voru mörg dæmi þess aö vélar þeirra skemmdust við bruna eöa eitthvaö álika, og urðu þær sjálfar að standa undir tjóninu: þó húsnæöiö og efniö væri tryggt, þá náöi tryggingin ekki yfir vélar starfsstúlkn- anna. Ekki var þetta þó eini kostnaöurinn sem þær þurftu aö standa straum af; þær uröu jafnvel aö greiöa sektir fyrir aö tala saman, hlæja eöa syngja; eins þegar þær voru svo óheppn- ar að smurningsolia úr vélunum fór I fötin, saumurinn varö of skakkur eöa sporin svo stór aö rekja þurfti upp. Aö jafnaöi var unniö til klukk- an tiu á kvöldin og engin yfir- vinnulaun voru greidd, en ein brauösamloka veitt i kvöldmat. Laun fyrir alla vinnu, hvort sem hún kraföist sérþjálfunar eöa ekki, voru sex dalir á viku, og til aö gera konunum enn erfiöara fyrir voru laun ekki greidd út reglulega, heldur fóru útborg- anir algjörlega eftir geðþótta eigenda. ,/Uppreisn tuttugu þúsundanna" Upp úr aldamótunun voru geröar nokkrar tilraunir til aö fá ástandinu breytt, en fyrsta aðgerðin sem eitthvaö kvaö aö, var verkfall saumakvenna i fatageröarverksmiöjum i New York og Philadelphiu veturinn 1909-1910. Upphafs- og aöalhvatamenn verkfallsins var starfsfólk tveggja stærstu skyrtugerðar- fyrirtækja New York borgar, Leiserson og Triangle Shirt- Waist fyrirtækjanna, en þaö var einmitt i þvi siöarnefnda, sem 146 konur brunnu inni tæpum tveimur árum siöar. Verkfall þetta, sem nefnt hefur veriö „uppreisn tuttugu þúsundanna”, var ekki aðeins eitt af fyrstu viötæku verk- föllunum i Bandarikjunum, heldur eitt fyrsta verkfalliö þar sem meirihluti þátttakenda voru konur, og afsannaði þaö þjóösögnina um aö konur gætu ekki staöiö saman og barist fyrir sinum rétti. Auk þess aö sanna aö konur geta veriö virkt og sterkt baráttuafl, veitti þetta verkfall bandarisku verkafólki dýrmæta reynslu viö aö skipu- leggja verkföll. 1 upphafi var gert ráð fyrir að þátttakendur yröu um þrjú þúsund, en eins og nafniö bendir til, þá nam fjöldi þeirra tugum þúsunda. Daglega bættust eitt þúsund til fimmtán hundruö nýliöar i hópinn. Reyndi mikiö á útsjónarsemi og stjórnunar- hæfiieika kvennanna viö aö skipuleggja verkfallsvaktir fyrir allt þetta fólk, fá það til aö mæta handtökum lögreglu meö stillingu, afla lausnargjalds fyrirþær sem voru handteknar, og útvega verkfallsbætur. Margar velefnaöar mennta- og kvenréttindakonur studdu baráttuna meö ráöum og dáö, veittu rikulega af eigum sinum i verkfallssjóöi eöa greiddu húsa- leigu af fundarsölum, þar sem baráttufundir voru haldnir. En þeir sem i reynd færöu mestar fórnir vegna verkfallsins voru verkakonurnar sjálfar. Verksmiöjueigendur unnu markvisstaö þvi aö brjóta verk- fyrr og nú fallið á bak aftur. Leiserson fyrirtækiö réöi til sin æföa slagsmálamenn til aö hleypa upp verkfallsvöktum. Triangle fyrirtækið notfæröi sér neyö vændiskvenna og réöi þær til aö gera hróp aö verkfallsmönnum. Þrátt fyrir sifelldar árásir mættu konurnar daglega á verkfallsvakt meö baráttu- spjöld, sem voru áletruö slag- oröum eins og „viö erum lika fólk” eöa „viö berjumst fyrir hærri launum, atvinnuöryggi, bættri vinnuaöstööu og styttri vinnutima”. Eftir þrettán vikna baráttu fóru konurnar aö þreytast og veikjast af stööugri útivist i vetrarkuldanum. Ennfremur nægöu fjárframlögin ekki til aö standa undir húsaleigukostnaöi, fæöi, læknishjálp og öörum lifs- nauösynjum verkfalisfólks. Ekki bættu stöðugar ásakanir dómstóla og blaða úr skák. Dómarar dæmdu verkfalls- konum stööugt i óhag og viku- blaö nokkurt gekk svo langt aö halda þvi fram, aö verkfalliö bryti ekki einungis i bága viö landslög heldur einnig lög Drottins sjálfs, sem kvæöu á um aö menn ættu aö afla sér brauðs i sveita sins andlits. Endirinn varö sá, — verk- smiöjueigendum og guö- hræddum mönnum til mikillar velþóknunar, — aö konurnar gáfust upp, aflýstu verkfallinu opinberlega þann 15. febrúar 1910, og sáu sér ekki annað fært en aö gera samning viö atvinnu- rekendur og snúa aftur til vinnu á sömu kjörum og fyrr eftir þrettán vikna verkfall. Bruninn i Triangle Shirt-Waist fyrirtækinu Var þaö Drottinn sem var aö fella dóm sinn rúmu ári siöar, nánar tiltekiö laugardagsmorg- uninn 25. mars 1911, þegar 146 starfsstúlkur Triangle Shirt - Waist fyrirtækisins brunnu inni? Refsiaögeröir atvinnurek- enda réöu alla vega mikiö um hvernig fór. Triangie fyrirtækiö var til húsa á þrem efstu hæöum i tiu hæöa verksmiöjubyggingu, sem stóö á horni Washington Place og Green Street i Greenwich Village á Manhattan (en á þeim staö stendur ein af byggingum New York háskóla i dag). Eld- urinn braust út um kl. 10 og voru 500 manns viö vinnu þennan morgun. Þær fáu kröfur sem þá voru geröar til brunavarna voru ekki uppfylltar og brunaæfingar höföu aldrei veriö haldnar. Þar aö auki var annar af tveimur þröngum stigagöngum lokaöur og allar huröir aö vinnusölum læstar á vinnutima. Astæöur þessa fyrirkomulags voru margvislegar. 1 fyrsta lagi vildu atvinnurekendur koma I veg fyrir frekari verkföll, læstar huröir og lokaöir stigagangar geröi verkalýösskipuleggj- endum ókleift aö komast inn, og hindraöi aö konur leggöu syndi- lega niöurvinnu. I ööru lagi ótt- uöust atvinnurekendur fátt meira en aö starfsmenn stælu bita af blúndu eöa tvinnakefli. Nú, svo töldu þeir alveg vita vonlaust aö ráöa viö þessa „hjörö” eins og þeir kölluöu konurnar. Hún yröi sennilega alltaf hangandi á klósettinu, ef aögangur yröi gerður greiöur þar aö. Viö þessar aöstæður heföi tekiö um þrjár klukkustundir aö koma starfsfólkinu út, en tuttugu minútum eftir aö eldurinn braust út voru 146 konur látnar. Þeir sem uröu vitni aö brunanum gátu aldrei gleymt þeirri hryllingssjón sem viö þeim blasti þegar alelda konur, sem enga aðra björg gátu sér veitt, köstuðu sér út um glugga i þeirri von aö lenda i brunanetum, lökum og teppum, sem fjöldinn fyrir neöan hafði breytt út. Fáar komust lifandi af, þar sem fallþungi þeirra var svo mikiil aö brunanetin og lökin rifnuöu. Hinar sem fórust fundust viö útgöngudyrnar, þar sem þær höföu háö vonlaust striö viö læstar dyr. Þaö sem geröi brunann kannski enn átakanlegri var, aö fyrr i sama mánuöi haföi nýstofnuö heilbrigöisnefnd starfsmanna i saumaverk- smiðjum, sem komið haföi veriö á laggirnar eftir verkfalliö tæpum tveim árum áöur, sent inn kvörtun til borgarstjóra New York borgar um sérstak- lega lélegan aöbúnað og mikla eldhættu i húsakynnum Triangle fyrirtækisins. Ekki var hgt aö iögsækja eigendur fyrir lélegar brunavarnir, þar sem engin opinber lög né ákvæöi voru til um slikt. Þeir voru aö visu kæröir fyrir aö hafa haft huröir læstar og stigaganga iokaða á vinnutima, en sú skýring aö þeir heföu veriö aö reyna aö draga úr stööugu hnupli starfsfólks, var tekin góö og gild. Oörum eigandanum var þó gert aö greiöa tuttugu dali i skaöabætur i styrktarsjóö aöstandenda, en sjálfir hlutu þeir milljónir dala i brunabætur fyrir glötuö verkfæri og vinnu- sali. Bestu lýsinguna á hugarfari atvinnurekenda i garö verka- kvenna er ef til vill aö finna i oröum forstjóra nokkurs, sem lét þau orö falla þegar fariö var fram á aö hann héldi bruna- æfingar og efldi brunavarnir i verksmiöju sinni eftir Triangle eldsvoðann: „Látum þær bara brenna inni, þaö er nóg af þessum skepnum hvort sem er”. Sem betur fer, urðu viöbrögð fjöldans ekki þau sömu og þessa harövituga ver ksmiggueigí anda. Góöborgarar fylltust samúö, en verkafólk reiöi. Enp einu sinni þurfti voöaslys til aö 'Framhald á 18. siöu. Rauðsokkahreyfingin Fundur sunnudaginn 8. april kl. 8.30. Tekin ákvörðun um 1. mai. Miðstöð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.