Þjóðviljinn - 07.04.1979, Side 10

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. aprll 1979. Laugardagur 7. aprll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 Skólahljómsveitin æfir sig TV * ^ Al' é/v- r M mmj i amr 1 í 1. \ ■ Æmsœ... mm ái ■ vx.as ÍFggfifc*. , /. \/ I DAG/ laugardaginn 7. apríl kl. 14, heldur hljóm- sveit og lúðrasveit Tón- menntaskóla Reykjavík- ur hljómleika í Háskóla- bíói. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Það er nýmæli, að tón- listarskólar panti tón- skáld til að semja verk fyrir nemendahl jóm- sveitir sínar, enda þótt mörgum ættu að vera hæg heimatökin við að láta „sérsauma" handa sér tónverk, þar sem vfða eru starfandi tónskáld meðal kennara og skóla- stjóra tónlistarskólanna. Engu að síður hefur lítið borið á þvf fram að þessu að viðkomandi tónsmiðir eða skólayfirvöld hafi sýnt þessum upplagða möguleika raunveruleg- an áhuga. En nú hefur Tónmenntaskóli Reykja- víkur gert bragarbót á svo um munar. A tónleik- unu í dag verða nefnilega frumflutt tvö íslensk tón- verk/ sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hljómsveit skólans. Annað verkiö nefnist POCO CONCERTANTE („Með dulitl- um einleiksblæ”, snörunartilr. RÖP) eftir Atla Heimi Sveins- son og tjaidar flestum þeim hljóðfærum, sem kennt er á i skólanum. Hitt verkið er fyrir strengi eingöngu og er eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, en hann kallar það GÍGJULEIK, liklega með hliðsjón af hinum atorku- sama stjórnanda strengjasveit- arinnar, Gigju Jóhannsdóttu,r. Ails eru strokhljóðfæranemend- ur i skólanum rúmlega fjörutiu. Þess má geta, að barnaóperur Þorkeis, „Apaspil” og „Rabbi rafmagnsheili”,voru færðar upp á sinum tima i samvinnu við Barnamúsikskólann, eins og Tónmenntaskólinn hét þá. Skólinn hefur smám saman orðiö- einn af merkustu vaxtar- broddum i tónlistarkennslu barna og unglinga á landinu. Stofnandi hans var dr. Heinz Edelstein, en skólinn varö sjálfstæð stofnun 1952 upp úr barnadeildum, sem starfræktar höfðu verið allt frá stríðslokum i Tónlistarskólanum i Reykjavík, þeim er sl. 19 ár hefur veriö til húsa í kvikmyndabyggingu Tónlistarfélagsins I Skipholtinu, en hafði áður veriö í Þrúðvangi við Laufásveg. Tónmenntaskólinn hefur yfir- leitt veriö I húsnæðishraki alla sina tið. Hann hefur verið starf- ræktur á ýmsum stöðum í borg- inni, siðast i Iðnskólanum við Skólavörðuholt. Haustið 1977 losnaöi um skólahúsnæði i gamla gagnfræðaskólanum við Lindargötu og tók Tónmennta- skólinn þetta húsnæði á leigu hjá Reykjavikurborg. Skólinn Blikk og tré Nánari umfjöllun Tón'- menntaskóla Reykjavíkur og þeirra athyglisverðu nýjunga og tilrauna, sem þar fara fram, verður að biða betri tima. Þó get ég ekki látið hjá llða að nefna i leiðinni þá frumraun sem nýjust er af nálinni, en það er hljóðfærasmfði. Tónmennta- skólinn hefur grafið upp hinn keflviska þúsundþjalasmið Er- ling Jónsson og búið honum og ararnir, sem þarna voru að erf- iða með laufsög og trélím, báru Katrinu Arnadóttur fiðlukenn- ara fyrir þvi, að úr krossviðar- fiðlum Erlings fengist ótrúlega góður hljómur miðað við smiða- efni og einfaldleika. Þegar undirritaðan bar að garöi, voru þær Bergljót Jóns- dóttir, Jóhanna Lövdahl, Agústa Hauksdóttir og Sigríður Pálmadóttir I óða önn hver við sina frumraun I hljómtólagerð, en Erlingur alls staðar innan Enginn skyldi flauturnar vanmeta er sjálfseignarstofnun, rekinn eins og aðrir tónlistarskólar lýð- veldisins skv. lögum um fjár- stuðning við tónlistarskóla frá 23.5. 75. Skólastjórar eftir dr. Heinz Edelstein voru dr. Róbert A. Ottósson, Ingólfur Guðbrands- son, Jón G. Þórarinsson og siö- ast Stefán Edelstein, sem stjórnað hefur lengst þeirra allra eða frá 1962. Stefán er maður hugmyndafrjór og nýj- ungagjarn meira en svo að megi gera skil að sinni, en undirritað- ur hefur hug á að rekja úr skóla- stjóranum garnirnar i sérlegu viðtali á vegum „Músikur og Mannlifs” á næstunni. hópkennurum skólans aöstöðu til að setja saman allvönduð hljóðfæri á lóð Lindargötuskól- ans, I smákytru, sem hvunn- dags ber hið uppbyggilega nafn: likhúsiö. Ég átti hálft I hvoru von á frumstæðum bumbum, hringl- um og hrlslum, en þegar inn i smiöastofuna kom, blöstu við hin álitlegustu hljóðfæri á ýms- um stigum. Þarna var m.a. víóla úr krossviði kvörtnuð og krómatisk tólf tóna harpa á byrjunarstigi, sem hefði verið tilvaliö tannfé handa sálugum Arnaldi Schönberg. Þvi miður var ekkert fullgert hljóöfæri til staðar I það skiptið, en kenn- handar við að rétta þeim hjálp- arhönd og gefa góð ráð. Til mun standa að hleypa eldri nemendum skólans inn i sæluna næsta haust, en sem stendur vantar illa fleiri hefil- bekki og verkfæri. Lúörasveit var stofnuð i skól- anum 1977. Hún er undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar trompet- leikara i Sinfóniuhljómsveit Is- lands og hefur stækkað jafnt og þétt allt frá byrjun, en mun nú vera orðin um 30 manna aö stærð. Hún kemur fram á tón- leikunum i dag eins og áöur er getið. Ungir fiðlarar með aftild og rétti Óplægður akur Auk Þorkels og Atla hefur Jón Asgeirsson samið verk fyrir Tónmenntaskólann. Það heitir ORÐAGAMAN, sjö söngvar við gamla Islenzka oröaleiki og heilræði og er fyrir barnakór og litla hliómsveit. Verkið h§fur veriB ..Prufukeyrt”, en biður raunverulegs frumflutnings um sinn, þar sem ekki hafa verið tök á að gera þvi fullnægjandi skil enn þá, en I skólanum er ekki fastur starfandi kór. Enn má geta sönglagaflokks, sem Gunnar Reynir Sveinsson samdi fyrir skólann 1974. Eg bað Stefán um að segja snöggvast frá tildrögum þessar- ar samvinnu skólans við Islenzk tónskáld, en áðurnefnd verk Atla, Þorkels og Jóns voru öll „pöntuð” I byrjun slöasta vetr- ar i tilefni af 25 ára afmæli skól- ans og eru sennilega merki um mesta átak sem gert hefur verið til þessa af einum aðilja til að fá hérlenda tónsmiði til að semja fyrir börn. Skólastjóri kvað það vera óplægður akur að biðja tónskáld um að skrifa verk fyrir bcrn hér á landi. (Greinarhöf. vill að visu minna á einkennisorö siðustu Norrænu Múslkdaga I Reykja- vik fyrir nokkrum árum, sem að sumu leyti falla inn undir þetta, en þau voru „Músik fyrir áhugafólk.” Skoðanir manna voru hins vegar á reiki um af- raksturinn.) Stefán taldi slika viðleitni hafa uppeldislegt gildi fyrir báða aðiljana: I fyrsta lagi fyrir nemandann, sem við að fíytja slik verk mundi færast nær nútimatónlist en Bartók og Prokofféff, sem eru i reynd einskonar tónsögulegar enda- stöðvar i flestum tónlistarskól- um. 1 öðru lagi mundi samvinn- an við nemendur færa tónskáld- ið nær veruleika samtimans og neytendur framtiðarinnar. Tónsköpun nemenda Hvert skal stilla eftir þessa byrjun? A næsta skólaári hefur Stefán hug á að fá islenzk tón- skáld til að vinna með eldri nemendum Tónmenntaskólans við að hjálpa nemendum sjálf- um að skapa eigin tónverk. Hugmyndin er að nokkru fengin frá „composer-in-residence” fyrirkomulaginu við ameriskar kennslustofnanir, þar sem tón- skáld dveljast viö skólann ár- langt með búi og buru og semja hluta dags tónverk með nem- endum eða fyrir þá og hafa um- sjón með ýmis konar tónskap- andi starfsemi. Að visu er ekki hægt að bjóða Tónskáldin um samvinnuna við nemendur Þorkell Sigurbjörnsson: i „Það eru ekki til opn- ari áheyrendur og óeigingjarnari flytjendur. Það má ekki gleyma þvi, aft fólk á þessum aldri hefur rika sköpunargáfu og sköpunar- þörf. 1 raun og veru mætti gera meira af þvi aft virkja sköpunar- gáfuna frekar en móttökuhæfi- leikann fyrir itroöslu.” Atli Heimir Sveinsson: „Þaft var mikil upplyfting fyrir mig að vinna með þessari hljóm- sveit. Það er enginn eðlismunur, bara stigsmunur, á þvi aft vinna með „barnahljómsveit” og „full- orftinshijómsveit”. Hver hljóm- sveit hefur sina sál. Min reynsla er sú, að mörg fyr-1 fyrir börn og þarfnast hvorki sér- irbæri i svokailaftri framúr- þjálfaöra flytjenda né áheyr- stefnutónlist eru ekki óaftgengileg enda.” Litið við í Tónmennta- skóla Reykjavíkur SKAPAÐ ÚR TRÉ OG Stefán Edelstein skólastjóri margs var að gæta og stöðug fylgni við stjórnandann nauð- synlegri en I mörgum „sjálf- keyrandi” heföbundnum tón- verkum. Æfingar þann daginn höfftu verið anzi stifar, nærri 3 klst. með hléum, en enginn leit á klukkuna og kallaði á kaffi fyrir þá sök, þannig að ekki gátu nú- timatónsmlöar verið þaft leiðin- legar. A eftir hóaði maður nokkrum nemendum saman til að heyra i þeim hljóðiö. Þetta voru fimm eða sex stelpur, allt strengjaleikarar (auðvitað), nema hvað ein blés yfir flautu þvert. Þær voru i 3. — 7. bekk, þ.e.a.s. á aldrinum niu til fimmtán ára. Strengjaleik- arar taka þátt I frumflutningi beggja tónverkanna. Ég: Hvernig finnst ykkur verk Atla? Þær: — Sérkennilegt... Nót- urnar eru eins og myndasýning ... Höfum aldrei spilað svona lagaðáður....Viðurðum að læra mest utan að, maftur vissi aldrei hvað kæmi næst... Það er ööruvisi upp skrifað en venju- legar nótur. Við megum oft ráfta þvi sjálf, hvernig við spilum, falskar nótur skipta ekki máli... Annars er allt annað að spila það núna en fyrst ... Engin kvaöst hafa skellt upp- úr I byrjun, heldur hefðu þær haft áhuga á að spila meira af sliku seinna. Þær höfðu sjálfar fengizt við tónsmiðar I skólan- um og haft gaman af. Rabb okk- ar leiddist út i að fjalla um hvað væri leiðinlegast og skemmti- legast iskólanum. Um fyrrnefnt var sagt tónlræði eða teóriu, en út á siðarnefnt var ekkert gefið. Ég: Af hverju eru fleiri stelp- ur en strákar i skólanum? Þær: — Stelpur velja þetta frekar... Ég: Þær gera kannski iika frekar það, sem þeim er sagt! Þessu var mótmælt kröftug-. lega og ég minntur á, aö hefði það verið einu sinni, væri ekki þar með sagt að svo væri leng- ur. Ég: Hvað finnst félögum ykk- ar I öðrum skólum um nám ykk- ar i Tónmenntaskólanum? Þær: — Ekkert. Þaö kemur þeim ekkert við. Ég: Fariö þið þá leynt með þaft? Þær: — Alls ekki! (Það vannst ekki timi til að komast til botns i þvi paradoxi. Spurt var, hvort félagana i grunnskólanum langaði aldrei til að heyra þær spila: Þær: — Nei ég held ekki ... þeim finnst það asnalegt ... Það er kannski uppeldiö... Þeir, sem sjálfir eru að læra á hljóðfæri, hafa áhuga. Hinir skipta sér ekkert af þessu ... Ég: Að hvaða leyti er verkið hans Þorkels frábrugðið verki Atla? Þær: — Það er meira af lag- linum. Aðspurðar að lokum um hvort verkanna þeim fyndist skemmtilegra sögðust þær ekki gera upp á milli þeirra, hvort um sig væri tilbreyting frá hinu. Það eru alltaf þessir dipló dyntir i dömum... —RöP. Hljóðfæri verfta til undir leiftsögn þúsundþjalasmifts (Ijósm. Leifur) tónskáldum að dvelja heimilis- fast viö Lindargötu 51, en Stefán taldi vel koma til greina að búa þeim starfsaðstöðu i tilrauna- skyni t.d. um 6 vikna timabil, segjum 4 tima á viku, með 20 börnum i 4-8 hópum, allt eftir plássi, þátttöku o.fl. Sagðist hann binda töluverðar vonir við tilraunina og búast viö, að hún gæti orðið bæði nemendum og tónskáldum holl hvatning. Ánnars er nú þegar viss þátt- ur i kennslu skólans aö veita nemendum tækifæri til að skapa I tónum og hljóðum i hóp- kennslutimum undir leiðsögn TÓNUM áðurnefndra kennslukvenna, sem voru að smiða hljóöfæri hjá Erlingi Jónssyni. Þessar smá- smiðar eru fluttar og teknar upp á segulband. Hver fjórmenninganna hefur sina aðferð við kennsluna, og er það i samræmi við yfirlýst hlut- verk skólans að reyna ýmsar nýjungar i tónmenntum. Bergljót Jónsdóttir leyfði mér að hlusta á nokkra ópusa eftir sina nemendur. Kenndi þar margra grasa og æði ólikra að gæðum, eins og von var. „Verk- in” voru flest örstuttar hugleiö- ingar um fyrirfram gefin við- fangsefni eöa heiti, ýmist sungin, leikin, klöppuð, stöppuð, ýlfruð, blistruð eöa sögð, eða sumt af þvi I senn, og drógu dám af alls konar stemmningum og umhverfishljóðum á im- pressjóniskan hátt út frá ýms- um einföldum formum. Fyrir alla aðra en þá, sem aðeins geta metið gildi áþreifanlegra hluta, ætti að vera augljóst, að slikt föndur við abströkt hljóð og form er ekki þýðingarminna fyrir þroska barna en mótun I leir og litum. „Eins og myndasýning” Undirritaður skrapp á æfingu á „Poco concertante” eftir Norðurlandaverðlaunahafann Atla Heimi Sveinsson, sem höf- undur stjórnaði af mikilli rögg- semi. Timinn virtist enda nýtast vel og einbeiting hinna ungu hljóðfæraleikara vera i há- marki. Það veitti ekki af þvi cfijkardur Ö. cpálsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.