Þjóðviljinn - 07.04.1979, Side 13

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Side 13
Laugardagur 7. aprll 1979. ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 13 Um Kelgina um helgina Nemendur og kennarar Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar Kór og hljómsveit Tónskólans halda tónleika i kirkju óháða safnaðarins við Háteigsveg mánudagskvöldið 9. april, kl. 20.30. Aðalverkefni á efnisskrá að þessu sinni er páskakantatan „1 dauðans böndum Drottinn lá” eftir J.S. Bach en meöal annarra verka á efnisskrá er Andante fyrir flautu og hljómsveit eftir W.A. Mozart, lltil svlta fyrir strengjasveit eftir C.A. Gibbs og þrjú Mariuvers fyrir blandaöan kór án undirleiks. Tónleikarnir á mánudaginn 9. hefjast eins og áður sagði kl. 20.30, aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Sýningu Bjargar a ð Ijúka Björg Þorsteinsdóttir hefur um nokkurt skeið sýnt málverk og grafikmyndir i Norræna húsið við mjög góða aðsókn. Sýningin er opin yfir helgina frá 14.00-22.00. Síðasti sýningardagur er á mánu- dag svo nú fer hver að verða sið- astur aö sjá þessa ágætu sýningu. Björg Þorsteinsdóttir Skálhyltíngar flytja Narfa Nemendur Skálholtsskóla flytja sjónleikinn Narfa eftir Sigurð Pétursson f félagsheimilinu Ara- tungu að kvöidi sunnudagsins 8. april. Leikurinn var frumsýndur á nemendamóti i Skálholti um siðustu helgi. Aöalhlutverkið, Narfi, er I höndum Fjölnis Sverrissonar, en Helgi Bragason leikur Guttorm lögréttumannog Hildur Sigurðar- dóttir Dalstæd kaupmann. Með önnur hlutverk fara Margrét Jónsdóttir, Ingibjörg ólafsdóttir og Inga Þóra Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er Bernt Skrede, norskur lýöháskólakennari, sem meðal annars hefur starfað i Skálholti I vetur. Eins og kunnugt er var höfund- ur Narfa brautryðjandi í leikrit- um á tslandi. Aörir höfðu að visu gert tilraunir á þvi sviði á undan honum, en Siguröur Pétursson gerði fyrstur f jölþætt leikrit, sem reyndust sýningarhæf og voru leikin oft og vföa. Auk Narfa samdi Sigurður sjónleikinn Slað- ur og trúgirni, sem nú er venju- lega kallaður Hrólfur. Narfi var fyrst sýndur árið 1799. Um upphaf leikmennta á ts- landi farast Erlendi Jónssyni svo orð i tslenskri bókmenntasögu 1550-1950: „Uppruna islenskrar leiklistar má rekja til skólapilta i Skálholti, er þeir héldu svokallaða „herra- nótt” á haustin. Það var i fyrstu óskipuleg ærslaskemmtun, en siöar voru fengnir menn tií að undirbúa samtalsþætti fýrir þessi tilefni. Og þannig atvikaðist það, að Siguröur samdi þau tvö leikrit, sem eftir hann liggja. Þá var skólinn fluttur að Hóla- velli i Reykjavik, og voru bæði leikritin sett á svið þar i fyrsta skipti. Þau eru bæöi „gieðispil”, eins og gamanleikir vorunefndir i þá daga”. Narfi er að nokkru leyti frum- saminn á dönsku, en Skálhylting- ar flytja þá þætti i islenskri þýð- ingu. Leiksýning þessi er liður i ár- legri „Vorgleði” Skálhyltinga, en þar er um að ræða skemmtidag- skrá, sem saman er sett af ýmsu efni. Tónlistarskólinn á Akureyri: Styrktartónleikar Um næstu helgi vóMur efnt til tvennra tónleíka til styrktar fyrir Minningarsjóö Þorgerðar Eiriks- dóttur. Fyrri tónleikarnir fara fram f Borgarblói, laugardaginn 7. aprfl kl. 17. Þar leika 10 nem- endur úr tónlistarskólanum á pfanó og strokhljóðfæri, verk eft- ir: Bach, Haydn, K'úchler, Niel- sen, Bartók og Chopin. A síðari tónleikunum i Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 8. april kl. 20.30, leika kennarar og nem- endur viðskólann: Brandenburg- arkonsert nr. 4 eftir J.S. Bach, Kantötu eftir Telemann, Trió eft- ir Abel, og sálmforleiki eftir Bach. Einnig verða fluttar $jpiur og söngvar eftir Bach, Scarletti og Mozart. Þrivegis hefur styrkur verið veittur úr sjóönum, eins og lög sjóðsins mæla fyrir um, tfl nem- enda frá Tónlistarskólanum á Akureyri er stunda framhalds- nám i tónlist. Umsóknartimi vegna væntanlegrar styrkveit- ingar i vor rennur út 1. mai, og þurfa meömæli og einkunnir frá viðkomandi skóla að fylgja um- sókninni. A laugardags- og sunnudags- tónleikunum verður frjálsum framlögum veitt móttaka i staö ákveðins aðgangseyris. Heimspeking- ur í heimsókn Félag áhugamanna um heimspeki hefur boðið hingað til Iands pólska heim- spekingnum próf. Leszek Kolakowski, en hann er pró- fessor við AH Souls College i Oxford, Englandi og vel þekktur bæði austan hafs og vestan fyrir rit sin um heim- speki, trúarbrögð og stjónr- mál. Prófessor Kolakowski flytur einn fyrirlestur á vegum félagsins, meöan hann dvelst hér á landi og nefnist fyrirlesturinn „Um tungumál trúarinnar”. Fyrirlesturinn verður fluttur sunnudag 8. aprii nk. I Lög- bergi, og hefst hann kl. 14.30. I dag kl. 14.30 mun Arnór Hannibalsson flytja erindi i Lögbergi um efnið „Pólsk heimspeki á 20. öld”. Próf. Kolakowski verður við- staddur og mun svara spurn- ingum áheyrenda (á ensku). Fyrirhugaö var að próf. Kolakowski flytti fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla tsiands föstudag 6. april kl. 17.15, en sá fyrir- lestur verður fluttur á mánu- dag 9. aprO kl. 17.15 i stofu lOl.Lögbergi.Stafar þetta af þvi að próf. Kolakowski komstekkitil landsins i tæka tiö á föstudag vegna verk- fallsaögerða flugmanna. Frumflutt tónverk A tónleikum á Kjarvals- stöðum á morgun, sunnudag, kl. 8,30, verður frumflutt tón- verk eftir John Speight, sem sérstaklega er tileinkað flytjendunum, þeim Svein- björgu Vilhjálmsdóttur, pianó, Einari Jóhannessyni, klarinett, og Hafsteini Guð- mundssyni, fagott. Verk Speights nefnist „Verses and Cadenzas”, en önnur verk á efnisskránni eruDuófyrir klarinett og fa- gott eftir Francis Poulenc og Trio Pathetique fyrir pianó, fagott og klarientt eftir Glinka. Um börn í Sovét 1 dag, laugardag, heldur Guðrún Kristinsdóttir læknir erindi i MIR-salnum, Lauga- vegi 178. Fjallar það um börn i Sovétrfkjunum, aöbúnaö þeirra og uppeldi, en Guörún stundaði nám i Moskvu. Fyr- irlesturinn hefst kl. 15 og er öllúm opinn. Að loknum fyr- irlestri verður kvikmynda- sýning. Oddverjar og Snorri A aðalfundi Sögufélags sem hefet ki. 14 r Arnagarði við Suöurgötu, laugardag 7. april, mun Helgi Þorláksson cand. mag. flytja erindi og fjalia um Oddaverja, Snorra Sturluson, Orkneyinga og verslun islenskra höfðingja á bilinu frá um 1180-1220. Einnig fara fram venjuleg aðalfundarstörf og stjórnin mun leggja fram tiilögu til nýrra laga. Núverandi lög félagsins eru frá árinu 1919. Félagsmenn Sögufélags eru núna hátt á ellefta hundraði. Kökubasar 3. bekkur Fósturskóla ts- lands heldur kökubasar og hiutaveitu i skólanum Skip- holti 37, laugardaginn 7. aprfl kl. 2 e.h. Peter Gress meðsýnikennslu fyrir kollegana. —Ljósm. Leifur. Hárgreidslusýning Peter Gress, sem er þýskur hárgreiðslumeistari og marg- faldur verðlaunahafi I sinni grein, hefur aö undanförnu dval- ist hér á landi og haldið námskeið fyrir fslenska kollega sina. eink- um I meðferð nýrra hársnyrti- vara frá þýska fyrirtækinu Swartsckoph. Rally Félagar i Bifreiöa og fþrótta- klúbbi Reykjavikur aka bilum sínum I kapp um og I næsta ná- grenni við Reykja nesskaga I dag. Ekin verður Krýsuvikurleið austur fyrir fjall og hringsólað um ölfusiö og siðan farin Hellis- heiði til Reykjavikur. Þetta kallast Finlux-rally og ekur fyrsti bill af staö frá Hótel Heimafyrir rekur Peter ásamt fööur sinum tvær hársnyrtistofur, þar sem vinna um 50 manns. Hann er nú hér I annaö sinn og mun i dag, laugardag, halda sýn- ingu ásamt nokkrum fslenskum hárgreiðslumeisturum I Sigtúni kl. 16. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. í dag Loftleiðum kl. 10 að morgni, en áætlaöur komutimi tii baka er kl. 17.00 i dag. Klúbbfélagar beina þeim ósk- um til þeirra sem kunna að fylgj- ast með keppninni að gæta sjálfra sfn og barna sinna ogannarra, að enginn verði fyrir. Sérstaklega er viösjárvert fyrir áhrofendur, að standa nærri beygjum. Gauksklukkan sýnd í dag Leikbrúðuland hefur undanfar- ið sýnt Gauksklukkuna viö ágæta aðsókn. í dag, laugardag er sið- asta sýning fyrir páska, en sýn- ingar hefjast á ný laugardaginn eftir páska. j Manueia Wiesler Gr Gauksklukkunni Leikbrúðuland Manuela Wie,s]er og Julian Dawson -Lyell í Félags málastotnun Tónleikanefnd Háskólans gengst fyrir tónleikum laugar- daginn 7. april kl. 17 í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. Manuela Wiesler og Julian Daw- son-Lyell flytja verk fyrir flautu og pianó. Manuela Wiesler er lönguorðin landsfræg fyrir flautuleik sinn og hefur á síöustu árum skipað sér i allra fremstu röð hljóðfæraleik- ara hér á landi. Hún hefur ævin- lega hlotið einróma lof gagnrýn- enda bæði hérlendis og eriendis. Julian Dawson-Lyell kom fram meö Manhelu á tónleikum á Listahátið siðasta vor, og ‘hiutu þau frábærar undÍPtéktir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.