Þjóðviljinn - 07.04.1979, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. apríl 1979.
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Framkvæmdir
i Mýra- og Borgarjjaröarsýslu
Vinsælir
Jóhann J.E. Kúld skrifar:
Erfiðleikar íslensks
sauðfjárbúskapar
Starfsemi
Búvörudeildar SÍS 1978
Mikiö hefur verið rætt og ritað
að undanförnu um yfirstand-
andi erfiðleika islensks land-
búnaðar og offramleiðslu þessa
lifs.nauösxjilega atvinnuve^ar.
Þó að ég sé enginn land-
búnaðarsérfræðingur þá er ég
fæddur og uppalinn i iálenskri
sveit, þar sem sauðfjárbúskap-
ur var að meginhluta undir-
staða þess lifs, sem lifað var. Þá
eins og nú þurfti að selja á er-
lendum markaði það dilkakjöt,
sem framleitt var umfram inn-
anlandsneyslu. Þá var þetta
dilkakjöt saltað og flutt út I
tunnum, þar sem núverandi
frystitækni var ekki fyrir hendi.
Stærsti markaðurinn fyrir salt-
að dilkakjöt var þá i Noregi og
þar er ennþá stærsti markaður-
inn fyrir okkar hraðfrysta
dilkakjöt. Þegar ég dvaldi i
Noregi nokkrum árum eftir
fyrri heimsstyrjöldina þá var
islenskt, staltað dilkakjöt þar i
miklum met.um.
t ferðum minum
i Noregi á undanförnum árum
og nú i vetur hefur islenskt,
hraðfryst dilkakjöt borið á
góma iviötali viö norska neytend-
ur. Og þvi miður þá hefur það
L
Þetta fina, sérkennilega bragð, I
sem aðeins fæst með þvi, að 5
ditkarnir gangi á fjalli með |
villtum kjarngróðri, það er að ■
veröa harla sjaldgæft. t ööru I
lagi: Það eru komnir alltof *
miklir fitukleprar á ■
islenskadilkakjötið. Einn neyt- ■
andinn sagði: Ég keypti nýlega !
frosið dilkakjöt frá Islandi og |
mér brá i brún þegar ég varð ■
þessvar, að inn i miðjum lær- 1
vöðvanum var fituklepri. Svona m
var ekki islenska kjötið áður, ■
sagði maðurinn.
Norskur bóndi sagði mér, að _
hann gæti hugsað sér hvað vald- I
ið hefoi þessari breytingu á ís- ■
lenska dilkakjötinu. Islenskir I
bændur eru sjáanlega farnir að ■
fita dilkana fyrir slátrun, annað ■
hvort með kálbeit eða að þeir J
eru látnir ganga á ræktuðu landi ■
eftir að þeir komaaf fjalli, sagði I
hann. Svo bætti hann við: Ef 5
þessu heldur áfram, þá verður |
islenska dilkakjötið ekki lengur ■
i þeim gæðaflokki, sem það I
óneitanlega áður var.
Ég tel það skyldu mina við ■
islenskan sauðfjárbúskap að ®
koma þessum aðfinnsluröddum j
frá besta markaði dilkakjöts I
okkar erlendis a framfæri. ■
............J
Samkvæmt upplýsingum, sem
Guðmundur Pétursson á Gull-
berastöðum i Lundarreykjadal
veitti Röðli voru framkvæmdir i
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á
árunum 1977 og 1978 sem hér seg-
ir: Tölur frá 1977 eru I svigum.
Mýrasýsla
Nýrækt var samtals 60 ha,
(48ha). Grænfóður var ræktað i 92
ha, (97 ha). Lengd girðinga, sem
reistarvoruvarsamtals 13,8km.,
(11,7 km.). Aburðargeymslur,
sem reistar voru á s.l. ári, voru
samtals 2512 rúmm., (1285
rúmm.). Þurrheyshlöður 3067
rúmm., (3294rúmm.) og votheys-
hlöður 1464 rúmm., (3137 rúmm.).
Samtals voru grafnir 318 þús.
rúmm, af framræsluskurðum
(235 þús. rúmm.).
Nautgripir voru alls 1. nóv. s.l.
2469, (2400) eða aukning um 2,8%.
Þar af voru mjólkurkýr 1527 og
hafði fækkað um 4%. Sauðfé var
samtals 36,351 og var einnig þar
um fækkun að ræöa, sem nam
1,5%. Hrossum fjölgaði aftur á
móti um 42, voru samtals 2202 og
nam fjölgunin 2%.
Borgarfjarðarsýsla
Nýrækt var samtals 76 ha.
(83 ha). Grænfóður var rækt-
að í 153 ha., (151 ha). Girðingar,
sem reistar voru samtals 22,5
km., (20,8km). Aburðargeymslur
reistar á árinu voru 2086 rúmm.,
þurrheyshlöður 6363 rúmm. (8196
rúmm.) Votheyshlöður 4011
rúmm. (601 rúmm.). Grafnir
voru 220 þús, rúmrn. af fram-
ræsluskurðum, (991 þús. rúmm.).
Ekki lágu fyrir tölur um bú-
fjárfjölda i sýslunni fyrir árið
1978 en 1977 voru þær þessar:
Nautgripir 3381, þar af voru
mjólkurkýr 2205. Sauðfé var sam-
tals 32.612 og hross 2398.
—jg/mhg.
komið fram hjá sumum þeirra,
að þeim þykir fálenska dilka-
kjötið hafa á siðustu árum,
breyst til hins verra, að þeirra
dómi. Þegar ég hef spurt þessa
neytendur hvað væri að, þá hafa
þeir kvartað undan tvennu. 1
fyrsta lagi: Bragðið af kjötinu
er ekki það sama og áður var.
Jóhann J.E. Kúld.
Velta Búvörudeildar SIS á sið-
asta ári varð 39% meiri á s.l. ári
én á árinu 1977, eða tæpir 14
muijaróar á móti rúmum 10
milljörðum áriðá undan. Þar var
útflutningur tæpir 7 milljarðar,
innanlandssala rúmir 6 milljarð-
ar og sala Kjötiðnaðarstöðvar 973
milljónir kr.
Innanlandssala á dilkakjöti
varö 2.586 lestir á móti 2488 lest-
um árið á undan eöa jókst um
5,7%. Af ær- og geldfjárkjöti voru
seldar innanlands 505_lestir 'á
móti 480 lestum 1977, sem er
5,3% aukning. Sala á nautgripa-
kjöti dróst saman um þvf sem
næst 70%, enda var mikill
samdráttur iframboðiá þvíáár-
inu. Af nauta- og kálfakjöti seldi
deildin aðeins 102 lestir 1978 á
móti 347 lestum árið 1977 og af
kýrkjötiaðeins73lestirámóti 263
lestum árið áður. I janúar og
febrúar á þessu ári var dilka-
kjötssalan hjá deildinni 377 lestir,
sem er verulega meira en á sama
tima á s.l. ári.
Svo virðistsem kjötsala á Stór--
Reykjavikursvæðinu sé að færast
yfir á færri og stærri aðila, eink-
um vegna tilkomu stórmarkaða
af ýmsu tagi. Þessir aðilar hafa
sótt mjög eftir þvi að kaupa kjöt
beint frá afurðasölufélögunum,
og sérstaklega hefur þetta verið
áberandi þegar verðhækkanir
hafa veriö væntanlegar. Þá hafa
þessir aðilar viljaö kaupa mikið
magn og fá seljandann til að
geyma það. Slikar óskir hafa bor-
ist til deildarinnar en hún hefur
neitað þeim, á þeim grundvelli,
að hún hefur viljað gera sitt til
þessað tryggja að verðhækkanir
kæmu sem launahækkanir til
framleiðendanna.
íhg.
Minnis|)eiTÍngiir
um Þórarin Sveinsson
dísilbílar
Véladeild SlS hefur nú um
nokkurtskeið flutt inn fólksbila af
gerðinni Oldsmobile, meö disilvél
og voru þeir fyrsta svar Genaral
Motors við oliukreppunni. Hefur
deildin selt um 120 slika bila af
árgerðunum 1978 og 1979. Hafa
þeir reynst mjög vel enda hefur
verið ör framför i þróun diesel-
vélarinnar I þeim.
Þessir bilar hafa fyrst og
fremst verið seldir til leiguakst-
urs. Deildinni hefur ekki tekist að
fá afgreidda frá verksmiðju alla
þá bila, sem um hefur verið beðiö
og hafa þvi myndast biðlistar.
Sem stendur er þvi ekki unnt að
lofa afgreiðslu hjá deildinni á nýj-
um pöntunum i bila af þessari
gerð fyrr en undir næsta haust, að
þvi er segir I Sambandsfréttum.
—mhg
Ungmenna- og
iþróttasambans Austur-
lands hefur ákveðið að
gefa út minnispening
um Þórarin Sveinsson,
á Eiðum, mikilvirkasta
iþróttaleiðtoga Austfirð-
inga fyrr og siðar. Pen-
ingurinn verður ein-
göngu seldur eftir pönt-
unum og verður sleginn í
bronsi, siifri og e.t.v.
gulli.
Akveðið hefur verið að fela
ungmennafélögunum á Austur-
landi aö safna áskriftum aö pen-
ingnum, en hann verður nær ein-
eöngu seldur þannig.
Best er aö velja einhverja öfl-
uga sölumenn til að ganga í hús
og fara á bæi, en einnig þarf að
leggja innáskriftalista i allar inn-
lánsstofnanir og semja um það
við viðkomandi forstöðumenn að
taka við áskriftum, ef óskað er.
Auk þess geta menn svo leitað
beint til viðkomandi félags og
skrifað sig á listann.
Þetta ætti þvi að geta orðiö þri-
virkt sölukerfi: bankinn, félagið
og farandsalar, sem ganga i hús.
Tilgangurinn með útgáfu pen-
ingsins er tviþættur: I fyrsta lagi
að halda á lofti minningu þess
manns, sem lengst og mest hefúr
barist fyrir iþróttalegri velgengni
ÚIA. Þórarinn var á sinni tiö stór-
virkur brautryðjandi i fþrótta-
málum Austfirðinga og dáður af
öllum, sem hann þekktu.
I öðru lagi, ef vel tekst til, er
ætlunin að gera nokkrar endur-
bætur á iþróttasvæðinu á Eiðum.
Þykir brýnt að gera
malarhlaupabrautir fyrir okkar
góðkunnu hlaupara, og fleira
mættinefna. Ekki er ástæða til að
ætla annað en að Eiðasvæðið
verðimeiranotað næstu ár en ver-
ið hefur, t.d. með hliðsjón af
reglubundnu sumarbúða- og
mótahaldi á sumrin.
Að lokum nokkrar tæknilegar
upplýsingar um peninginn:
1. Hann er 5 sm. i þvermál.
2. Hann verðursleginn i’bronsi,
silfri og e.t.v. gulli og er verðið
tilgreint á áskriftalistunum.
3. Þröstur Magnússon teiknari
teiknaði peninginn, en Þröstur er
þekktur fyrir frábært handbragð.
4. Peningurinn verður sleginn
hjá ís-spor h.f. i Reykjavik.
5. Upplag verður ekki ákveðiö
fy rr en söfnun áskrifta lýkur, en
undirritaöur vonast til að hægt
verði að selja 500 stk.
6. Áskriftasöfnun veröur lokið
1. júni n.k.
7. Likur benda til að greidd
verði einhver þóknun i sölulaun til
aðildarfélaga UIA en ekki hefur
það verið endanlega ákveðiö enn-
þá.
8. Sölustaðir utan Austurlands
verða mynt- og frlmerkjakaup-
menn i' Reykjavik og Austfirð-
ingafélagið i Reykjavik eða ein-
staklingar innan þess.
Allar nánari upplýsingar veita:
Frimerkjahúsið, Lækjargötu 6a,
Reykjavik, Bókaverslunin Bókin,
Skólavörðustig 6, Reykjavik,
Frimerkja miöstöðin, Skóla-
vörðustig 21a, Reykjavik.
Innlánsstofnanir á Austurlandi og
ungmennafélögin á Austurlandi.
Sigur jón B jarnason.