Þjóðviljinn - 08.04.1979, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 08.04.1979, Qupperneq 17
Sunnudagur 8. apríl 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Betty, Britt og Finnur. Eidborg I baksýn. 'Jmk §fpK*F í 'xfÆr^ % fgglj 1 «wb.i m lengra i dag vegna þess hve gangfæri er þungt, en stefnum á hraungiginn á hellasvæðinu. Þar leynast undarlegir hellar hver með sinu móti skreyttir marglitu flúri og dropasteinum. Veðrið er gott og mikil sigling á skýjum, enda birtan breytileg eftir þvi. Karl Heiðar hefur annað slagið upp einhverjar leikfimiæfingar i tilbeiðslustil til sólar og stelp urnar eru farnar að hviskra um allskonar upphugsanleg trúar- brögð sem hann kynni að vera að iðka. Ég gekk beint til verks og spurði hann hvað i þessari táknrænu fælist og fær greið svör. — Ég er sannkristinn maöur, en dýrka sólina. — Er þetta nú ekki óvenjulegt i kristnum sið? spyr ég enn. — Jú liklega, svarar Karl, — en á þennan hátt finnst mér ég komast næst guði. Þetta er svo sem áreiðanlega ekki vitlausara en ýmislegt annað sem trúarbrögðum fylgir, hugsa ég og horfi i rauða sólina. Þegar við komum i námunda við giginn sjáum við mann þéttan á velli bera við himin með staf i hendi. Þetta er Einar Ólafsson sem flestum betur þekkir leyndardóma þessarrar heiöar. Hann bendir ofan i giginn þar sem hitabráðnun hefur orðið i snjón- um. Opin gapa við okkur og greinilegan hita leggur grá þeim. — Þetta verð ég að sýna jarð- fræðingunum, segir Einar. — Það þarf að mæla þennan gig núna og aftur i sumar og fylgjast meö honum, þvi ekki kæmi mer á ó- vart þótt hér kæmi upp gos fyrr eða siðar. Stuttur spölur er eftir að Borgarskála, þar sem rútan á að vera um sex-leytið. Við höfum um klukkutima til stefnu og tökum þvi far með stólalyftunni. Viö Karl Heiðar lendum saman i stól. Ég finn hvernig hann stifnar i sætinu og starir til himins gegn- um dökk sólgleraugu, ein skelfing uppmáluð. A köldum vetrarhimni glampar sólin og brosir út i ann- að. Uppi er napurt, norðan strekk- ingur, en útsýni tindrandi fagurt. Við tökum strikið suður hrygginn. Karl hleypur á undan léttfættur með báðar hendur um eyrun. Handan við topplyftu Ar- menninga eru dálitlar snjóhengj- ur i efstu brúnum sem við krækj- um fyrir. Þegar viö loks ákveöum að fara niður er Karl nær horfinn i snjórenninginn. Við köllum, veif- um og Finnur blistrar i farar- stjórablistru sina. Fjandinn sjálf- ur, hugsa ég, hann treystir sér náttúrlega ekki niður hér, vegna lofthræðslunnar, en allt i einu birtist drengur og á niðurieið er ekki að sjá að lofthræðslan bagi að ráði, enda reynslan að hún rjátlast af mönnum sé niðst á henni. Nú er.þessarri ferð lokið og frá- sögnin á enda. Ég vona aö les- endur virði til betri vegar þótt hún sé dálitið persónuleg og öllum kynjasögum og draugum sleppt, enda nægar bókmenntir til um þau efni sem hægurinn er að nálg- ast. Þótt iþróttir brekkuskiða- manna séu ágætar, þá hefur mér stundum fundist almenningur fara á mis við stóra hluti við það að puða I sömu brekkunum dag- langt án þess svo mikið sem lita I kring. Skiðaganga afturámóti gefur möguleika til vissrar náttúru- skoðunar og venur fólk við til- brigði i veöri sem opinbera dýrð himins. Sjálfur vonast ég til þess að fá önglað saman fyrir gönguskiö- um, þótt ekki væri nema til þess að komast hjá þvi að sjá á eftir þeim Þorsteini og Tryggva inni heiðina i annað sinn. Tófan er töfrandi dýr veriö fórnað á altari skammtima gróðasjónarmiða og þeim aðila sem náttúran ætlar það hlutverk aö hreinsa burt sjúk og vanburða dýr hefur verið nær útrýmt. Úr- kynjunin er riðin i hlað. Hinn fornhelgi réttur Tófan á sér fornhelgan rétt til landsins. Hún sat hér á fletum fyrir er landnámsmennirnir komu handan um höf. Þá rikti eðlilegt og rótfast jafnvægi i is- lenskri náttúru. Landiö var viði vaxiö milli fjalls og fjöru, selur- inn dormaöi grandalaus við ströndina og fugl var svo spakur að ganga mátti að honum. ótti og tortryggni þekktúst ekki. Tófan viðhélt hreysti og heilbrigöi i fuglastofninurri, meö þvi að út- rýma veikum einstaklingum og ósjálfbjarga. Tilkoma mannsins og búfénað- ar hans raskaði illilega hinu upp- haflega náttúrujafnvægi. Þótt náttúran sé sveigjanleg og oft fljót að skapa nýtt jafnvægi þegar fyrra ástandi er raskað hefur mannskepnan löngum verið seig viö að brjóta þau lög sem náttúr- an setur. Með lögum skal land byggja en með ólögum eyöa segir spakmælið. Þetta er ekki nein lögfræðileg kennisetning heldur algilt náttúrulögmál og hefndin vofir yfir þeim, sem það brýtur. Hin óskrifuðu lög náttúrunnar hafa verið brotin á tófunni og nú er okkur að hefnast fyrir það. Faðmlög tófufjenda og sauðfjárfjenda Hugsum okkur, að svo hefði farið, að fyrstu landnámsmenn tslands heföu einn daginn fyllst sjúklegri heimþrá, gengiö á skip og siglt til Noregs allir sem einn. Siðan heföi landið týnst á ný um aldir. Haldið þið þá, aö tófan heföi sprottiö fram úr grenjum sinum og étið upp á augabragði það ólánssama flækingsfé, sem land- nemarnir skildu eftir? Nei, ekki aldeilis. A þvi eru engar likur. Sagan frá Færeyjum hefði endur- tekið sig. Harögerðasti hluti sauðfjárins hefði komist af og gengið sjálfala i islenskum skógum. Tófan hefði aö visu hirt sinn toll, en einungis fellt það fé, sem ófært var um að bjarga sér og hefði hvort eð er oröiö óbliðum náttúruöflum aö bráö. Þaö má vera, að óvinir tófunn- ar neiti að trúa þessum stað- reyndum, þvi sannleikanum verður hver sárreiðastur. Þeir geta lika huggað sig við það, að vera ekki einir á báti með þá van- trú. Þeir eiga sér nefnilega hóp manna að skoðanabræðrum, sem sé þá, sem kenna vilja sauökind- inni um allt, sem miður hefur far- ið i Islenskri náttúru i 1100 ár. Sauöfjárfjendur halda þvi fram fullum fetum, að kindurnar hafi étiö skógana á einu bretti og séu nú á góðri leið með að éta upp það sem eftir er af gróöurþekju lands- ins og muni að lokum skilja það eftir örfoka og óbyggilegt. A falsrökum eins og þessum, má spyrða ofstækishópana tvo, sauðfjárfjendur og tófufjendur saman i eina ljóta og heimsku- lega spyröu. Sannleikurinn er nefnilega sá, aö þar sem eölilegt náttúrujafnvægi rikir og heil- brigðir búskaparhættir, éta lif- verurnar sig ekki út á gaddinn, eða hverjar aörar upp til agna. Ef ránshönd mannsins hefði ekki komið til, með ofbeit á afmörkuð- um svæöum, skógarbrunum og tófudrápi, lifði hér i landinu friskt og tápmikið sauðfé, i grænum skógum kliðandi af fuglasöng, þar sem yrðlingar lékju sér á sumrum og hinn hyggni fjallaref- ur vekti yfir velferð dýrastofn- anna. garðinum Klabbinu vent i kross Myndirnar eru undir gleri og þola þvi illa að hanga á móti opn- um gluggavegg, menn sjá sjálfa sig þá meira en myndirnar og hefði mátt komast hjá þessu með þvi að spegilvenda öllu klabbinu og nota rafmagnsljós. Timinn Leið oss ei í slysni Sigmar verður að sjálfsögðu á staönum og mælir með viðeigandi drykkjarföngum. Sælkerar, hér er freisting til að falla fyrir. Auglýsing idagblöðunum Fyrstur með fréttirnar Krafla gýs aldrei. Visir Það er nefnilega það... X-bilarnir verða með ferns kon- ar byggingu: 3ja-dyra og 5-dyra „hatchback” með „notchback” en Chevroletog Pontiac bæði með „hatchback” og „notchback”. Timinn Sultarsöngur Þessir launaseðlar skýra sig sjálfir. Þó má þvi við bæta að kvöldvaktir I sjoppunni stóðu oft frá kl. 17-24 án nokkurs matar eöa kaffitima. Frádráttarliðurinn á seðlunum er fyrir veitingar sem stúlkan tók út á staðnum, til að seðja svengd sina. Myndtexti i Timanum Frelsi/ jafnrétti, bræðra- lag Svo þykir Meinhorni alveg sjálfsagt að flugmenn fái miklar kjarabætur. Hvernig i ósköpun- um er hægt aö skilja þá útundan? Fengu láglaunamenn innan ASl ekki að fá laglaunabætur. Mein- horniö man ekki betur. Af hverju ekki flugmenn lika? Að visu eru ASl menn ýmsir með um 200 þús- und i mánaðarlaun, en flugmenn margir með milljón, en skiptir það meginmáli????? Alþýöublaðiö Af útlitinu skuluð þér þekkja þá Þar mæta prúðbúnir Heimdell- ingar úr Sjálfstæðisflokki. Þeir eru gjarnan vatnsgreiddir með þverslaufu og stresstösku. Þeir eru tákn ábyrgðar og stöðugleika i samfélaginu. Með þeim mæta á fundina nokkrir heimdellingar úr Alþýðubandalaginu. Þeir eru svo róttækir, að þeim er orða vant. Róttæknin kemur aðallega fram i þvi að alþýðubandalagsheimdell- ingarnir eru með sitt hár, gjarnan skegg og fráhneppt i hálsinn. Þeir eru tákn uppreisnarinnar. Þeir vilja skáka burt gömlum kredd- um og fordómum. Leiðari i Alþýðublaðinu Inn og út um gluggann... Ég hef sem sagt verið þeirrar skoðunar og er enn, að við eigum að vera aðilar að NATO, og þær rikisstjórnir, sem ég hef stutt á undanförnum árum, og raunar miklu fleiri, hafa haft þessa stefnu. Hitt er svo annað mál, að minu mati, að aðild okkar að Atl- antshafsbandalaginu gerir það ekki endilega nauðsynlegt, að hér sé erlendur her, ég hef áður lýst þeirri skoðun, ég ætla ekki að rekja það hér og nú, en ég ætla að láta ráðstefnugesti vita af þvi, að ég hef heldur ekki skipt um skoð- un aö þessu leyti, og ég sé það mér til nokkurrar ánægju, að áhugi á þvi, aö hér þurfi ekki að vera erlendur her um aldur og ævi, hefur variö vaxandi meðal þjóðarinnar, og tel ég það vel, þvi að ég vonast til þess, ég el þá von i brjósti, að tlmar breytist þannig i framtiö, að þess gerist ekki þörf, þó aö ég viðurkenni það, aö svo virðist vera enn um skeið. Einar Agústsson I Mbl.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.