Þjóðviljinn - 08.04.1979, Síða 19

Þjóðviljinn - 08.04.1979, Síða 19
Sunnudagur 8. aprfl 1979, ÞJÓÐVILJINN — SIDA 19 ,,The Bulgarian brothers’ munu næstu vikurnar skemmta I bórscafé. beir félagarnir eru tveir, Sacha Corda og Dragomii Zazinov, báöir biílgarskir. „Þegar rætt var viö okkur um aö koma til Islands þá leist okkur strax mjög vel á hugmyndina. baö var eitthvaö nýtt — tsland er ööruvisi,” sagöi Sacha Corda, en hann hefur veriö i bransanum i 30 ár, og hann bætti viö: „Ég hef aldrei áöurkomiö tilíslands. Þaö var þvi timi til kominn.” Þeir félagar hafa viöa komiö fram — leikiöbæöTvestan hafs og austan. Komiö fram i Las Vegas, frá Vegas lá leiöin til Parisar, Vinar, Lundúna, Kaupmanna- hafnar,Osloar og nti Reykjavikur Músik þeirra félaga er bæöi al- þjóöleg og þjóðleg. Vinsælustu poR)- og diskólögin til fallegra þjóölaga Búlgariu. „Þegar viö vorum I Noregi, en þaö var um þaö bil ár, þá lékum við mörg norsk lög og þau féllu i góöan jaröveg,” sagöi Corda og hann bætti viö — „hver veit nema við tökum einhver islensk lög. Við stefnum sannarlega aö þvi.” Dulles- bræðurnir veltu Mossadeq Fyrrverandi CIA starfsmaöur hefur skýrt frá hlutdeiid Banda- rikjanna i valdaráninu i tran 1953, þegar Mohammeö Mossadeq réttkjörinn forseti rfkisins hrökklaöist frá völdum. CIA maöurinn Kermit Roose- velt aö nafni skýröi frá þvi að Eisenhower þáverandi Banda- rikjaforseta heföi veriö sagt frá gangi þessa máls bæöi fyrir sam- særiö og eins eftir aö þaö var um garö gengiö. Höfuðpaurar voru bræöurnir John Foster og Allen Dulles, ásamt aöstoöarinnan- rikisráöherranum Walter Bedell Smith. Roosevelt þessi var barnabarn Theodórs fyrrum Banda- rikjaforseta og segir hann sam- særiö hafa farið fram aö undirlagi ensk-iranska oliufélagsins. Einni miljón dala var veitt til þess, en aöeins kostaöi 75000 aö koma Mossadeq á kné, afganginn fékk keisarinn til eigin afnota. þb Rauða herbergið komið á íslensku Út er komin hjá Bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins skáldsagan Rauða herbergiö eftir August Strindberg i þýöingu Hjartar Pálssonar. Bókin kemur hér út á 100 ára afmæli sinu, Strindberg sandi hana og gaf hana út árið 1879. „... þá greiöi ég fyrsta höggiö sjálfur svo að hundarnir ýlfri...” skrifaði Strindberg kunningja sinum þegar hann var aö semja bókina og höggiö var þessi skáld- saga — högg sem marga sveiö undan. Sviar kalla Rauöa herbergiö „fyrstu sænsku nútimaskáldsög- una”. „Sú skilgreining er rétt, svo langt sem hún nær,” segir þýöandinn Hjörtur Pálsson i grein um bókina i Fréttabréfi AB, „en engu aö siöur er sagan jafn- framt miskunnarlaus uppskuröur samfélags, þar sem engri stefnu þess eða stoftiun er hlift, en geng- iö á rööina I kafla eftir kafla og hnifnum beitt...” SögusviöRauöa herbergisins er höfuðborgin Stokkhólmur. Sviar hafa gert sjónvarpsmyndaflokk eftir bókinni, og hefur hann veriö sýndur hér og er ýmsum sjálfsagt minnisstæöur. Raða herbergiö er 339 bls. að stærö. Orlofsbúðir Umsjónarmaður Óskum að ráða umsjónarmann við orlofs- hús verkalýðsfélaga i Svignaskarði, Borgarfirði, i sumar. Umsjónarmaðurinn þarf að sjá um undir- búning og snyrtingu húsanna áður en or- lofstimabilið hefst. Æskilegt er að umsækjendur hafi kunn- áttu i garðyrkju. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Iðju, simi 13082,og i sima 16438. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu Iðju, félags verksmiðjufólks, Skólavörðu- stig 16, fyrir 19. april n.k. Orlofsbúðir, Svignaskarði. '--------------------------------------v Viðskiptafræðingur/ Hagfræðingur Fjármáladeild Sambandsins vill ráða viðskipta- eða hagfræðing til starfs sem fyrst. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, er gefur nánari upplýsingar fyrir 20. þ. mánaðar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA UTBOÐ Framkvæmdanefnd um byggingu leiguibúða, Raufarhöfn óskar eftir tilboðum i smiði 11 ibúða fjöl- býlishúss. útboðsgögn verða til afhend- ingar á skrifstofu Raufarhafnarhrepps og hjá Tæknideild Húsnæðismálastofnunar rikisins frá þriðjudeginum 10. april gegn 30.000 króna skilatryggingu. Þessi skemmtilegi sumarbústaður í Biskupstungum er til sðlu. Þarf að flytjast brott. Nónari upplýsingar gefnar i síma (91)-19945 ú venjulegum skrifstofutíma. Höfum áratugareynslu I fasteignaviöskiptum. Opiö i dag: sunnudag. Jón Ara.on, lögmaður málllutnlngs- og fastelgnasala. Sðlust|6rl Krlstlnn Karlsson, múraram., helmáslml 33243.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.