Þjóðviljinn - 08.04.1979, Síða 21
Sunnudagur 8. aprll 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
Adolf J. Petersen:
VÍSNAMÁL
Hart er lífsins
hnútu kast
begar Visnamál voru hér á
ferö þann 4. febrúar s.l., þá var
skammdeginu ekki aö fullu lok-
iö, en nú þegar Visnamál kveöja
dyra á ný, eru dagar orönir
lengri en nætur. Samt er vetur-
inn aö gnauöa á þekjum, is fyrir
Noröurlandi, kuldi i lofti. Samt
er sól ofar skýjum og vorþrá i
sálum.
Magnús J. Jóhannsson i
Reykjavik veit hvaö timanum
liöur og kveöur:
Vetri hallar, hækkar sól,
hljóöna gjallir vindar.
Bráöum mjallar hvita kjól
kasta fjaila tindar.
Sólin fjallahnjúk og hjalla
hárið falla lætur á.
Jökul skalla yljar alla,
eyöist mjallarbreiöan þá.
Vorþrá og æskuþrá eiga sinn
skyldleika, og Magnús kveöur:
Heiilar gljáa, logntær láin,
laugar bláa aldan sker.
Enn er þráin ekki dáin
æsku frá i brjósti mér.
Táknmál andans mætti oft
kalla þau ljóð og lausavisur sem
likja lifshlaupinu viö tilþrif
náttúrunnar, hvort sem vegur
þá meira kaldinn og dimman
eða blómskrúö og birta; það
kemur fram i fjórum visum
Hjartar Gislasonar á Akureyri:
Hart er llfsins hnútukast,
harma beittur ljárinn,
innst i hjarta eitthvað brast,
augun vættu tárin.
Mig þótt hrelli fjúk og frost,
farin bestu árin,
i von um birtu og betri kost
brosi ég gegnum tárin.
Eftir vetrar veörin hörö
vakna blóm úr dvala.
Máríuerlur messugjörö
mér i eyra hjala.
Gleöi veldur vorsins þrá,
vetrar hjaönar drómi.
Æskan björt og ellin grá
einum syngja rómi.
Á likan hátt kveöur Hjálmar
Þorsteinsson á Hofi:
Varö mér á aö vefa lin
þó væri þráöur brunninn,
oft var besta ullin min
illa kembd og spunnin.
Guðmundur Gunnarsson frá
Tindum var ekki i neinum vafa
um að meö hækkandi sól og vor-
komu fengju menn þrótt til aö
takast á við vandamálin; þaö
væri náttúran sjálf sem efldi
alla dáö meö vorinu. Vorhvöt
mættu þessar visur hans heita:
Hertu máttinn, heit þin efn,
hörpuna láttu duna.
Vorið brátt af vetrarsvefn
vekur náttúruna.
Færist jörð úr fanna kjól,
fákur greikkar sporiö.
AUt, sem lifir undir sól,
endurlifgar voriö.
Voriö brýnir viljans stál,
vorið blessun færir.
Voriö þlna vekur sál,
vermir, hressir, nærir.
Ekki verður meö sanni sagt,
aö á þessum vetri hafi tiöarfariö
veriö mjög umhleypingasamt
hér á suðurhluta landsins aö
ööru en þvi,aö skipst hafa á sól-
bjartir og kaldir dagar, en
hriöarveöur aöra daga, ekki
einsog Pétur Sigurösson lýsir i
þessari visu:
Margan þreytir þessi tiö.
Þó aö bloti, versnar haginn.
Þaö er bæöi hláka og hriö,
og hörkufrost — allt sama
daginn.
og honum fannst betra að íáta
ekki kulna i glóöunum:
Hver einn sinna geröa geldur.
Glæddu vel þinn heita blæ.
Þegar kulnar arineldur,
ólift er I hverjum bæ.
Þaö lifir oft i gömlum glæö-
um, sem Kristján Ólason kveö-
ur um:
Þegar vlkur vetrar nótt
og vorsins fuglar klifa,
gömlum manni getur þótt
gaman enn aö lifa.
Margt þótt sé I heimi hart
hopar vonin eigi.
Bak viö myrkur blátt og svart
bjarmar af nýjum degi.
Um þessar mundir eru ráöa-
menn vorir i nokkurskonar
sjálfskreppu. Ólafur búinn aö
segja af sér formennsku. Hann
gæti vel tekiö undir meö Páli S.
Pálssyni þegar hann kvaö:
Hér eru I vigiö hrunin skörö,
— hjálpi þeir sem geta, —
þessi árans úlfahjörö
ætlar mig aö éta.
Aldrei slikan aögang sá
áöur nokkru sinni:
„Finnst þeim leika efi á
útvalningu minni?”
Nú hafa alþingismenn eytt
talsverðum tima i skattamál og
haga störfum þannig aö fella
niöur skatta, samboriö sölu-
skatt af matvörum, en lagt svo
á annan skatt eftir nokkra daga,
jafnvel tvo eða fleiri og öllu
þyngri. Þingvisa Jakobs Ó. Pét-
urssonar á þar vel viö og viröist
sigild:
Þingmenn góöir þegnum frá
þyngsta skattinn draga,
en leggja bara annan á
eftir nokkra daga.
Jakob segir þessa visu heldur
vel botnaða hjá sér:
Okkar þjóð um auölegö beiöir,
allir gróöa heimtum vér.
Þungum sjóöi þingið eyöir —
(þetta er góöur botn hjá mér).
Hún er dálitið táknræn fyrir
afraksturinn af framleiöslunni
þessi visa hjá Kolbeini Högna-
syni i Kollafiröi:
Þjóðartafli er brögöótt beitt
brauös um nafla rjóöan.
Þeir sem afla, eiga ei neitt,
aörir krafla gróöann.
Ekki er vist aö stjórnarherrar
nútimans vilji taka til sin þessa
visu Kolbeins, en hana orti hann
fyrir mörgum árum:
Þessi stjórn er þjóöarmein,
þjóöarsmán og lýgi.
Hundar meö sin hneykslisbein
hennar urra I vigi.
Nú er Ólafur farinn úr for-
mannssæti flokks sins. Þá varö
þessi visa til:
(Jr formennskunni fallinn, þvi
finnst ei neitt til ráöa.
Nú er Framsókn opin I -
endana sina báöa.
AJP.
Heyrðu gamli
félagi...
ÞINGLYNDI
Oj barasta!
o°