Þjóðviljinn - 19.04.1979, Side 4

Þjóðviljinn - 19.04.1979, Side 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 19. aprll 1979 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l lgelandi: Útgáfufélag Þjófiviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Harðardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóbsson Auglýsingastjóri: Kúnar Skarphéðinsson Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir. Einar Orn Stefánsson, Guðjón Friðriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magmis H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson Erlendar fréttir: Halldðr Guð- mundsson. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamað- ur: Sigurður G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson Útllt og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvörður: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guðrón Guðvaröardóttir, Jón Asgeir Sigurðsson. Afgreiðsla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson. Kristfn Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóðir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónadóttir. Útkeyrsia: Sölvi Magnússon, Rafn Guðmundsson. Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavfk, sfmi S 1333. Prentun: Blaðaprent hf. Börn, börn, börn... • Sumardagurinn fyrsti er á islandi barnadagur kallaður. Og víst er það svo, að í minningu okkar f lestra er dagurinn tengdur því, að við förum annaðhvort sem börn eða foreldrar að taka þátt í uppákomum eða sam- komum sem einu naf ni heita barnaskemmtanir. Og voru því miður mjög misjafnlega vel heppnaðar. í leiðinni vorum við minnt á nauðsyn á samfélagslegri vinsemd við börn, örlæti við þau, skilning á þörf um þeirra. •á undanförnum árum er þess oft getið, að þjóð- félagsþróun haf i verið börnum heldur óhagstæð. Að vísu hafi stór hluti þeirra losnað undan þeirri vinnuþrælkun sem landlæg var bæði til sjávar og sveita, þau haf i betra viðurværi, fleira sér til skemmtunar og þar fram eftir götum. En í leiðinni hafi þau misst ýmislegt án þess að fá neitt í staðinn. Þau haf i ekki lengur neinu jákvæðu hlutverki að gegna í samfélagi hinna f ullorðnu, nema ef telja ætti þá staðreynd að eigendur búða vita, hér sem í nálægum löndum, að börn eru kaupendur sem vert er að leggja snörur f yrir. Þau haf i auk þessa losnað úr þroska- vænlegum tengslum við eldra fólk, fyrst kynslóð afa og ömmu þegar stórf jölskyldunni fórað hnigna og síðan við foreldra sína eftir að hlutur kjarnaf jölskyldunnar fór að rýrna. Þau hafi verið skilin eftir eins og í lausu lofti sem skattafrádráttarliður (of lítill) og útgjaldaliður (of stór). Auk þess eru þau fyrir í umferðinni og trufla áfengisvenjurnar. Með öðrum orðum: börn haf i í reynd orðið utangátta, þau verði fyrir vaxandi f jandskap, dul- búnum og opinskáum. Enda vilji fólk ekki lengur eiga börn, þau hafi svo truflandi áhrif á lífsgæðakapphlaup- ið. Og fer þjóðinni ekki bráðum að fækka? • Eitthvað á þessa leið tala menn, hver með sínum áherslum og útskýringum. Það er fimbulfambað út og suður um að vandkvæðin séu að kenna eigingirni kvenna eða þá ónógri kristindómsf ræðslu eða áhrifum róttækra kennara í skóium. Róttækt fólk með ýmsum litbrigðum mun hinsvegar halda til streitu þeirri ákæru að það sé öðru fremur gildismat kapítalísks markaðskerfis sem haf i þrengt kosti barna með ýmislegum hætti. Og vissu- lega er sú gagnrýni á gildum rökum reist — þótt börn kunni að vera gotterískaupendur eða jafnvel fatakaup- endur í einhverjum mæli, þá eru þau ekki arðbær aðili í þjóðfélagi sem spyr í hverri grein um markaðslögmál, um sölumöguieika, um arðsemi. Þau standa höllum fæti í samfélagi, þar sem hægrivakning fer yf ir með kröf um um það, að einnig menntun og heilsugæsla sé sett undir lögmál markaðskerfisins, eins og segir í nýlegri stefnu- skrá Verslunarráðs (slands. Samkvæmt þessum sömu markaðslögmálum hafa börn áratugum saman verið alin fyrst og fremst á hratinu af kvikmyndaiðnaði heimsinsog gervilífi barnareyfara úr alþjóðlegri f jölda- f ramleiðslu — en þar með þykir ekki nóg að gert. • Það þarf ekki sérlega gott pólitískt minni til að vita, að kröfur um betra líf börnum til handa hafa yfirleitt risið á vinstri armi stjórnmála, kröfur um betri skóla, um dagvistun, um betri barnamenningu. Og barnamálin halda áfram að vera mikill prófsteinn á allt það sem félagshyggja vill heita. Börnin eru í átökunum miðjum í þeirri hægrisveiflu sem nú fer um okkar hluta heims. Það hef ur um alllangan tíma ekki verið jaf nbrýnt og nú að vinstrisinnar haldi vöku sinni, ýtni, frumkvæði og hugmyndasmíði í þágu barna. Ekki aðeins að þeir vilji bera fram almennar kröf ur, heldur séu í raun reiðubúnir til að fylgja þeim eftir, einnig ef það kostar þá sjálfa út- gjöld í sameiginlegan sjóð sem svo er nefndur. Ef menn telja sig í alvöru hafa áhyggjur af landflótta, af fækkun fólks, af því að börn séu óvelkomin, þá verða þeir um leið að viðurkenna í verki, að við þá hluti verður ekki ráðið, nema að þeir sýni börnum örlæti. örlæti á fé sem skattþegnar, örlæti á tíma sinn og fyrirhöfn sem ein- staklingar. Gleðilegt sumar. Hvaö óttaöist Mondale? Reglulega huggulegt par gisti Island i siöustu viku. Þau Walter og Joan Mondale fengu aö visuekki sérstaklega hlýleg- ar viötökur hjá veöravættum islenskum en mættu þeim mun hlýrra viömóti islenskra ráöa- manna. Margt kemur þó land- anum spánskt fyrir sjónir þegar varaforseti lands, þar sem for- setar og aörir framámenn eru gjarnan skotnir, heimsækir eyþjóö sem hefur fyrir löngu af- lagt slika siöi. Mondale haföi hér fram- varöarsveit öryggisvaröa sem tóku völdin af islenskum lög- regluyfirvöldum til þess aö tryggja öryggi varaforsetans i Islandsdvölinni. 1 föruneyti hans var auk þess her uppi- vööslumanna sem vöröu hann dag og nótt meö alvæpni fyrir hugsanlegum árásum hryöju- verkamanna eöa Islenskra her- stöövaandstæöinga. Hœttulegir bílstjórar? Hótel Saga var rudd og þar bægöu öryggisveröir íslenskum nátthröfnum frá þvi aö komast i kallfæri viö varaforsetann. A Borgarsjúkrahúsinu voru allir sérfræöingar á bakvakt meöan á heimsókninni stóö ef varafor- setanum skyldi veröa ómótt. Leigubílstjórar sem fengnir voru til þess aö aka föruneyti Mondales voru teknir á nám- skeiö hjá bandarisku öryggis- vöröunum en fengu þegar til kastanna kom ekki aö aka bilum slnum meöan á heimsókninni stóö. Ekki var öörum treyst en sérhæföum bandariskum öryggisvöröum til þess aö aka i bilalest á eftir stórmenninu, enda eins vist aö I svo blönduöu samfélagi og hér er leynist kommi I hverri ætt og engum fullkomlega treystandi. Dúfubanar í bílalest Ekki einu sinni bilstjóri for- seta íslands fékk aö koma nálægt heimsókn Mondales, enda viöbúiöaöenneimi eftir aö róttækum æskuskoöunum doktors Kristjáns, en slikar skoöanir eru skoöaöar sem smitsjúkdómar eins og þeir hafa fengiö aö kynnast sem sótt hafa um vegabréfsáritanir til Bandarikjanna. Þaö voru þvi bandarlskir öryggisveröir sem trylltu eftir Keflavikurveginum á báöum akgreinum og á 120 kilómetra hraöa til þess aö enginn fengi tækifæri til aöskjóta á varafor- set.ann og föruneyti hans. Fuglar á Suöurnesjum eru ekki vanir sllkum hraöaktri fyrir ut- an og ofan islensk lög og hefur þaö oftar en en einu sinni komiö fyrir aö bilalestir i fyrirmanna- heimsóknum hafa grandaö mávum og dúfnahópum. Bestu þakkir Bandarikjamenneru semsagt varir um sig, en hiö sama er varthægt aö segja um islenska ráöamenn, sem nánast eru grandalausir. Þeir skála blá- eygir viö bandariska varafor- setann og þakka honum hjartanlega fyrir aö þeir og all- ir tslendingar skuli fá aö leika hlutverk hins nytsama sakleys- ingja i samskiptum viö Banda- rikjamenn. Og ekki veröur annaö sagt en aö bandari’ski varaforsetinn kunni aö þakka fyrir sig : ,, Aöspuröur sagöi Mondale aö Islenska rikisstjórnin heföi ver- iö einkar hliöholl veru banda- riska varnarliösins á Kefla- vikurflugvelli. „Og ég færöi for- sætisráöherra persónulegt þakkarbréf frá Jimmy Carter forseta, þar sem þakkaöur er stuðningur forsætisráöherra, utanrikisráðherra og islensku rikisstjórnarinnar viö Kefla- vikurstööina. Varnarstööin á Keflavikur- flugveili er sérlega mikUvæg, og má þaö m.a. ráöa af þvi aö þar er aö f inna útbánaö og flugvéiar af fullkomnustu gerö. Viökunn- um vei aö meta stuöning islensku rikisstjórnarinnar og tslendinga viö þessa stöö, en hún gegnir mikilvægu eftirlits- starfi i Noröurhöfum.” „segir Morgunblaöiö I fréttum af biaöamannafundi meö varafor- setanum. Fáfróðir hollvinir Benedikt Gröndal hefur a.m.k. I tvigang stært sig af þvi aö hann láti kommúnista I rikis- stjórninni ekkert vita um þau leyndarmál sem I gangi eru i hans ráöuneyti varöandi sam- skiptin viö Bandarikjaher, NATÓ og Bandarikjastjórn. Alþýöubandalagsmenn hafa látiö sér þaö i léttu rúmi liggja, þvi þeir vita sem er aö kallar eins og Bensi og Einsi fá lltiö aö vita um þaö sem raunverulega er aö gerast I vigbúnaöar- og herfræöimálum. Þar eru þeir I góöum félagsskap annarra stjórnmálaleiötoga i NATÓ- rikjunum sem veröa aö láta sér þaö lynda aö herstjórnin I Pentagon og hagsmunir bandariska vopnaiönaöarins ráöi i einu og öllu stefnu NATÓ og skammti þeim upplýsingar úr hnefa. Þakkir þeim sem þakkir ber Þaö er ekki aö undra þótt utanrikisráöherra og forsætis- ráöherra sé þakkaö persónulega af Bandarlkjaforeeta fyrir þaö aö halda þeirri blekkingu i slfellu aö þjóöinni aö herstööin I Keflavik sé einhver varnarstöö. Þeim ber llka bandarisk þökk fyrir aö sannfæra alþýöu manna á Islandi um aö hér á landi séu ekki kjarnorkuvopn. Slikir blekkingameistarar eiga hrós skiliö fyrir bandariska hags- munavörslu á tslandi. Engir nema heilaþvegnir NATÓ-sinnar upp á tslandi halda þvi fram aö hér séu ekki kjarnorkuvopn. Hinar nýju og fullkomnu flugvélar sem Mondale geröi aö umtalsefni er byggöar til þess aö bera kjarn- orkuvopn og gera þaö allsstaöar annarsstaöar i heiminum. A herfræöikortum er Keflavikur- stööin merkt I hópi US nuclear and mayor bases. Htutlausir sérfræöingar I herfræöilegum efnum svo og virtustu friöar- rannsóknarstofnanir heims halda þvi fram sem staöreynd aö hér á landi séu kjarnorku- vopn. En Islenskir ráöamenn þráast viö þaö aö trúa nokkru sliku upp á Bandarikjamenn. En skyldi þaö aldrei hvarfla aö þeim áöur en þeir fara aö sofa á kvöldin aö allan sólarhringin er kjamorkuknúnum eldflaugum velbúnumaf kjarnoddum beint á Keflavík frá Kola-skaga. Þetta staöfesti einn af herstjór- um Sovétmanna i sænska sjón- varpsþættinum „Varldens vapen”. Varla þætti ástæöa til þess ef hér væri ekki ööru til aö dreifa en „leikföngum” úr slöasta striö. r Arásarstöðin í Keflavík Nú sem fyrr er Keflavikur- stööin „skammbyssa” sem beint er i austur. Allt tal um varnarstöð er hrein bábilja þvi stöðin er íslendingum bein lifs- hætta en engin vörn, enda eng- inn viðbúnaður til varnar lifi og limum okkar. t bókinni „Tact- ical Strategic Antisubmarien Warfare” sem gefin er út af SIPRI — sænsku friðarrann- sóknarstofnuninni 1974 er hlut- verki stöðvarinnar vel lýst. Fyrir utan eftirlit meö hern- aðarumsvifum er hún liöur I þvi svæðiskerfi sem loka á öllum leiðum fyrir sovéska kafbáta út á Atlantshaf ef drægi til ófriöar eöa stigmögnunar I viösjám stórveldanna. Hér er hvorki staöur né stund til þess aö rekja uppbyggingu þessa kerfis en niöurstööur visindamanna sænsku friöarstofnunarinnar eru ótviræöar: ,,This is an offensive operation” — „Þetta eru árásarumsvif”, segja þeir og eiga þá við svokallaöa „s væöis-vörn” - „area defence” - sem miöar aö þvi aö útiloka kafbáta óvinarins frá stóru haf- svæöi og ráöa niöurlögum allra kafbáta sem hyggjast nálgast þaö svæöi. Hlekkur í árásarstríði Starfsræksla bandarisku her- stöðvarinnar hér og eftirlits- flugs frá henni hefur mikið upp- lýsingagildi fyrir Norömenn auk þess sem þeir sleppa fyrir tilvist hennar viö erlendar her- stöövar á eigin landi. Keflavik- urstööin er frá sjónarhóli Bandarisku herstöövarinnar hugsanlegur hlekkur I árásar- striöi á hendur Sovétrlkjunum sem miðaöi aö þvi aö eyöileggja möguleika þeirra til þess aö svara kjarnorkuárás á Sovét- rikin meö kafbátahernaöi. Aö bíta eða sleikja Tvö hundruö þúsund tslend- ingar og riflega þaö skipta Bandaríkjamenn engu máli i þeirra herfræöilega mati. En aö sjálfsögöu er þaö skylt aö vikja aöþeim nokkrum þakkaroröum fyrir aö taka aö sér hlutverk fórnarlambsins meö sælubros á vör. Þaö sem nöturlegt er I þessu sjónarspili erþaöaö flest bendir til þess að samskipti okkar viö Bandarikjamenn myndu ekki skaöastþó aöviö kappkostuöum aö ganga uppréttir I samstarfi viö þá. Þaö hlutskipti aö vera lús á milli stórveldanna er nógu erfitt.þóttekki sé reynt aö gylla þaö meö falsrökum. Endanlega munum viö I stórveldaátökum kremjast á milli, án þess aö örlög okkar veröi talin nokkru skipta. Enmeöan ekki dregur tíl slikra átaka er vert aö minnast þess að sá sem bitur frá sér er aö jafnaöi meira virtur en sá sem sleikir tær húsbónda sins og dillar rófunni hinn ánægöasti er honum er att á foraöiö. —ekh —áb.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.