Þjóðviljinn - 21.04.1979, Side 2

Þjóðviljinn - 21.04.1979, Side 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 21. aprll 1979. AF GUÐLEYSI Ekki veitég nein náin deili á mjög umræddri persónu um þessar mundir, en sá er nefndur séra Guðmundur 01 i Ólason og kvað vera þjónandi prestur austur í Tungum, nánar til- tekið í Skálholti. Hins vegar veit ég að hann er ritstjóri Kirkjuritsins og það veit ég vegna þess að ég er fastur áskrifandi að Kirkjurit- inu, eins við allir, sem eitthvað komum nálægt Þjóðviljanum. Og þegar við erum ekki að fletta Krikjuritinu, þá gluggum við gjarnan i Heilaga Ritningu svona til að halda sálarheill- inni í sæmilegu standi eftir allt of mikla yf ir- legu á Marx, Lenin og hvað þeir nú allir heita. Af þessum sökum á það ekki að koma nein- um á óvart, þó að kirkju og kristninni í landinu séu gerð betri skil í Þjóðviljanum en í öðrum dagblöðum landsmanna. Sannleikurinn er nefnilega sá að ritstjórar Þjóðviljans hafa löngum verið (að þvi er sumum finnst) trú- hneigðir úr hófi fram — nema kannske Kjartan Olafsson — og nægir að benda á það að Magnús Kjartansson setti varla svo saman greinarkorn að ekki væri vitnað í Biblíuna og meira að segja oftast í Gamla testamentið, sem er náttúrlega ennþá flottara en hitt. Og það er ekki að ástæðulausu að Kirkjuritið tilgreinir núverandi ritstjóra Þjóðviljans sér- staklega sem viðræðuhæfan um kirkjuleg málef ni. Það er sláandi dæmi um áhuga Arna Bergmanns á kristninni í landinu, að á sumar- daginn fyrsta s.l. fimmtudag var lunginn af Þjóðviljanum helgaður þeim stórviðburði að gyðingar átu páskamáltíð ásamt lúterskum kennimönnum og konum þeirra inná Bústaða- vegi. i þessari páskaveislu var rabbí Rosen- blatt bæði potturinn og pannan, en honum til vinstri og hægri sátu valinkunnir kennimenn íslenskir. Það að ekki kom til átaka í þessari veislu, sýnir og sannar enn einu sinni það sem stendur í bókinni góðu, að fólk hvaðanæfa að getur elskað hvert annað næstum eins heitt og sjálft sig. Þjóðviljinn var eina blaðið sem gerði þess- um trúarlega viðburði einhver skil á sumar- daginn fyrsta. Hin blöðin voru öll uppfull af því, að feður ættu að tala við börnin sín, jafn- vel skipta á bleyjum á þeim og skeina þau. Nú skeði það i nýútkomnu tölublaði Kirkju- ritsins að framangreindur séra Guðmundur Oli í Skálholti vakti athygli á þeirri alkunnu staðreynd að Þjóðviljinn gerir kristni og kirkju í landinu betri skil en hin dagblöðin. Þessari staðreynd gat Morgunblaðið ekki kyngt og urðu viðbrögðin þau að fenginn var ónafngreindur hulduhöfundur til að skrifa leiðara í forn-kaþólskum bannfæringarstíl og var áhrínsorðunum beint gegn margnefndum Guðmundi presti. Svo mergjaður er þessi dæmalausi Morgunblaðsleiðari að bannfæring kaþólsku kirkjunnar fyrr á öldum, skrásett í kirkjusögu Finns biskups, er eins og Litla gula hænan hjá þessum ósköpum. Nú eru menn að reyna að geta sér til um hver sé höfundur leiðarans í Morgunblaðinu. Margir hallast að þvi að hann gæti verið úr K.F.U.M. og er þá helst getið uppá Jóni bisk- upi Vídalín, enda orðum hans óspart flíkað í ritsmíðinni. Sé Jón Vídalín leiðarahöfundur- inn má segja að hann falli á eigin bragði, því orðrétt segir hann: „Hvernig fékk Jóab metorðum sinum haldið, nema með reiðinni, og var það honum þóekki nema stundarfriður... en sá sem reiður er hann er vitlaus... en varist það, að menn búa lengi að heiftinni, enda er hún eitt and- skotans reiðarslag". (Tilvitnun lýkur) Það má með sanni segja að Morgunblaðið hafi tekið trúarlegt heljarstökk 10. apríl sl. með leiðaranum „Kirkjuritið og Khomeini". Málefni kristni og kirkju i landinu voru þar tekin fyrir meðþeim hætti að til sóma er fyrir þetta ærukæra blað, og vonum við velunnarar Morgunblaðsins að haldið verði áf ram á sömu braut. Þó að auðvitað verði það áfram Þjóð- viljinn, sem er viðræðuhæfastur um kirkju og kristni í landinu, þá heldur Morgunblaðið á- reiðanlega áf ram að birta pistla dagsins eftir postulann Billy Graham. Og ekki yrði ég hissa þó næsti leiðari Moggans um næsta þjón krist- innar kirkju i landinu, sem leyfði sér að láta Þjóðviljann njóta sannmælis, yrði með svip- uðu orðalagi og bannfæringin góða til forna: „ f naf ni föður sonar og anda heilags og heil- agrar Maríu meyjar bannsyngjum vér (Jón Jónsson sóknarprest). Bölvaðar skulu vera allar hans athafnir, bölvað sé höfuð hans, augu hans og nasir, sjáaldur, tennur og tunga, kverkar hans og brjóst, hjarta og kviður, lifur hans og líf, milti, nafli og öll innýfli, fætur og lær, hendur og handleggir, herðar og lendar og allt hans hold og hörund frá hvirfli til ilja og allt sem er þar á milli. Bölvuð séu öll vit hans, sjón,heyrn, ilman, smekkur og tilfinning. Ég særi þig, djöfull og alla þína ára, í nafni föður sonar og anda heilags, að þú haf ir aldrei frið, nótt né nýtan dag, fyrr en þú hef ur steypt hon- um í skömm þá, sem varir um aldir og að eilíf u og hann annað hvort drukknar í ám eða hangir á hæsta gálga eða helf rýs í hríðum eða verður sundurrif inn af hræfuglum eða brenn- ur í logum eða verður drepinn af óvinum sín- um og verði óþokkaður af öllum lifandi mönn- um. Börn hans verði föðurlaus og kona hans ekkja. Enginn veiti honum aðstoð eða sýni honum líkn eða liðveislu. Svo sem andskotan- um var steypt niðuraf himni skal hann útrek- inn og útskúfaður og með slagbrandi lokaður inni hjá svínum einum og deyi þar Ijós augna hans nema hann taki vit sitt aftur og hverf i á VORA náð. Verði nú sem vér höf um talaðeða enn verra. — Amen —." Það skyldi þó aldrei vera sannleikskorn í vísunni sem birtist sennilega í næsta tölublaði Kirkjuritsins: A Mogganum er mesta puð, menn þar trúa ekki á guð. En eitt er víst, og það er það að Þjóðviljinn er kristið blað. Flosi. Glsli Magnússon, Ólöf K. Harðardóttir og Gunnar Egilsson flytja verk Schuberts um hjarömanninn á tónleikum Kammersveitarinnar. Kammersveitin minnist 150 ártíöar Fr. Schuberts Þriðju áskriftartón le ika r Kammersveitar Reykjavikur á þessu starfsári verða i samkomu- sal lia mrahiiðar skóla n.k. sunnudag kl. 17. Á tónieikunum verða einungis flutt verk eftir Kranz Schubert, en um þessar mundir er 150. ártiðar tónskálds- ins minnst um alian heim. Leikið verður Scherzo og Trió .fyrir átta blásturhljóðfæri, ,,Der Hirt auf dem Felsen” fyrir sópr- an, klarinett og pianó og munu Ólöf K. Harðardóttir, Gunnar Egilson og Gisli Magnússon flytja það. Að siðustu verður leikinn Kvintett i C-dúr, D-956 fyrir tvær fiðlur, lágfiðlu og tvö celló, en kvintett þessi er siðasta meiri- háttar tónverk sem Schubert samdi. Flytjendur kvintettsins eru Rut Ingólfsdóttir, Kolbrún Hjaltadótt- ir, Helga Þórarinsdóttir, Pétur Þorvaldsson og Auður Ingvadótt- ir. Samkór Dalvikur: Heldur voríónleika Samkór Dalvikur, sem nú er aö ijúka öðru starfsári sinu, hélt vor- tónleika I Dalvikurkirkju i gær- kvöld og endurtekur þá I Akur- eyrarkirkju iaugardaginn 21. april, kl. 21. Stjórnandi kórsins er Kári Gestsson. Kórinn hefur i vetur æft Teleum, eftir franska tónskáldið A. Carpentier, en það er verk fyrir blandaðan kór, fimm ein- söngvara og hljómsveit og tekur um það bil hálftima i flutningi. Einsöngvarar veröa: Sigrún Gestsdóttir, Halla Jónasdóttir, Þurfður Baldursdóttir, Gestur Skólasýning Vogaskóla FjÖldi nemenda 1/4 þess sem var t Vogaskóla erú nú um 400 nem- endur í 10 aldursfiokkum, en þegar skóliiin var fjölmennastur voru þar 11 aldursflokkar með samtals rösþlega 1600 nemend- um. Meðaltal I árgangi var þá yfir 145 nemendur, en nú er þaö um 40. Þetta kemur fram i fréttatil- kynningu skólans i tilefni skóla- sýningar, sem þar verður haldin nö um helginaogsést ma af þessu hve geysilegar breytingar hafa orðið á skólanum og raunar allri byggðaþróun i Reykjavik á þeim tveim áratugum sem Vogaskóli hefur starfað. 20. starfsári hans er nú að ljúka og verður á sýningunni reynt að gefa sem gleggsta yfirlitsmynd af ýmsum viðfangsefnum nemenda á starfcárinu i verklegu námi ásamt ýmsum viðfangsefnum sem tegnjast bóklega náminu. Sýningin nær yfir vetrarvinnu nemenda úr öllum aldursflokk- um. Jafnhliöa munasýningu verða nemendur aö störfum á nokkrum stöðum við gerð ýmissa verkefna Guömundsson og Siguröur Demetz Franzson. Undirleik ann- ast kammersveit úr Tónlistar- skólanum á Akureyri. A efnisskrá eru einnig lög af styttra taginu, eftir ýmsa höf- unda, innlenda og erlenda. Planóundirleikari kórsins verður Thomas Jackmann, sem einnig mun leika undir einsöng Gests Guðmundssonar, sérstaklega. óg/mhg svo sem f heimilisfræði.sjóvinnu- að foreldrar fjölsæki, svo og eldri brögðum, myndmennt o.fl. ogyngri nemendur og velunnarar Allir eru velkomnir á sýning- skólans. Sýningin er opin laugar- una. En þess er sérstaklega vænst dag og sunnudag kl. 14 — 18. Tveir saman í FÍM-sal Gunnar örn Gunnarsson og Sigurgeir Sigurjónsson opna sýningu á verkum sinum I FIM salnum að Laugarnesvegi 112 kl. 14.00 i dag. Gunnar örn sýnir 20 málverk og teikningar en Sigurgeir 40 ljós- myndir og eru þær teknar I Paris og á Grænlandi og auk þess munu andlit nokkurra þekktra Islendinga ljóma á veggjum sýningar- salarins. Sýningin verður opin kl. 2 — io daglega til sjötta mal.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.