Þjóðviljinn - 25.04.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.04.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 25. aprll 1979 DJÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t tgeíandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kréttastjóri: Vilborg Harftardóttir Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiftslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór GuÖ- mundsson. ÍþróttafréttamaOur: Ingólfur Hannesson. ÞingfréttamaÓ- ur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Citlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrí&ur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson. Kristín Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Söivi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6. Reykjavik. sfml 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Lóðaúthlutanir og fyrirgreiðslukerfi • Flestir sem i stjórnmálum vasast eru sammála um nauðsyn þess að kveða niður svonefnt fyrir- greiðslukerfi. óteljandi menn taka til máls um það, að ófært sé að hygla mönnum eftir kunningsskap, ætterni og þó einkum og sér i lagi eftir stjórnmála- skoðun. En um leið er einatt eins og þessi umræða gangi i hring og niðurstaðan verði vondauft tal um að þvi miður verði ekkert að gert. Fyrirgreiðslu- kerfið sé svo rótgróðið. Það reki ættir sinar allar götur til þess að eina von alþýðu sem býr við ein- veldi einhverskonar sé að ná eyrum höfðingjans sjálfs með einhverjum undraverðum hætti. Stund- um er látið eins og fyrirgreiðslukerfið sé einskonar partur af mannlegu eðli, rétt eins og erfðasyndin. • Þvi er nú á þessa hluti minnst, að úr borgarráði berast ánægjuleg tiðindi. Þar hafa verið samþykkt- ar nýjar reglur um lóðaúthlutanir til einstaklinga i samræmi við samstarfssamning meirihlutaflokk- anna, og er þeim ætlað að koma i veg fyrir þau póli- tisku hrossakaup sem oft hefur verið deilt á i sam- bandi við lóðaúthlutanir hjá borginni. I viðtali við Þjóðviljann i gær segir Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, frá þvi að hinar nýju reglur séu i meginatriðum byggðar á svipuðum atriðum og þeim sem hafa átt að ráða þvi hverjir kæmu til greina við lóðaúthlutanir i borginni. Hann getur þess að almennar reglur hafi verið til staðar ,,en eftir að menn hafa uppfyllt þau skilyrði (sem regl- urnar gera ráð fyrir) hefur þeim verið úthlutað lóð- um eftir ýmsum umdeilanlegum sjónarmiðum og oft annarlegum”. • Með öðrum orðum: það er stigið gott skref i þá átt að útiloka pólitiskan geðþótta, koma afgreiðslu i þýðingarmiklum málaflokki, sem varðar hag mik- ils fjölda manna, á traustari og hlutlægari grund- völl - og þar með er rofið nokkuð gott skarð i múra fyrirgreiðslukerfisins. Reglurnar sjálfar sýnast taka sem mest mið af sanngimi- og jafnaðarsjón- armiðum \ það er tekið tilliti til búsetu, starfs, fjöl- skyldustærðar og þröngbýlis eins og eðlilegt er og sjálfsagt. Það er lika gert ráð fyrir að upp komi ein- hver sú staða sem ekki rúmast innan reglna — en i slikum tilfellum þarf borgarráð i heild að vera sam- mála um afgreiðslu — þar með er ekki hægt að beita neinum pólitiskum meirihluta til mismununar fólki. • Nú væri það sjálfsagt mikil og óleyfileg bjart- sýni að láta sem múrar fyrirgreiðslukerfisins væru að hruni komnir þótt ofangreind ágæt og skynsam- leg sjónarmið hafi verið staðfest af hinum nýja meirihluta i borgarstjórn Reykjavikur. En það er stigið mikilvægt skref i rétta átt, og það ber að halda áfram á þessari sömu braut. Slik sókn er einkum og sér i lagi pólitisk nauðsyn vinstrisinnum. Stjórnlist Sjálfstæðisflokksins hér i Reykjavik hefur mjög byggst á þvi, að annarsvegar er haldið uppi almennu landsmálahjali um að „kerfið” og „hið opinbera” sé eitthvað illt, óskiljanlegt og fjandsam legt hverjum venjulegum manni. Hinsvegar sé það lán i óláni.að til forystu i Reykjavik hafi valist hæfir menn og snjallir, sem skilji hjörtun og nýrun og hafi góðan vilja til að leiða saklaust fólk og ráðvillt gegnum völundarhús skriffinnskunnar, sem þeir hafa reyndar skapað sjálfir. Þetta sýnist sakleysis- leg stjórnlist en hefur verið ákaflega vel virk i þvi að gera tvennt i senn: viðhalda valdakerfi Sjálf- stæðisflokksins og fyrirgreiðslukerfinu, tvinna þessi kerfi tvö saman með þeirri pólitisku spillingu sem af þeirri samtvinnan hlýst. Nordsat-fundur Senn líBur a6 þvl aö rfkis- stjórnir NorBurlanda þurfi aö taka ákvaröanir um hvort þær I sameiningu komi á loft sjón- varps- og útvarpsgervihnetti til útsendingar á norrænu sjón- varpsefni beint til notenda alls- staöar á Noröurlöndum. Hér á landi hafa þessi mál litiö veriö I umræöu, og var þaö þvl þarft framtak er Norræna félagiö efndi til fundar um Nordsat sl. sunnudag I Norræna húsinu. A þessu máli eru margar hliö- ar og þvl brýn nauösyn aö þaö sé rætt hér á landi til hlltar út frá hinum ýmsu sjónarmiöum og hagsmunum, áöur en fslensk stjórnvöld binda hendur sinar á nokkurn hátt. Hér er um svo viöamikiö og afdrifarlkt sviö menningarmála aö tefla aö gera veröur kröfu um aö lögö veröi vinna I þaö aö móta afstööu Is- lenskra stjórnvalda til Nordsat- áætlunarinnar. Ragnar Arnalds mennta- málaráöherra lagöi á Nordsat - fundinum áherslu á aö engin á- kvöröun heföi veriö tekin enn um norrænan sjónvarpsgervi- hnött, eöa hugsanlega aöild Is- lands aö honum. t rauninni væri um mjög marga valkosti aö tefla þegar rætt væri um aukiö samstarf Noröurlanda I út- varps- og sjónvarpsmálum, og tæpast hægt aö taka afstööu til þeirra fyrr en könnun á þeim væri lokiö og þeim heföi öllum veriö stillt upp. Kratar með áróður Þótt greinilega kæmi fram aö menntamálaráöherra telur aö kostirnir viö Nordsat yröu meiri en gallarnir út frá þeim for- sendum sem fyrir liggja I dag, varaöist hann aö binda hendur sinar I málinu á nokkurn hátt. Athyglisvert var hinsvegar aö kratarnir á fundinum jöföu I frammi samræmdan áróöurs- málflutning fyrir Nordsat. Rök- semdafærsla þeirra var eitt- hvaö á þá leiö aö fyrr eöa siöar hlyti tækniþróunin aö leiöa til beinna sjónvarpssendinga um gervihnetti. Viö þaö fengju Is- lendingar ekkert ráöiö og betra væri aö tengjast Noröurlöndun- um um slika sjónvarpssam- vinnu I staö þess aö láta engil- saxnesk áhrif rigna yfir landiö I framtlöinni frá breskum og bandariskum sjónvarpshnött- um. Kommarnir enn SIBan skömmuöu þeir rithöf- unda og aöra listamenn á Norö- urlöndum fyrir menningarlega einangrunarstefnu, sem þeir töldu, sérstaklega Gylfi Þ. Gislason, aö væri aöeins angi af þvl aö menntamenn og komm- únistar heföu alltaf veriö á móti öllu heilbrigöu alþjóölegu sam- starfi, svo sem EFTA, EBE, stofnun norræns varnarbanda- lags, stofnun Noröurlandaráös og NATO. Ataldi dr. Gylfi menntamenn og kommúnista sem staöiö heföu meö sér I bar- áttunni fyrir lokun dátasjón- varpsins fyrir aö vilja nú kalla yfir sig aukin engilsaxnesk menningaráhrif I staö þess aö efla norræna samstööu I menn- ingarmálum. Þetta er aö sönnu þægileg einföldun á málunum I áróöurs- strlöi um Nordsat, en tæpast al- verlegt innlegg I málefnalega umræöu um fyrirbæriö. Eitt höfuömarkmiöiö meö þvl aö koma norrænum sjónvarps- sendingum beint til sjónvarpsá- horfenda allsstaöar á Noröur- löndum er sagt vera aö auka menningarleg samskipti nor- rænna þjóöa. Listamenn, fjöl- miölunarmenn og menningar- samtök alþýöu á Noröurlöndum hafa leyft sér aö setja ýmis spurningarmerki viö þaö hvort Nordsat muni efla norræn menningartengsl og menningu. Menningarsamskipti geta eins og kunnugt er fariö fram á ann- an hátt en meö augnaviöskipt- um viö sjónvarpsskerm. Blind tœkni eða stýrð Ekki sföur fer þaö I taugarnar á mörgum þegar bent er á aö rafeindaiönaöurinn er sífellt eins og ýmis annar neysluiönaö- ur aö búa til nýjar þarfir til þess aö geta uppfyllt þær, aukiö gróöann og skapaö nýjar. Kostnaöurinn viö aö koma upp norrænum gervihnetti til sjón- varpssendinga og reka hann, er dropi I hafiö miöaö viö þann markaö sem skapast fyrir ný hliöartæki viö sjónvörpin sem nauösynleg veröa til þess aö ná inn geislum frá gervihnetti. Senn tekur litasjónvarpsmark- aöurinn aö mettast og spurning- in er hvort fjölþjóöafyrirtæki á Noröurlöndum eiga aö ná frum- kvæöi á þessum markaöi eöa blöa eftir þvl, aö fjölþjóöafyrir- tæki annarsstaöar nái honum undir sig. En hér er komiö aö þeirri spurningu sem varöar hvern mann, hvort þaö eru hagsmunir fjölþjóöafyrirtækjanna sem eiga aö ráöa þörfum okkar I framtlöinni og uppfyllingu þeirra, eöa hvort viö eigum sjálf aö ákveöa hverjar þarfir okkar eru og beygja tæknina og fjöl- þjóöafyrirtækin undir þann vilja. Viö veröum bara aö dansa meö, segja sumir, en aörir vilja ekki á þaö sættast og krefjast svara viö þeirri nærgöngulu spurningu: Hverjar eru þarfir okkar? Menningarsveltið Einmitt þeirri spurningu hafa listamannasamtökin á Noröur- löndum reynt aö svara meö um- ræöum um máliö. Þau benda á aö stjórnmálamenn á Noröur- löndum hafi veriö sparir á aö verja fé til eflingar þeirri menn- ingarstarfsemi sem fyrir er. Sjónvarps- og kvikmyndagerö til aö mynda er vlöast I algjöru svelti á Noröurlöndum.Meö þvl aö fjárfesta I aukinni dagskrár- gerö og kvikmyndagerö og gagnkvæmum skiptum á dag- skrám og kvikmyndum mætti meö miklu minni tilkostnaöi en nýju sjónvarpskerfi ná miklu meiri menningarlegum árangri, sem myndi styrkja norræna menningu betur innáviö sem útáviö. Þaö er nefnilega svoleiö- is, aö þaö stoöar lltiö aö hafa norrænan sjónvarpsgeisla I hvert hús og 5 til 8 prógrömm til aö velja úr, ef innihaldiö er þaö sama og i engilsaxneskum geislum. Til hvers var þá veriö aö fjárfesta I nýrri tækni? mætti spyrja. Ráðrúm til að hugsa Verteraöleggja áherslu á, aö þaö eru falsrök aö einhver ósköp liggi á aö ákveöa hvert Noröur- löndin stefna I sjónvarpssam- vinnumálum. Þýski gervihnött- urinn og breskir og enskir gervihnettir eru notaöir sem grýlur I þessum efnum. Sagt er aö sá þýski veröi farinn aö hella geislum yfir Þýskaland og höfuöborgir allra Noröurlanda, nema tslands, 1984. Jan-Erik Nyheim, áætlana- stjóri Norska rlkisútvarpsins, segir hinsvegar I dagskrárblaöi stofnunarinnar (nr. 17. 1979), aö þrátt fyrir ýtarlega eftir- grennslan hafi sér ekki tekist aö fá fram nokkra staöfestingu á þvl, aö yfirvöld slmamála eöa æöstu stjórnvöld V-Þýskalands heföu tekiö ákvöröun um þýsk- an sjónvarpsgervihnött sem dreifa ætti sjónvarpsefni beint til móttakenda. Hann gæti auk þess ekki komist upp fyrr en 1986. Um engilsaxnesku hnettina er þaö aö segja aö bæöi Sameinuöu þjóöirnar og Menningarstofnun þeirra, UNESCO, hafa gert Dmdandi samþykktir um aö hvert aöildarland skuli viröa „sjónvarpshelgi” annarra aö- ildarlanda. Aöeins Bandarlkin hafa lagst gegn þessu innan Sameinuöu þjóöanna, enda ekki eins einangrunarsinnuö og önn- ur rlki innan þessara samtaka, sem samkvæmt skilgreiningu Islenskra krata bæri llklega aö kalla kommúnistariki upp til hópa. Heilbrigðar efsemdir Þaö gefst þvi nægt tóm til þess aö hugleiöa málin i rólegheitun- um, og bæöi I Svlþjóö og ekki slöur i Finnlandi eru efasemdir stjórnmálamanna um Nordsat þaö miklar aö nokkur trygging er fyrir þvl, aö ekki veröi rasaö um ráö fram. Nýir tæknimögu- leikar kunna einnig aö koma fram á næstu árum sem opna önnur sviö er kunna aö þykja æskilegri I norrænni sjónvarps- samvinnu heldur en beint gervi- hnattasjónvarp. Þar má til aö mynda nefna glertrefjakaplana, sem eru miklu ódýrari og af- kastameiri en venjulegir kaplar i dag. Hugsanlega munu þeir gera þráösjónvarp æskilegri kost en nú er, þvl um þá má senda allt I einu: talslma, út- varp og sjónvarp á örbylgju. ABur en menn fara út i áróö- urshasar fyrir Nordsat eins og Eiöur Guönason og Gylfi Þ. Glslason viröast vera aö búa sig I stakk til, er ráölegt aö hafa I huga hiö fornkveöna, aö best er aö flýta sér hægt. Annars fer aö læöast aö sá grunur aö fleira búi undir Nordsatáhuga en um- hyggja fyrir eflingu norrænna menningarsamskipta. —ekh — áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.