Þjóðviljinn - 25.04.1979, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. apríl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Námskeið samvinnufélaganna i Bifröst
Árlegt stefnumót Rangæínga
Héraösvaka Rangæinga verður
haldin laugardaginn 28. aprll I
Félagsheimilinu Hvoli á Hvols-
velii og hetst kl. 21. Dagskráin
verður Ijölbreytt að vanda og
meðal annars koma þar fram þrlr
kórar.
Þeir eru Samkór Rangæinga,
stjórnandi Friðrik Guðni Þór-
leifsson, Kór Rangæingafélagsins
i Reykjavlk, stjórnandi Njáll
Sigurðsson, og Barnakór Tón-
listarskóla Rangæinga, stjórn-
andi Sigríður Sigurðardóttir,
skólastjóri. Þá mun heiðursgest-
urinn Jónas Ingimundarson leika
á pianó. Þrir skáldmæltir
Rangæingar fara með frum-
samin ljóð, og með talaö mál
koma þeir fram Arni Böðvars-
son, er flytur ávarp, og Þórður
Tómasson, sem les upp og ræðir
um þjóðsögur. Einig verður
gamanvisnasöngur og nokkrir
nemendur Tónlistarskólans leika
á hljóöfæri. Aö lokum leikur
hljómsveitin Glitbrá fyrir dansi.
Héraðsvakan hefur unnið sér
fastan sess i félags- og
menningarlifi Rangæinga og ver-
ið fjölsótt og ánægjuleg
skemmtun fyrir fólk á öllum
aldri. Er hún raunar eins konar
fjölskylduhátið Rangæinga heima
og heiman. Það sem einkennt
hefur Vökuna öðru fremur er
hversu fjölsótt hún hefur verið af
brottfluttum Rangæingum og má
segja að hún sé árlegt stefnumót
Rangæinga, sem heima búa, og
hinna sem á fjarlægari slóöum
dveljast. Auk heimamanna hefur
samkoman t.d. alltaf verið vel
sótt af Rangæingum frá Reykja-
vlk og nágrenni.
Námskeiðahald fyrir starfsfólk
og félagsmenn samvinnufélag-
anna er nú orðinn snar þáttur I
starfsemi Samvinnuskólans I Bif-
röst. Dagana 19.-23. mars s.l. var
haldiö stjórnunamámskeið I Bif-
röst. Námskeiðið var ætlaö
stjórnendum framleiöslufyrir-
tækja og sóttu það 11 manns frá
ýmsum fyrirtækjum, en auk þess
tóku 6 nemendur Samvinnuskól-
ans þátt I námskeiðinu.
Héraðsvaka á Hvolsvelli
A tlskusýningunum I sumar eru I fyrsta skipti sýndir handprjón-
aðir kjólar úr eingirni og i Islenskum sauðalitum frá Aðalbjörgu
Jónsdóttur. Sýningarfólkið er frá Módelsamtökunum.
r
Islenskar ullar- og skinna-
vörur og silfurskartgripir
Tiskusýningar á islenskum
ullar- og skinnavörum og
silfurskartgripum eru orðnar
árviss viðburður I sumar-
starfsemi Hótel Loftleiða.
Eins og undanfarin ár verða
þær i hádegi alla föstudaga 1
Blómasal hótelsins og hefjast
20. april og standa til mánaða-
móta október/nóvember. Er
þaö lengra tlmabil en áður, og
i vetur hafa slíkar sýningar
reyndar verið I hádegi fyrsta
föstudag I hverjum mánuöi.
Hafa þær átt vaxandi vinsæld-
um að fagna meðal Islenskra
jafnt sem erlendra matar-
gesta og aukið á glæsileik
kalda borðsins sem þar er
boðið upp á i hádegi dag hvern
meö úrvali 70 — 80 fisk- og
kjötrétta ásamt grænmeti,
ostum, skyri, hákarli og fleira
góðgæti — tilreiddu I reisulegu
víkingaskipi.
Sömu aðilar standa að
sýningunni og fyrr. Auk Hótel
Loftleiða eru þeir Islenskur
heimilisiðnaður og Ramma-
gerðin.
Nú verða t.d. i fyrsta sinn
sýndir handprjónaðir kjólar
úr eingirni og I islenskum
sauðalitum frá Aðalbjörgu
Jónsdóttur. Kjólar þessir voru
fyrst sýndir á islenskri tisku- g
sýningu, sem haldin var I feb. ■
s.l. I stærsta veislusal Hilton- I
hótelsins i Chicago i sambandi |
við alþjóðlegt tannlæknaþing ■
þar i borg, og vöktu verð- I
skuldaða athygli.
Af öörum sýningarfatnaði |
má nefna handofna kjóla og ■
pils frá Guðrúnu Vigfúsdóttur
sem löngu er þjóökunn orðin ■
fyrir listrænt handbragð og |
gæðavöru. Þá verður mikið og
fjölbreytt úrval af handprjón-
uöum peysum, sjölum, vett-
lingum, húfum og vestum sem "
unnin eru af konum — og körl-
um — um land allt. Silfurmun- ■
ir eru sem fyrr verk Jens Guð-
jónssonar gullsmiðs. Þeir eru ■
nú sérstaklega gerðir með efni ■
og sniö sýningarfatnaðarins i
huga og hárgreiðslu sýningar-
fólksins.
Annað nýnæmi nú er að lltill ■
vefstóll verður við hlið kynnis-
ins, og er vefarinn Rósa Lára
Guðlaugsdóttir. Sýningarfólk ■
er frá Módelsamtökunum
undir stjórn Unnar Arngrlms- ■
dóttur. Það eru 4 — 5 stúlkur, ■
einn karlmaöur og tvö börn.
Kynnir verður Sigríður Ragna
Sigurðardóttir.
—GFr "
Félagsráögjafar
fordæma BSRB-
samkomulagið
A aöalfundi Stéttarfélags isl.
féiagsráðgjafa 8. apríl sl. var
samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Stéttarfélag Isl. félagsráö-
gjafa fordæmir harðlega aö for-
ysta BSRB samþykki að felld sé
niður 3% grunnkaupshækkun 1.
april, án samráðs við hinn al
menna félaga. SIF telur að með
þessu gangi forysta BSRB lengra
en hún hefur umboð til.
Ennfremur Itrekar SÍF fyrri af-
stöðu slna að rétturinn til að
semja um kaup og kjör eigi ekki
að ganga kaupum og sölum”.
Þetta námskeið var að því leyti
sérstætt að sett var á stofn fram-
leiðslufyrirtæki þar sem raun-
veruleg framleiðsla átti sér stað.
Þátttakendur námskeiðsins
skipulögðu stofnun fyrirtækisins
og sáu um allan rekstur þess.
Þeir unnu sjálfir við fram-
leiðsluna og kynntust þannig af
eigin raun ýmsum vandamálum
sem upp geta komið á vinnustað
bæði sem stjórnendur og almenn-
ir verkamenn. Þetta stjórnunar-
verkefni kemur mjög mikiö inn á
stjórnun fyrirtækja, samstarf og
samvinnu bæði einstaklinga og
hópa og upplýsingastreymi innan
fyrirtækja milli stjórnenda og
annarra starfsmanna.
Leiðbeinendur á þessu nám-
skeiði voru tveir Danir, Helge
Olesen og Jytte Hinnerup, frá
danska samvinnuskólanum, en
þetta námskeið nota danskir
samvinnumenn mikið fyrir
stjórnendur og starfsfólk I verk-
smiðjum og iðnfyrirtækjum hjá
sér.
Þá var haldið verslunarstjóra-
námskeið dagana 26. mars-1.
april. Námskeiðið sóttu 28
verslunarstjórar frá 18
kaupfélögum. Námsefnið var
nokkuð fjölbreytt. Mikil áhersla
var lögð á stjórnun og var fyrst
tekið fyrir sama stjórnunarverk-
efnið og lýst var hér að framan.
Þá var icennd skiltagerð og I
tengslum við hana farið til KB I
Borgarnesi þar sem þátttakendur
fengu tækifæri til að stilla út vör-
um undir leiðsögn sérfræðings.
Nokkuð ýtarlega var farið i skipi
lagningu verslunar og fengu þátt-
takendur sérstakt verkefni að
glima við i þvi sambandi. Þá var
Unniö viö framieiöslu fyrirtækis námskeiösins.
farið i birgðastjórn og í þvl sam-
bandi pantanir og innkaup á
vörum. Einnig innkaupa- og sölu-
skýrslur o.fl. Leiðbeinendur á
þessu námskeiði voru Sigurður
Sigfússon, Þórir Þorvarðarson og
Þórir Páll Guðjónsson auk þess
sem Mikael Fransson leiðbeindi
um útstillingar.
Þátttakendur bjuggu I sumar-
húsum samvinnustarfsmanna viö
Bifröst meðan á námskeiðunum
stóð.
Nær 4000 manns
hafa séð sýningu
fréttalj ósmy ndara
Sýningin framlengd til sunnudagskvölds
Vegna óvenju mikiilar aö-
sóknar hefur veriö ákveöiö aö
framlengja Ijósmyndasýningu
Samtaka fréttaljósmyndara i
Norræna húsinu til n.k. sunnu-
dagskvölds 29. april. Sýningin
mun eins og áöur vera opin frá ki.
16 — 22 virka daga og 14 — 22 um
helgina. Myndirnar eru allar til
sölu.
A sýningunni eru yfir 200 ljós-
myndir sem margar hverjar sýna
eftirminnileg atvik úr fréttum,
sem mikla athygli hafa vakiö, en
eins má þar sjá augnabliksmynd-
ir af atburðum, sem kannski
verða eftirminnilegir einmitt
vegna ljósmyndarinnar sem birst
hefur I einhverjum fjölmiðlinum.
Sýningin var opnuð laugardag
fyrir páska og hafa nær 4000
gestir sótt hana til þessa og er það
eins og segir hér aö framan ó-
venju miklar og góðar viðtökur
sérstaklega þegar þess er gætt að
þetta er fyrsta sýning af þessu
tagi hér á landi.
—AI
Hvaó langar ykkur
helstí....
....sumarbústaó?
NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80
MARGIR STÓRVINNINGAR
Q0
MIÐI ER MOGULEIKI
Einn af toppvinningum ársins er þessi glæsilegi sumar-
bústaöur aö Hraunborgum í Grímsnesi — fullfrágenginn
og meö öllum búnaöi og húsgögnum að verömæti 15
milljónir króna.
Dreginn út strax í júlí.
Auk þess vinningar til íbúöakaupa, bílar, utanferöir og
fleira.
Sala á lausum miöum og endurnýjun fiokksmiöa og
ársmiða stendur yfir.
Stofnsettu fram-
leiðslufyrirtæki