Þjóðviljinn - 25.04.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.04.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 25. april 1979 Sameinað þing á þriðjudag: „Gustur af sorphaugum Keflayíkurflugvallar ’ ’ miklar umrœður um herstöðina I fyrirspurnatíma í sameinuðu þingi á þriðjudag urðu miklar umræður um herstöðina í Keflavík. Þessar umræður hóf ust þegar Gunnlaugur Stefánsson spurði utanríkisráðherra um atvinnumál á Keflavíkur- f lugvelli. Gunnlaugur sagði að starfsfólk á f lugvellinum byggi við mikið óöryggi í atvinnumálum. Þar hefði borið á uppsögnum starfsmanna á síðasta ári. Því væri spurt um f jölda útlendinga í vinnu hjá ameríska hernum og hverjar brevtingar hefðu orðið á síðasta ári. 1 svari Benedikts Gröndal kom fram aö um 400 bandariskir „borgaralegir” starfsmenn væru hjá hernum á Keflavikurflugvelli og heföi sú tala ekki breyst á siö- asta ári. Flestir þessara væru makar hermanna en einnig væri þarna um aö ræöa ýmsa sérfræö- inga i störfum fyrir herinn og kennara i skólum hans. Þá svar- aöi Benedikt spurningu Gunn- laugs um búsetu ameriskra her- manna og fjölskyldna þeirra. Sagöi utanrikisráöherra i svari sinu aö alls væru 42 fjölskyldur á vegum bandariska hersins bú- settar utan vallarsvæöins og væru 40 þeirra fjölskyldur „borgara- legra” starfsmanna. Auk þeirra væru f jölskyldur 21 hermanns bú- settar hér á egin vegum en vera þeirra væri ekki á neinn hátt á vegum amerlska hersins heldur heföu þær komiö til landsins sem feröamenn og dveldust hér meö venjulegu dvalarleyfi erlendra feröamanna. Benedikt Gröndal sagöi að ekki væri fyrirhugaö aö fjölga bandariskum starfsmönn- um hersins hér. Þá sagöi hann að 1000 til 1100 íslendingar ynnu nú hjá hernum og að ekki heföi veriö sagt upp fólki vegna samdráttar þar. Benedikt sagöi einnig aö hann heföi beitt sér fyrir þvi aö ekki kæmu til framkvæmda fyrir- hugaöar uppsagnir starfsfólks hjá verktökum á Keflavikurflug- velli. Gunnlaugur Stefánsson þakk- aöi utanrikisráðherra svör hans en lagöi áherslu á aö tryggja yröi verkafólki á Suöurnesjum at- vinnuöryggi á borö viö aöra landsmenn. Þaö yröi best tryggt meö uppbyggingu islenskra at- vinnuvega á Suöurnesjum. Þá vék Gunnlaugur einnig aö þeim fyrirtækjum ameriska hersins sem hér starfa og eru undanþegin sköttum og kvööum, þótt þar starfi fjöldi Islendinga. Kvaö hann þar hafa veriö stórkostlegt tekjutap sveitarfélaga og rikis- sjóös. Þakkarávarpið Þá kvaddi sér hljóðs Svavar Gestsson. Hann tók sérstaklega undir orö Gunnlaugs Stefánsson- ar um nauösyn Islenskrar at- vinnustefnu á Suöurnesjum. Hann minnti á að fyrir Alþingi heföi lengi legiö þingsályktunar- tillaga frá Geir Gunnarssyni og Gils Guömundssyni um Suöur- nesjaáætlun og væri hún nú til meöferöar hjá viökomandi nefnd þingsins. Svavar beindi þvi til nefndarinnar aö þessi tillaga fengi þinglega meöferö og kvaöst ekki búast viö aö deilur væru um efni tillögunnar. Fyrsta sporiö til þess aö losa landsmenn viö þá smán sem fólgin væri i veru hers- ins hér væri aö losa um öll efna- hagsleg tengsl Islendinga viö hann. Þá kvaöstSvavar vilja taka fram, af gefnu tilefni, aö rikis- stjórninni heföi fyrir nokkrum dögum borist sérkennilegt þakkarávarp frá bandariska varaforsetanum Mondale sem hér var á ferö fyrir dvöl hersins hér. Svavar kvaöst sér ekki hafa gefist tækifæri til þess aö segja varaforsetanum aö svo væri ekki Alþýöubandalagsmönnum fyrir aö þakka. Tyggigúmmí og karamellur Þá taiaöi Kjartan ólafsson. Hann kvaöst vilja andmæla sér- Gunnlaugur Benedikt Sighvatur Karl Steinar Oddur Svava staklega þvi viöhorfi sem fram heföi komið hjá Gunnlaugi Stefánssyni er hann kvartaöi yfir þvi aö þjónustuaöilar bandariska hersins eins og t.d. Navy ex- change greiddu ekki gjöld til sveitarfélaga og rikissjóðs. Kvaöst Kjartan alveg sérstaklega vilja vara viö þessu sjónarmiöi, þvi ef viökomandi sveitarfélög yröu háö ameriska hernum meö sinn fjárhag þá væri illa komiö. Þaö væri skylda okkar aö tryggja fólki atvinnu utan vailarins og sveitarfélögum að þau gætu sæmilega þrifist meö öörum hætti en aö hafa fé af hernum. Þaö væri hættulegur hugsunarháttur aö mæna upp á Keflavikurflugvöll þótt eitthvaö kynni aö vanta i kassann t.d. i Keflavik. Kjartan kvaöst einnig andvigur þvi aö hér dveldu fjölskyldúmenn á vegum ameriska hersins,þvi fylgdu stór- aukin umsvif hans hér. Ef þvi fylgdu einhver iöggæsluvanda- mál aö hafa hér einhleypa her- menn, þá ætti aö mæta þeim vanda á sviöi löggæslunnar. Viö lslendingar ættum heldur ekki aö óska eftir þvi aö fá að selja ame- riskum hermönnum tyggigúmmi og karamellur i Navy exchange. Meðan enn væri meirihluti fyrir dvöl þessa herliðs hér ætti aö stefna aö þvi að einangra starfs- menn hersins sem mest. Næstur talaði Sighvatur Björg- vinsson.Hann spuröi þingheim að þvi hvaö Magnús Kjartansson mundi hafa sagt yfir þvi oröalagi Svavars Gestssonar aö ekki bæri aö þakka Alþýöubandalagsmönn- um fyrir dvöl hersins hér. Magnús heföi einmitt bent á þaö i nýlegri blaöagrein aö Al- þýöubandalagsmenn teldu þaö nú helstu skyldu slna aö verja upp- mælingaaöalinn. Þá vék Sighvat- ur aö störfum sinum i stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins. Þar væri nú unniö aö áætlun um atvinnulif á Suöurnesjum. Næstur tók til máls Kari Stein- ar Guönason.Hann kvaö atvinnu- Svavar Kjartan Geir Einar Stefán Ragnar mál á Keflavlkurflugvelli hafa komiö til umræöu hvað eftir ann- aö i vetur. Þaö óöryggi sem verkafólk á vellinum byggi viö heföi veriö óþolandi, en núver- andi utanríkisráöherra hefði tek- iö þessi mál föstum tökum og komiö i veg fyrir uppsagnir. Fyrrverandi rikisstjórn heföi hinsvegar veriö búin aö leyfa hernum aö framkvæma ýmis störf sem fslenskt verkafólk heföi áöur unniö i herstööinni. Þá sagöi Karl Steinar aö ráö- herrar Alþýöubandalagsins heföu beitt sér gegn því i rikisstjórn aö Suðurnes fengju togara. Ýmsir vindar Stefán Jónssonsem talaöi næst- ur kvaö þaö merkilegt hve sæmi- lega skýr hugsun gæti aflagast á leiö sinni um hlustir Sighvats Björgvinssonar og út úr munni hans. Svavar Gestsson heföi talaö um ummæli Mondale varaforseta og þakkir hans til islenskra ráöa- manna og beðist undan þeim fyrir hönd Alþýöubandalagsins. Hvernig Sighvatur gæti snúiö þessu, væri verkefni fyrir sál- fræöinga, en ekki þingmenn. Þá sagöi Stefán aö hann barmaöi sér ekkert undan þvi aö ýmsir vindar blésu um þingsalina. Þeir mættu vera af ýmsum áttum. Ekki bara þessum fjórum höfuðáttum held- ur bæci Bka að þakka Karli Stein- ari a8 bera i þingsali gustinn af sorphaugunum á Keflavikurflug- velli. Geir Hallgrimssonkvaö fullvist aö allir þingmenn væru sammála um aö byggja upp heilbrigt at- vinnulif á Suöurnesjum. Hins vegar væri mikill meirihluti þing- manna sammála um veru varn- arliösins hér. Þaö væri dnægju- legt aö Alþýöubandalagiö heföi skipt um skoöun i þessu mikil- væga máli en þaö væri ljóst af þvi aö þaö tæki nú þátt i rikisstjórn sem ekki heföi þaö aö markmiöi aö láta varnarliöiö fara. Um mót- töku Mondales fór Geir nokkrum oröum og sagöi aö heimsóknin hlyti aö hafa veriö skipulögö af rikisstjórninni allri. Ráöherrar Al- þýöubandalagsins hlytu þvi aö hafa veitt forsætisráöherra og utanrikisráöherra fullt umboö til viöræöna viö Mondale. Þá vék Geir aö þvl sem hann kallaði þroska Kjartans ólafssonar sem hann sagöi lýsa sér i þvl aö vilja nú ræöa fyrirkomulag dvalar bandariska hersins hér. Kvaöst Geir aö visu vera Kjartani ósam- mála, hann teldi að hermenn ættu aö vera hér meö fjölskyldur sin- ar. //Það var miklu meira" Þá talaöi Einar AgUstsson og mótmælti þeim oröum Karls Steinars Guönasonar aö fyrrverandi rikisstjórn heföi gert sérstakt samkomulag viö herinn um aukna vinnu hermanna á vell- inum. Um þaö væri ekki hægt aö tala þótt leyft heföi veriö aö mála eina skemmu. (Hér greip Karl Steinar fram I „Þaö var miklu meira”.) Einar kvaöst vera þeirrar skoðunar aö fækka ætti hermönnum hér og heföi hann unniö aö þvi i sinni ráöherratiö. Hann vildi vekja athygii á þvi aö margt af þeim Islendingum sem á vellinum ynnu gæti ekki unniö nema létt störf og gæti þvi ekki horfiö til annarra starfa. Ef Alþýöuflokksmenn vildu hinsveg- ar meiri vinnu hjá hernum þá væri þaö rétt af þeim aö þakka utanrikisráöherra þaö. Þá tók Einar AgUstsson undir þaö meö Kjartani ólafssyni aö nauösynlegt væri aö skilja aö, starfsemi hersins og aöra is- lenska starfsemi. Liöur i þvi hlyti aö vera aö byggja nýja flugstöð. Okkur stæöi til boða fjárhagsaö- stoö frá Bandarikjamönnum til þessa verks, og skoraöi Einar á rikisstjórnina aö koma þessu máii i höfn. Alþýðubandalagsráö- herrarnir gætu eflaust afgreitt máliö i rikisstjórninni meö bókun. Oddur ólafsson kvaöst gleöjast yfir áhuga þingmanna á atvinnu- málum Suöurnesja. Þaö væri hins vegar ekki langt siöan þau mál heföu veriö til umræöu. Þá heföu þeir Kjartan Olafsson og Stefán Jónsson lagst gegn atvinnuhags- munum Suöurnesja og talaö um aö þar væri verið að drepa hrygn- ingarþorskinn. Þeir heföu einnig látiö skip sin umferma fisk i höfn á Suöurnesjum til þess aö sigla meö hann til Englands. ,■ Sighvatur Björgvinsson talaöi aftur og var ræða hans nú nær eingöngu um Stefán Jónsson, sem hann sagöi vera orðljötastan þingmanna. Hefði hann einn þingmanna þurft að þvo sorpiö úr ræöum sinum áöur en þær birtust I þingtiöindum. Sighvaturog málefnin Svavar Gestsson kvaöst ekki vilja gleöja þennan málefnalega þingmann meö þvi aö skattyröast viö hann. Væri furöulegt að þingmaöurinn gæti ekki eftir jafnlanga þingsetu og raun bæri vitni tamið sér annaö en útúrsnúninga i máli. Svavar kvaöst hinsvegar vilja mótmæla áburöi Karls Steinars Guönason- ar um þaö aö ráöherrar Alþýöu- bandalagsins heföu viljaö koma I veg fyrir þaö i rikisstjórn aö togarifæri til Suöurnesja. Svavar sagöi aö þótt ekki væri ljóst af orðum þingmannsins hvaða mál viö væri átt né hvaöan þessar röngu upplýsingar væru komnar, þá væri liklega átt viö þaö þegar rikisstjórnin ræddi um hvaö gera ætti viö skip sem ráöstafa átti i staö skips sem keypt var til landsins. Svavar sagöi þaö al- rangt aö ráöherrar Alþýöubanda- la.isins heföu beitt sér gegn þvi að þc ta skip færi til Suöurnesja. ■ eir heföu einungis viljaö aö athugaö yrði áöur en skipinu yröi ráöstafað innanlands hvar þörfin væri mest fyrir skipið meö tilliti til atvinnuaátands, en þaö væri viöa slæmt. „útbúnaður af fullkomnustu gerð"? Næstur talaöi Karl Steinar Guönason. Þá kvaddi sér hljóös Svava Jakobsdóttir.Hún vék oröum sin- um aö hinu sérkennilega þakkar- ávarpi Mondales og kvaö hún þaö sanna þaö sem herstöövaand- stæöingar heföu haldið fram áratugum saman aö herstöðin væri hér Bandarikjunum til gagns en ekki okkur. Nú væri ekki einu sinni reynt aö viöhalda þeim blekkingaáróöri aö herstööin væri hér til þess aö verja okkur. Það sem Mondale væri aö þakka fyrir væri aö Islendingar væru fúsir til þess aö fá yfir sig fyrstu skeytin I hugsanlegum ófriöi. Svava las siöan tilvitnun I viötal viö Mondale i Mbl. en þar kom fram aö á Keflavikurflugvelli væri út- búnaöur af fullkomnustu gerö til varna. Hún varpaöi af þessu til- efni fram þeirri fyrirspurn til forsætisráöherra og utanrikisráö- herra hvaöa útbúnaöur þetta væri. Átti við ratsjár Benedikt Gröndal talaöi næst- ur. Hann kvaöst ævinlega hafa haldiö þvi fram aö herstööin hér væri hlekkur i varnarkeöju og þvi gætu þjóöirnar I Nató þakkaö hver annarri fyrir gagnkvæma vörn. Hann sagöi aö spurning Svövu væri málefnaleg og eölileg og ætti hún rétt á svari viö henni. Þaö væri á allra vitoröi aö nýlega heföi veriö skipt um ratsjárflug- vélar hersins á Keflavikurflug- velli og teknar i notkun allra nýj- ustu vélar af þvi tæi. Þá heföu einnig veriö teknar i notkun nýjar smærri eftirlitsvélar. Þessar vél- ar væru óvopnaöar. Aörar breyt- ingar heföu ekki veriö geröar á búnaöi á vellinum og hefði vara- forsetinn vafalaust átt viö þetta og heföi þaö komiö fram i samtali viö hann. Þá vék utanrikisráö- herra aö heimsókn Mondales hingaö. Hann kvaö timann hafa veriöstuttan og heföi forsætisráð- herra boöiö hópi áhrifamanna til viöræöna viö Mondale eina kvöldstund en enginn ráöherra Alþýöubandalagsins heföi haft tækifæri til þess aö koma þar. Benedikt kvaöst ekkert efast um aö samráöherra hans Svavar Gestsson heföi ekki talaö neina tæpitungu viö Mondale ef þeir heföu hist,en svo heföi ekki veriö. Varaforsetinn heföi hitt Ragnar Framhald á blaösiöu 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.