Þjóðviljinn - 28.04.1979, Page 2
Af uppáferðum humarsins
Á sama hátt og því hef ur löngum verið hald-
ið fram að augun væru spegill sálarinnar, er
ekki f jarri lagi að ætla að blöðin séu spegill
samtíðarinnar. ( blöðunum er að minnsta kosti
öðru fremur fjallað um það, sem efst er á
baugi hverju sinni.
Það sem hefur sett mestan svip á menning-
arlega umræðu í blöðunum að undanförnu er
annars vegar þjónusta þeirra við kirkju og þá
himnafeðga, föður, son og heilagan anda, og
hins vegar klám. Á laugardaginn var skrifaði
ég mjög athyglisverða, snjalla, já raunar frá-
bæra grein um hið f yrrnef nda, þar sem kjarni
málsins var settur fram í þessum lokaorðum:
„Á Mogganum er mikið puð,
menn þar trúa ekki á guð.
En eitt er víst og það er það,
að Þjóðviljinn er kristið blað".
Það eru sem sagt Morgunblaðið og Þjóðvilj-
inn, sem eru helstu málsvarar Helvítis og
Himnaríkis hér á landi.
En sálarheill er í fleiru fólgin en eilífðar-
málum. Sigurður vinur minn Greipsson í
Haukadal trúði mér einu sinni fyrir því, að það
væri sín skoðun að sálarheill og líkamsheill
færu jafnan saman, enda segir málsháttur-
inn: „Mens sana in corpore sano".
Nú er það vitað að líkamsheill er ekki hægt
að öðlast nema ástunduð sé „heimaleikf imi",
en sú íþróttagrein hefur stundum verið flokk-
uð undir það sem sumir kalla feimnismál, en
aðrir klám. Um þennan þátt mannlegs lífs
hefur að undanförnu farið fram fjörug um-
ræða á síðum Dagblaðsins.
Það er upphaf þessa máls að 31. mars s.l.
bar þaðtil tíðinda að sjónvarpið sýndi á skján-
um karlhumar og kvenhumar í hörku samför-
um. Þessari óhæfu var mótmælt í Dagblaðinu
þann 18. apríl og þá einkum með þeim rökum,
að börn og unglingar væru gersamlega varn-
arlaus gegn slíku klámi á öldum Ijósvakans,
og er raunar hér komin hin upphaf lega merk-
ing orðsins „klámhögg".
Segja má að frá listrænu sjónarmiði geti
verið þörf á því að sýna naktar lífverur og
jafnvel samfarir, en ég verð að taka undir
með Dagblaðinu, að hér var farið langt yfir
mörk gildandi velsæmis. Það hefði á engan
hátt rýrt listrænt gildi þessarar klámmyndar
þótt grófustu samfaraatriðin hefðu verið
klippt úr, og þá voru sumar nærmyndirnar af
þessum dæmalausu ástarleikjum humarhjú-
anna svosmekklausar, að okkur sem fullorðin
erum þótti nóg um, og má þá nærri geta hver
áhrif slíkt getur haft á ómálga börn, að ekki sé
nú talað um þau þeirra sem eru farin að hug-
leiða feimnismálin.
Auðvitað á að leggja blátt bann við samför-
um í sjónvarpinu, eða að minnsta kosti að
þeim sé sjónvarpað, og má þá einu gilda hver
á í hlut, hvort það eru humrar, krabbar,
köngulær, karlar eða konur.
Það verður að telja þá rödd hjáróma, sem
kveður sér hljóðs í Dagblaðinu um sama mál
s.l. mánudag og telur það gamaldags hugs-
unarhátt að vilja ekki sýna samfarir humra i
sjónvarpinu. Sá hinn sami heldur því raunar
f ram að slík mynd eigi rétt á sér vegna þess að
á þennan hátt fjölgi humrar sér og raunar
mannfólkið líka. Þá er í sömu grein kvartað
yfir því, að kynfræðsla sé ekki nægjanleg
fyrir unglinga. Þetta kann rétt að vera, en þó
hljótum við, sem erum á móti klámi í sjón-
varpinu, að segja sem svo að sjónvarpið geti
varla annað því hlutverki að sýna allar þær
fjölmörgu aðferðir og tilbrigði sem viðhöfð
eru, þegar mannkynið er að leggja drög að
fjölgun sinni. Slík fræðsla yrði allt of yfir-
gripsmikil og að okkar dómi f ull djörf, einkum
fyrir yngri kynslóðina.
Þegar ég var barn og unglingur að alast upp
hérna vestur í bæ var öll kynferðisf ræðsla
verkleg. Sjónvarpið var þá enn ekki komið,
og ekkert klám var viðhaft í biómynd-
um, útvarpi, blöðum eða bókum. Stóru strák-
arnir og stelpurnar fóru bara með okkur þau
minni, og einhversstaðar að húsabaki skýrðu
hinir fróðari fyrir okkur hið fjölbreytilega
notagildi tippisins. Síðan var það sannreynt
eftir því sem tímar liðu.
Því legg ég til að tekin verði upp í íslenska
menntakerf inu verkleg kynferðisf ræðsla,
þannig að við þeir eldri og reyndari miðlum
hinum yngri af dýrmætri reynslu okkar og síð-
an verði sú fræðsla látin ganga áfram, og
sannið til, þá mun óhæfa eins og uppáferðir
humarsins eiga harla lítið erindi á skjá sjón-
varpsins.
Hvað sagði raunar ekki menntamálaráð-
herra þegar frumvarpið um aukna kyn-
fræðslu í skólum var lagt fyrir Alþingi:
Kyn um lífið læra má
litið eitt í skólunum,
en kynlífið það kenna á
með kynfræðslu í bólunum.
Flosi.
Meginkröfur L maí í Reykjavik
Hörð mótmæli gegn áformum
um kaupmáttarskerðingu
# Kröfur um aukiö jafnrétti bætt
uppeldisskylyrði áberandi
• Skoraö á opinbera starfsmenn aö
fylkja liði til þess aö stórbæta
samningsrétt sinn
I 1. ma ávarpi Fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna í
Reykjavík, BSRB og INSi,
er lögð áhersla á varð-
veislu þess kaupmáttar
sem um var samið 1977 og
mótmælt harðlega áform-
um stjórnvalda um að
ganga á gerða samninga
um vísitölukerf ið og
skerða almenn vinnulaun á
sama tima og tekjuhæstu
einstaklingar þjóðfélags-
ins fá meira en mánaðar-
laun verkamanns í kaup-
hækkun. Lýst er yfir því í
ávarpinu að gegn þessum
áformum muni alþýða
manna berjast af fullum
þunga um leiðog launafólk
sé reiðubúið til þess að
styðja stjórnina á braut til
bættra lifskjara og félags-
legrar framfarasóknar.
1. mai ávarpið skiptist í
fjóra kafla og er þar m.a.
skorað á opinbera starfs-
menn aö fylkja liði til þess
að stórbæta samningsréft
sinn, og hvatt til afnáms
hernaðarbandalaga og
herstöðva hér á landi.
I kröfum dagsins eru
jafnréttismál og bætt skil-
yrði til barnauppeldis
ofarlega á baugi. Hér fara
á eftir nokkrar þær kröfur
sem lögð er þung áhersla
á:
Fulla atvinnu fyrir allar vinnu-
færar hendur.
Mannsæmandi lifskjör fyrir
átta stunda vinnudag.
Jafnrétti I lffeyrismálum,
verðtryggðan lifeyri fyrir alla.
Grétar Þorsteinsson
Næg og góð dagvistarheimili
fyrir öll börn. •
Fæðingarorlof inn I tryggingar.
Aukinn félagslegan atvinnu-
rekstur og lýðræöi I atvinnulifinu.
Auknar félagslegar ibúðabygg-
ingar og lánakjör i samræmi við
fjárhag launafóiks.
JónHelgason
Stóraukna fullorðinsfræðslu og
verkmenntun.
Jafnrétti til náms.
Menningar- og fræðslustarf-
semi fyrir vinnandi alþýðu á veg-
um verkalýöshreyfingarinnar.
Tekjujöfnun I þjóðfélaginu,
samræmda og réttláta launa-
stefnu. Heimild tii vinnustöövun-
ar, skorti á öryggi og aðbúnað á
vinnustað.
Samnings-og verkfallsrétt til
félaga i INSl.
Dagskráin 1. maí
Að göngu og útifundi 1. mai
standa Fulltrúaráö
verkalýðsfélaganna I Reykjavik,
stjórn BSRB og Iönnemasam-
band íslands. Fullt samkomulag
náðist um 1. mai ávarpið og
ræðumenn á útifundinum.
Framhald á 18. siðu
Hafsteinn Eggertsson
Haraldur Steinþórsson
Aðalheiður Bjarnfeðsdóttir.